Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Page 25
41 4 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 DV Tilvera Fimm blásarar útskrifast frá Tónlistarskólanum í Reykjavík: DV-MYND SIG. JÖKUU Snillingarnir Vilhjálmur, Matthías, Sturlaugur, Emilía og Ella Vala lífiö E F T I R VI C M U Hobbitinn í Mosó Leikfélag Mosfellsbæjar hefur ákveðið að ráðast í eina metnaðar- fyllstu sýningu sem það hefur tekið sér fyrir hendur og sýna Hobbitann eftir sögu JRR Tolkien. Aðdáendur hans og kvikmynda Peters Jacksons um Hringadróttinssöguna ættu því að hafa ástæðu til að fagna því þetta mun vera í fyrsta sinn sem saga eftir Tolkien er sett á ís- lenskar leikhúsfjalir. Frumsýnt verður í kvöld kl. 20. Miðapantanir í síma 566 7788. Forsetinn kemur í heimsókn Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir Forsetinn kemur í heimsókn, gamanleik með söngvum, í Ásgarði, Glæsibæ, í dag kl. 15. Miðar seldir við innganginn. Helgi Þorgils á Kjarvalsstöð- um Einn af merkari viðburðum árs- ins á myndlistarsviðinu er án efa einkasýning Listasafns Reykjavík- ur - Kjarvalsstaða á nýjum verkum eftir listmálarann Helga Þorgils Friðjónsson sem verður opnuð kl. 20 í kvöld. Fyrirlestur um fötlunarrannsóknir Milli kl. 12 og 13 flytur Dóra S. Bjamason erindið Fötlun og full- orðinshlutverk. Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands, og er öllum opinn. Hvað merkir að vera ungur fiólorðinn og fatlaður á íslandi við aldahvörf? Fimm ungir hljóðfæraleikarar halda hver sina einleikstónleika í Salnum á næstu dögum og vikum sem eru hluti burtfarar- og einleikaraprófa frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Burtfararpróf þreyta þau Emilía Rós Sigfúsdóttir þverflautuleikari og Stur- laugur Jón Bjömsson homleikari og einleikarapróf þau Matthías Biryir Nardeau óbóleikari, Ella Vala Ar- mannsdóttir hornleikari og Vilhjálm- ur Ingi Sigurðarson trompetleikari. Á öskudaginn vom þau öll mætt í Saln- um og tækifærið var gripið til að kynnast þeim lítillega. Aðspurð segja þau einstakt að svo margir blásarar útskrifist saman. Matthías hefúr sína skýringu á því. „Ég held það sé meðal annars vegna þess að lúðrasveitar- starf á íslandi er svo öflugt og þar höf- um við smitast," segir hann. Ella Vala styður þessa kenningu: „Já, við erum þokkalegir lúðranördar." Emilía Rós ber það þó af sér og segir aðeins hafa verið gaman á fyrstu lúðrasveitaræf- ingunni, síðan hafi það breyst. Stemningarverk og frumflutningur Fyrstu tónleikamir era kl. 14 á morgun, laugardag. Þá spilar Emilía Rós á flautu og með henni Guðríður St. Sigurðardóttir á píanó. Emilía Rós er beðin að lýsa aðeins efnisskránni: „Uppáhaldsverkið mitt er eitt af þeim styttri á tónleikunum. Það er eftir Fauré. Svo spila ég stemningarverk eftir Ian Clark. Kynntist því sl. sumar er ég heyrði flautuleikara spila það og ég er einmitt að fara að læra hjá hon- um næsta vetur. Hann heillaði mig svo með þessu verki að ég grét eftir tónleikana. Það var alger snilld." Tónleikar Sturlaugs era líka á morgun kl. 17. „Þetta verður fjölbreytt dagskrá," segir hann. „Ég valdi verk sem bæði er gaman að vinna við og flytja og ég vona að skemmti áheyr- endum vel,“ segir hann. Tónleikar Matthíasar era þriðju- daginn 18. mars kl. 20 og undirleikari hjá honum er móðurbróðir hans Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari. Ekki nóg með það heldur framflytur Matthías líka verk eftir Snorra. Það er útskriftargjöfm. Matthías er ánægður. „Það er alltaf ákveðinn hátíðleiki yfir því að frumflytja verk og þetta er skemmtilegt tUefni,“ segir hann. Kveðst líka taka mörg fleiri lög. „Þetta verða verk frá hverju tímabUi og þau lýsa sjálfum mér svolítið," segir hann. Röðin er komin að EUu Völu 22. mars kl. 14. „Ég ætla að spUa Beet- hovensónötu sem er alger klassíker,“ segir hún. „Við hornleikarar eram mjög heppnir að hann skyldi skrifa sónötu fyrir hom. Svo ætla ég að taka æðislegt kammerverk fyrir tenór- söngvara, horn og strengi. Þorbjöm Rúnarsson ætlar að syngja. Hann kemur að austan.