Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 29 I>V Sport Jóhannes Karl Guðjónsson í baráttu viö Christian Dugg- arry áöur en sá fyrrnefndi fékk aö líta rautt spjald Ferill Ríkharðs Ferill Ríkharðs Daðasonar, landsliðsmanns í knattspyrnu hjá norska liðinu Lilleström, kann að vera i hættu eftir því sem fram kemur í norska blaðinu Romerikes Blad. Norsku stórblöð- in Verdens Gang og Aftenposten vitna einnig í umrædda frétt á vefsíðum sínum í gærkvöld. Rík- harður hefur átt við þrátlát hné- meiðsli að stríða í nokkur ár og hefur ekki fengið bót meina sinna þrátt fyrir aðgerðir. Ríkharður segist i samtali við Romerikes Blad í gær hafa áhyggjur af gangi mála en hann hefur lítið sem ekkert æft með lið- inu á undirbúningstímabilinu en hann dvelst þessa dagana með Lilleström á Spáni. Keppni í norsku úr- valsdeildinni hefst eftir sex vikur og stendur undirbúning- ur norskra knattspyrnu- manna sem hæst. „Það getur brugðið til beggja vona og þessi meiðsli geta bundið enda á knatt- spyrnuferilinn hjá mér,“ segir Ríkharður. Terje Braathen, sjúkraþjálfari Lilleström, er ekki eins svartsýnn og Ríkharður og segir allt verði gert sem í þeirra valdi stendur til V ''11 " " 1 r I > Ll ! I! 11! rrn 11 i III! | ! I í 11 V l rí ' ■" ■■■' 1 ;jÉð£a Grindvíkingar tryggöu sér í gærkvöid deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar ein umferö er eftir af deildarkeppninni. Hér má sjá liðiö fagna aö leik loknum á heimavelli sínum í Grindavík. DV-mynd Víkurfréttir Grindvíkingar lögöu Hauka aö velli í Intersportdeildinni: Grndiflkingar deihbrmeistarar Aston Villa og Birmingham áttust við í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld og og fór Birmingham með sigur af hólmi, 0-2. Það voru þeir Lazari- dis og Horsefield sem skoruðu mörk Birmingham, en reyndar var það síðara ólöglegt þar sem boltanum var spyrnt úr höndum markvarðar Aston Villa, áður en Horsefield lagði knöttinn í autt markið. Dion Dublin, leikmaður Aston Villa, var rekinn af leik- velli á 53. mínútu eftir að hafa skallað Robbie Savage i andlitið, eftir að Dublin hafði brotið á Savage og þá var Jóhannes Karl rekinn af velli á 80. mínútu fyr- ir óhemjuljótt brot. Hafði reyndar fengið gult spjald rétt áður. Leikurinn var hinn leið- inlegasti á að horfa, grófur, lítt um að knattspyma væri leikin og var ljótur blettur á iþróttinni. Minnstu munaði að brytust út ólæti á áhorfenda- bekkjum í kjölfar brottreksturs Jóhannesar Karls. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Aston Villa en náði ekki að sýna neina sérstaka takta í leiknum, en nældi sér hins vegar í gult spjald. Hann var þó sterkur á miðjunni og stóð oft í ströngu í leiknum. Christian Dugarry gæti þó verið í slæmum málum eftir viðskipti sín við Jóhannes Karl því i fyrri hálfleik hrækti hann á eftir Jóhannesi Karli og án efa á þetta eftir að vekja at- hygli enska knattspymusam- bandsins. -PS Grindvík-Haukar 105-80 2-0, 2-15, (12-15), 14-15, 23-19, 29-26, 29-36, (44-38), 46-38, 51^9, 63-51, 71-55, (74-59), 76-59, 8&-59, 86-61, 93-63, 97-67, 100-78, 105-80. Stig Grindvik: Helgi Guöfinnsson 31, Guölaugur Eyjólfsson 18, Páll A. Vilbergsson 18, Predrag Pramenko 15, Guðmundur Bragason, Guömundur Ásgeirsson 7, Jóhann Þ. Ólafsson 4, Nökkvi M. Jónsson 2. Stig Haukar: Stevie Johnson 25, Sævar I. Haraldsson 18, Halldór Kristmannsson 9, Þórður Gunnþórsson 9, Predrag Bojovic 7, Ingvar Þ. Guöjónsson 5, Ottó Þórisson 5, Vilhjálmur S. Steinarsson 2. