Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Fréttir DV Hundaeigandi ósáttur viö umönnun í einangrunarstööinni í Hrísey: Deilt um ástand hunda DVA1YND GVA Halla Ingibergsdóttlr og dóttlr hennar, Lára, með púðulhundana tvo, Fldo og Lulu. Sjálfstæöisf lokkurinn: Notar gamalt slagorð Alberts Ásgeir Hannes Eiríksson, fv. þingmaöur og pylsusali, hefur sent Kjartani Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, erindi þar sem hann varar forystu flokksins „kurteislega við því“, eins og segir í bréfinu, að nota slagoröið Afram ísland. Landsfundur flokksins hefst á morgun og þetta er sem kunnugt er slagorðið. í bréfi sínu óskar Ásgeir eftir því að miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins endurskoði notkun slag- orðsins..svo komist verði hjá frekari málalengingum og vænt- anlegri málsókn,“ eins og orðrétt segir. I forsetakosningunum 1980 var Ásgeir Hannes meðal útgefenda á blaði og bók sem báru yfirskrift- ina Áfram ísland. Þar var sigur- sæll knattspyrnuferill forseta- frambjóðandans Alberts Guð- mundssonar rifjaður upp. Félag meö þessu sama nafni var stofn- aö þetta ár en það var toppurinn á ísjaka Hulduhers Alberts sem árið 1987 stofnaði Borgaraflokk- inn. í áðurnefndum forsetakosn- ingum notaði Albert Guðmundsson m.a. þetta slagorð, Áfram ísland, sem skilaði honum þriðja sæti í baráttu fjögurra forsetaefna á þeirri tíð. -sbs „Við héldum að hundamir væm í öruggum höndum og vorum að sjálf- sögðu tilbúin að borga fyrir þaö. En við urðum miður okkar þegar viö fengum þá úr einangruninni,“ segir Halla Ingibergsdóttir um tvo púðul- hunda, sem hún er nýbúin að fá úr einangrunarstöðinni í Hrísey. Haila og fjölskylda eru nýflutt til landsins frá Danmörku eftir níu ára dvöl þar. Þau tóku með sér tvo hunda heim, rúmlega ársgamlan rakka og sjö mánaða tík, bæði ættbókarfærð. Hundamir fóru í skyldubundna ein- angrun i Hrísey í átta vikur. Þau komu úr henni á mánudaginn fyrir rúmri viku og tóku eigendumir á móti þeim á flugvellinum.. „Okkur dauðbrá þegar við sáum þau, einkanlega hundinn. Þau voru bæði í prýðisstandi þegar við skild- um við þau,“ sagði Halla. „En þama vora þau komin, hundurinn grind- horaður, veikur, lystarlaus og hóstaði mikið. Hann virtist ekki neitt, neitt viö hliðina á tíkinni, sem þó var einnig of horað, en í lagi að öðru leyti.“ Halla kvaðst hafa farið með hund- inn til dýralæknis. Þar hefði verið úr- skurðað að hann væri meö mikla eymabólgu, roða í hálsi og liði af næringarskorti. Hann hefði fengið bæði penisillin, vítamín, eymadropa og hóstasaft. Síðan hefði hann verið settur á fitandi fæði, honum væri gef- ið að éta fjóram sinnum á dag og far- ið með hann í hæfilega göngutúra. Halla sagði að hann væri að braggast en þyrfti þó að vera undir eftirliti dýralæknis. „Fyrir þetta greiddum við tæplega 300 þúsund krónur. Mér finnst við ekki hafa fengið þá þjónustu sem við töldum okkur vera að borga fyrir.“ Stefán Bjömsson, umsjónarmaður einangrunarstöðvarinnar í Hrísey, sagði að skýrslur fyrir hundana sýndu að karldýrið hefði verið 4 kíló við komu á stöðina og 4,1 kfló við út- skrift. Tíkin hefði verið 4,1 við kom- una en 4,9 kg við brottfór. Vigtun væri nákvæm þar sem ekki mætti skeika 100 grömmum í þyngdarmælingu svo smávaxinna dýra þegar um lyfjagjöf væri að ræða. í skýrslu dýralæknis stæði að almennt ástand væri mjög gott en karlhundurinn mætti þó vera í betri holdum. „Vitaskuld getum við gert mistök eins og aðrir," sagði Stefán. „En þaö er óréttlátt að ætla okkur sök sem við eigum ekki. Maður spyr sig hvers vegna eigandinn hafi ekki haft sam- band við mig fyrr en fimm dögum eft- ir að hundarnir komu heim. Ég var hér með um 170 dýr á síðasta ári og fékk ekki eina einustu kvörtun. Það segir sína sögu.“ -JSS Ríkisstjórnin og Öryrkjabandalagiö: Allt að tvöföld hækkun grunnlífeyris ungra öryrkja Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags íslands, gerðu í gær samkomulag um hækkun grunn- lífeyris öryrkja frá 1. janúar 2004. Með því er sérstaklega verið að koma til móts við þá sem verða ör- yrkjar snemma á lífsleiöinni en gert er ráð fyrir allt að tvöfaldri hækkun grunnlífeyris til þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Sam- komulagið var meöal annars gert í tilefni af Evrópuári fatlaðra og samkvæmt því verður skipaður starfshópur sem mun gera endan- legar tillögur að breytingum á al- mannatryggingalögum og tillögur sem eiga að auka möguleika ör- yrkja til atvinnuþátttöku. Sam- komulagið felur einnig í sér að þeir sem verða öryrkjar síðar á lífsleiðinni fái hækkun á núver- andi grunnlífeyri með hliösjón af aldri þannig að þeir