Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Qupperneq 17
16
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
33
DV
Útgáfufélag: ÚtgSfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiBsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjörn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv,is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugeró og prentun: Arvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ábyrg móttaka flóttamanna
Akureyringar taka síðar í
þessum mánuði á móti hópi 24
flóttamanna frá fyrrum
Júgóslavíu, landsvæði sem nú
tilheyrir Serbíu. Fólkið, sem
flest er Bosniu-Serbar frá
Kraínu, hefur verið í flótta-
mannabúðum í nær sjö ár. Það er því löngu kominn tími til
að það nái aftur áttum í lífi sínu og festu. Þá festu getum við
íslendingar veitt því fólki sem hingað leitar frá stríðshrjáð-
um svæðum. Við, eins og aðrar þjóðir, höfum skyldum að
gegna gagnvart fólki sem af einhverjum ástæðum flýr heim-
ili sitt nauðbeygt, hvort heldur er vegna stríðsátaka, hung-
urs, ólíðandi stjómarhátta eða annars.
íslensk stjórnvöld hafa hin síðari ár sinnt ábyrgð sinni
gagnvart flóttamönnum skipulega. Þar gegnir Flóttamanna-
ráð lykilhlutverki. Það var sett á laggirnar árið 1995 en
starfar nú á grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar frá
árinu 1999. Helsta hlutverk þess er að leggja til við ríkis-
stjórnina heildarstefnu og skipuleggja móttöku á flótta-
mönnum auk yfirumsjónar með þeirri framkvæmd.
Samningur er í gildi milli félagsmálaráðuneytisins og
Rauða krossins um móttöku á flóttamannahópum. Ráðu-
neytið semur við sveitarfélög, líkt og nú hefur verið gert við
Akureyri, um móttöku flóttafólks til eins árs dvalar. Áður
hefur verið samið við önnur sveitarfélög um móttöku flótta-
manna, ísafjörð, Hornafjörð, Blönduós, Fjarðabyggð, Dalvík
og Hafnarfjörð. Viðkomandi sveitarfélag, félagsmálaráðu-
neytið og Rauði krossinn vinna síðan náið saman það ár
sem flóttamennirnir eru að aðlagast íslensku samfélagi.
Markmið flóttamannastarfsins hér á landi er að gera
flóttafólkinu mögulegt að setjast hér að eða aðstoða það til að
snúa heim aftur þegar og ef slíkar aðstæður koma upp. Mörg
dæmi eru um það að flóttamennirnir hafi snúið heim á ný
þegar aðstæður batna. Til dæmis sneru 37 flóttamenn, sem
hingað komu frá Kosovo árið 1999, til baka. Hinum, sem
kjósa að setjast hér að, ber að búa sem bærilegast líf svo það
fólk nái sem fyrst að aðlagast hinu framandi umhverfi.
Óhætt er að segja að ágætlega sé staðið að þeim málum.
Það starf er ráðuneyti, viðkomandi sveitarfélögum og Rauða
krossinum til sóma. í lögum um móttöku flóttamanna og að-
stoð við þá segir að leitast skuli við að gefa þeim kost á að
verða virkir þátttakendur í íslensku þjóðfélagi en jafnframt
að virða rétt þeirra til að vernda og rækta eigin menningu.
Flóttamenn sem hingað hafa komið hafa þannig, eins og
aðrir sem hingað hafa flutt, auðgað menningu okkar. Flótta-
mennirnir njóta sérstakrar aðstoðar að lágmarki í eitt ár,
fjárhagsaðstoðar, húsnæðis og innbús, menntunar, ekki síst
íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, leikskólakennslu og
heilbrigðisþjónustu auk aðstoðar í tómstundastarfi. Síðast
en ekki síst er fólkið aðstoðað við að fá sér vinnu og þá við
hæfi, þannig að það njóti t.d. starfsmenntunar sinnar. Þá
hefur stuðningsfjölskyldukerfi Rauða krossins reynst mikil-
vægt við aðlögun flóttafólks að íslensku samfélagi.
