Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
DV
Fréttir
Töluverðar skemmdir á
greni af völdum sitkalúsar
„Hlýindin í vetur hafa verið
sitkalúsinni mjög hagstæð," segir
Guðmundur Halldórsson, skor-
dýrafræðingur hjá Rannsóknar-
stöð Skógræktar ríkisins að Mó-
gilsá. „Ég er einmitt að koma úr
sýnatöku og það er töluvert mikið
um lús þrátt fyrir að henni hafi
fækkað frá því í haust.“ Guð-
mundur segir að hlýindin í vetur
hafi valdið því að lúsin hafi verið
að fjölga sér fram að jólum og það
sé mjög óvenjulegt. Hann segir
einnig að lúsin hafi nú þegar vald-
ið miklum skaða á grenitrjám og
að það verði mikiö barrfall í vor.
Trén fella barrið
„Sitkalúsin stingur litlum
broddi inn um loftaugun á barr-
nálunum og viö það á sér stað eitr-
un, tréð dregur til sín öll nothæf
efni úr nálinni, græni liturinn
hverfur og barrið verður brúnleitt
og fellur síðan að lokum.“ Að-
spurður segist Guðmundur eiga
von á töluverðum skemmdum á
greni í vor. „Lúsin er aðallega á
DV-MYNDIR HARI
Mlkið barrfall í vor
Guömundur Halldórsson, skordýra-
fræöingur hjá Rannsóknarstöö Skóg-
ræktar ríkisins aö Mógilsá, segir aö
sitkalús hafi valdiö töluveröum
skemmdum á grenitrjám í vetur og aö
búast megi viö miklu barrfalli í vor.
Sitkalús á greni
Sitkalúsin ergræn aö lit og meö rauö augu. Hún er einn og hálfur til tveir millímetrar aö lengd og heldur sig á neöra
boröi barrsins og skemmdir afhennar völdum koma ekki i Ijós fyrr en nokkrum vikum eftir aö lúsin er á feröinni.
stökum trjám í Reykjavík en ekki
á heilum lundum. Lúsin sést með
berum augum þó betra sé að leita
að henni með stækkunargleri. Það
er líka gott að halda hvítu blaði
undir greininni og hrista hana því
þá fellur lúsin á blaðið ef hún er á
greininni."
Sitkalúsin er græn að lit og með
rauð augu. Hún er einn og hálfur
til tveir millímetrar að lengd og
heldur sig á neðra borði barrsins
og skemmdir af hennar völdum
koma ekki í Ijós fyrr en nokkrum
vikum eftir að lúsin er á ferðinni.
Sjaldgæft aö tré drepist
Að sögn Guðmundur eru, enn
sem komið er, engin efni á mark-
aði hér sem hægt er að beita við
lágt hitastig. „Skaðinn er raunar
að mestu leyti skeður og litlu
hægt að bjarga héðan af.“ Guð-
mundur segir að fyrir sitt leyti
telji hann vafasamt að úða heilu
lundina i einu. „Þaö gildir annaö
um sparitréð í garðinum og eðli-
legt að garðeigendur verji það á
fimm eða tíu ára fresti þegar plág-
an kemur upp. Reynslan sýnir
okkur að lúsin leggst fyrst á blá-
Barrið verður brúnleitt
Eftir aö lúsin stingur broddi i barriö dregur tréö til sín öll nothæfefni úr nál-
inni, græni liturinn hverfur og barriö veröur brúnleitt og fellur síöan aö lokum.
greni og síðan á sitkagreni. Ör-
sjaldan sést sitkalús á furu og
lerki en þaö heyrir til algjörra
undantekninga og hún veldur
þessum tegundum engu tjóni.“
Guðmundur segir að það sé
mjög sjaldgæft að tré drepist að
völdum sitkalúsar og að menn
ættu því að hinkra aðeins við
áður en þeir fella tré sem
skemmst hafa að völdum lúsar.
„Það verður að vísu alltaf nála-
laust inni við stofn en tré klæða
þetta af sér þegar nýjar greinar
vaxa utan á.“
-Kip
Heyrnarlausir mómæltu á Austurvelli í gær:
Vilja táknmál viöur-
kennt og túlka til þjónustu
„Það er hagsmunamál fyrir
heyrnarlausa að fá táknmál viður-
kennt sem sitt móðurmál. Einnig
að réttur til túlkaþjónustu sé
tryggður," segir Hafdís Gísladótt-
ir, framkvæmdastjóri Félags
heymarlausra, í samtali við DV.
Félagið efndi til mótmæla á Aust-
urvelli í gær. Formaður félagsins,
Berglind Stefánsdóttir, afhenti
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
áskorun til ríkisstjórnar um að
viðurkenna áðumefndar kröfur -
og að þeir sem ekki heyra hafi rétt
og möguleika til eðlilegrar þátt-
töku í samfélaginu.
Hafdís Gísladóttir segir að á síð-
ustu vikum hafi heymarlausir
sent til menntamálaráðuneytis ell-
efu stjórnsýslukærur vegna synj-
unar um túlkaþjónustu. Hún bæt-
ir við að síðasta áratug hafi fimm
stjómskipaðar nefndir fjallað um
þessi mál, en starf þeirra litlu skil-
að enn sem komið er.
