Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 18
34
___________________________________________FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
Skoðun I>V
Stjornarliðar og lægstu kjörin
„Ríkisstjórn íslands er
ekki fœr um að bæta hag
þeirra lœgst launuðu
vegna þess að stjómarlið-
um er fyrirmunað að setja
sig í spor þeirra sem
lægstu kjörin hafa. “
Við íslendingar höfum lengi
getað státað af því að vera eitt af
10 ríkustu ríkjunum innan OECD
og á allra síðustu árum hefur
hagvöxtur einkennt efnahagslífið
og verðbólga er í lágmarki. Þrátt
fyrir ríkidæmi þjóðarinnar séð út
frá þjóðartekjum er það á mörk-
unum að ísland standi undir því
að kallast velferðarríki.
Lífeyrir og sjúkrabætur
Samkvæmt samanburði dr.
Stefáns Ólafssonar á velferðar-
kerfum Norðurlandanna kemur
ísland verulega illa út. í stuttu
máli er niðurstaða rannsóknar
Stefáns sú að íslenska leiðin sé
ekki til þess fallin að stjórnvöld
geti barið sér á brjóst með miklu
stolti. Sjúklingar, öryrkjar og elli-
lífeyrisþegar hér á landi búa við
töluvert bágari kjör en sömu hóp-
ar annars staðar Norðurlöndum.
Meðallifeyrir sem eldri borgarar
fá á mánuði er frá 27-81% hærri
annars staðar Norðurlöndum og
meðalörorkulífeyrir er 50-100 %
hærri en hér á landi.
Sjúkratryggingar eru eini þátt-
ur almannatrygginga þar sem ís-
lendingar eru jafnfætis hinum
Norðurlöndunum, en þar með er
ekki öll sagan sögð því að sjúkra-
tryggingar skiptast í tvö megin-
svið, þ.e. sjúkradagpeninga og
heilbrigðisþjónustu. Þjónustu-
gjöld heilsugæslunnar skiptast á
rekstur sjúkrahúsa og rekstur
heilsugæslu, en þar verjum við
álíka upphæðum og frændþjóð-
irnar. Skipting sjúkradagpeninga
er aftur á móti verulega fjarri því
að vera álíka hjá okkur og frænd-
um vorum.
Annars staðar á Norðurlöndum
Árfenöiö fnam undan
GIsli Einarsson skrifar:
Það virðist ekki vera mikil
samhæfing í skoðunum helstu
efnahagssérfræðinga okkar um
hvað bíði okkar íslendinga í
næstu framtíð, hvað varðar ár-
ferðið, hvort sem er um að
ræða í efnahagsmálum eða at-
vinnulífinu. Óþarfi er þó að ef-
ast um að eitthvað muni láta
undan hér á landi hvað varðar
uppgang í atvinnumálum. Og
væru það ekki stórkostlegar
virkjunarframkvæmdir og síð-
an frekari uppbygging stóriðju
myndi verulega dökkt fram
undan. Sjávarútvegurinn er
ekki fyrir alla héðan af og sí-
fellt minni landvinna honum
tengd. Óvissa er ennþá um
stöðu okkar gagnvart hinum
evrópsku bandalögum, EES og
ESB-samsteypunni. Ég sé ekki
mikið annað okkur til fram-
dráttar þegar litið er til lengri
tíma en áframhaldandi umleit-
anir um frekari fjárfestingu
hér af hálfu amerískra fyrir-
tækja. Það hefur reynst okkur
til bjargar til þessa.
Stóriðjan stendur sig
Fleirí möguleikar í sigtinu?
Hvernig í ósköpunum getur það farið saman að ísland sé eitt af auðugustu lýðræðisríkjum heims og að hluti af
þegnum þess lifi nánast á sultarmörkum?“
er meginreglan sú að fólk nýtur
réttar til greiðslu sjúkradagpen-
inga frá hinu opinbera þegar það
veikist.
Hlutur atvinnurekenda er mun
stærri hér á landi eða 89% á móti
21-55 % á hinum Noröurlöndun-
um. Þeir sem ekki hafa stundað
reglulega launavinnu af einhverj-
um orsökum, s.s. heimavinnandi
fólk, atvinnulausir, langveikt fólk
og fólk með langveik börn, eiga í
fá hús að vernda hvað bætur
varðar hér á landi. Á hinum
Norðurlöndunum fær fólk í svip-
aðri stöðu bætur frá almanna-
tryggingum.