sem veröa ör- yrkjar 67 ára gamlir fái grunnlíf- eyri sem nemi sömu upphæð og DV-MYND ÞÓK Blaöamannafundur í gær Jón Kristjánsson og Garöar Sverrisson sögöu mikilvægan árangur hafa náöst í baráttu öryrkja. ellilífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins. Kostnaðurinn við þessa hækkun mun nema rúmum ein- um milljarði króna á ársgrund- velli. Jón Kristjánsson sagði að þessi stefnumörkun hefði verið lengi á döfinni og að mikið fagnaöarefni væri að samkomulag hefði náðst við Öryrkjabandalagið. Hann tók fram að óvissutímar væru fram undan vegna kosninga í vor en að fyrir lægi skýr stefna stjómvalda og Öryrkjabandalagsins. Garðar Sverrisson sagði að þetta væri stór dagur í réttindabaráttu Öryrkjabandalagsins. Hann sagði að hingað til hefði sama kerfi átt við um öryrkja og ellilífeyrisþega en að með þessu samkomulagi hefði verið höggvið á hnútinn og ætti trygg- ingaráðherra mikinn heiður skilinn fyrir það. Með þessari uppstokkun hefði verði fundin besta, skil- virkasta og hagkvæmasta leiðin til að koma tfl móts við öryrkja. -EKÁ DVA1YND MAGNÚS Jólarjúpurnar Rjúpurnar hafa hangiö vikum saman í vetrarhitanum eystra og veröa varla boröaöar úr þessu. Jólarjúpurnar óétnar Fyrir síðustu jól var mikill rjúpnaskortur og setti það jólahald- ið víða í hættu enda eru margir fastheldnir á jólamatinn. Hver ein- asta rjúpa sem borin var til byggða var étin og talað var um svarta- markaðsverð á fuglinum þegar ljóst var að færri fengu en vildu. En þessi mynd austan af Seyðisfirði sýnir að ekki hafa allir áhuga á rjúpnaáti, því þessar kippur, með eins og tug fugla, hafa hangið utan á húsi þar í bæ um fjölmargra vikna skeið. Kæstar rjúpur þykja varla mannamatur, hvað þá maðkétnar. Ekki hefur heilbrigðis- eftirlit bæjarins skipt sér af þessu enn sem komið er. -MS — Bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Akureyrarbæ tfl að greiða manni 1,3 milljónir í bætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi hjá Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Málsatvik voru þau að maðurinn var ráðinn tímabundið tfl starfa hjá stofnuninni árið 1994. Árið 1996 yfirtók Akureyrarbær ákveöin verkefni frá ríkinu er vörðuðu mál- efni fatlaðra. í maí 1998 var starfs- manninum veitt skrifleg áminning af forstöðumanni sambýlisins vegna ámælisverðar hegðunar í starfi og í júlí sama ár var honum síöan afhent riftunarbréf þar sem um alvarlegt brot í starfi hefði ver- ið að ræða sem hefði getað reynst hættuleg skjólstæðingum sambýlis- ins og umhverfi þeirra. í niðurstöðum héraðsdóms segir að maðurinn hefði áfram verið rík- isstarfsmaður þrátt fyrir samning ríkisins við Akureyrarbæ og að bærinn hefði vikið honum úr starfi hjá íslenska ríkinu án þess að hafa til þess heimild. Með því hefði ver- ið komið í veg fyrir með saknæm- um og ólögmætum hætti að maður- inn gæti stundað starf sitt og notið launa fyrir. -f.ká Stuttar fréttir Spá aukinni bílasölu Spáð er stóraukinni bílasölu á þessu og næsta ári. Þetta kom frarn á aðalfundi Bílagreinasam- bandsins um helgina. Spáð er að 9.000 bílar seljist í ár og um 16.000 seljist árið 2005. Mbl. greindi frá Nýtt fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu dómsmálaráöherra að lok- uöu forvali um byggingu fangels- ins á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að það hýsi 60 fanga, m.a. þá sem dúsa í gæsluvarðhaldi. Mbl. greindi frá. Sjálfstæðisflokkur stærstur Sjálfstæðisflokkur nýtur stuðn- ings 41,5% kjósenda og Samfylk- ingin 34,2% skv. könnun IBM-við- skiptaráðgjafar. Könnunin var gerð fyrir Stöð 2. Framsókn fær 10,2% fylgi, VG 8,2% og Frjáls- lyndir 4,8%. Hitaveita fær bætur Ríkissjóður mun, skv. Mbl., greiða Hitaveitu Rangæinga 90 millj. kr. í bætur vegna Suður- landsskjálftanna 2000. Þetta er gert þar sem bótareglur hvorki Viðlagatryggingar né annarra náðu til þess tjóns sem veitan varð fyrir. ÍAV við Kárahnjúka Líkur eru á að íslenskir aðal- verktakar semji við ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo um fyrsta stóra verkið á svæðinu viö Kárahnjúka sem er gerð hjá- rennslisganga fyrir Jökulsá á Dal. Nýsir lægstur Nýsir átti hagstæðasta tilboð í rekstur heilsugæslustöðvar í Sala- hverfi í Kópavogi sem tekur til starfa í sumar. Tilboð Nýsis er um 130 millj. kr. undir áætlun heil- brigðisráðuneytisins. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra kveðst ánægður með málið, segir Mbl. Haldið til haga í frétt DV í gær af gjaldþroti ís- landsfugls á Dalvík og yfirtöku nokkurra fyrirtækja nyrðra á þrotabúinu birtist mynd af húsum Isfugls í Mosfellsbæ. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.