Frá því var greint í DV í gær að þeir flóttamenn sem
hingað hafa komið undanfarin ár væru á faraldsfæti. Marg-
ir hafa flutt búferlum milli landshluta þótt enn séu um 45%
eftir í móttökusveitarfélögunum. Þetta er í engu frábrugðið
því sem gerist með aðra íbúa landsins enda er fólkinu að
sjálfsögðu frjálst að flytja hvert á land sem er eftir aö dvöl í
eitt ár lýkur í móttökusveitarfélaginu. Þeir flóttamenn sem
setjast hér að og gerast íslenskir ríkisborgarar flytja búferl-
um af sömu ástæðum og aðrir, t.d. í leit að atvinnu eða
menntun.
Meginatriðiö er að staðið hefur verið að móttöku flótta-
manna af ábyrgð með þeim virðisauka að í samfélagið hafa
bæst prýðilegir þegnar.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
„Braskvæöing samfélagsins."
Þannig lýsti Ögmundur Jónasson
þingmaöur Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs stjórnartíð Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi í gær þar
sem rætt var um skattaskjól íslend-
inga í útlöndum. Ögmundur sagði
skattamál Jóns Ólafssonar væru
tilefni þess að hann vekti máls á
þessu á Alþingi; þau veittu innsýn
í þann heim sem „braskvæðingin"
heföi búið til; fjármunir væru flutt-
ir úr landi í skjól fyrir íslenskum
skattayfirvöldum. Og hann spurði
hvernig rikisstjórnin ætlaði að
bregðast við.
Geir Haarde fjármálaráðherra
svaraði því til að tryggja þyrfti að
menn misnotuðu ekki það frelsi
sem þeir hefðu fengið en vísaði mál-
flutningi um brask heim í „brask-
búlluna hjá Vinstri-grænum“.
Brautryðjendur fordæmdir
Við umræðurnar kom fram
gagnrýni á að fjármálastofnanir að-
stoðuðu fólk og fyrirtæki við að
koma fé sínu í öruggt „skjól“ í út-
löndum. Ögmundur vitnaði í
skýrslu Skattrannsóknarstjóra um
mál Jóns Ólafssonar þar sem segir
að það veki athygli að fé hafi verið
fært úr landi í samstarfi við Kaup-
þing og íslandsbanka og þaö kallað
„skattaleg fyrirhyggja".
Ögmundur vitnaði líka í viðtal
við Halldór Kristjánsson, banka-
stjóra Landsbankans, frá janúar
2000 þar sem hann ræddi um svo-
kaliaða „aflandsþjónustu" á Ermar-
sundi og sagði meðal annars að
bankaleynd væri mikilvæg, til
dæmis þeim sem vildu halda fjár-
festingum sínum og öðrum ákvörð-
unum leyndum fyrir öðrum.
Kristinn H. Gunnarsson, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokks-
ins, tók sterkt til orða og sagði að
það væri vaxandi tilhneiging
manna, einkum þeirra sem hefðu
augðast mikið á skömmum tíma,
30 milljarða skattsvik á ári?
Jóhanna Siguröardóttir segir aö miöaö viö fyrri rannsóknir megi áætla aö und-
andráttur frá skatti nemi meira en þrjátíu milljöröum á ári. Hún segir líka aö
kanna mætti hvort erlend fyrirtæki noti ísiand sem skattaskjól.
Alþingismenn lýsa
áhyggjum af því að menn
og fyrirtœki nýti sér
smugur í löggjöf, misnoti
reglur eða brjóti jafnvel
lög til þess að skjóta fjár-
munum út úr landi og
þar með undan skatti.
Þeir fordœma þetta hver
um annan þveran en
greinir hins vegar á um
hvort herða þurfi
reglumar.
að telja eðlilegt að nýta sér allar
smugur sem sérfræöingar teldu sig
finna á lögum og reglum til þess að
komast hjá því að taka þátt í ís-
lensku þjóðfélagi og greiða til þess
eölilegan skerf.
