Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 DV Valur-Skallagrímur 99-96 2-0, 5-2, 8-7, 8-12, 14-22, 15-25, (21-27), 21-35, 23-35, 23-43, 38-45, (40-50), 40-53, 48-53, 52-60, 57-67, (62-75), 71-80, 79-80, 84-68, 92-94, 99-94. Stig Vals: Jason Pryor 45, Bjarki Gústafs- son 19, Bamaby Craddock 10, Gylfi Geirsson 8, Hjörtur Hjartarson 7, Ólafur Ægisson 5, Emst Gíslason 3, Ægir Jónsson 2. Stig Skallagrims: JoVann Johnson 29, Eg- ill Egilsson 25, Valur Ingimundarson 12, Haf- þór Ingi Gunnarsson 10, Pétur M. Sigurðs- son 10, Ari Gunnarsson 7, Pálmi Sævarsson 4. Dómarar (1-10): Leifur Garöarsson og Þröstur Ástþórsson (8). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 90. Ma&ur leiksins: Jason Pryor, Val Fráköst: Valur 50 (18 í sókn, 32 í vöm, Hjörtur 12, Gylfi 11), Skallagrímur 37 (13 í sókn, 24 í vöm, Pálmi 17). Stoðsendingar: Valur 25 (Craddock 5, Gylfi 5), Skallagrímur 22 (Pálmi 7). Stolnir boltar: Valur 5 (Gylfi 3), Skallagrímur 7 (Johnson 2, Ari 2, Valur 2). Tapaðir boltar: Valur 15, Skallagrímur 13. Varin skot: Valur 7 (Hjörtur 5), Skallagrímur 5 (Pálmi 4). 3ja stiga: Valur 39/13, Skallagrímur 46/15 . Víti: Valur 19/16, Skallagrímur 14/11. Pottþéthip Pi*yor - tryggöi Valsmönnum sigur meö ævintýralegri körfu á lokasekúndunni Valsmenn tryggöu sér ellefta og næstsíðasta sætið í Intersport- deildinni á þessu tímabili þegar þeir lögðu Skallagrim, 99-96, á Hlíðarenda í lokaumferð deildar- innar í gærkvöld. Endir leiksins var ævintýralegur því að Vals- menn skoruðu sjö síðustu stig leiksins, þar af skoraði Jason Pryor ævintýralega þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði Valsmönnum sigurinn. Leikurinn bar þess merki að hvorugt lið hafði að neinu að keppa. Þau væru bæði fallin í 1. deild fyrir leikinn og því var að- eins spurning hvort liðið hefði meiri metnað til að forðast neðsta sæti deildarinnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tók sig til um miðjan fyrsta leikhluta og skipti öllu byrjunarliðinu út af urðu kaflaskil í leiknum. Leik- menn Skallagríms sigu fram úr og um miðjan annan leikhluta hafði liðið náð tuttugu stiga for- ystu, 43-23. Valsmenn gyrtu sig í ■ brók og náðu að minnka muninn í tíu stig áður en flautað var til hálfleiks. Valsmenn eyddu síðan megn- inu af síðari hálfleik í að vinna upp forystu Skallagríms og upp- skáru laun erfiðisins í lokin eins og áður var lýst. Jason Pryor var yfirburðamað- ur hjá Val sem getur þakkað hon- um sigurinn. Hittnin hjá honum var með ólíkindum, hvort heldur sem var innan þriggja stiga lín- unnar eða utan. Bjarki Gústafs- son var sterkur í fjórða leikhluta og Gylfi Geirsson barðist eins og fjón. JoVann Johnson átti góðan leik í fyrri hálfleik fyrir Skallagrím en lenti í villuvandræðum í þeim síðari og var ekki til stórræðanna eftir það. Egill Egilsson hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum og Pálmi Sævarsson átti ágætan leik. Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, lék sinn 400. leik í úrvalsdeildinni í gærkvöld og fékk tvö stig að gjöf frá komung- um stigavörðum í Valsheimilinu en liðið skoraði aðeins 94 stig í leiknum, ekki 96 eins og stóð í leikskýrslunni fyrir mistök sem komu þó ekki aö sök. -ósk Sport Bidurtekh - Keflavík vann auðveldan sigur á Snæfelli líkt Leikur Keflavíkur og Snæfells á heimavelli þeirra fyrmefndu var nánast endurspeglun á bikarúr- slitaleik þessara liða í síðasta mán- uði. Keflvíkingar voru miklu betri og sigur