Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 7
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 I>V 7 Fréttir Vín 2003 á Hótel Loftleiðum um helgina: Svar við auknum áhuga á vínum „Menn hafa lengi gengið með hug- mynd að sýningu sem þessari, þ.e. sýningu þar sem eingöngu er verið að fjalla um léttvín, að portvínum, sérríi og fleiri slíkum vínum með- töldum. Ég held að stóraukin um- fjöllun í fjölmiðlum eins og Gestgjaf- anum,Morgunblaðinu og DV eigi stóran þátt í að efla léttvínsmenn- inguna. Við vonum að þessi sýning svari að einhverju leyti þessum aukna áhuga almennings á léttvín- um,“ sögðu þeir Ágúst Guðmunds- son og Sigurðm- Bjarkason, sem eru meðal aðstandenda sýningarinnar Vín 2003 sem fram fer í ráðstefnusal Hótels Loftleiða á laugardag og sunnudag. Helstu vínbirgjar landsins verða á sýningunni sem hefst kl. 14 og stendur til kl. 18 báða sýningardag- ana. Auk almennra vínkynninga verða fyrirlestrar og vínsmökkun ofarlega á blaði. Þannig mun Stein- grímur Sigurgeirsson fjalia um spænsk vín, ívar Bragason um ítölsk vín, Þorri Hringsson um vín í víðu samhengi og Leandro Bastias um víngerð í Argentínu. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Þeir Ágúst og Sigurður segja til- gang sýningarinnar fyrst og fremst vera að hlúa að áhuga fólks á létt- vínum, jafht meðal almennings, sem er að kynnast léttvínum og þeirri menningu sem umlykur þau, og hinna sem lengra eru komnir. Þar kemur t.d. val á vínum með mat sterkt inn í myndina. „Við leggjum áherslu á að þessi sýning er fyrir alla sem hafa áhuga á vinum.“ Aðgangseyrir á Vín 2003 er 1000 krónur. Aldurstakmark er 20 ár. -hlh Spáð í dýra dropa Ágúst Guömundsson og Siguröur Bjarkason segja umfjöilun fjölmiöla hafa eflt léttvínsmenninguna og aö sýningin Vín 2003 endurspegli þennan áhuga. Þeir leggja áherslu á aö allir áhugasamir 20 ára og eldri séu velkomnir. Austur-Hérað: Bæjarfulltrúar lá fartölvur Allir bæjarfulltrúar í sveitarfélag- inu Austur-Héraði fengu í vikunni afhentar fartölvur til afnota frá Tölvusmiðjunni á Egilsstöðum en fyrirtækiö er samstarfsaöili Skyggn- is og sér um þjónustuna gagnvart sveitarfélaginu. Fartölvurnar gera bæjarfulltrúunum nú kleift að vinna sín mál í fjarvinnslu utan bæjar- skrifstofunnar. Þetta er liður í end- urnýjun upplýsingatæknimála hjá Austur-Héraði sem hófst með viða- miklum samningi við Skyggni um síðustu áramót. Haft er eftir Eiríki Birni Björg- vinssyni, bæjarstjóra Austur-Hér- aðs, að í þessu felist mikil hagræð- ing fyrir bæjarfulltrúana. Nú geti þeir undirbúið sig fyrir bæjarstjórn- arfundi í fjarvinnslu, hvort sem er heima hjá sér eða á vinnustað. -GG Samskipti og skilningur: Málþing um sam- skipti Islendinga og múslíma Sr. Þórhallur Heimisson. Islam og íslend- ingar; samskipti - skilningur er yfir- skrift opins mál- þings sem AFS á Islandi heldur á morgun. Málþingið er í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, Reykjavík, og hefst Salmann Góður tími gefst til am n ' umræðna. Málþing- ið er öllum opið, svo lengi sem hús- rúm leyfir. AFS hvetur alla sem áhuga á þessu málefni að koma í Alþjóðahúsið og eiga skemmtilegan og fróðlegan dag. -GG Heyrnar- og talmeinastöðin: Nýp framkvæmda- stjópi skipaður Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Guðrúnu Gísladóttur viðskiptafræð- ing í stöðu framkvæmdastjóra Heymar- og talmeinastöðvarinnar til næstu fimm ára. Sérstök nefhd var skipuð til að meta hæfiii umsækjenda um stöð- una og skilaði hún áhti sínu fyrir stuttu og hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að sex umsækjenda væru vel hæfir til að gegna framkvæmda- stjórastarfmu og tólf hæfir. Átján sóttu um stöðuna. -GG hraumadísin ” ^setía: Þorsteinn i w og Anna Lilja SKlöldur í túkkinu: T|gg||gpPMjg' m kl V • ni kV ■ i * i V I I PiJ TiT í * i M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.