Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 Fréttir DV sem raunar er þegar hafin Sigurður Kári Kristjáns- son héraðsdómslög- maður fór fyrr í landsmálapólitík- ina heldur en margir vinir hans og kunn- ingjar áttu von á. Þeir töldu að hann myndi einung- is helga sig lög- fræðinni fyrsta sprettinn en nú liggur fyrir hörð kosningabarátta Nafn: Sigurður Kári Kristjánsson Aldur: 29 ára, naut Fjölskylda: Einhleypur, barnlaus Menntun: Verslunarskóli íslands, embættis próf i lögfræði frá Háskóla íslands. Starf: Héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Efni: Skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi- norður Hann var ljóshærður, fjörmik- ill strákur sem ólst upp í Hóla- hverfi í Breiðholti. Snemma varð hann staðráðinn í hvað Nærmynd hann ætlaði að verða þegar hann væri orðinn stór. Hann ætlaði að verða slökkviliðsmað- ur - eins og Marteinn Geirsson. Marteinn er faðir eins besta vin- ar hans. Þess vegna ætlaði hann líka að verða landsliðsfyrirliði í fótbolta - eins Jóhanna og Marteinn Geirsson. Þetta voru nú framtíðaráform Sigurðar Kára Kristjánssonar í þann tíð. Nú er hann héraðsdómslög- maður á lögmannsstofunni Lex og skipar 4. sæti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi nyrðra eftir gott gengi í prófkjöri flokksins. Sigurður Kári lét fljótlega til sín taka í félagsstörfum. Hann var formaður nemendafélags Hólabrekkuskóla, forseti nem- endafélags Verslunarskóla ís- lands og loks formaður Orators, félags laganema í Háskóla ís- lands. Þá sat hann t.d. í háskóla- ráði fyrir Vöku, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Jafnframt snaraði hann sér í pólitíkina og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ann- an áratug. Á árunum 1999-2001 var hann svo formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Alltaf á jörðinni Fjórir strákar sem ólustu upp á nánast sömu torfunni í Hóla- hverfinu hafa haldið hópinn æ síðan og raunar verið nánir vin- ir. Auk Sigurðar Kára eru það Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpssnillingur, Rúnar Freyr Gíslason leikari og Pétur Mart- einsson fótboltamaður. „Hann var mjög pottþéttur, lærði alltaf heima, var sam- viskusamastur okkar og hlýðn- astur við foreldra sína af okkur félögunum," segir Gísli Mart- einn um Sigurð Kára. „Hann var góður námsmaður, svona náungi sem foreldrar manns voru ánægðir með að maður skyldi umgangast. Hann var fjörmikill, þessi hópur var áber- andi í skólanum og Siggi mjög áberandi í þeim hópi. Hann var hrókur alls fagnaðar en gekk þó ekki manna lengst í einhverjum æsingi. Hann var alltaf með, en alltaf á jörðinni. Hann passaði sig t.d. alltaf að leggja pening fyrir.“ Sigurður Kári æfði fótbolta með Fram fram undir tvítugt. „Hann var mikill keppnismaður og með mikið skap,“ segir Gísli Marteinn. Gísli Marteinn segir að félag- ar Sigurðar _________ Kára hefðu allt S. Sigþórsdóttir eins átt von á blaöamaður því að hann myndi helga sig lögfræðistörfunum á fyrsta sprettinum. En smám saman hefði hann færst nær pólitík- inni, ekki síst eftir að hann hefði unnið „stórglæsilegan kosningasigur" eftir harða bar- áttu um formannssætið í SUS. „Ef ég ætti að lýsa Sigga í einni setningu myndi ég segja að hann væri svo áreiðanlegur að hann myndi aldrei hvika frá þeirri ákvörðun eða leið sem Ingibjörg Sólrún á fundi í Keflavík í gærkvöld: hans menn hefðu í hópi komið sér saman um að fara, burtséð frá hvort hann væri sammála henni eða ekki.“ Erasmus í Belgíu Sigurður Kári nam almenna lögfræði undir handarjaðri Sig- urðar Líndals, prófessors við lagadeild HÍ. „Þetta er afskaplega góður drengur, ljúfur og indæll," segir Sigurður. „Hann er duglegur þegar hann tekur sér það fyrir hendur. Námsferill hans var hnökralaus, að því er ég best veit, og árangurinn í lagi og vel það. Hann er duglegur í félags- málum, röskur og drífandi." Sigurður rifjar upp að Sigurð- ur Kári hafi verið Erasmus- nemandi í Löven í Belgíu á námsferli sínum í lögfræðinni, tekið þar evrópskan vinnumark- aðsrétt sem hann skrifaði síðan lokaritgerð um í lagadeildinni, einnig undir umsjón Sigurðar Líndals. „Ég bjóst við að hann færi út í pólitík fyrr eða síðar, en það varð fyrr en ég átti von á,“ seg- ir Sigurður. „Mín skoðun er nú sú að þessir ungu menn ættu að fara út í framhaldsnám.“ Og svo getur hann sungið ... Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur kynntist Sigurði Kára fyrst í háskólapólitíkinni. Hún var síðan í stjórn SUS þeg- ar hann gegndi þar formennsku. í prófkjörinu í haust tókust þau svo á þar sem bæði voru í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Hann er harður baráttumað- ur en drenglyndur og getur tek- ið rökum,“ segir Guðrún Inga. „Þótt við værum „mótherjar“ þá studdum við líka hvort annað, ræddum saman og bárum sam- an bækur okkar. Ég samgladdist honum þegar honum gekk svona vel.