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Rúnar Gisla- son, (8). Gœði ieiks (1-10): 8. Áhorfendur: 350. Ma&ur leiksins: Helgi J. Gu&finn V / sson, Grindavík Fráköst: Grindvík 44 (14 í sókn, 30 í vörn, Guðmundur B. 16 ), Haukar 36 (14 í sókn, 22 í vöm, Johnson 7, Bojovic 7). Stoósendingar: Grindvík 25 (Jóhann 8), Haukar 16 (Johnson 4). Stolnir boltar: Grindvík 9 (Páll 3, Helgi 3), Haukar 8 (Vilhjálmur 2, Marel 2). Tapaöir boltar: Grindvík 15, Haukar 13. Varin skot: Grindvík 3 (Guömundur Ásgeirsson 2, Pramenko 1), Haukar 1 (Gunnar Sandholt 1). 3ja stiga: Grindvík 18/30 (60%), Haukar 8/21 (38%). Víti: Grindvík 15/20 (75%), Haukar 10/17 (59%). Grindvikingar tryggðu sér deildar- meistaratitilinn í Intersportdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld í Röstinni, með hreint stórkostlegum sigri á spútnikliði Hauka. Þetta er í annað sinn sem Grindvíkingar hampa þessum titli en fyrra skiptið var árið 1998. Grindvíkingar léku án Darrell Keith Lewis, sem er meiddur, og ekki er vitað hversu alvarleg þau meiðsli em. Það var skjálfti í heimamönnum í byrjun enda hafa Haukar verið að gera frábæra hluti í vetur og það af- skrifar þá enginn heilvita maður. Þeir mættu grimmir til leiks og komust í 2-15. Var ekki laust við að beyg setti að Grindjánum í húsinu enda hittu þeirra menn afar illa og taugaveiklunin allsráðandi. Með seiglu og góðri vöm tókst þeim þó að setja undir lekann, skoruðu tíu síð- ustu stigin í leikhlutanum og náðu þar með úr sér mesta hrollinum. Þeir náöu síðan frumkvæðinu og forskot- inu í byrjun annars leikhluta en Haukarnir náðu að skora tíu stig í röð og náðu mest sjö stiga forskoti. Þá fór allt á fleygiferð hjá heima- mönnum sem skomðu 15 stig gegn aðeins 2 og höfðu 6 stiga forskot í leikhléi, 44-38. Þessi lokakafli fyrri hálfleiksins hjá Grindvíkingum var aðeins forsmekkurinn að því sem koma skyldi í seinni hálfleik. Þeir hreinlega tóku öll völd á vellinum, spiluðu frábæra vöm þar sem barátt- an var aðdáunarverö og síðan var sett á svið 3ja stiga sýning þar sem í aðal- hlutveríd vom þeir Helgi Jónas Guð- finnsson og Guðlaugur Eyjólfsson. Á lokakaflanum varð munurinn mestur 30 stig og lykilleikmenn fengu verðskuldaða hvíld sem og dynjandi lófatak. Haukar sýndu aðeins sitt rétta andlit í upphafi leiks en þeir áttu fá svör við góðri vöm heima- manna og réðu ekkert við skyttur þeirra. Stevie Johnson lék mjög vel í öðrum leikhluta en þetta var einfald- lega ekki hans dagur, Sævar I. Har- aldsson átti góða innkomu í þriðja leikhluta. Þetta var hins vegar dagur þeirra Grindvíkinga sem voru staðráðnir í að sýna fram á að þeir gætu klárað dæmið þótt Lewis væri frá. Eftir slæma byrjun sýndi liðið hvað raun- verulega í því býr; einn fyrir alla, all- ir fyrir einn. Til hamingju, Grindvík- ingar, með virkilega verðskuldaðan deildarmeistaratitilinn. í leikslok kom DV-Sport að máli við Guðmund Bragason sem sneri aft- ur í heimahagana í haust eftir nokk- urra ára fjarveru. Gummi hefur leikið vel í vetur og hann hafði þetta að segja: „Ég hef sjaldan séð meiri baráttu í liði en hér hjá