Atvinnuleysisbætur
Hvað varðar atvinnuleysisbæt-
ur eru þær lægri hér á landi og
réttindi atvinnulausra takmark-
aðri hér heldur en annars staðar
á Norðurlöndum. Það er nánast
sama hvert litið er hvað velferð
viðkemur og ef við höldum áfram
og skoðum hversu fjölskylduvænt
þetta samfélag okkar er þá eru
það sömu vonbrigðin, t.d. eru út-
gjöld til barnabóta mun minni
hér á landi heldur en hjá frænd-
um vorum og höfum við dregist
aftur úr á síðastliðnum áratug.
Fæðingarorlof er styst á íslandi
og einnig eru útgjöld barnafjöl-
skyldna vegna dagvistunar hæst
hér á landi.
í velferðarkerfi okkar felast
beinlínis fátæktargildrur sem
fólk festist í og á oft ekki aftur-
kvæmt. Hér er um að ræða fólk
sem er á lægstu launum og fólk
sem þiggur bætur eða lífeyri. At-
vinnuleysisbætur eru 77.449 kr. á
mánuði, öryrki sem býr einn og
hefur ekki lífeyrissjóð hefur
u.þ.b. 97.000 kr. á mánuði og er
hér um að ræða heildarlaun sem
síðan er eftir að taka skattinn af.
Einstaklingur sem fær fram-
færslu sína hjá sveitarfélaginu er
á enn þá lægri kjörum, t.d. ef við-
komandi er búsettur í Reykjavík
eru launin 67.000 kr. Fólk á lægstu
launum á vinnumarkaði er með
minna en 100.000 kr. á mánuði.
harðstjórum af stóli, en lítur ekki
í eigin barm. Ríkisstjóm Islands
er ekki fær um að bæta hag
þeirra lægst launuðu vegna þess
að stjórnarliðum er fyrirmunað
að setja sig í spor þeirra sem
lægstu kjörin hafa.
Það er svo sannarlega kominn
tími til að breyta, en það verður
ekki gert án þátttöku Vinstri
grænna. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur það á skotspónum að vinstri
stjórnir eyði um efni fram, en
spyija má: í hvað fara auðæfi okk-
ar ef þau fara ekki i það að jafna
kjör landsmanna? Ekki er fjár-
munum varið í að þróa öflugt at-
vinnulíf í takt við menntunarstig
þjóðarinnar, heldur er endalaust
farið út í einhæfar skyndilausnir
á borð við álver í Reyðarfirði og
Kárahnjúkavirkjun. Sem er
reyndar efni í aðra grein.
Ekki án Vinstri grænna
Hvernig í ósköpunum getur
það farið saman að ísland sé eitt
af auðugustu lýðræðisríkjum
heims og að hluti af þegnum þess
lifi nánast á sultarmörkum? Við
hneykslumst á harðstjórum úti í
heimi og stjórn íslands fylkir sér
í raðir þeirra sem vilja steypa
Eria Björg
Siguröardóttir
félagsráögjafi, í
stjórn Vinstri
grænna í
Reykjavík
Veðurstofa Islands
- þaðan koma sekúndumetrarnir.
Vintlstig og sekúndumetrap
Auðunn Bragi Sveinsson
skrifar:
Um nokkurt árabil höfum við,
sem hlustum á veðurfregnir í út-
varpinu, mátt hlýða á nær óskiJj-
anlegar tölur frá Veðurstofu ís-
lands um vindstyrk. Nú er talað
um svo og svo marga metra á sek-
úndu. Áður var getið um vindstig,
allt frá1—12. Þetta skildi fólk ágæt-
lega. Ég vissi alveg fyrir hvað
hvert vindstig stóð. Hvers vegna
þá að breyta þessu í þann frum-
skóg sem nú er á orðinn og fáir
botna í? Mér er það óskiljanlegt.
Væri nú ekki ráð að hverfa til
hins fyrra forms, sem allir skildu,
eða gefa almenningi glöggar skýr-
ingar á hinu nýja fýrirkomulagi?
Mér sýnist að það gæti orðið með
„Væri nú ekki ráð að
hverfa til hins fyrra
forms, sem allir skildu,
eða gefa almenningi
glöggar skýringar á hinu
nýja fyrirkomulagi?“
því að birta almenningi opinber-
lega með einhverjum hætti sam-
anburð á metrum á sekúndu og
vindstigunum fornu. Fólk gæti
síðan í rólegheitum reiknað út
hversu mörg vindstigin væru og
sem allir skilja.
