Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Page 28
>
44
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
' f
"w
•:»
Sport
Bubbi annar aí
heiðupsgestum
Tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens og Jónmundur Guð-
marsson, bæjarstjóri Seltjamar-
nesbæjar, verða heiðurgestir á
leik Gróttu/KR og Sávehof á
sunnudagskvöldið.
Leikurinn fer fram í íþrótta-
húsinu á Seltjamamesi og hefst
kl. 20. Seldir verða sérstakir VIP-
miðar á 2500 kr. en innifaldar í
þeim em veitingar fyrir leik.
Venjulegur aðgangseyrir er 1000
kr. fyrir fulloröna, 500 kr. fyrir
12-16 ára og frítt er inn fyrir
böm 11 ára og yngri.
Boðiö verður upp á andlits-
málun frá kl. 18.30 og 400 bolir
verða gefnir.
Fyrir leikinn verður ljósasýn-
ing þar sem leikmenn
Gróttu/KR verða kynntir og er
ætlun forráðarnanna félagsins að
skapa sem mesta stemmningu í
kringum leikinn. Það tekst þó
ekki nema áhorfendur mæti og
eru handknattleiksáhugamenn
nær og fjær hvattir til að láta
þennan leik ekki fram hjá sér
fara.
Handhafar dómaraskírteina
og þeir aðilar sem em með gild
HSÍ-skírteini geta nálgast miða á
leikinn í íþróttahúsinu á
Seltjarnamesi á sunnudaginn
milli kl. 12-14 en skírteinin gilda
ekki sem miðar á leikinn. -ósk
KÓRFUBOLTI J
GO B &
Úrsllt í nótt:
San Antonlo-New Jersey .. 92-78
Duncan 21 (21 frák.), Parker 21, Ginobili
18 - Martin 19 (8 frák.), Kittles 14, Kidd
11 (8 frák., 13 stoö.), WiUiams 11.
Chicago-Golden State ... 119-105
Curry 24 (10 frák.), Chandler 23 (14
frák.), Rose 21 (7 stoös.) - Arenas 28,
Jamison 22, Murphy 13 (9 frák.).
Portland-Phlladelphla .... 60-88
Wallace 17 (9 frák.), Anderson 12 (8
frák.), Randolph 10 - Iverson 36,
Snow 16, Coleman 11 (8 frák.).
- segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, en liðið þarf að vinna upp átta marka forystu Svíanna
Grótta/KR mætir sænska liðinu
Sávehof í seinni leik liðanna í 8-liða
úrslitum Borgakeppni Evrópu á Sel-
tjamamesi á sunnudaginn. Það var
við ramman reip að draga hjá leik-
mönnum Gróttu/KR því að þeir
þurfa að vinna upp átta marka for-
ystu sænska liðins frá fyrri leiknum
en hann vann Sávehof, 34-26, í
Gautaborg síðastliðinn laugardag.
DV-Sport ræddi við Ágúst Jó-
hannsson, þjálfara Gróttu/KR, um
leikinn og það var engan bilbug á
honum aö finna þótt verkefnið væri
æriö og möguleikamir á að komast
í undanúrslit keppninnar ekki mikl-
ir.
Seljum okkur dýrt
„Þaö er alveg á hreinu að við er-
um ekki hættir. Þegar liö er komiö
þetta langt þá þýðir ekkert að kasta
inn handklæðinu þótt á móti blási
og við munum selja okkur dýrt í
leiknum á sunnudaginn. Hvemig
sem þessi leikur fer þá held ég að
við getum gengið uppréttir á eftir
en hungrið til að gera betur er til
staðar og þaö verður farið í leikinn
með því hugarfari að komast áfram
í undanúrslitin," sagði Ágúst.
Góö byrjun skiptir mestu
„Þaö sem skiptir mestu máli fyrir
okkur er að byrja vel. Ef við náum
yfirhöndinni strax frá fyrstu mín-
útu getur allt gerst. Við munum
taka á þeim af krafti því að þeir eru
með ungt lið sem er brothætt á úti-
velli og ef þeir lenda í mótbyr þá er
aldrei aö vita hvemig þeir bregðast
viö því. Við þurfum helst að ná
fimm til sex marka forystu i hálfleik
og þá eigum við möguleika á að
komast áfram.“
Varnarleikurinn veröur aö batna
„Það sem við þurfum helst að
laga fyrir þennan leik, ef mið er tek-
ið af leiknum um síöustu helgi, er
varnarleikurinn og markvarslan.
Þetta tvennt var mjög slakt í leikn-
um í Gautaborg og það er alveg á
hreinu að við vinnum ekki leikinn á
sunnudaginn ef vömin og mark-
varslan em ekki i lagi. Við þurfum
að sjálfsögðu að reyna að stoppa
Kim Andersson en hann var okkur
erfiður í leiknum ytra. Við vomm
meö ákveðna áætlun í gangi fyrir
þann leik sem miðaði að því að
stoppa hann en honum héldu engin
bönd. Viö munum breyta vamar-
leiknum örlítið og reyna að koma
þeim á óvart og vonandi skilar það
sér í fleiri hraðaupphlaupum en síð-
ast þegar við skoruðum aðeins fjög-
ur mörk af 26 úr hraðaupphlaup-
um.“
Mjög sterkt liö
„Sávehof er mjög sterkt lið. Það
er I öðm sæti sænsku deildarinnar
og það er engin tilviljun. Þeir spila
sterka 6:0 vöm, keyra hraðaupp-
hlaupin vel en það var helst í sókn-
arleiknum sem mér fannst ég greina
veikleika hjá þeim. Þeir spila frekar
óagaðan sóknarleik og ef vömin hjá
okkur er almennileg og markvarsl-
an í lagi þá er vel gerlegt að vinna
liðið með meira en átta mörkum,“
sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, við DV-Sport í gær. -ósk
Grótta/KR mætir sænska liðinu Sávehof í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Borgakeppni Evrópu:
Enum ekki hættir
Njarövík-Breiðablik 80-72
2-0, 8-4, 11-15, (14-15), 24-16, 24-22, 34-28,
(34-32), 43-36, 5(142, 50-46, (53-46), 59-48,
61-55, 76-67, 80-72.