okkur í kvöld. Það var barist um alla lausa bolta og öll fráköst enda urðum við að stíga upp og sýna úr hverju við emm gerðir. Síðan var hittnin hjá strákun- um alveg ótrúleg en það fylgir barátt- unni og vöminni, það kemur stemn- ing í hópinn og menn fá trú á því sem þeir em að gera. Við erum með hörkulið sem getur á góðum degi spilað alveg glimrandi vel, við höfum spilað illa inn á milli en alltaf rifið okkur upp aftur og það er mjög gott að vinna deildina því það em mörg virkilega góð lið í henni. Nú hins vegar tekur við alveg ný keppni og við verðum að koma okk- ur fljótt niður á jörðina og búa okkur undir hana,“ sagði baráttujaxlinn Guðmundur Bragason. -SMS íhættu að koma Ríkharði i gang aftur. Ríkharður lék áður með Viking frá Stavangri og enska liðinu Stoke en þaðan kom hann til Lilleström í fyrra. Fyrir rúmum tveimur árum munaði minnstu að Ríkharður færi til þýska liðsins Hamburger SV. Við læknisrann- sókn kom í ljós hnéskaði og varð ekkert af kaupum þýska liðsins á Ríkharði á elleftu stundu. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort Ríkharður leikur með Lilleström á næsta tímabili. Hann hefur ekki verið eini leik- maður liðsins sem átt hefur í meiðslum en þýski leikmaðurinn Uwe Rösler er þó á góðum bata- vegi og verður klár í slaginn á næstunni. -JKS Ársþing GLÍ: SkuMaust samband Ársþing Glímusambandsins fór fram um helgina, en á þing- inu kom það fram í skýrslu stjórnar að fjárhagur sambands- ins væri traustur um þessar mundir. Skuldir sambandsins hafi verið gerðar upp og það þvi skuldlaust og er eflaust eitt fárra sérsambanda innan ÍSÍ sem svo er komið. Ýmsar tillögur voru lagðar fram á þinginu. Samþykkt var að setja á stofn sýningarflokk sem sýndi glímu og þjóðlega leiki við hin ýmsu tækifæri. Þá voru samþykktar viðamiklar breytingar á glímulögum og að kanna yrði aðild að keltneska fangbragðasambandinu. Kristján Ingvason var endurkjörinn formaður Glímusambandsins. -PS KÖRFUBOLTI J CO B A Úrslit í nótt Memphis-Boston .........110-1X1 Gasol 23 (17 frák.), Battier 21, Person 18 (7 frák.) - Pierce 31 (13 frák.), Brem- er 23, Walker 17 (14 frák., 6 stoð.). Chicago-Orlando.........89-104 Rose 24, Marshall 15 (11 frák.), Chandler 13 (10 frák.) - McGrady 26 (9 frák., 13 stoð.), Garrity 21, Giricek 18 (7 frák.). Sacramento-Philadelphia . .107-99 Webber 29 (10 frák., 8 stoð.), Jackson 18, Divac 17 (13 frák., 7 stoð.) - Iverson 35, Van Horn 17, Snow 15 (10 stoðs.). LA Clippers-New Orleans 108-111 Maggette 24, Richardson 22, Miller 21 (9 stoðs.) - Mashbum 35 (10 stoðs.), Wesley 23, Magloire 13 (8 frák.). K A R L A R 37" INTERSPORTDEILP Grindavík Keflavík KR Haukar Njarðvík Tindastóll iR SnæfeU Staðan: 21 17 4 1960-1771 34 21 16 5 2105-1760 32 21 15 6 1874-1721 30 21 14 7 1892-1817 28 21 12 9 1742-1755 24 21 11 10 1871-1868 22 21 11 10 1831-1883 22 21 8 13 1689-1706 16 Breiðablik 21 7 14 1890-1974 14 Haraar 21 7 14 1896-2046 14 SkaUagr. 21 4 17 1725-1923 8 Valur 21 4 17 1697-1948 8 Næstu leikir: Haukar-KR .. fím., 6. mars kl. 19.15 Keflavík-SnæfeU . . 6. mars kl. 19.15 Hamar-Grindavík . 6. mars kl. 19.15 Njarövík-Breiðablik 6. mars kl. 19.15 Valur-SkaUagrímur 6. mars kl. 19.15 tR-TindastóU........6. mars kl. 19.15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.