þeirra, 108-83, aldrei í neinni hættu. í bikarúrslitaleiknum höfðu þó bæði lið að einhveiju að keppa en í þessum leik var mikilvægið hjá gestunum sem með sigri hefðu get- að tryggt sér áttunda og síðasta sæt- ið 1 úrslitakeppninni sem fram und- an er. Keflvíkingar voru öruggir í öðru sæti deildarinnar en voru ekkert á því að gefa eitt eða neitt. Þótt gestimir næðu að hanga í skottinu á heimamönnum út fyrri hálfleikinn var auðséð að þeir höfðu ekki mikla trú á því að þeir gætu lagt bikarmeistarana að velli. Keflvíkingar voru frekar afslapp- aðir og hvíldu til dæmis Damon Johnson mikið. Það var ekki fyrr en Magnús Þór Gunnarsson rauk í gang í síðari hálfleik og hóf að raða niður körfunum að Keflvíkingar sýndu nokkum veginn sitt rétta andlit. Ég kalla þá bara góða að sýna þó þetta ágætan leik því það er erfitt að halda einbeitingu þegar mikilvægið er lítið og andstæðing- urinn gæðaflokki neðar. Áðumefnd- ur Magnús var bestur á vellinum og í bikarúrslitaleiknum og Edmund Saunders var sterkur, hinir gerðu sitt. Hjá gestunum var Clifton Bush drjúgur og þeir Hlyn- ur, Helgi og Lýður áttu allir spretti. DV-Sport kom að máli við Magnús í leikslok. „Ég snögghitnaði á tímabili, strákamir leituðu að mér og ég lét bara vaða og hitti. Það hlaut aö koma að þessu því ég er búinn að bíða eftir svona leik lengi. Við erum hundfúlir að ná ekki deildarmeist- aratitlinum en það verður bara að hafa það. Við erum í góðum gír og það kemur ekkert annað til greina hjá okkur en að taka íslandsmeist- aratitOinn.“ -SMS Keflavík-Snæfell 108-83 2-0, 9-10, 17-15, 24-18, (29-24), 29-27, 36-36, 46-41, 52-46, (55-49), 58-J9, 60-58, 69-62, 73-67, (80-68), 80-70, 93-75, 100-78, 104-80, 108-83. Stig Keflavikur: Magnús Þór Gunnars- son 28, Edmond Saunders 20, Gunnar Einarsson 15, Damon Johnson 13, Amar F. Jónsson 12, Guðjón Skúlason 10, Jón N. Hafsteinsson 5, Falur Harðarson 3, Sverrir Þór Sverrisson 2. Stig Snœfells: Clifton Bush 27, Lýður Vignisson 15, Helgi R. Guðmundsson 14, Hlynur Bæringsson 13, Sigurbjöm Þórðarson 9, Jón Ólafur Jónsson 5. Dómarar (1-10): Bjami G. Þór- mundsson og Björgvin Rúnars- son (7). Gœði leiks (1-10): 6 Áhorfendur: 143. Maður Magnús Þ. Gunnarsson, Keflavík Frákðsf Keflavík 35 (11 í sðkn, 24 1 vöm, Saunders 10), Snæfell 31 (12 í sókn, 19 i vöm, Bush 11). Stoðsendingar: Keflavik 31 (Gunnar Stefánsson 6, Sverrir 6), Snæfell 17 (Helgi 6). Stolnir boltar: Keflavik 13 (Gunnar Stefánsson 3), Snæfell 10 (Bush 5). Tapaðir boltar: Keflavik 17, Snæfell 20. Varin skot: Keflavík 2 (Damon 2), Snæfell 4 (Bush, Lýður, Hlynur, Helgi). 3ja stiga: Keflavík 37/15, Snæfell 21/11. Víti: Keflavík 17/11, SnæfeU 20/12. Tindastólsma&urinn Michail An- tropov reynir hér skot a& körfu ÍR- inga í leik li&anna í intersportdeild- inni í gærkvöld en ÍR-ingurinn Sig- ur&ur Þorvaldsson reynir a& verjast skotinu. DV-mynd Hari ÍR-Tindastóll 76-86 0-4, 5-9, 11-12, 16-15, (18-26), 20-26, 22-32, 30-36, 30-48, (35-50), 39-50, 42-58, 55-60, (58-63), 61-63, 63-73, 70-76, 74-80, 76-86. Stig ÍR: Sigurður Þorvaldsson 23 , Hregg- viður Magnússon 21, Eirikur Önundarson 19, Ömar Öm Sævarsson 8, Eugene Christopher 4, Fannar Helgason 1. Stig Tindastóls: CUfton Cook 36, Kristinn Friöriksson 14, Michail Antropov 12, Helgi Rafn Viggósson 10, Óli Barödal 8, Axel Kárason 5, Einar Aöalsteinsson 1. Dómarar (1-10): Kristinn Óskars- son og Rögnvaldur Hreiðarsson (8). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 150. Ma&ur leiksins: Clifton Cook, Tindastoli Fráköst: ÍR 31 (9 1 sókn, 22 í vöm, Ómar ú 12), TindastóU 35 (14 i sókn, 21 í vöm, Kristinn 11). Stoðsendingar: ÍR 11 (Eiríkur 4), TindastóU 6 (Helgi Rafn 2). Stolnir boltar: ÍR 7 (Eirikur 3), TindastóU 11 (Óli Barðdal 6). Tapaðir boltar: ÍR 14, TindastóU 12. Varin skot: ÍR 2 (Ómar, Sigurður), TindastóU 2 (Antropov 2). 3ja stiga: fR 14/7 (50%), TindastóU 17/6 (35%). Vlti: ÍR 18/15 (83%), TindastóU 32/20 (63%). lindastóll í 6. sætið - eftir tíu stiga sigur, 76-86, á ÍR í úrslitaleik um sjötta sætiö í Seljaskólanum í gær Tindastóll frá Sauðárkróki lagði ÍR i Seljaskóla í gærkvöldi 86-76 í Inter- sportdeildinni í körfubolta. Sigurinn færði liðinu sjötta sætið í deildinni á kostnað ÍR. Tindastóll mætir því Haukum og ÍR leikur gegn Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn fór fremur rólega af stað. Leikmenn beggja liða voru lengi að flnna taktinn. Eitthvaö hefur mik- ilvægi leiksins sennilega verið að trufla menn. Gestimir aö norðan voru þó mun ákveðnari í öllum sín- um aðgerðum og náðu fljótt afger- andi forystu. Það var einna helst fyrir stórleik Clifton Cooks í sókninni. Einnig var varnarleikurinn til fyrirmyndar. Mikil barátta var í öllum leikmönn- um liðsins og áttu ungir leikmenn ÍR oft í vandræðum vegna vasklegs varnarleiks gestanna. Við upphaf síðari hálfleiks var eins og heimamenn ætluöu að koma sér inn í leikinn. Ákafur vamarleik- ur varð til þess að þeim tókst aö minnka muninn um tíu stig í fjórð- ungnum. Þriggja stiga karfa í byrjun fjórða fjóröungs kom þeim i tveggja stiga mun en nær komust heima- menn ekki. Tindastóll skoraði næstu sjö stig og hélt þægilegri tíu stiga for- ystu til leiksloka. Nokkuö öruggur sigur og sjötta sætiö tryggt. Hjá ÍR voru Eirikur önundarson, Sigurður Þorvaldsson og Hreggviður Magnússon atkvæðamiklir í sóknar- leiknum. Vömin var nokkuð góð í síöari hálfleik og þá sérlega í þriðja fjórðungi þegar Tindastóll skoraði einungis 13 stig. Annars virtist vanta einhvem baráttuneista í liö heima- manna. í liði Tindastóls var Clifton Cook atkvæðamikill og þá sér í lagi í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 24 stig. Michail Antropov spilaöi einnig vel og þá sér í lagi í vörn. Stóð undir körfúnni og olli heimamönnum mikl- um erfiðleikum við að koma boltan- um í körfuna af stuttu færi. Allir aðr- ir leikmenn liösins skiluöu sinu hlut- verki mjög vel. Baráttan og vfljinn var til staðar hjá þeim. Sáfræöilega sterkt „Þetta var mjög jákvætt hjá okkur því þetta er fyrsti leikurinn sem okk- ur tekst að ná góðri forystu og náum að halda henni ef svo má segia. Viö höfum verið að ná tlu til flmmtán stiga forystu á flest lið í deildinni en tapaö því niður í fjórða leikhluta en viö náðum aö koma til baka og halda þessari forystu. Við unnum nokkuð sannfærandi sigur fyrir okkur sem er sálfræðilega sterkt fyrir liðið. Það velur sér enginn andstæðinga þannig að við tökum því sem kemur og okk- ur líst bara vel á að mæta Haukum," sagði Kári Marísson, aðstoöarþjálfari Tindastóls. Ömurlegt „Bara ömurlegt. Við vorum ekki - klárir í þetta og geröum mikið af klaufalegum mistökum. Viö látum skora á okkur 50 stig og gerum ekki nema 35 sjálfir sem er lélegur vamar- leikur í fýrri hálfleik. Svo er það liö Keflavíkur í úrslitakeppninni og maöur fær víst aldrei nóg af því,“ sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR. -MOSr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.