“ Hún segir að Sigurður Kári sé skemmtilegur í góðra vina hópi. „Og svo getur hann sungið,“ bæt- ir hún við. „Ég held að hann sé mjög félagslyndur og hann rækir vini sína mjög vel. Það er alveg á hreinu. Hann hefur mjög gaman af að segja brandara um vinstri- menn og kann nóg af þeim. Hvað skilning á kvenréttinda- hugsjóninni varðar þá hefur hann farið batnandi.“ Losa þarf þjóðina úr hrokafullum stjórnarháttum „Það er mikilvægt að losa þjóö- ina úr þeim sjálfsmiðuðu og hroka- fullu stjómarháttum sem nú ríkja í landinu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi hennar og Öss- urar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingar, sem haldinn var í Keflavík í gærkvöld. Þar reifuðu þau helstu stefnumál flokks síns í aðdraganda kosninganna og var víða komið við. Kraumar í pottum Um ásakanir milli æðstu stjóm- enda Baugs og forsætisráðherra, sem nú ber hátt, sagði Ingibjörg Sólrún að hún vildi ekki taka þátt í þeim. „Fara niður á það plan,“ eins og hún komst að orði. Hún sagði að hin fræga Borgamesræða sín - þar sem hún vék meðal annars að ýmsu í valdakerfi landsins - hefði greinilega við ýmsu hreyft, eins og hörð viðbrögð sýndu. „Ég taldi mig vera að tala á almennum nótum og fræðilegum um ýmsar tegundir lýðræðis. Hafði hins vegar ekki grænan grun um að svona hressi- lega kraumaði í pottunum. Satt MYND VÍKURFRÉTTIR I Keflavík Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gærkvöld. best að segja langar mig ekkert að horfa ofan í þennan pott.“ Þaö liggur í loftinu Ingibjörg Sólrún sagði enn frem- ur að mikilvægt væri í dag að efna til þjóðarsáttar um lækkun skatta og gengis. Ljóst mætti vera að nú, þegar álvers- og virkjunarfram- kvæmdir væru að hefjast á Austur- landi, gætu því fylgt ýmsir vaxtar- verkir í efnahagslífmu. Nauðsyn væri að bregðast við því svo hags- munir til dæmis sjávarútvegs, iðn- aðar og ferðaþjónustu röskuðust ekki enn meira. Ella gæti útkoman orðið að þegar álver á Reyðarfirði væri komið í gagnið hefðu fleiri störf tapast úr landi en stóriðjan eystra skapaði. Hvað varðar hið pólitíska landslag í augnablikinu sagðist Ingibjörg Sól- rún vera sigurviss. Hún hefði sömu sigurtilfinningu og fyrir borgar- stjómarkosningamar 1994 þegar R- listinn vann borgina. „Það liggur eitthvað í loftinu, en það er svo spuming hvort okkur tekst að raun- gera hlutina," sagði Ingibjörg. -sbs Myndi skrimta Páll Pétursson félagsmálaráð- herra stóð ekki að ályktun flokksþings Framsóknar- flokksins um at- vinnuleysisbæt- ur og greiddi henni ekki at- kvæði. Frá þessu sagði hann á Alþingi í gær þegar Stein- grímur J. Sigfússon spurði hvort atvinnuleysisbætur yrðu hækkað- ar úr 77 þúsund krónum í 93 þús- und til samræmis við lágmarks- laun, eins og samþykkt hefði ver- ið á flokksþinginu að bæri að gera. Páll sagðist ekki myndu beita sér fyrir slíkri hækkun því að hann teldi að einhver hvati þyrfti að vera fyrir fólk að vera í vinnu frekar en á bótum. Þetta væri því ekki skynsamlegt en hann teldi koma til greina að hækka bæturnar eitthvað. Að- spurður sagði Páll að hann myndi sjálfur „skrimta í ein- hverja mánuði“ á atvinnuleysis- bótum „ef og þegar ég missi vinn- una“, en að hann myndi ekki treysta sér til að vera á þeim lengi. Stríö er neyðarkostur Ögmundur Jónasson spurði forsætisráð- herra um af- stöðu íslands til íraksmálsins í ljósi þróunar mála síðustu daga í fyrir- spurnatíma ráð- herra á Alþingi í gær. Davíð Oddsson sagði að reyna ætti til þrautar að ná friðsamlegri lausn í málinu, stríð væri neyðarkostur en naUðsynlegt væri að ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1441 héldi. Ögmundur harmaði að ís- lensk stjórnvöld skyldu ekki neita Bandaríkjamönnum um að- stöðu til aðgerða og undirbúnings vegna stríðsátaka. -ÓTG Ögmundur Jónasson. Páll Pétursson. Suöurkjördæmi: Býður Iram óháðan lista Kristján Pálsson, alþingismað- ur Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi, gekk úr flokknum í gær um leið og hann tilkynnti að hann ætlaði að bjóða fram óháð- an lista fyrir komandi kosningar. Kristján hefur jafnframt sagt sig úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins og kveðst munu starfa sem óháð- ur þingmaður til þingloka. Undirbúningur sérframboðsins mun hafinn en ekki liggur enn fyrir hverjir munu skipa önnur sæti listans. Miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins hafnaöi í liðinni viku beiðni Kristjáns um að hann fengi að bjóða fram undir bók- stöfunum DD. Kristján hafði far- ið þess á leit við flokkinn eftir að ljóst var að hann myndi ekki vera í leiðtogasæti Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.