„Þessi afsiðandi þróun hefur að
mínu viti gengið allt of langt og við
eigum að fordæma menn sem
leggja sig fram um að vera sérfræð-
ingar í að aðstoða ríkt fólk við að
komast hjá þvi að borga skatta með
svokallaðri aflandsþjónustu.“
Kristinn gagnrýndi sérstaklega að
ríkisbankarnir fyrrverandi hefðu
tekið að sér forystuhlutverk og
brautryðjendastarf í þessari við-
leitni.
Opið umhverfi
Geir Haarde sagði að sér sýndist
að ef ávirðingarnar sem fram
hefðu komið í máli Jóns Ólafsson-
ar ættu við rök að styðjast væri
það ekki vegna skorts á lögum og
reglum heldur hefðu gildandi lög
þá ekki verið virt. Hann sagði að
opnun hagkerfisins á undanfom-
um árum og alþjóðavæðing fjár-
málalífsins gæfi mönnum tilefni til
að vera á varðbergi. Hann hefði
lagt áherslu á að nefnd, sem nú er
Þingmenn Samfylkingarinnar
hefðu líka fyrir tveimur árum lagt
til að skorður yrðu reistar við því
að fjármagn væri flutt úr landi
áður en það hefði verið skattlagt en
það hefði verið fellt.
Fariö í hart
Tæplega er hægt aö segja að nið-
urstaða hafi fengist í umræðunum
í gær önnur en sú, að þingmenn
fengu tækifæri til að fordæma lög-
brot. Þó má segja að almennt hafi
þeir talið tilefni tfl að vera sérstak-
lega á varðbergi gagnvart því að
frelsi í fjármagnsflutningum væri
misnotað.
Undir lokin urðu snörp orða-
skipti á milli málshefjandans, Ög-
mundar Jónassonar, og Geirs
Haarde. Ögmundur sagði að ríkis-
stjómin hefði gefið bröskurunum
lausan tauminn og þráaðist nú við
að skerða frelsi þeirra þvi að það
væri talið brot á mannréttindum.
íslenska ríkisstjórnin hefði meira
að segja - vegna reglna um alþjóð-
leg viðskiptafélög - verið til sér-
stakrar skoðunar hjá OECD fyrir *■
að brjóta samkomulag um að upp-
ræta skyldi skattaparadísir!
Geir sagði að þarna hefði Ög-
mundur dregiö umræðu sem farið
heföi málefnalega af stað niður í
svaðið. Fráleitt væri að leggja að
jöfnu íslenskar reglur og
skattaparadísir í Karíbahafi. Og
hann kunni illa að meta brask-
talið. „Öll viðskipti eru brask segir
þingmaðurinn,“ sagði Geir og sagði
þetta alveg ótrúlegan „steinaldar-
málflutning". Aðalatriðið væri að -
koma í veg fyrir að menn misnot-
uðu frelsið sem þeir fengu til að
gera þjóðinni gott.
Braskinu vísaði hann svo heim í
„braskbúlluna hjá Vinstri græn-
um“ sem fyrr segir, en Ögmundur
kallaði þá fram í: „Nú þekkjum við
gamla Sjáifstæðisflokkinn aftur!“
-ÓTG
hefði leitt til aukinna und-
anbragða og ekki væri þol-
andi að frelsi í fjármagns-
flæði - sem vissulega væri
nauðsynlegt - veitti svig-
rúm til skattaundandráttar.
Jóhanna sagði að þegar
rætt væri um skattaparadís-
ir væri hugsanlegt að íslend-
ingar þyrftu að líta í eigin
barm og láta kanna hvort
landið væri ef til vill nýtt af
erlendum félögum til þess
að komast hjá hærri skatt-
byrði í öðrum löndum.
Misnotkun á frelsinu verður ekki liöin
Geir Haarde segir aö opiö umhverfi eigi ekki aö vera gróörarstía
skattsvika heldur farvegur fyrir heiöarlega starfsemi öllum til
ávinnings. Misnotkun á frelsinu veröi ekki liöin en erfitt sé aö
stööva þá sem séu staöráönir 7 aö brjóta regiur.
