Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
DV
Fréttir
Fimmtugsafmælisveisla Bryndísar Schram:
Afhending gagna leyfð
til fjármálaráðuneytis
Jón Baldvin Hannibalsson sendi-
herra og kona hans Bryndís Schram
kröfðust þess með málshöfðun 15.
ágúst sl. að felld yrði úr gildi ákvörð-
un Ríkisendurskoðunar í bréfi til
lögmanns þeirra um afhendingu
gagna til fjármálaráðuneytisins er
vörðuðu greiðslu þeirra Jóns Bald-
vins og Bryndísar á kostnaði við
veislufóng vegna fimmtugsafmælis
Bryndísar, en veislan var haldin á
Hótel íslandi 9. júlí 1988, þar sem
boðið var upp á mat og drykk. Jón
Baldvin var á þeim tíma fjármálaráð-
herra.
Liölega ári eftir veisluna komu
fram getgátur á opinberum vettvangi
um að áfengisúttekt fjármálaráöu-
neytisins samkvæmt úttektarbeiðn-
um ráðuneytisins til Borgartúns 6,
sem á þeim tíma sá m.a. um veislu-
hald á vegum ríkisins, kynni að hafa
verið nýtt til þess að endurgreiða
þau vínfóng sem neytt var í afmælis-
veislunni. Vegna
þessa óskaði Jón
Baldvin eftir því við
Ríkisendurskoðun
að kannað yrði
hvort ástæða væri
til rengja það að
greiðsla vínfanga
hafi verið með eðli-
legum hætti. Með
beiðninni sendi Jón
Baldvin afrit af framangreindum út-
tektarbeiðnum sem vitnað hafði ver-
ið til og að auki gögn þar sem gerð
var grein fyrir meðferð veislufanga
og því hvernig kostnaður vegna
nefndrar afmælisveislu var greiddur.
Siðarnefndu gögnin voru einkagögn
að mati Jóns Baldvins, en það eru
þau gögn sem um er deilt í málinu
hvort afhenda skuli fjármálaráðu-
neytinu. Ríkisendurskoðun segir í
bréfi til Jóns Baldvins 12. október
1989 að athugunin hafi ekki leitt
neitt í ljós sem gefi
I ástæðu til að tengja
saman þau gögn
HJ sem að áliti Jóns
■j Baldvins eru einka-
jL^ IjÉ göp og úttektar-
u beiðnir íjármála-
K ráðuneytisins. Mál-
—r—ið virtist úr sögunni
Schram. Þar til Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl.
óskaði þess í ágúst 2001 að Ríkisend-
urskoöun léti honum í té ljósrit
þeirra gagna sem stofnunin athugaði
áður en stofnunin skrifaði Jóni Bald-
vin áðurnefnt bréf í október 1989. Til
stuðnings því var vísað til upplýs-
ingalaga. Fj ármálaráöuneytið fór
þess á leit í febrúar 2002 við Ríkis-
endurskoöun að stofnunin afhenti
ráðuneytinu umbeðin gögn. Ríkis-
endurskoöun leitaöi eftir áliti Jóns
Baldvins, en hann neitaöi. Ríkisend-
urskoðun tilkynnti Jóni Baldvin að
með vísan til úrskurðar úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál mundi
stofnunin afhenda fjármálaráðuneyt-
inu gögnin eftir 17. apríl 2002.
í dómi Héraðsdóms segir að málið
snúist eingöngu um hvort umrædd
gögn beri að afhenda viökomandi
ráðuneyti. Er failist á þau rök Ríkis-
endurskoöunar að ákvörðun um að
afhenda fjármálaráðuneytinu, sem er
ríkisstofnun eins og Ríkisendurskoð-
un, sé ekki til þess fallin að hafa í för
með sér skerðingu á friöhelgi einka-
lífsins. Gögnin varði embættisfærslu
Jóns Baldvins sem fjármálaráðherra
og því ber að afhenda gögn varðandi
greiðslu Jóns Baldvins og Bryndísar
á kostnaði við veislufóng í afmælis-
veislunni á Hótel íslandi. Kröfu
þeirra hjóna um að felld verði úr
gildi ákvörðun Ríkisendurskoðunar
um að afhenda fjármálaráðuneytinu
gögn varðandi kostnað við veislu-
fóngin var hafnað. -GG
Jón Baldvin
Hannibalsson.
DV kannar afstöðu til skattareglna vegna erlendra fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga:
meirihluti vill
hertar skattareglur
Mikill meiri-
hluti eða 85 pró-
sent er fylgjandi
hertum skattaregl-
um vegna fjárfest-
ingar- og eignar-
haldsfélaga ís-
lenskra kaupsýslu-
manna sem skráð
eru erlendis. Ekki
er marktækur munur á afstöðu
kynjanna en fleiri höfuðborgarbú-
ar eru fylgjandi hertum skatta-
reglum í þessum efhum en íbúar
landsbyggðarinnar. Þetta má lesa
úr skoðanakönnun DV.
