Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Page 17
16
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Víglína
Margt bendir til aö höröustu átök
í íslensku þjóðfélagi síðustu áratugi
séu hafin. Annars vegar takast á
gríöarlegir fjárhagslegir hagsmunir
og hins vegar lífsskoöun Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra. Á hlið-
arlínunni standa fjölmiðlar, stjórnmálamenn og jafnvel stjórn-
málaflokkar.
Davíð Oddsson hefur sett fram alvarlegar ásaknir um að for-
ráðamenn Baugs hf. hafi ýjað að því að bera á hann fé „gegn því
að ég léti af ímyndaðri andstöðu við Baugs-fyrirtæki“. Forsætis-
ráðherra segir þetta hafi komið upp á fundi hans og Hreins
Loftssonar, stjómarformanns Baugs. Hreinn Loftsson og Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafa báðir neitað þessum
ávirðingum staðfastlega.
Fyrir hluthafa er fátt verra en að fyrirtæki þeirra verði bit-
bein á opinberum vettvangi. Hvort sem hluthöfum Baugs líkar
betur eða verr hefur fyrirtæki þeirra dregist með beinum hætti
inn í pólitíska umræðu á síðustu vikum, en upphafið má rekja
til þess að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar,
sá sérstaka ástæðu til þess að gera ítök verslanakeðja á matvöru-
markaði og þá ekki síst yfirburðastöðu Baugs að umtalsefni á
Alþingi 22. janúar á liðnu ári: „Stóru keðjurnar hafa í skjóli ein-
okunar keyrt upp matarverð. Hreðjatak þeirra á markaðnum
hefur kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur ... Ef fortölur duga
ekki til, herra forseti, þá er það skoðun okkar í Samfýlkingunni
að Samkeppnisstofnun eigi að fá í hendur þau tæki sem hún þarf
til þess að skipa fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp
slíkum einokunarrisum ef hún telur þess þörf til þess að vernda
hagsmuni neytenda.11
Össur Skarphéðinsson virðist hafa aðrar skoðanir á málum
en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar,
sem sagði í frægri ræðu í Borgamesi að afskipti stjórnmála-
manna af fyrirtækjum væru ein aðalmeinsemd íslensks efna-
hags- og atvinnulífs. Ingibjörg Sólrún nefndi sérstaklega Baug,
Norðurljós og Kaupþing í þessu sambandi: „Byggist gagnrýni og
eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum
og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsæt-
isráðherrans eða ekki - þarna er efinn og hann verður ekki upp-
rættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu
gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við.“
En jafnvel þótt formaður og talsmaður Samfylkingarinnar séu
ekki samstiga í viðhorfum til stórra fyrirtækja er augljóst að
Ingibjörg Sólrún hefur markað stefnuna og gefið tóninn. Eftir-
tektarvert er að þeir þingmenn Samfylkingar sem fyrir liðlega
ári höfðu áhyggjur af einokun á matvörumarkaði og töldu nauð-
synlegt að færa Samkeppnisstofnun „þau vopn í hendur sem
duga til að kljúfa í sundur stórfyrirtæki,“ hafa kosið að þegja
þunnu hljóði.
Fyrir nokkrum árum hefði það þótt saga til næsta bæjar að
formaður Sjálfstæðisflokksins stæði í hörðum átökum við for-
ráðamenn eins stærsta einkafyrirtækis landsins. Og ekki eru
mörg ár síðan - raunar nokkrir mánuðir - jafnaðarmenn töldu
það skyldu sína að berjast gegn stórfyrirtækjum og fákeppni.
Átakalínurnar í íslenskum stjórnmálum hafa því orðið skýrari
á síðustu sólarhringum, með dálítið undarlegum hætti og þó hafa
málefnin ekki verið rædd. Líkt og iðulega þegar forðast er að
ræða málefnin verða hin pólitísku átök harðari og óvægnari en
ella. Þegar miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi er því afli
beitt sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir að þeim hags-
munum sé stefnt í voða. Eftir sitja þrumu lostnir kjósendur.
