Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003
Dick Cheney
Varaforseti Bandaríkjanna var ráö-
gjafi harðlínusamtaka gyðinga.
Væntanlegur stjórn-
andi íraks fór í boðs-
ferð tíl ísraels
Bandaríski hershöfðinginn
fyrrverandi, Jay Gamer, sem
mun leiða bráðabirgðastjórnina í
hernumdu írak, hefur heimsótt
ísrael á kostnað þrýstihóps sem
segir að Bandaríkin þurfi ísrael
sem eins konar framvörð fyrir
sig í Mið-Austurlöndum.
Gamer skráði nafn sitt á lista í
október árið 2000 þar sem Palest-
ínumönnum er kennt um átökin
milli þeirra og ísraela. Þar segir
einnig að ísrael sé mjög mikil-
vægt fyrir öryggishagsmuni
Bandarikjanna.
Yflrlýsingin var á vegum sam-
taka gyðinga (JINSA) sem bjóða
háttsettum fyrrum herforingjum
til ísraels. Richard Perle, einn höf-
unda innrásarinnar í írak og
helsti haukurinn i Pentagon, situr
í ráðgjafarnefnd samtaka þessara.
þar sat einnig Dick Cheney áöur
en hann varð varaforseti 2001.
Tilboð óskast
Tilboð óskast í að skipta
um jórn ó þaki,
bórujórnsklæða fram- og
austurhlið og skipta um
gler og glugga ó framhlið
ó Laugavegi 46.
Nánarí upplýsingar í símum
895-8299
897-1264
Hanna Katrín
Friðriksson,
framkvæmdastjóri
Vopnuð, íslensk kvenlögga í USA
Búðaráp með
j§l Bryndísi Hólm
Konan á bak við Byrgið
- Helga Haraldsdóttir, eiginkona
„Guðmundar í Byrginu"
hefur lifað óvenjulegu lífi
Fyrir
ferminguna
Mikfð úrval af
KJÓLUM
PILSUM
T0PPUM
ÐRÖGTUM
Fyrir konur sem vilja
Utlönd
DV
Misvísandi fréttir um uppreisn alþýðunnar í Basra:
Bretar ákveönir í að hjálpa
Sissa tískukús
Bvetfhgðtu 52, nfnd 562 5110.
Helstu samtök stjórnarandstæð-
inga úr röðum sítamúslíma sögðu
í gær að uppreisn almennings
gegn hersveitum Saddams
Husseins væri hafin í Basra, næst-
stærstu borg íraks.
„Við staðfestum að uppreisn er
hafin en getum ekki greint nánar
frá að svo stöddu," sagði Mo-
hamed Hadi Asadi, talsmaöur
samtakanna.
Talsmaður breska hersins sagð-
ist telja að uppreisn væri hafin en
íraskur ráðherra bar allar slíkar
fregnir til baka.
„Það er ýmislegt sem bendir til
að uppreisn sé að hcfjast og við
höfum mikinn áhuga á að nýta
okkur það,“ sagði Peter Wall, for-
maður breska herráðsins, við
fréttamenn þegar hann var spurð-
ur hvort hann gæti staðfest fréttir
breskra sjónvarpsstöðva um að
uppreisn væri hafin.
„Það er skylda okkar að efla
þetta en við verðum að tryggja að
það sé gert á skynsamlegan hátt.
Við megum ekki gera neitt í flýti
sem við munum svo sjá eftir,“
sagði herforinginn.
Reynsla síta af uppreisn gegn
Saddam er heldur bitur. í
Persaflóastríðinu fyrir tólf árum
hvatti þáverandi Bandaríkjafor-
seti, George Bush eldri, síta í
sunnanverðu írak til að gera upp-
L*if
TIMARITIÐ ÞITT
reisn gegn Saddam. Þegar þeir
gerðu svo uppreisnina stóðu
Bandaríkjamenn og Vesturlanda-
búar aðgerðalausir hjá á meðan
hersveitir Saddams drápu tugi
þúsimda uppreisnarmanna.
Breskur sjónvarpsfréttamaður,
sem er í útjaðri Basra, sagði að
breskar hersveitir hefðu skotið
sprengjum á höfuðstöðvar Baath-
stjórnarflokksins í borginni.
„Þeir hafa gjöreyðilagt höfuð-
stöðvar Baathflokksins,“ sagði
fréttamaðurinn, Richard Gaisford,
i viðtali við bresku stöðina Sky.
Gaisford hafði eftir leyniþjón-
ustumönmun með breska hemum
að einnig hefði verið varpað
sprengjum á sprengjuvörpur
íraska lýðveldisvarðarins sem
hefði beitt þeim til að kveða niður
uppreisn alþýðunnar.
Ekki hefur fengist óháð staðfest-
ing á fregnunum um uppreisn.
Donald Rumsfeld, landvarna-
ráðherra Bandaríkjanna, sagðist
ekki hafa heyrt þessar fréttir.
Arabíska sjónvarpsstöðin al-
Jazeera sagði í morgun að engin
merki væru sjáanleg um að upp-
reisn væri hafln.