Spurt var: Ertu fylgjandi eða
andvígur hertum skattareglum
Ögmundur Jónasson:
Vitnisburður
um ríka rétt-
lætiskennd
„Mér finnst þetta gleðilegt og
er vitnisburður um ríka réttlætis-
kennd þjóðarinnar. Menn hafa
verið að horfa á stórfelld
skattaundanskot sem eru ekkert
annað en þjófnaður. Menn vilja
koma böndum yfir þetta og mér
er kunnugt um að það hafi veriö
kannað á vegum fjármálaráðu-
neytisins hvort eigi að herða lög-
gjöf um þetta efni. Ögmundur
óskaði eftir utandagskrárumræðu
um málið sem fram fór á Alþingi
í gær.
Vilji þjóðarinnar virðist skýr í
þessum efnum,“ sagði ögmundur
Jónasson, fulltrúi Vinstri grænna
í efnahags- og viöskiptanefnd Al-
þingis, við DV um niöurstöður
könnunarinnar. -hlh
Jón Ólafsson.
vegna fjárfestingar- og eignar-
haldsfélaga íslenskra kaupsýslu-
manna sem skráð eru erlendis?
Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt
milli kynja og hlutfallslega skipt
milli höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðar.
Af öllu úrtakinu sögðust 74,3
prósent vera fylgjandi hertum
skattareglum vegna þessara félaga
sem skráð eru erlendis en 13 pró-
sent á móti. 8,8 prósent voru óá-
kveðin og 3,9 prósent neituðu að
svara sem þýðir aö 87,3 prósent
tóku afstöðu gagnvart spuming-
unni, voru fylgjandi eða andvíg.
Sé aðeins litið til þeirra sem af-
stöðu tóku sögðust 85,1 prósent
vera fylgjandi hertum skattaregl-
um vegna þessara fjárfestingar- og
eignarhaldsfélaga en 14,9 prósent
andvíg.
Þegar svörin era greind eftir af-
stöðu kynjanna kemur í ljós að
84,3 prósent karla eru fylgjandi
hertum skattareglum en 86 pró-
sent kvenna. Munurinn er vart
marktækur.
Sé litið til afstöðu eftir búsetu
eru 87,3 prósent íbúa höfuðborgar-
svæðisins fylgjandi hertum skatta-
reglum en mun færri á lands-
byggðinni eða 81,7 prósent. Fleiri
á landsbyggðinni, 15,8 prósent, eru
óákveðnir eða svara ekki spum-
ingunni.
Tilefhi þessarar spumingar er
aukin umræða um fjárfestingar-
og eignarhaldsfélög íslenskra
kaupsýslumanna sem skráð eru
erlendis. Stofnun og skráning
þessara félaga á erlendri grund,
gjaman í skattaparadís eyja, t.d. í
Karíbahafi eða á Ermarsundi,
virðist hafa þann megintilgang að
eigendur þeirra sleppi undan
greiðslu skatta á íslandi. Hafa
meint undanskot Jóns Ólafssonar
og rannsókn skattayfirvalda á um-
svifum hans ýtt mjög undir þessa
Hertar skattareglur vegna fjárfestingar- og
eignarhaldsfélaga sem skráö eru erlendis
Alls
af þeim sem töku afstööu
i 1 Fylgjandl Q Andvíglr
n Óákveönlr/svara ekkl
Karlar Konur
Höfuöborgarsv. Landsbyggóln
umræöu. Jón stofnaði eignar-
haldsfélagið Inuit Enterprise Ltd.
á Bresku Jómfrúreyjum í desem-
ber 1997. Það félag hefur sent
Norðurljósum (áður Skífunni,
Spori og íslenska útvarpsfélaginu)
reikninga vegna ráðgjafarþjón-
ustu Jóns. Á árunum 1998-2001
námu þessar greiðslur til Inuit
Enerprise Ltd. um 204 milljónum
króna. Inuit Enerprise Ltd. greiðir
enga skatta af þessum greiðslum.