Líklega fæst seint úr því skorið hver segir satt í deilum for-
sætisráðherra og forráðamanna Baugs. En í þessu sambandi er
athyglisvert að rifja upp síðustu áramótaræðu Davíðs Oddsson-
ar. Þar ræddi hann um heiður og taust: „Furðu margir segja
hálfsatt eða ósatt og virðast ekki leiða hugann eina örskotsstund
að heiðri sínum og orðstír og það sem lakara er, enginn hermir
framkomuna upp á viðkomandi og ótrúlega mörgum virðist
standa á sama ... Traust er mikilvægasti þátturinn í því, sem
þeir er sýsla með fyrirtæki kalla viðskiptavild. Traust getur
maður ekki fengið lánað og heldur ekki keypt. Maður verður að
ávinna sér traust með framgöngu sinni og það er ekki hlaupið
að því að endurheimta það, ef það glatast."
Óli Björn Kárason
4"
ÞRIÐJUDAGUR 4, MARS 2003_ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Skoðun
Stund skussanna
Gerhard Schröder kanslari og Jacques Chirac, for-
seti Frakklands. - „Með yfirlýsingunni heita þeir
m.a. að standa saman að málum í alþjóðlegum
nefndum og ráðum, Öryggisráði SÞ meðtöldu, og
Ijá Evrópu nýja öryggis- og vamarstefnu af nýjum
„gœðum“. Fyrsta fórnin er sameiginleg utanríkis-
og öryggispólitík Evrópu. “
í þýskum sjónvarpsþætti í
beinni útsendingu voru
stórmenni í þýskri pólitík
ásamt gestum, krataráð-
herra, varaformaður kristi-
legra og formaður Græn-
ingja ásamt yfirmanni í
þróunarstofnun. Umræðu-
efnið var íraksdeilan og
Þýskaland.
A. Beer, formaöur þýskra Græn-
ingja, hélt hjartnæma og upp-
tendraða ræðu um að reyna þurfl
allt til að koma í veg fyrir átök í
írak; ekkert megi vera óreynt og
fjölga þurfi eftirlitsmönnum SÞ og
ná samningum. H. Al-Mozarnyk,
íraskur útlagi og gestur, sagði þá
rólega: „Hvernig á að semja við
brjálaðan mann?“ Nokkra þögn sló
á hópinn. - Til þessa hefur enginn
getað samið við Saddam, ekki um
nokkum skapaðan hlut. - Tónn
fundarins breyttist umsvifalaust.
Hvernig stendur á því að alltaf
verður að byija á Adam og Evu í
þessu máli til að umræður fái jarð-
samband og ekki sé bullað um eitt-
hvað ónýtt.
Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt
mikið upp úr því að fjölga eftirlits-
mönnum. H. Blix, formaður eftir-
litsins, sagði að árangur byggðist
ekki á fjölda eftirlitsmanna; hon-
um er treyst til að stjórna eftirliti
en ekki að meta mannaflaþörf.
Hvað eru menn að rugla út um allt,
í þessu tilviki Þjóðverjar og Frakk-
ar? C. Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði fyrir nokkru
að árangur byggðist ekki á tíma
heldur afstöðu ráðamanna í írak.
Helsta aðferðin til að tefja málin og
vinna tíma er eins og allir vita að
alltaf eigi að gefa eftirliti meiri
tíma, enn og aftur eftir 12 ára þjark
og með óteljandi samþykktir Ör-
yggisráðsins í ruslakörfunni.
Leiðtogar og lausteymingjar
Hvernig gátu málin klúðrast á
þann veg sem þau nú eru í? EB,
Nató og samband BNA og EB er
klofið þvers og kruss og þverstæð-
ur æpa. Á flokksfundi krata í janú-
ar í Goslar, yndislegum bæ í
Neðra-Saxlandi, missti Schröder
kanslari út úr sér yfírlýsingu sem
sett hefur bæði hann og Þjóðverja í
alvarlega klípu. Reiknið ekki með
að Þjóðverjar samþykki tillögu í
Öryggisráði SÞ sem heimili stríð
gegn írak. Og nokkru seinna mátti
heyra: „Þýskaland mun ekki taka
þátt í hernaði af neinu tagi gegn
Irak. Og það verður þannig,“ sagði
hann stórmannlega, þegar farið
var að þrýsta á hann um útskýr-
ingar. Auðvitað eru margir ánægð-
ir með þetta pólitískt en afleiðing-
arnar voru allar ófyrirséðar,
flumbur og fálm kom í kjölfarið.