Stlg NJarðvlkur: Páll Kristlnsson 27, Fri6-
rik Stefánsson 9, Ólafur Aron Ingvason 8,
Teitur Örlygsson 8, Sigurður Einarsson 6,
Gregory Harris 5, Þorsteinn Húnfjörð 5,
Halldór Karlsson 5, Ragnar Ragnarsson 4,
Guðmundur Jónsson 3.
Stig Breiöabliks: Kenneth Tate 19, Pálmi
Sigurgeirsson 18, Mirko Virijovic 14, Isak
Einarsson 8, Loftur Einarsson 6, Friðrik
Hreinsson 5, Þórarinn Andrésson 2.
Dómarar (1-10):
Einar Elnarsson og
Rúnar Glslason (9).
Gœðl leiks
(1-10); 6
Áhorfendur: 150.
Ma&ur leikslns:
Páil Kristlnsson, Njar&vfk
Fráköst: Njarövik 38 (81 sókn, 301 vöm,
Friðrik 12), Breiðablik 39 (15 1 sókn, 24 1
vöm, Tate 16).
Stoðsendlngar: Njarövik 23 (Harris 9),
Breiöablik 10 (Isak 4).
Stolnir boltar: Njarövík 6 (Harris 2),
Breiðablik 8 (Pálmi 3, Tate 3).
Tapaðir boltar: NJarðvik 16, Breiöablik
14.
Varin skot: Njarðvík 8 (Friörik 5),
Breiöablik 0.
3ja stlga: Njarövik 25/8, Breiðablik 24/5.
Vlti: Njarövlk 25/18, Breiöablik 22/15.
Páll Kristinsson átti stórleik meb
Njar&vfklngum gegn Brei&abliki f gær-
kvöld og var yfirburöamaöur á vellin-
um. Njar&viklngar endu&u f fimmta
sæti delldarlnnar og mæta KR f úr-
') slitakeppninni. DV-mynd Hari
Njarðvík bar sigurorð af Breiðabliki í gærkvöld:
Uimum á vönninni
- sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur
Njarðvíkingar sigmöu Blika ör-
ugglega í lokaumferð Intersport-
deildarinnar í Ljónagryfjunni í gær-
kvöld. Lokatölur urðu 80-72 eftir aö
heimamenn höfðu haft 34-32 forystu
í leikhléi.
Þaö var ekki hátt risið á körfu-
boltanum lengi vel en það var einna
helst Páll Kristinsson sem spilaði
vel að þessu sinni og þá átti Ólafur
Aron Ingvason finar rispur.
Gestimir höfðu reyndar forystu,
14-15, eftir fyrsta leikhluta en eftir
að UMFN komst í forystu, 24-16,
snemma í öðrum leikhluta var í
raun aldrei spuming hvorum megin
sigurinn myndi lenda.
Blikar náöu þó meö baráttu að
minnka muninn í 2 stig fyrir hlé en
alltaf þegar Blikar nálguöust var
eins og Njarövíkingar skiptu um gir
og forystan jókst upp í 10 stigin.
Blikar spiluöu svæðisvöm mestall-
an leikinn og náðu aðeins að dempa
hraðann á Njarðvíkingum en hittni
liðana var einnig frekar döpur.
Eins og áður sagði var Páll yfir-
buröamaður í þessum leik. Sam-
vinna hans og Friöriks var mjög
góð og ijóst að með komu Gregory
Harris hefur jafnvægi komist á
sóknarleik UMFN. Ólafur Aron,
Teitur og Harris áttu einnig ágætan
leik, Harris hitti reyndar illa en
skilaði finum alhliða tölum.
Kenny Tate og Pálmi Sigurgeirs-
son voru bestu menn Blika aö þessu
sinni sem oftar. Tate hitti þó ekkert
sérlega vel en frákastaði vel. Mirko
Virijevic byrjaði ágætlega en gekk
illa sóknarlega þegar á leið.
Sigurinn aldrei í hættu
Þar með er ljóst að Njarðvíkingar
ljúka keppni í fimmta sæti og and-
stæöingar þeirra verða KR.
„Sóknarleikurinn i kvöld var
dapur. Við unnum þennan leik á
vöminni að þessu sinni. Viö hitt-
um illa og oft á tíðum var eins og
um skylduverkefni væri að ræða og
leikurinn bar keim af því. En sigur-
inn var annars aldrei i hættu og ég
get ekki veriö annað en sáttur við
niðurstöðuna," sagði Friðrik Ragn-
arsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir
leikinn.
Hvernig líst þér á KR i átta lióa
úrslitum?
„Þetta er held ég fjórða áriö í röð
sem við mætum KR í úrslitakeppni
og það eru alltaf skemmtilegar
viðureignir. Eins og liöið mitt er að
spila í dag þá ættum viö að geta
veitt þeim veröuga keppni," sagði
Friðrik. -EÁJ