Félagið er ekki framtalsskylt. -hlh
Sjá bls. 16 og 17
Einar K. Guðfinnsson:
Hafa á skýrar reglur
„Niðurstaðan kemur í sjálfu sér
ekki á óvart. í Ijósi umræðunnar sem
átt hefur sér stað undanfamar vikur
er ekki viö öðru aö búast en aö menn
vilji að fylgst sé mjög vel með þessum
þætti málsins. Þetta er á margan hátt
vandmeðfarið mál en ég get alveg tek-
ið undir með þjóöinni aö hafa eigi
ákveðnar og skýrar reglur á þessum
sviðum sem öðrum eftir því sem við
veröur komið. Viö komum ekki lög-
um yfir þaö sem gerist erlendis en
mér finnst sjálfsagt að reglumar séu
skýrar og ákveönar varðandi þaö
sem snýr að íslenskum veruleika. í
þessum eftium eru skattareglur okk-
ar, eftir þvi sem ég best veit, sam-
bærilegar reglum annarra þjóða,“
sagöi Einar K. Guðfinnsson, formað-
ur eftiahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, vegna niðurstöðu skoðana-
könnunar DV sem sýnir að mikill
meirihluti kjósenda vill hertar
skattareglur vegna ftárfestingar- og
eignarhaldsfélaga íslenskra kaup-
sýslumanna sem skráö eru erlendis.
- En hefur endurskoðun á þessum
reglum borið á góma?
„Ekki er mér kunnugt um það.“
-hlh
Óformlegur fundur Baugs:
Trúnaðarbrest-
ur á dagskrá
Mikil spenna ríkir fyrir óformleg-
an fund stjómar Baugs sem haldin
veröur í dag. Harðar meiningar eru
um trúnaðarbrest í kjölfar þess er
Fréttablaðið birti opinberlega tölvu-
póst sem sem Hreinn Loftsson, stjón-
arformaöur Baugs,sendi 26. janúar í
fyrra til Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, Tryggva Jónssonar, Jóhannesar
Jónssonar, Guðfmnu Bjamadóttur
og Þorgeirs Baldurssonar.
Bæði Guðfmna Bjamadóttir og
Þorgeir Baldursson hafa harðlega
gagnrýnt þennan fréttaflutnning og
hefur Þorgeir krafist þess að upplýst
verði með hvaða hætti upplýsing-
amar láku til Fréttablaðsins.
Hreinn Loftsson lenti í haröri
orrahríð við Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra eftir útvarpsviðtal við
Davíð á mánudag. Lét Hreinn þá
ýmislegt flakka sem vart mátt skilja
á annan veg en að hann væri hætt-
ur stuðningi við Davíð og Sjálfstæð-
isflokkinn.
í viðtali við fréttamenn RÚV í
gær lýsti Hreinn yfir afdráttarlaus-
um stuðningi við Davíð og Sjálfstæð-
isflokkinn og sagðist ekki mega til
þess hugsa að Samfylkingin næði
völdum. Samfylkingin hefur undan-
fama daga verið sögð styrkt af
Baugi og ekki síst forstjóranum,
Jóni Ásgeiri sem jafnframt styðji
Fréttablaðið sem málsvara Samíylk-
ingarinnar. -HKr.
Búnaöarþing:
Dagur kvenna
Á Búnaðarþingi, sem nú stendur
yfir, hefur verið samþykkt að
Bændasamtök íslands beiti sér fyr-
ir því að 15. október verði formlega
tekinn upp hérlendis sem dagur
kvenna í dreifbýli. Grasrótarhreyf-
ingunni „Lifandi landbúnaöi" veröi
falið að vixma að undirbúningi
dagsins á vettvangi landbúnaðar-
ins. Meöal annara tillagna má
nefna að koma á til framkvæmda
degi landbúnaðarins og miöa að því
að hann verði árlegur viöburður.
Stjóm BÍ er falið að skipa sérstaka
undirbúningsnefnd til að vinna að
málinu og sé að því stefnt að „Dag-
ur landbúnaðarins" verði haldinn í
fyrsta sinni árið 2004. -GG
Arnarfjörður:
Kvótinn aukinn
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til
að rækjukvóti í Amarfirði verði auk-
inn úr 550 tonnum í 650 tonn á yfir-
standandi vertíð. Þessi ákvörðun er
byggð á tveimur síöustu könnunum
Haffannsóknarstofnunar. Á síðasta
vetri var var rækjukvótinn í Amar-
firði ákveðinn 750 tonn, árið 2001 var
hann 650 tonn en fiskveiðiárin 1997
til 1999 var hann 550 tonn hvert
ár.Ekki búið að vinna úr niðurstöð-
um rannsókna í ísafjarðardjúpi í síð-
asta mánuði. Það er seinunnið verk
vegna þess hversu smá rækjan er en
líklegt sé aö niðurstöður geti legið
fyrir í næstu viku. Rækjusjómenn
við ísafjarðardjúp óttast að kvótinn
verði skertur. -GG
Ártúnshöföi:
Bensínstuldup
öryggisverðir komu aö mönn-
um sem voru að stela bensíni af
bíl á Ártúnshöfða í Reykjavík í
morgunsárið. Mennimir voru á
bak og burt þegar lögregla kom á
staðinn, en á vettvangi var bens-
ínbrúsi og slaga. Þjófnaðurinn
var því mislukkaður, eins og
varðstjóri komst aö orði -sbs