Hvernig gat kanslarinn komið
sér í þessi vandræði? Nýlega var
kynnt ný yflrlýsing Þjóðverja og
Frakka við 40 ára afmæli Elysée-yf-
irlýsingarinnar frá tímum de
Gaulle og Adenauers; hér kemur J.
Chirac forseti til sögunnar. Þeir fé-
lagar, hann og kanslarinn, hafa
tvímælalaust þurft að ræða margt
vegna textans sem síðan var gefinn
út. Hver sneri á hvern í þessu er
ekki gott að átta sig á. Með yfirlýs-
ingunni heita þeir m.a. að standa
saman að málum í alþjóðlegum
nefndum og ráðum, Öryggisráði SÞ
meðtöldu, og ljá Evrópu nýja ör-
yggis- og varnarstefnu af nýjum
„gæðum“. Fyrsta fórnin er sameig-
inleg utanríkis- og öryggispólitík
Evrópu.
Þeir félagarnir höfðu ekki ráð-
fært sig við hin 18 ríkin. Fyrst
heyrðist gremjutónn í EB-8 hópn-
um með London, Róm og Madrid
innanborðs. Síðan kom Vilnius-10
hópurinn (EB-vonbiðlar) sem síðan
frábað sér leiðtygistilkall París-
Berlínar. Já, dúettinn er á móti
einhliða áætlunum BNA en gera
sjálfir ráð fyrir einhliða afstöðu
sinni. Ótrúverðugt er að ásaka
Bush og gera slíkt hið sama sjálfir.
Sá sem breytir einhliða öðlast mót-
stöðu en ekki fylgifiska. Eftir því
sem menn eru nær Rússlandi,
þeim mun meiri er tiltrú á BNA;
París-Berlín dúettinn breytir því
ekki. Pólverjar og Búlgarar töluðu
fullum hálsi fyrir sjálfsákvörðun-
arrétti sínum þegar Chirac hótaði
þeim varðandi inngöngu í EU, enn
ein þverstæðan í lýðræði.
Veifiskati og vingull
Annað fórnardýrið er Nato, en
Þýskaland ásamt konfektstórveld-
inu Belgíu hótaði að beita neitun-
arvaldi gegn stuðningi við Tyrk-
land í tilviki árásar frá írak; tríóið
taldi að þess þyrfti ekki með og
fæli í sér fyrirframætlun um árás,
en hana ætlaði Chirac hvort sem
er að stöðva. Auðvitað ættu menn
að vita þaö að Nato stenst ekki
nema „prinsippið" um sameigin-
legar varnir haldi. Svo mikill var
hamagangurinn í Chirac að
Schröder er nú sem pólitískt hrak,
innanlands og utan. Hann og J.
Fischer eru komnir í hár saman og
svo virðist sem traust þeirra á
milli sé forbí um sinn.
Eftir Elysée-yfirlýsinguna lýsti
Chirac því yflr með miklum til-
burðum leikara sem trúðs, að eng-
in ástæða, alls engin, væri til að
ráðast á írak. Svona bull sjá flestir
í gegn um. Auðvitað eru margar
ástæður fyrir hendi en menn geta
metið þær svo að fleira mæli gegn
árás.
Ef reynt er að skoða markmið
með árás á írak eru þau ekki öll
uppi á borðinu. Flestir vita að
Saddam þarf að fá burt því hann er
óútreiknanlegur stórglæpamaður,
afvopna þarf landið, endi verði
bundinn á áralanga glímu við SÞ,
frelsa þarf þjakaða íbúana, hryðju-
verkamenn útilokaðir og eins og
sumir ætla, olíuvinnslu á fulla
ferð. Svo eru önnur rök sem BNA
minnast ekki á en sumir ætla þeim
að stórveldið geti hlutast til um
stjórnir landa og fjarlægja spillta
og glæpsamlega valdamenn. Póli-
tískir andstæðingar BNA ætla
þeim allt hið versta í þessu efni.
Þó eru sennilega flestir þeirrar
skoðunar að írakar muni sjálfir
ákveða nýtingu olíunnar án íhlut-
unar BNÁ; einmitt í þessum efni
skiptast leiðir á milli þeirra, sem
nú fylgja árás og hinna sem
stöðugt streitast á móti öllu amer-
ísku. Senn kemur betur í ljós að
fyrirhuguð árás snýst ekki bara
um írak heldur ekki síður um
BNA sjálf í ljósi allra aðstæðna,
stærðar, áhrifa í heiminum, 11.9,-
árásar og annarra á BNA og
Bandaríkjamenn sjálfa og allt sem
amerískt er um heim allan.
