Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Silja Aöaisteinsdóttir silja@dv.is í kvöld veröur opnuö á Kjarvalsstöðum einkasýning á nýjum verkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Þetta er stór dagur í lífi listmálarans, ekki aöeins vegna þess að þetta er stœrsta einkasýning hans í ein níu ár heldur líka vegna þess aö hann er fimm- tugur i dag. Á verkum hans má sjá að hann stœkkar heldur viö sig; málverkin eru mörg svo stór aö þau þurfa mikiö rými ein og sér, þar aó auki er ein sería upp á fimm stór málverk, 205X200 sm hvert og því tíu metrar í heild. Á þeim gengur nakinn maö- ur meö hauskúpu í höfuös staö og orf og Ijá um öxl. Þegar rööin er skoöuö í heild sést aö orfiö hreyfist örlítiö í göngutakti manns- ins, öldurnar í baksýn líka. Það er til heilmikils mælst að bjóða verk sem tekur tólf metra af vegg en Helgi er hinn róleg- asti yíir því. „Ég er auðvitað að koma á fram- færi ákveðinni listhugsun og vel þá stærð fyrir myndverkið sem ég held að vinni sem best og á sem áhrifaríkastan hátt með myndefninu,“ seg- ir hann. DV-MYNDIR GVA Helgi á uppskeruhátíð Hér er vísaö í klassískar evrópskar uppskeruhátíðarmyndir en meö íslenskum áherslum. fegurðar og þekkingar Húmor eða drama Annað verk sem athygli vekur er geysistórt málverk af afskomum blómum i vasa á hlut- lausum gmnni meö himin í baksýn. - Blóm, Helgi? „Ég hef lengi málað uppstillingar og sumar þeirra mynda hafa ratað inn á sýningar hjá mér en þær hafa kannski aldrei verið svona stórar og afgerandi," segir hann. „Þessar myndir, bæði blómin og myndaröðin af manninum með ljáinn, eru eins konar tillag við þijú-fjögur- hundrað ára hefð uppstillingamynda í mynd- list. Á ítölsku heitir þetta „natura morte“ eða dauð náttúra. Á myndunum mínum má sjá A forsendum - Helgi Þorgils heldur upp á fimmtugsafmæli sitt með stórri einkasýningu á Kjarvalsstöðum mörg einkenni slíkra mynda: skordýrin, tákn eyðingarinnar, hauskúpuna, tákn dauðans, fiðr- ildi og fugl, tákn augnabliksins sem er svo hverfult. Þrátt fyrir allt hefur maðurinn ekki enn náð tökum á eilifðinni." Helgi hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og víða erlendis, á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi, Sviss og Norðurlöndum auk þess sem verk hans hafa verið á samsýningum um allan heim. Oftast heldur hann sýningar á ítal- íu, jafnvel oftar en hér heima. „Aðalgalieríið mitt er i Míianó en sá sem rek- ur það sendir myndimar víðar á sýningar. Þær hafa fengið ágæta athygli en ítalimir eiga samt erfitt með einhveija þætti í þeim sem þeim finnst norrænir að kyni,“ segir Helgi. „Ég segi stundum sögu af ítölskum listfræðingi sem hef- ur oft fjaliaö um myndimar mínar og er yfir- leitt jákvæð þótt hún láti þennan drunga stund- um trufla sig. Hún kom einu sinni til íslands og sagðist skilja myndimar betur eftir það. Einn morgun fór ég með hana á Kaffivagninn, þetta var í ágústbyrjun og skýjað, stór ský og mikil eins og oft á þeim árstíma. Hún greip um höfuðið og sagði: „Too dramatic for me!“ Þeir eiga stundum erfitt með það sem þeim finnst stórkarlalegt og á ein- hvem hátt flókið en jafn- framt sýnist mér vera gegnumgangandi áhugi á góöu málverki, og þar held ég að ég komi inn í málið." - Nú frnnst mér mynd- irnar þínar frekar ein- kennast af húmor en drama... „Ég held að ég blandi þessu tvennu sarnan," seg- ir Helgi. „Ég nota húmor- inn aldrei beint heldur skapast í myndunum óvenjulegt samhengi sem getur orðið kímilegt." - Ég meina ekki að kímni þín sé groddaleg, að þú sért að segja brandara í myndunum þínum, húmorinn er miklu frem- ur ljóðrænn og fmgerður. „Það er reyndar oft nefnt í umræðu um ís- lenska list, samanber Sig- urð Guðmundsson, Krist- ján bróður hans og fleiri," segir Helgi. Opnar myndir Á glaðlegri mynd með fljúgandi harmoniku- leikara og berum strák að blása sápukúlur vís- ar Helgi í frægar uppskeruhátíðarmyndir frá fyrri öldum, til dæmis eftir Titian. Og við hlið- ina á henni er mynd af öðru klassísku viðfangs- efni, málaranum og fyrirsætu hans. „Hún heitir Heimurinn málaður," segir Helgi, „og þetta er eins konar sjáífsmynd. Málarinn á myndinni er að mála myndina sem hann er sjáifur á. Með honum og módeli hans er svanurinn sem hefur ótalmargar listsöguleg- ar skírskotanir. Þar er ég að takast á við bæði listasöguna og lífið sjáift, þ.e.a.s. tilvistarspum- inguna.