Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Útlönd
Á gægjum
ísraelskur hermaður fer að öllu með
gát í innrásinni í Bureij.
Hamas-foringi hand-
tekinn á Gaza-svæðinu
ísraelskar hersveitir handtóku í
gær Mohammed Taha, einn helsta
pólitíska leiðtoga og stofnanda Ham-
as-samtakanna á Gaza-svæðinu og
mun hann fyrsti háttsetti Hamas-leið-
toginn sem ísraelar handtaka síðan
yfirstandandi ófriður blossaði upp í
september árið 2000.
Að sögn talsmanns palestínskra
stjórnvalda á Gaza voru þrir synir
Tahas einnig handteknir í innrásinni
í Bureij-flóttamannabúðirnar en þeir
eru aOir virkir félar í Hamas-samtök-
unum.
Eftir aðgerðimar í gær skutu
Hamas-liðar sprengiflaug að bænum
Sderot í ísrael en að sögn ísraelskra
stjómvalda án teljandi skaða eða
mannfalls.
Bandarísk hermála-
yflrvnld efla njésnir
Yfirvöld hermála í Banda-
ríkjunum ætla að efla mjög
njósna- og gagnnjósnadeild land-
varnaráðuneytisins til að safna
upplýsingum um hryðjuverka-
samtök og önnur skotmörk, að
því er bandaríska blaðið Los
Angeles Times sagði í morgun.
Blaðið hefur eftir heimildar-
mönnum sínum að innan fárra
ára verði hundruð útsendara á
snærum leyniþjónustu hersins.
Þeir eigi að geta tekið að sér
margvísleg verkefni, allt frá eftir-
liti fyrir hernaðaraðgerðir til
leynilegra aðgerða sem taka lang-
an tíma. Njósnararnir verða tekn-
ir úr öllum deildum hersins.
Bandaríkjamenn
fjölna enn í herliöi sínu
Bandarísk stjómvöld tUkynntu í
morgun að þau heföu skipað auka sex-
tíu þúsund manna herlið i viðbragðs-
stöðu, sem verði tObúið tU þátttöku í
fyrirhuguðum hernaðaraðgerðum
gegn írökum gerist þess þörf.
Að sögn talsmanns bandaríska
varnarmálaráðuneytisins gaf Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra út
skipunina um helgina en sagði þó
ólíklegt að liðið yrði sent tO Persaflóa-
svæðisins fyrr en eftir að væntanleg-
ar aðgerðir hæfust.
Þessi ákvörðun Rumsfelds kemur á
sama tíma og loftárásir á skotmörk á
flugbannssvæðinu í suðurhluta íraks
eru hertar tU muna og staðfesti Rums-
feld í viðtali nýlega að bandarískar og
breskar flugsveitir, sem fæm með eft-
irlitið á flugbannssvæðunum, hefðu
fengið rýmri heimUdir fyrir loftárás-
um og væri þeim nú beint að mun
fleiri skotmörkum en áður.
I fyrrinótt gerðu bandarískar og
breskar herþotur hörðustu loftárásir
á suður-flugbannssvæðinu til þessa og
Pabbi kvaddur.
var þeim aðaUega beint að loftvarnar-
stöðvum í nágrenni borgarinnar
Basra en styrkur árásanna er talinn
bera vott um aukna hörku og for-
smekkurinn að því sem koma skal.
Að sögn talsmanns íraskra stjórn-
valda fórust fimm manns í árásunum
auk þess sem að minnsta kosti fimmt-
án slösuðust.
Þetta gerist þrátt fyrir það að írak-
ar hafi sýnt aukinn samstarfsvUja
með eyðingu hluta al-Samoud stýri-
flauga sinna, en á síðustu þremur dög-
um hafa þeir eytt sextán af 120 ólög-
legum flaugum sínum.
Rumsfeld sagði í umræddu viðtali
að hann liti ekki á eyðingu flauganna
sem merki um aukinn samstarfsvUja
Iraka við vopnaeftirlitið heldur
aðeins beint framhald af leiksýningu
Saddams.