Stjómvöld hafa braskvætt samfélaglð
Ögmundur Jónasson segir aö stjórnvöld hafi gefiö bröskurum
lausan tauminn. Hann gagnrýnir líka fjármálastofnanir fyrir aö
aöstoöa fólk og fyrirtæki viö aö færa fjármuni út úr landinu und-
ir merkjum „skattalegrar fyrirhyggju".
að kanna umfang skattsvika hér á
landi, kannaði sérstaklega skatta-
skjól í útlöndum en minnti jafn-
framt á að hertar reglur tryggðu
ekki að nást myndi til þeirra sem
væru staðráðnir í aö hafa þær að
engu.
„Hið nýja og opna umhverfi í
viðskiptum og fjármálum á ekki að
vera gróðrarstía spillingar og
skattaundandráttar heldur þvert á
móti farvegur fyrir heiðarlega
starfsemi öllum tfl ávinnings. Það
er leitt ef í ljós kemur að einhverj-
ir hafa misnotað það frelsi og þann
trúnað sem þeim hefur verið sýnd-
ur að þessu leyti. Slíkt framferði er
að sjálfsögðu ekki líðandi - og það
verður ekki liðið,“ sagði Geir og
bætti við að ef breyta þyrfti lögum
eða efla rannsóknar- og eftirlits-
stofnanir myndi ríkisstjórnin beita
sér fyrir því: „Þetta er að sjálf-
sögðu réttmæt krafa íslenskra
skattgreiðenda."
ísland skattaparadís?
Jóhanna Sigurðardóttir benti á
að miðað við fyrri rannsóknir
mætti áætla að undandráttur frá
skatti næmi meira en þrjátíu millj-
örðum króna á ári. Skoða þyrfti
hvort fjölgun eignarhaldsfélaga
Verk að vinna
Pétur Blöndal sagði að
frelsið sem fylgt hefði aðild
að Evrópska efnahagssvæð-
inu hefði haft í för með sér
uppgang og vöxt en á því
væru líka neikvæðar hlið-
ar: það opnaði möguleika á
undanskotum frá skatti. En
stjórnvöld hefðu brugðist
við með því að efla Sam-
keppnisstofnun, Fjármála-
eftirlitið og embætti Skatt-
rannsóknarstjóra. Einar K.
Guðfinnsson tók undir
þetta og bætti við að reynd-
ar hefðu eftirlitsstofnanirn-
ar verið efldar svo mikið að
einn stjórnmálamaður
hefði - eins og frægt væri
orðið - kvartað yfir því að
afskipti þessara stofnana af
fyrirtækjum væru orðin of
mikil!
Pétur sagði að þrátt fyrir að
margt hefði verið gert væri hér enn
verk að vinna; fyrst og fremst
þyrfti að tryggja að skattalögin
væru rökrétt, gagnsæ og einföld
því að þá minnkuðu möguleikar til
undanskota.
Einar Már Sigurðarson minnti
þá Pétur og aðra á að tillögur um
að efla eftirlitsstofnanir hefðu und-
antekningarlaust verið felldar!
Frelsið á eMd að vera tróðrarstía skattevika
Sandkom
sandkorn@dv.is
Vetrarhátíð í Kastljósi
Reykjavíkurborg
efndi til fjögurra daga
Vetrarhátíðar á dögun-
um. Það fór raunar
ekki fram hjá mörgum
landsmönnum því að
Kastljós Sjónvarpsins
reif sig upp með rótum úr myndver-
inu í Efstaleiti og var sent út beint
neðan úr miðbæ Reykjavíkur í til-
efni af hátíðinni. Slíkt heyrir til und-
antekninga - enda ekki ókeypis tfl-
stand - en er líklega einhver besta
auglýsing sem viðburður af þessu
tagi getur fengið. Á vef Vetrarhátíö-
ar kemur fram að sérstakir bakhjarl-
ar Reykjavíkurborgar við kynningu
á hátíðinni voru Morgunblaðið og
Flugfélag íslands. Þar kemur líka
fram aö í verkefnisstjórn Vetrarhá-
tíðar sat meðal annarra einn umsjón-
armanna Kastljóssins, Eva María
Jónsdóttir. Má kannski segja að
minna hafi mætt á Mogganum og
Flugfélaginu fyrir vikið...