“ - Svanir hafa löngum heillað þig. „Já, en löngu áður en það gerðist var ég einu sinni í fjallgöngu á kaldranalegu vori fyrir vest- an. Þá sá ég svanapar í nöturlegu, grábrúnu, vetrardauðu landslagi, og mér fannst þau eins og tákn fyrir lífkeðjuna. Svolítið rómantísk mynd. í ljóðum er svanurinn bæði vorkoma - svanasöngur á heiði - og dauði, svanasöngur- inn. Svo era náttúrlega ævintýrin og sagan af því hvemig Seifúr komst yfir Ledu. En auðvit- að á ekki að lesa þetta á svona einfaldan máta, það getur komið tóm vitleysa út úr því. Mynd- imar mínar eiga að vera opnar og þær eiga að höfða bæði til þess sem hugsar um og hefur áhuga á listum og líka vera til einhvers fyrir aðra.“ Spurningin um fegurðina Helgi hafði það eftir listunnendum á Ítalíu að það yrðu heihniklar breytingar á myndum hans miHi sýninga þar sem algengast er að menn haldi sínu striki, og hann hefur gaman af þess- um ummælum vegna þess að margir hér heima segja að hann sé alltaf að mála þessa sömu nöktu karla - „sem þýðir auðvitað með öðrum orðum að þeim fmnst ég afltaf hjakka í sama farinu," bætir hann við hlæjandi. - Þó þarf ekki að fara langt aftur á ferli þín- um til að sjá afar miklar breytingar og þú legg- ur miklu meira upp úr vönduðu handbragði - fegurð - nú en áður. „Ég álít að myndimar sem ég gerði til dæm- is í kringum 1980 hafi verið hráunnar en þær vora rétt unnar á þeim tíma,“ segir Helgi, „og vinnubrögð á hverjum tíma era í samræmi við það sem ég er að hugsa á þeim tíma. í skóla þótti ég þokkalegur hæfileikamaður hvað varð- aði tækni og á seinni hluta námstímans fór ég að vinna gegn þvi, bæði sem uppreisnarmaður og í eins konar tilvistarrannsókn. En þegar all- ir vora komnir á kaf í svo kallað nýja málverk fór mig að langa til að vinna meira á forsendum fegurðar og þekkingar - og á þá náttúrlega við það alhliða. Maður hafði einhverja þekkingu og tæknigetu en vann gegn henni áður til að ná fram gagnrýni á veruleikann með afhelgun efhis og sögu, en á þessum tímapunkti fór ég að velta fyrir mér hvort ég næði því ekki betur með því að beita kunnáttunni með for- merkjum þekkingarinnar og hugsa um hvað það er sem fólk kallar al- mennt fegurð. Ég velti fyrir mér hvort maður gæti ekki notað það svæði sem efnivið, og þá fór ég að skoða af áhuga norrænu endurreisn- ina sem er allt öðruvísi en sú ítalska, Dúrer, Cranach og fleiri. Einnig pre-rafaelistana sem predik- uðu það að endurreisnin hefði i og með eyðilagt það sem þeir kölluðu list með því að líta á manninn sem snihing, gera úr honum guði líka veru en áður var hann starfsmaður guðs.“ Sjálfsmyndir? Helgi tínir fram litlar myndir þar sem hann leikur sér að málverki eftir Rafael af heilögum Sebastian. Ein er hrein eftirmynd af málverki Rafaels, á annarri hefur Sebastian fengið andlit Helga, á þeirri þriðju er Helgi kominn í stað Sebastians en í sömu stellingu og með ör í hendi. „Sjálfsmyndimar ber ekki að líta á þannig að þær séu endilega af mér heldur alveg eins af þér,“ segir Helgi. „Þetta er hinn almenni maður þó að ég sitji fyrir sjáifur. Á myndunum mínum fyrir 1980 er ég meira að vinna með ímynd manns en sérstaka persónu, og mér fannst það ekki nóg. Mér fannst ég taka meiri ábyrgð ef ég setti sjálfan mig inn á myndimar. Ég yrði að þola það sem ég gæti ætlað öðrum að þola. Síðan hef ég gengið nær og nær sjálfum mér og ég held að þetta hafi verið gott skref.“ - Svo þú ert þarna með hauskúpuna? „Já, eða þú,“ segir Helgi stríðnislega. - Er gaman að opna stóra sýningu á Kjarvals- stöðum? „Ja, gaman," segir hann og dregur við sig svarið, „þetta er alla vega viss hreinsun! Síðustu tvær sýningamar mínar vora fremur litlar og sú síðasta stóra í Listasafni íslands 1999 var yfirlits- sýning og ekki þannig lagað tengd tímanum þeg- ar hún var sett upp. Ég þarf stórt rými ef vel á að vera, ekki endilega til að hlaða í það heldur til að geta haft bæði stórar og litlar myndir og óhk myndefni. Úti er algengast að vera í litlum gall- eríum, þá er maður með eina til tvær stórar myndir og kannski tíu minni. Nú get ég breitt úr mér.“ Sýning Helga Þorgils verður opnuö almenn- ingi í fyrramálið kl. 10 og er opin alla daga kl. 10-17 til 11. maí. Hann veröur með listamanns- spjall á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn kl. 15. Málarinn, málverklð og módeliö Blómin í vasanum eru dauö en á myndinni lifa þau ævinlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.