Núgildandi reglur eru að heym-
Davíð afhentar kröfur
Félag heyrnarlausra efndi til mótmæla á Austurvetli í gær og afhenti Davíö
Oddssyni forsætisráöherra áskorun um aö fá táknmál viöurkennt sem sitt
móöurmál og aö fá rétt til túlkaþjónustu tryggöan.
arlausir njóta án endurgjalds
þjónustu túlka frá Samskiptamið-
stöð heyrnarlausra í samskiptum
við opinbera aðila. Til þess séu
fjármunir veittir úr opinberum
sjóðum.
„í eigin vafstri þurfa heyrnar-
lausir hins vegar að greiða sjálfir
fyrir þjónustu túlka, sem m.a.
starfa sjálfstætt. Ég veit dæmi um
heyrnarlausan einstakling sem
þarf greiða 8.400 kr. fyrir að njóta
þjónustu túlks sem var til aðstoð-
ar þegar gengið var frá samningi
vegna fasteignakaupa. Annað til-
vik er húsfundur í fjölbýlishúsi,
heyrnarlaus einstaklingur sem
þar býr hafði með sér túlk og verð-
ur fyrir að greiða rúmar 17 þús-
und krónur. Hér er því um stórar
upphæðir fyrir heyrnarlausa að
tefla - sem sýna vel hversu brýnt
mál er að tryggja eðlilegan rétt
þessa fólks," sagði Hafdís Gísla-
dóttir.
-sbs
Forsvarsmenn Air Greenland
Jan H. Pedersen, Susanne Kattrup
Dam og Michael Binzer.
Akureyri - Kaupmannahöfn?
Grænlandsflug
bíður svars
Air Greenland ætlar að hefja
beint flug til Akureyrar þann 28.
apríl næstkomandi. Flugfélagið hef-
ur lagt fram pappíra vottaða af
dönskum yfirvöldum um að það sé
að öllu leyti danskt fyrirtæki en það
var nauðsynlegt vegna gildandi flug-
samnings milli landanna. Núverandi
samningur milli landanna er frá ár-
inu 1950 og orðalag í honum gæti
haft í för með sér tafir í meöferð
samgönguyfirvalda, því þar er ein-
göngu rætt um flug frá Reykjavíkur-
flugvelli til Danmerkur. Að sögn
Michaels Binzer, sölu- og markaðs-
stjóra Air Greenland, gerir hann
ekki ráð fyrir að þetta orðalag í
samningnum muni valda umtals-
verðum töfúm. Máhð bíður nú af-
greiðslu íslenskra stjómvalda og ef
styðjast ætti við þetta ákvæði í
samningnum nú, væri allt flug Flug-
leiða ffá Keflavík til Danmerkur
ekki innan ramma samningsins og
því leyfislaust. Einnig er spuming
hvort samningurinn frá 1950 hafi
ekki falliö úr gildi eftir að ísland
gerðist aðili að EES.
Flugfelagið ætlar ekki að keppa
viö lágfargjaldaflugfélög í verði en
telur þó að það geti boðið upp á verð
á bilinu ffá 28.400 - til 39.700 krónur.
í maí ætlar fyrirtækið að bjóða upp
á sérstakt kynningarverö, 25.550
krónur. -ÆD
Vestfjaröaleiö:
Beint flug til Sviss
Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiðar
býður upp á flugferðir til Sviss sum-
arið 2003 ffá Keflavíkurflugvelli.
Flogið er einu sinni í viku til Genfar
aðfaranótt laugardags frá 14. júní til
16. ágúst, en nú hefur opnast nýr
möguleiki með flugi til Zúrich
tvisvar í viku. Með Svissfluginu er
um að ræða einfaldasta og fljótleg-
asta ferðamáta á milli Sviss og ís-
lands en flugtími er um 4 klst. á
hvom sfaö og flogið er með 156 far-
þega Boeing MD-83 flugvélum. Genf
er ein þekktasta borg Evrópu, enda
em þar aðsetur flestra æðstu stofn-
ana og samtaka heimsins og borgin
sjálf er mjög skoðunarverð.
Zúrich er stærsta borg Sviss og
ekki síður en Genf, vel staðsett í
þjarta Evrópu. Hún er mesta við-
skipta- og menningarborgin og líka
ein fegursta borg landsins. Flogið er
til Zúrich vikulega aðfaranótt laug-
ardags frá 21. júní til 16. ágúst og í
júlí bætist við flug á miðvikudögum
með fyrsta flugi 2. júlí en því síðasta
þann 6. ágúst. Upplýsingar um áætl-
un og verð er að finna á heimasíð-
unni www.vestravel.is. -GG
DV-MYNDE.ÓL
Tvöföldun Reykjanesbrautar
Framkvæmdir eru komnar á fullt viö tvö-
földun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni
aö Strandarheiöi, um 8,6 km leiö, og
ekki hefur tíöarfariö tafiö þær fram-
kvæmdir. Stórvirkar vinnuvélar eru komn-
ar á svæöiö viö Kúageröi og þeim á eftir
aö ijölga þegar einnig veröur hafist handa
viö mislæg gatnamót á mótum Hvassa
hrauns- og Vatnsleysustrandarvegar auk
tengingar viö þau.