Búið með Baugi
Samfylkingin hefur sem kunnugt
er afráðið að hafa kosningaskrifstofu
sína í Lækjargötu 4, þar sem Baugur
rak til skamms tíma verslunina
TopShop. í orrahríð stjómmálaum-
ræðunnar undanfarna daga hafa
margir sjálfstæöismenn viljað tengja
Samfylkinguna og Baug með öllum
leiðum og telja staösetningu kosn-
ingamiðstöðvarinnar til marks um
eina slíka tengingu. Einhverjum
þeirra fannst ekki nóg að gert og hóf
aö leita að fleiri í Símaskránni. Að
lokum hafði hann Túngötu 6 upp úr
krafsinu, en þar eru, samkvæmt
Símaskránni, til húsa Reykjavíkur-
listinn og Baugur...
Sannur heiður
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson prófessor
hefur verið áberandi í
spjallþáttum útvarps-
stöðvanna í vikunni,
enda jafnan eftirsóttur
álitsgjafi þegar forsætis-
ráðherra lendir í oröaskaki. Hann
tekur stundum skemmtilega til orða
og sagði í einhverjum þættinum í
gær að Davíð Oddsson væri gull af
manni en Jón Ásgeir Jóhannesson
bæri gull aö manni! Hannes er ekki
ókunnugur útvarpi og hlaut raunar
dóm fyrir aö reka útvarpsstöð í verk-
falli opinberra starfsmanna 1984. Og
svo stoltur er hann af þessum dómi
að hann nefnir hann á heimasíðu
sinni undir fyrirsögninni „Helstu
viðurkenningar"...
Bnéf til blaðsins
Við blaðaútgáfu hljóta ávallt mis-
tök og villur að sleppa í gegn og ekk-
ert við því aö segja. Sumar villumar
gera raunar lífið skemmtilegra. Dálk-
urinn „Bréf til blaðsins" í Fréttablað-
inu í fyrradag var dæmi um það.
Samkvæmt honum höfðu blaðinu
borist lesendabréf um hin fjölbreyti-
legustu efni; einn lesandi greindi frá
því að Bretar og Bandaríkjamenn
myndu senn láta til skarar skríða í
öryggisráði Sameinuöu þjóðanna,
annar sagði frá yfirlýsingum for-
manns tyrkneska þjóðarflokksins um
yfirvofandi stríö, sá þriðji hafði
shmgið niður penna til að benda á að
írönsk stjómvöld hefðu hvatt til þess
að efnt yröi til kosninga í írak, og
þeim fjóröa lá á hjarta aö greina frá
þeim tíðindum að bandarísk stjóm-
völd hefðu skipað 60 þúsund her-
mönnum að halda til Persaflóa ...
LeMuglímaii mikla
„Það skiptir ekki öllu máli hver kallar sig „forsœtisráðherraefni“ því að þjóðin
getur aldrei kosið um slíkt. Hún getur hins vegar sent skilaboð um stefnu
með atkvœði sínu. “
Þó að nú séu menn í
óðaönn að endurskrifa
söguna vita allir að
Samfylkingin varð
fyrst til að persónu-
gera kosninga-
baráttuna í ár.
Ýmsir forystumenn flokksins,
þar á meðal formaðurinn, lýstu
því yfir í janúar að kosningarnar
ættu að vera val um Davíð og Ingi-
björgu Sólrúnu. í sama miði var
gerviembættið „forsætisráðherra-
efni“ búið tfl.
Þegar kom að pólitískum boð-
skap „efnisins" reyndist hann rýr
og persónugerði baráttuna enn
frekar. Gróusögur um „bláu hönd-
ina“ virtust helsta fóörið. Stjóm-
arstefnan fékk litla sem enga gagn-
rýni en öll áherslan á stjómunar-
stílinn. - í stuttu máli: Davíð burt.