Er ég ef til vill að afhjúpa fá-
visku mína á hinu nýja fyrir-
komulagi veðurfræðinganna á
Veðurstofunni varðandi vind-
styrkinn, sem daglega er nú
nefndur öðrum nöfnum, og víst
vísindalegri en áður tíðkaðist? En
ég gat hreinlega ekki orða bundist
hvað þetta varðar. Er ég kannski
sá eini sem lætur í sér heyra varð-
andi þessar breytingar og ég hefi
reifað hér með nokkrum orðum?
Umsjónarmaður lesendasíðu:
Spurningu Auðuns Braga verður
best svarað strax með því að upp-
lýsa að ótal fyrirspurnir hafa
borist til DV hvers vegna vindstig-
in gömlu voru tekin úr umferð, og
nokkur slík bréf hafa verið birt hér
á síðunni. Greinilega er hluti þjóð-
arinnar a.m.k. ekki ýkja hrifinn af
breytingunni í sekúndumetra.
Skuldasöfnun Reykjavíkur
Óskar Sigurðsson skrifar:
Það er nú
komið í ljós að
Reykjavíkurborg
er orðin alvar-
lega skuldsett.
Upphæð skulda,
vaxta og
ábyrgða er kom-
in langt fram úr
því sem hægt er
Ingibjörg Sólrún að sætta sig við.
Gísladóttir. Skuldir borgar-
innar vegna Línu.nets eru t.d.
hreinar óreiðuskuldir. Allt hefur
þetta ástand fjármála Reykjavík-
ur þróast undir forsjá fyrrv. borg-
arstjóra, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur.Hjá venjulegu fyrir-
tæki hefði forstóri verið gerður
ábyrgur og honum vikið frá, auk
þess sem hann hefði sennilega
verið krafinn um bætur vegna
uppsafnaðrar skuldastöðu. Það er
einkennilegt að ekki skuli gilda
það sama fyrir alla. Reykjavíkur-
borg hefur skákað í því skjóli að
þegar skuldir hennar margfaldast
fyrir hreina óráðsíðu er einfald-
lega farið í vasa borgarbúa og
þeir látnir gjalda fyrir. - Óhugn-
anleg þróun og ófyrirgefanleg.
Einar Vilhjálmsson skrifar:
Ríkisstjórnin hefur samþykkt
að leggja fyrir Alþingi frumvarp
til laga um heimild til þess að af-
sala til Landsvirkjunar landi til
virkjunar. Gnúpverjahreppur,
ríkið og Landsvirkjun virðast
hafa verið að höndla með vatns-
réttindi Þjórsár í heimildarleysi.
Eðlilegt er að orka fallvatnanna
sé metin og seld á hæfilegu verð
á vélar orkuveranna, en ríkið
haldi eignarrétti sínum. Virkjan-
ir fyrir erlenda stóriðju ætti að
vera hluti af verksmiðjukostnað-
inum og kostaður alfarið af
henni, en þeim gert að greiða fyr-
ir vatnsorkuna. Mannvirkin
væru síðan eign íslenska ríkisins
að hæfilega löngum tíma liðnum.
En með afsali á vatnsréttindum
til Landsvirkjunar komast þau í
einkaeign, ef fyrirtækið verður
einkavætt. Þá er eins komið með
vatnsréttindin og fískimiðin;
braskarar geta klófest þau og far-
ið með að vild sinni.
Hagsmunir Baugs í fyrirrúmi
Jarjprú_ður skrifar:
Fólk hefur
fylgst agndofa
með Baugsmál-
inu undanfarna
daga. Stjórnarfor-
maðurinn sálfur,
margnefndur
Hreinn, kemur
til landsins til að
„létta á sér“ í
fjölmiðlum og
fara yfir málin, því hagsmunir
Baugs ganga jú fyrir öllu öðru,
segir hann. Ekki finnst manni þó
að hagsmunir Baugs hafi verið
ofarlega í huga hans á meðan
hann bunaði úr sér upplýsingum
í Fréttablaðið, meint málgagn
Samfylkingarinnar, Baugs og
Húsasmiðjunnar, eins og þeir
hafa orðað það á Útvarpi Sögu.
En nú mun Hreinn sem sé gera
hreint fyrir sínum dyrum, á
stjórnarfúndi Baugs og í orða-
skaki sínu við forsætisráðherra,
sem dafnar sem aldrei fyrr, eftir
sennuna við Hrein. Nú bíðum við
bara eftir næsta kafla í Baugs-
málinu; Upplýsingum frá Jóni
Gerald, „okkar manni í Amer-
íku“ eins og hann var kynntur
fyrir Hreini af forsvarsmönnum
Baugs á sínum tíma.
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Hreinn
Loftsson,