“ VUhjálmur rekur lestina með sína tónleika 5. aprU kl. 14. Hann kveðst ætla að spUa verk eftir höfunda sem hann hafi mikið dálæti á, Bach og Handel. „Þeir skrifuðu ansi flotta músík fyrir mitt hljóðfæri, trompet- inn og ég ákvaö fyrir löngu að velja verk eftir þá,“ segir hann. Hvert í sína áttina Nú era kaflaskipti fram undan og þau segja gleðina blandna. „Þetta er stór stund en auðvitað er líka viss söknuður," segir Emilía Rós og bætir við. „Maður er búinn að vera svo lengi í sama skóla, með sömu krökk- unum og kennuranum. Svo byrjar áUt upp á nýtt næsta vetur." Þau stefna öU á nám í æðri skólum erlendis og ætla hvert í sína áttina, Sturlaugur tU Boston, EUa Vala tU Þýskalands, VU- hjálmur tU Noregs, Émilía Rós tU London og Matthías býst við að fara tU Frakklands enda er hann hálfur Frakki. Segir það samt ekki aðalá- stæðuna, heldur ekki síður hefðina ft- fyrir óbóleiknum í Frakklandi því hún sé mjög sterk. „Óbóið er franskt hljóðfæri og svo hafa Frakkar verið heppnir og átt marga frábæra óbóspU- ara gegnum árin,“ segir hann. Námi þessara ungmenna er hvergi nærri lokið því - eins og Sturlaugur orðar það - „er endalaust hægt að læra eitt- hvað nýtt, laga og breyta". -Gun. Norrænir bíódagar í Háskólabíói - Bye Bye Bluebird ★★★ Heimkoma heimalninga Kvikmyndagagnrýni Norrænir bíódagar í Há- skólabíói - Lilya 4-ever ★ ★★Á Svnnaá lífiðekki aðvera Stöndum við Norðurlandabúar ekki mun framar í mannréttinda- málum heldur en Rússar? Kannski er það aðeins svo á yfir- borðinu. Þegar að er gáð erum við síst betri, eins og fram kemur í hinni áhrifamiklu kvikmynd Lukas Moodyssons, LUya 4-ever, þar sem þjóðfélagsmeinsemd verð- in- til þess að 16 ára rússnesk stúlka verður fórnarlamb kynlífs- markaðar í Svíþjóð. LUya 4-ever hefur komið við kaunin á Svíum og sýnt þeim fram á að í velferðar- þjóðfélagi þeirra er ekki aUt eins og það á að vera. Sagan af LUyu og vini hennar Volodyia er ekki leikin heimildar- mynd í þess orðs fyUstu merk- ingu. Hún á sér samt hliðstæður í raunveruleikanum og LUya á sér margar ónafngreindar staUsystur sem hafa orðið undir í líflnu á sama hátt og hún. Lukas Moodysson sýndi í sínum fyrstu tveimur kvikmyndum, Fucking Ámál og TUsammans, að honum fer einkar vel úr hendi að eiga við ungar persónur sem eru á skjön við lífið. LUya 4-ever feUur undir þá skUgreiningu, en er mun dekkri en fyrri myndir hans. í upphafi sjáum við atriði þar sem líkur eru leiddar að endalokunum. Það atriði lætur okkur ekki í friði meðan á sýningu stendur. Síðan er farið aftur í tímann tU Rúss- lands þar er LUya um það bU að verða einstæðingur. Hún er við- kvæm og þolir Ula tUveru sína. Hennar eini vinrn- er hinn 12 ára Vinkonur fyrir vinslit Rússnesku leikkonurnar Oksana Akinshina og Elina Benenson í hlutverkum sínum. Volodyia, sem hefur verið gerður burtrækur frá heimili sínu. í Rússlandi er myndin að öðrum þræði um náið samband þeirra og svo að hinum þræðinum um þrá LUyu eftir breytingu á lífi sínu. Sú breyting kemur með Andrei, myndarlegum ungum manni sem vill að hún flytji með honum tU