Jónas
Bjarnason
efnaverkfræðingur
Kjallari
Sandkom
sandkorn@dv.is
Á laugardaginn var birtist í
Fréttablaðinu frétt um fund
Davíðs Oddssonar og Hreins
Loftssonar, stjórnarformanns
Baugs, sem líklega má telja
neistann að þeirri pólitísku
kjarnorkusprengju sem
sprakk í viðtali Útvarpsins við
Davíð í gærmorgun. Tímasetning
fréttarinnar var við hæfi, en hún birt-
ist á degi heilags Davíðs! Davíð þessi
var munkur sem kristnaði vestur-
hluta Bretlands á 6. öld. Hann
var meinlætamaður sem neit-
aði sér um flest annað en vatn
og brauð en var þó hraustur
mjög og sterkur. Kóngablóð
mun hafa runnið í æðum hans
og hann er sagður hafa geflð
Bretum ýmsar snjallar ráðlegg-
ingar í hernaðarlist. í alfræði-
bókum er tekið fram að margar sögur
séu tU af heflögum Davíð en mjög sé á
reiki hvað af því sé staðreyndir og
hvað hreinar getgátur...
Ummæli
Skpýtinn ávani
„Það hefur reyndar gerst oftar en
einu sinni.“
Bryndís Jónsdóttir, varamarkvöröur
kvennaliös Hauka í handbolta, sem
segir fréttablaöinu „Vikulega í Firöin-
um“ að þaö neyöarlegasta sem hUn
hafi gert sé aö fara næstum inn í bil
hjá bláókunnugum manni.
1 hvens þá?
„Eingöngu er mokuð heimreiðin, þó
ekki síðustu 50 metrarnir."
Úr nýjum reglum Grímsness- og Grafn-
ingshrepps um snjómokstur og hálku-
varnir, þar sem segir aö hægt sé að
óska eftir snjómokstri heim aö lögbýl
, um.
Ys og þys ut af engu
„Við erum alltaf að
fara á einhverjar há-
tíðir, koma svo heim
og monta okkur í
blöðunum - til að fá
meira áhorf. Þessar
kvikmyndahátíðir eru
bara ekki nærri eins
mikið húllumhæ og nafnið gefur til
kynna.“
Guöný Halldórsdóttir kvikmyndaleik-
stjóri í Morgunblaðinu.
IMei - heyrðu nú!
„[Það mætti hugsa sér að] kjósend-
ur væru beðnir um að forgangsraða
flokkunum, t.d. frá 1-4 þar sem 4
flokkar byöu sig fram. Miðað við stöð-
una í dag væri hugsanlegt að miðju-
flokkurinn, þ.e. Framsóknarflokkur-
inn, yrði þá oftast settur í 2. sætið en
hinir flokkarnir, þ.e. Sjálfstæðisflokk-
urinn, Samfylkingin og Vinstri-græn-
ir, skiptu á milli sín 1., 3. og 4. sæt-
inu. Þannig gæti Framsóknarflokkur-
inn fengið flest stig út úr kosningun-
um og yrði því stærsti flokkurinn í
landinu."
Guömundur Freyr Sveinsson, frambjóö-
andi Framsóknarflokksins, í grein á
, Maddömunni.is.
I óvæntni vist
BDH „En miðað við
hraustlega róttækni
I mina á þessum árum
pt ™ “ ?l heföi mér tæplega
QL - y dottið í hug að ég ætti
Sk. 'jÆ síðar eftir að verða
húskarl hjá Björgólfi
' f —Æ Guðmundssyni. Svona
lumar lífið nú á ýmsu.“
Halldór Guömundsson, Utgáfustjóri
Eddu, í viötali við Morgunblaðiö.
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrverandi
alþingismaður
Kjallari
Peningalyktinni er auðvelt að eyða
lega mikið eftir ástandi hráefnis
og veðurfari.
Hver þekkir ekki peninga-
lyktina svoköiluðu sem
fylgt hefur fiskimjölsverk-
smiðjum hérlendis frá
upphafi til mikils ama
fyrir marga?