Rumsfeld mun hitta Tommy
Franks, yfirmann bandaríska herafl-
ans á Peraflóasvæðinu, á fundi í
Pentagon i dag en þar munu þeir fara
yfir breyttar hernaðaráætlanir eftir
að tyrkneska þingið hafnaði beiðni
bandariskra stjórnvalda um afnot af
þarlendum herstöðvum tU árása á
íraka.
UPPBOÐ
Uppboö munu byrja á skrifstofu
embættisins að Útgarði 1,
Húsavík, sem hér segir á eftir-
_______farandi eignum:_______
Aðalbraut 29, hluti, Raufarhöfn, þingl.
eig. Árni Heiðar Gylfason, gerðarbeið-
andi Húsasmiðjan hf., mánudaginn 10.
mars 2003, kl. 10.00.
Austurvegur 1, íbúð 0101, Þórshöfn,
þingl. eig. Jóhann Ólafur Lárusson,
gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður,
sýslumaðurinn á Húsavík og Vátrygg-
ingafélag íslands hf., mánudaginn 10.
mars 2003, kl. 10.00.
Ásgata 23, íb. 01-0101, Raufarhöfn,
þingl. eig. ísabella Björk Bjarkadóttir,
Reynir Þorsteinsson og Hilmir Agnars-
son, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
mánudaginn 10. mars 2003, kl. 10.00.
Brúnagerði 1, efri hæð, Húsavík,
þingl. eig. Halldóra Gunnarsdóttir,
gerðarbeiðendur Landssími íslands
hf., Sparisjóður Suður-Þingeyinga og
Vátryggingafélag íslands hf., mánu-
daginn 10. mars 2003, kl. 10.00.
Brúnagerði 1, neðri hæð, Húsavík,
þingl. eig. Meindýravarnir íslands
ehf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn
á Húsavík og Vátryggingafélag íslands
hf., mánudaginn 10. mars 2003, kl.
10.00.
Duggugerði 9, Kópaskeri, þingl. eig.
Eyþór Margeirsson, gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn á Húsavík, mánudag-
inn 10. mars 2003, kl. 10.00.
Garðarsbraut 39, hluti í íbúð 0201,
Húsavík, þingl. eig. Sigurður Jóhanns-
son, gerðarbeiðandi Landsbanki ís-
lands hf., mánudaginn 10. mars 2003,
kl. 10.00.
Garðarsbraut 43, íbúð efri hæð, Húsa-
vík, þingl. eig. Ævar Ákason, gerðar-
beiðandi íbúðalánasjóður, mánudag-
inn 10. mars 2003, kl. 10.00.
Helluhraun 5, Skútustaðahreppi,
þingl. eig. Þórunn Snæbjömsdóttir,
gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður,
mánudaginn 10. mars 2003, kl. 10.00.
Héðinsbraut 1, hl. gþ., Húsavík, þingl.
eig. Anna Stefanía Brynjarsdóttir,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Norð-
urlands, mánudaginn 10. mars 2003,
kl. 10.00.
Höfðabraut 1, Raufarhöfn, þingl. eig.
Iðufell ehf., gerðarbeiðandi Sandöx
ehf., mánudaginn 10. mars 2003, kl.
10.00.
Höfði 3, eignarhl. 02-0101 og 03-0101,
Húsavík, þingl. eig. íslenskur harðvið-
ur ehf., Húsavík, gerðarbeiðandi
Landsbanki íslands hf., mánudaginn
10. mars 2003, kl. 10.00.
Ketilsbraut 22-24, Húsavík, auk
rekstrartækja og bún., þingl. eig. Hót-
el Húsavík hf., gerðarbeiðandi Ferða-
málasjóður, mánudaginn 10. mars
2003, kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
REUTERSMYND
Trommudrottningin dansar dátt
Fabia Borges, trommudrottningin frá Unidos da Tijuca sambaskólanum í Rio
de Janeiro, dansar dátt á kjötkveðjuhátíöinni sem stendur nú sem hæst.
Reynt að veiða upplýsing-
ar upp úr al-Qaeda liða
Bandaríkjamenn
keppast nú viö að
reyna að veiða upp-
lýsingar upp úr
Khalid Sheikh Mo-
hammed, al-Qaeda
foringjanum sem var
handtekinn í Pakist-
an um helgina.