Svíþjóðar. Án þess að farið sé nánar út í það sem koma skal er ljóst að líf LUyu stefnir í mikil vandræði og henni reynist af skiljanlegum ástæðum ekki mögulegt að höndla það. Hin unga rússneska leikkona Oksana Akinshina lifir sig inn í hlutverkið og kemur sakleysinu vel tU skUa um leið og við sjáum að í henni hefur safnast biturleiki vegna þess að móðir hennar yfir- gaf hana. Artiom Bogucharskij í hlutverki Volodyia er ekki síðri. Þessar tvær umkomulausu per- sónur skilja mikið eftir sig og það er ekki síst að þakka leikstjóm Moodyssons, sem enn einu sinni færir okkur áhrifamikla og heið- arlega kvikmynd um imgt fólk sem er að fifilorðnast. Það sem að- greinir LUya 4-ever er að ungling- arnir ná ekki að komast á fullorð- insár. Leikstjóri og handritshöfundur: Lucas Moodysson. Kvikmyndataka: Ulf Br- antás. Tónlist: Nathan Larson. Aðalleik- arar: Oksana Akinshina, Artiom Bog- ucharskij, Pavel Ponomaryov og Thomas Neuman. Hilmar Karlsson Færeyski kvikmyndaleikstjór- inn Katrín Óttarsdóttir útskrifað- ist úr Danska kvikmyndaskólanum með Lars von Trier meðal annarra og hefur að mestu unnið í Dan- mörku síðan. En kvikmyndirnar sem hún hefur gert fjalla um Fær- eyjar - maður hleypur ekki frá menningarlegum farangri sínum, eins og hún orðaði það í viðtali. Kvikmyndin Bye Bye Blue Bird vakti deilur í Færeyjum þar sem áhorfendur skiptust í tvo vel að- greinda hópa, þá sem hötuðu myndina og þá sem fannst hún æðisleg. Klofningurinn er skiljan- legur þvi annars vegar er kvik- myndin íjörug og skemmtileg og sýnir vel hvað eyjarnar átján eru undurfallegar, hins vegar er hún hörð árás á skinhelgi, fordóma og óþol lítils samfélags í garð þeirra sem eru öðruvísi en fjöldinn og jafnvel þeirra sem gera ekki ann- að af sér en fara burt. „Þetta er eina landið í heiminum þar sem litið er á það sem föðurlandssvik að fara til útlanda," segir öimur aðalpersónan bitur. Sagan segir frá tveimur rúmlega tvítugum vinkonum, Rannvá og Barba, sem koma í heimsókn á heimaslóðir eftir nokkurra ára dvöl erlendis og hafa báðar sínar per- sónulegu ástæður til þess - sem þær segja jafnvel ekki hvor annarri. Þær villa á sér heimildir, slá um sig með frönsku og ensku, ganga í geggjuð- um fötum og mála sig nær óþekkjan- legar. Eitt óvæntasta atriði myndar- innar er þegar þær þvo af sér stríðs- málninguna eitt kvöldið og undan henni koma tvær fullkomlega eöli- legar ungar stúlkur! Að sjálfsögðu tekur umhverfið þeim i samræmi við þetta ögrandi útlit, allir nema sjómaðurinn Rúni sem ekur þeim þægur þangað sem þær vilja fara, með viðkomu á ótrúlega mörgum stöðum sem hann á dularfull „er- indi“ tfi. Stelpumar eru prýðfiega leikn- ar af Hildigunni Eyðfinsdóttur (dóttur Katrínar) og Sigri Mitru Gaini. Rúna leikur færeyski skemmtikrafturinn Johan Dals- gaard frábærlega vel. Okkar eig- inn Hilmar Örn gerði músíkina við myndina og íslenskir kvik- ^ myndahúsagestir verða ekki sviknir af myndinni sem auðvitað gæti vel gerst hér á landi. Leikstjóri og handritshöfundur: Katrln Ottarsdóttir. Kvikmyndataka: Jargen Jo- hansson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmars- son. Aöalleikarar: Hildigunn Eyöfinsdótt- ir, Sigri Mitra Gaini, Johan Dalsgaard og Elin K. Mouritsen. Silja Aðalsteinsdóttir Allir iþrattaviðburðir i beinni a risaskjam. Pool. Eóður matseðill. Tökum að akkur hópa, starfsmannafélög. Stórt ng gott dansgólf. wostuaagurm AustfirðinaabaU Sue Ellen, Dúkkulísur, Búlfarnir og fleiri... sPon Ca^ Bæjarlind 4 • 201 Kopavogur • 5ími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.