En jafnvel sigurvegarinn í
leðjuglímu verður líka skítugur,
og Davíð Oddsson verður ekki
sigraður svo létt í drulluköku-
keppni. Nú er hann farinn að
kasta þeim stórum og miklum og
enn hefur Samfylkingin þau ein
ráð að sitja heilög og hneyksluð og
hafast ekki að. Allir bíða spenntir
eftir því hvort hún eigi nógu
margar og stórar drullukökur að
kasta á móti.
Eru þetta stjórnmál?
En eru þetta stjórnmál? Snýst
þetta þá bara um hvort einhver
geti skoraö Davíð á hólm í
drullukökukeppni og farið með
sigur af hólmi? Nei, auðvitað ekki.
Því að það sem ísland þarf er ekki
nýr leiðtogi. Þroskuð lýðræðisríki
geta raunar vel verið án slíkra og
mörg nágrannaríkin hafa um
áraraðir dempað egóista af þessu
tagi. Og gengur bara ágætlega án
þeirra.
Kosningar þurfa að snúast um
stjórnarstefnu. Hitamál samtím-
ans eiga ekki aö vera hver sagði
hvað við hvern á fundi í Lundún-
um. Þess vegna er slæmt ef kosn-
ingabarátta er aðeins flldeildur
stjórnarflokka við stjórnarand-
stööuflokk sem er sammála ríkis-
stjóminni í mörgum þeim málum
sem ættu að vera helstu hitamál
samtímans.
Þrír stærstu þingflokkamir
sýna þannig andstöðu við virkjan-
ir á hálendinu þá fyrirlitningu að
alþingi er tómt þegar máliö er
rætt. Vinstrigrænir halda uppi
andófi fyrir daufum eyrum því að
sjálfstæðismenn, framsóknarmenn
og samfylkingarmenn neita að
ræða málið. Þessir flokkar eru
ekki lengur tfl viðtals um hálend-
ið.
Kjósendur eiga að fá skýr svör
En auðvitað eiga kosningar að
snúast um mál af þessu tagi. Það
er hneyksli að þetta stærsta deilu-
efiii samtímans hafi ekkert verið
rætt fyrir síðustu kosningar, frem-
ur en mörg önnur umdeild verk
ríkisstjómarinnar á síðasta kjör-
tímabili. Enginn getur heldur vit-
að hvaö Samfylkingin myndi gera
ef hún kæmist í ríkisstjórn á
næsta kjörtímabili ef hún talar
bara um Davíð og „bláu höndina"
hans.
Stjómmálamenn eiga miklu
fremur að ræöa framtíð hálendis-
ms. Um það hvort atvinnustefna
íslands eigi áfram að byggjast á
þungaiðnaði. Um það hvort ísland
ætli að halda áfram að vera í
NATO og styðja við bakið á víg-
væðingu heimsins og stríðsrekst-
ur Bandaríkjastjómar hvarvetna í
heiminum. Um misskiptinguna í
samfélaginu.
Kjósendur eiga að krefja flokk-
ana um skýr svör í skattamálum.
Á að halda áfram að lækka skatta
á hina efnameiri og fyrirtækin en
láta skattleysismörk óhreyfö? Á að
lækka álögur á barnafólk og þá
hvemig? Hvað ætla flokkarnir að
gera fyrir eldri borgara?
Skilaboð um stefnu
Ef kjósendur fá ekki svör við
þessu geta þeir ekki greitt atkvæði
af neinu viti þann 10. maí. Það
skiptir ekki öllu máli hver kallar
sig „forsætisráðherraefni" því að
þjóðin getur aldrei kosið um slíkt.
Hún getur hins vegar sent skflaboð
um stefnu með atkvæði sínu. En
aðeins ef flokkarnir sýna þjóð sinni
þá virðingu að taka þátt í umræð-
um um brýnustu mál samtímans.