Mikið hefur verið gert í tækni-
legum endurbótum á flestum fiski-
mjölsverksmiðjum að undanfórnu
með nýjum aðferðum, m. a. við
þurrkun á mjöli og vinnslu soð-
kjarna sem gerir kleift aö koma í
veg fyrir alvarlega mengun ef rétt
er staöið að rekstri. Grútarmeng-
un í sjó ætti því að heyra sögunni
til, en þó kemur hún fjrir alltof oft
vegna þess að settum reglum er
ekki framfylgt og eiga þar hlut að
máli hæði veiðiskip við löndun og
verksmiðjurnar.
Eftir stendur hins vegar „pen-
ingalyktin“, loftmengun af marg-
víslegum efnasamböndum sem
valda hvimleiðum og oft skelfileg-
um ódaun sem leggur yfir byggðir
í grennd verksmiðjanna, misjafn-
Viöráðanlegar tæknilausnir
Lengi hefur því verið borið við
af forráðamönnum fiskimjölsverk-
smiðja, að allt sé gert sem unnt sé
til að draga úr þessari hvimleiðu
mengun og j'afnvel staðhæft að
lengra verði ekki komist. Hafi
þetta átt við einhver rök að styðj-
ast er svo ekki lengur, því að þeg-
ar eru komin í notkun hérlendis
ráð sem duga til að eyða nær alveg
peningalyktinni. Akureyringar og
gestir þar í bæ þekkja af langri
reynslu loftmengunina frá fiski-
mjölsverksmiðjunni í Krossanesi.
ísfélag Vestmannaeyja, sem nú
er eigandi verksmiðjunnar, tók
fyrir fáum árum á þessu vanda-
máli og frá því á árinu 2001 er
verksmiðjan þar komin með bún-
að frá fýrirtækinu MEGTEC og
hefur hann reynst vel til lykteyð-
ingar þannig að kvartanir eru að
heita má úr sögunni og helst rakt-
ar til annars fyrirtækis, fóður-
verksmiðju sem starfrækt er á
sama stað. Bæði skoðanakannanir
og athuganir á vegum Hollustu-
verndar staðfesta þetta.
Farið var yfir þessi mál á fundi
með talsmönnum ísfélagsins,
framleiðendum búnaðarins og full-
trúum Hollustuverndar og heil-
brigðiseftirlitssvæða 14. febrúar
síðastliðinn. Upplýst var að MEG-
TEC ábyrgist 98% virkni búnaðar-
„Eftir stendur hins vegar „peningalyktin“, loftmengun af margvíslegum efnasamböndum sem valda hvimleið-
um og oft skelfilegum ódaun sem leggur yfir byggðir ígrennd verksmiðjanna, misjafnlega mikið eftir ástandi
hráefnis og veðurfari.“
ins með einfóldu kerfi og 99,6%
eyðingu lyktarefna með viðbótár-
búnaði. Orkukostnaðurinn við
brennslu ólyktarefnanna við
1000°C er vel viðráðanlegur að
sögn talsmanns ísfélagsins.
Eftir engu aö bíöa
Nú þegar þetta liggur fyrir er
ekki eftir neinu að bíða að setja
fiskimjölsverksmiðjunum skilyrði
um lykteyðingu með besta fáanleg-
um búnaði. Hollustuvernd hefði
mátt standa betur að málum við
að upplýsa almenning um þá
tækniþróun sem orðið hefur að
undanfórnu og setja skilyrði um
lykteyðingu í starfsleyfi verk-
smiðjanna. Á þessu hlýtur að
verða ráðin bót fyrr en seinna, því
að það er engum til góðs að fram-
lengja núverandi ástand.
Tæknin sem kynnt var á um-
ræddum fundi byggist m. a. á því
að verksmiðjuhúsunum er haldið
lokuöum svo að þau verða hið
innra í undirþrýstingi og þannig
næst að soga mengað loft til
brennslubúnaðar frá öllum upp-
sprettum í byggingunum. Slíkt er
ekki aöeins til bóta fyrir ytra um-
hverfi heldur einnig fyrir starfs-
menn verksmiðjanna, forráða-
menn og eigendur. Jafnframt þarf
auðvitað að tryggja að mengað loft
berist ekki frá löndunarbúnaði og
geymslum.
Almenningur og sveitarstjórn-
armenn þmfa að fylgja kröfum um
úrbætur fast eftir og góð rekstrar-
afkoma í fiskimjölsiðnaðinum nú
um stundir ætti að vera hvatning
til dáða.
+