Embættismenn
sögðu í gær að þeim
væri mjög í mun að
afla upplýsinga um
hryðjuverkaárásir
sem kunna að vera
skipulagðar í Banda-
ríkjunum á næst-
unni. Þá leikur yfír-
heyrendum líka mik-
il forvitni á að vita
hvar Osama bin
Laden, leiðtogi al-Qa-
eda, er niður kom-
inn, áður en hann bregður aftur
undir sig betri fætinum og flytur
sig um set. Talið er að bin Laden
sé í felum nærri norðurlandamær-
um Pakistans að
Afganistan.
Tom Ridge, yfir-
maður öryggismála
heima fyrir, sagði
að embættismenn
hefðu vitað áður en
Mohammed var
handsamaður að
hann heföi vit-
neskju um hryðju-
verkasamsæri í
Bandaríkjunum.
Það hefði meðal
annars verið ástæð-
an fyrir því að ör-
yggisviðbúnaður
var aukinn í síðasta
mánuði.
Bandarískir emb-
ættismenn vildu
ekkert ræða aðferð-
irnar sem beitt er
við yfirheyrsluanr yfir Mo-
hammed, nema hvað að notað
væri allt sem leyfilegt væri. Ekki
væri gripið til pyntinga.
I yfirheyrslu
Bandaríkjamenn beita öllum
löglegum aðferöum viö yfir-
heyrslur á al-Qaeda liðanum
Khalid Sheikh Mohammed.
Skólar áfram hjá ríkínu
Hogni Hoydal,
ráðherra sveitar-
stjórnarmála í
Færeyjum, segir
að engin áform
séu uppi um að
rekstur grunnskól-
anna verði færður
til sveitarfélag-
anna. Grunnskólinn hefur þó ver-
ið nefndur sem einn af þeim
málaflokkum sem flytja mætti til
sveitarfélaganna.
Gamlir þvingaðir á eftirlaun
Ný rannsókn samtaka danskra
málmiðnaðarmanna leiðir í ljós
að vegna atvinnuieysis séu marg-
ir margir fullorðnir starfsmenn
þvingaðir til að fara á eftirlaun.
Tími til að græða sárin
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti sagði í heimsókn sinni í Al-
sír í gær að kominn væri tími til
að græða sárin og leita sátta,
fjörutíu árum eftir blóðugt sjálf-
stæðisstríð.
Uill nýja stjóm fljótlega
Forsætisráðherra Fílabeins-
strandarinnar hvatti deilendur í
fimm mánaða löngu borgarastríði
að fallast sem fyrst á myndun
nýrrar þjóðstjómar til að koma í
veg fyrir frekara blóðbað.
í mál við flrafat í Panís
Ættingjar fóm-
arlamba árása í
ísrael hafa höfðað
mál á hendur
Yasser Arafat, for-
seta Palestínu-
manna, fyrir dóm-
stóli í París. Þar
er Arafat meðal
annars ákærður fyrir þjóðar-
morð, að sögn heimildarmanna í
franska réttarkerfmu.
Hægristjóm líklegri
Búist er við að forseti Eistlands
feli leiðtoga hægriflokksins Res
Publica að mynda næstu stjóm
landsins og gangi þar með fram
hjá leiðtoga Miðflokksins sem
sigraði í þingkosningunum á
sunnudag.
Sendimaður páfa á hmd Bush
Friðarboði á
vegum Jóhannes-
ar Páls páfa fór til
Washington í gær
til að hvetja Ge-
orge W. Bush
Bandaríkjaforseta
til að hætta við
stríðsáform sín
gegn írak. Sendimaðurinn mun
afhenda forsetanum bréf frá páfa
þar sem hvatt er til friðsamlegrar
lausnar á íraksdeilunni.
Æfa viðbrögð við hryöjuverkum
David Blunkett, innanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í gær að
einhvem tíma á næstunni yrði
efnt til æfinga á viðbrögðum við
meiriháttar hryðjuverkum í
London.