Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Fréttir
DV
Svokölluðum anti-Ameríkönum fjölgar stöðugt og ógna Bandaríkjamönnum:
Um leið og líkurnar á stríði
gegn írak aukast, stríði sem
Bandaríkjamenn verða hugsan-
lega einir um að eiga aðild að, þá
eykst hinn svokallaði anti-amerík-
anismi um allan heim. Reiðin
gagnvart bandarískum stjórnvöld-
um eykst með hverjum degi og nú
er svo komið að bandarískir ríkis-
borgarar sem búsettir eru utan
heimalands sins lifa margir hverj-
ir í sifelldum ótta við eigin heilsu.
Þennan anti-amerikanisma er að
finna víða; á götum úti, í fjölmiðl-
um, á skemmtistöðum og víða
annars staðar í borgum erlendis.
Víðast hvar í Evrópu reynir
fólk þó að gera greinarmun á
Bandaríkjamönnum og ríkisstjórn
þeirra. En Bandaríkjamenn í Evr-
ópu segjast þó finna klárlega fyrir
aukinni reiði í garð handarískra
stjórnvalda og sú reiði geri það að
verkum að Bandaríkjamenn verði
sífellt varkárari í sínu daglega lífi.
Þeir viti að fjölda fólks er að finna
sem vill enga Bandaríkjamenn í
sínu landi, og gerir hvaö sem er til
að losna við þá. Bandarískir ríkis-
borgarar eru þannig stöðugt
minntir á áhættuna sem felst í því
að búa og lifa annars staðar en í
heimalandi sínu.
Engin reiði á íslandi
Þó er afskaplega misjafnt hve
mikinn anti-amerikansima er að
finna í löndum heims. Fulltrúar
bandaríska sendiráðsins á íslandi
segjast t.a.m. ekki finna fyrir auk-
inni reiði í garð Bandaríkjamanna
á íslandi. Það sé frekar að Banda-
ríkjamenn hafi mætt góðvild frá
íslendingum heldur en hitt. Öll ör-
yggismál hafí verið tekin fastari
tökum eftir 11. september, eins og
raunin varð úti um allan heim, og
ekkert bendir til þess að sú gæsla
verði aukin eitthvað frekar.
En bandarísk sendiráö í mörg-
um öðrum löndum taka enga
áhættu. Talsmenn sendiráðsins í
Indónesíu, fjölmennasta múslíma-
ríki heims, segja t.d. mögulegt
stríð skapa „ástand sem einkenn-
ist af óvissu". Fjölskyldur banda-
rískra embættismanna þar í landi,
sem voru fluttar úr landi í kjölfar
hryðjuverkaárásinnar á Bali, fá
ekki að koma aftur, einfaldlega af
hættu á að skæðir anti-Ameríkan
ar láti til skarar skríða gegn þeim.
í svörtum skúmaskotum
í Miðausturlöndum eru víða
skólar sem bandarísk ungmenni
ganga í og í sumum þeirra jaðrar
ástandið við borgarastyrjöld. Skól-
arnir líkjast sumir hverjir virki
og börnum er ráðlagt að hafa
vikuskammt af klæðnaði og öðr-
um nauðsynjum í skápum sínum
ef ske kynni að aðstæður yrðu
þannig að ungmennin kæmust
ekki út af skólalóðinni. Skólarnir
eru hreinlega umkringdir af anti-
Amerikönum sem vilja skaða
Bandaríkin og ráðast því á sak-
lausa nema.
Því fer fjarri að svona ástand sé
aðeins að finna í múslímalöndum.
Jafnvel í Afríku leynast anti-Am-
eríkanar í svörtum skúmaskotum.
Lífverðir fyrir heimamenn
Ástandið er hvað verst í Pakist-
an. í borginni Karachi, sem talin er
ein sú hættulegasta fyrir Banda-
ríkjamenn að búa í og þolað hefur
fjölmargar hryðjuverkaárásir gegn
Bandaríkjunum á liðnu ári, býr
heimamaðurinn Don Graybiel, sem
eignast hefur fjölda óvina fyrir það
eitt að kenna ensku og enskar bók-
-ÍSÓKN OGVÖRN!
Samtök auglýsenda standa fyrir hádegisveröarfundi miövikudaginn
5. mars kl. 12.00-13.30 á Hótel Loftleiðum, þingsölum 1-3.
Fjallað verður um almannatengsl frá ýmsum hliðum.
Til dæmis verður leitað svara við eftirtöldum spurningum:
• Bregðast forráöamenn istenskra fyrirtœkja rétt við
neikvœðri umfjöilun?
• Hvað gera forráðamenn islenskra fyrirtækja til að
fyrirbyggja neikvœða umfjöllun?
Antl-Ameríkanar
Þeir vilja eyða öllu sem svo mikið sem tengist Bandaríkjunum - svo mikiö er hatrið.
menntir við hinn svokallaða „Am-
eríska skóla“ sem er í borginni.
Taka skal fram að engir bandarísk-
ir nemendur eru við skólann, að-
eins nemendur sem koma frá
Pakistan. Fimm bandariskir kenn-
arar eru nú við skólann en voru á
þriöja tug fyrir 11. september 2001.
Þeir hafa allir flúið land af ótta við
að verða myrtir.
Graybiel þessi er hataður af sam-
löndum sínum fyrir það eitt að
breiða út bandaríska siðmenningu.
Nú er svo komið að Graybiel fylgja
fjórir lífverðir hvert fótmál, vopnað-
ir haglabyssum og rifflum. Heimili
hans er vaktað af þremur vörðum
allar nætur og áðurnefndur skóli
minnir helst á fangelsi. Þar hefur
turnum verið komið fyrir sem
hindra aðgang „óboðinna gesta“, ef
svo má að orði komast, sem ólmir
vOja vinna voðaverk á samlanda
sínum sem svo óheppilega er aðdá-
andi bandarískrar sögu.
Ameríku-brandarar vinsælir
Gott er að lýsa þessari andúð á
Bandaríkjamönnum með atviki
sem átti sér stað á skemmtistað
einum í Amsterdam í Hollandi í
vikunni. Þegar grínisti, sem var
við iðju sína á staðnum, bað áhorf-
endur sem staddir voru í salnum
að játa eitthvað neyðarlegt við sig
varð fyrst í stað óþægileg þögn og
fólki greinilega illa við að gera lít-
ið úr sér fyrir framan aðra.
Skömmu síðar ómaði há rödd úr
skaranum sem mælti með evr-
ópskum hreim: „Ég er Bandaríkja-
maður"! Hlátursvein ómuðu í kjöl-
farið úr salnum og þótti þetta
besti brandari kvöldsins, þ.e. að
vera frá Bandaríkjunum. -vig
Byggt m.a. á efni frá The
New York Times
Varlega fariö í fjármálum í Skagafiröi:
Götur og íþróttamannvirki
helstu nýframkvæmdirnar
• Nýta islensk fyrirtœki almannatengsl til fullnustu?
• Geta almannatengsl komið i stað auglýsinga?
Framsögumenn
Ólafur Hauksson, lceland Express
Sigursteinn Másson, PR0 PR
Stefán Kjærnested, Atlantsskipum
Fundarstjóri verður Kristján Guðmundsson,
forstöðumaöur markaðsdeildar Landsbanka islands.
Aögangseyrir kaffi og léttar veitingar innifalið
2500 kr. fyrir félagsmenn
3500 kr. fyrir aðra
Skráning á www.sau.is
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins
Skagafjarðar var samþykkt fyrir
skömmu. Niðurstöðutölur fyrir
aðalsjóð eru tekjur að upphæð
1.477 milljónir króna og rekstrar-
gjöld 1.519 milljónir. í áætluninni
er gert ráð fyrir að nýfjárfestingar
nemi 77,3 milljónum. Þar vega
þyngst gatnagerðarframkvæmdir
á Hólum og Sauðárkróki. í fram-
kvæmdir við íþróttavöllinn á
Sauðárkróki fara 10 milljónir en á
honum standa nú yfir miklar
breytingar vegna Landsmóts Ung-
mennafélaganna. Alls er áætlað að
selja eignir fyrir tæpar 64 milljón-
ir, þar er að mestu um íbúðarhús-
næði að ræða. Þá er reiknað með
að liðlega 36 milljónir króna fari
til viðhalds eigna á árinu.
„Útgangspunktur í þessari fjár-
hagsáætlun er að í lok ársins 2003
hafi ekki orðið aukning á skuld-
um sveitarfélagsins. Það er von
okkar að sú ítarlega vinna sem
lögð hefur verið í að greina fjár-
hagsvanda sveitarfélagsins og þau
viðbrögð sem viðhöfö hafa verið
leiði til þess að í framtíðinni megi
sveitarfélagið standa fyrir eðli-
legri aðkomu að framkvæmdum
og viðhaldi og að á næstunni legg-
ist allir á eitt við að gera Skaga-
DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON
Ársæll Guömundsson. sveitarstjóri
Skagafjaröar.
fjörð að enn betri og fegurri bú-
setukosti," sagði Ársæll Guð-
mundsson sveitarstjóri. -ÖÞ