Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Ræktun lýðs og lands DV UMFÍ heimsækin framhaldsskóla - áhersla á aö allir séu meö, segir kynningarfulltrúi UMFÍ Ungmennafélag íslands heimsækir þessa dagana framhaldsskóla landsins og kynnir fyrir nemendum starf hreyfingarinnar og möguleika fyrir ungt fólk í margvíslegu starfi hreyfingarinnar. „Viö byrjuðum í Mennta- skólanum á ísafirði í janúar. í síðustu viku vorum viö í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og í Verkmenntaskólan- um á Akureyri," segir Páll Guðmundsson, kynningarfulltrúi UMFÍ. „Á sambandsráðs- fundi sl. haust var samþykkt að hvetja ungt fólk til þátttöku í félags- og íþróttastarfi og þessar heimsóknir eru liður í því.“ Valdimar Gunnarsson, fræðslustjóri UMFÍ og framkvæmdastjóri samtakanna NSU sem stýrt er frá Þjónustumiðstöð UMFÍ, segir að það séu miklir möguleikar fyrir ungt fólk til að taka þátt í fjölbreyttu starfi hinna ýmsu æksulýössamtaka í landinu. „Viö erum að kynna starfsemi ungmenna- og íþróttafélaga í landinu og meðal annars að benda á mögu- leikana fyrir ungt fólk til erlendra sam- skipta.“ Öm Arnarson, Evrópumeistari í sundi, hef- ur verið með í fór og sagt nemendum frá ferli sínum og hvernig hann hagar sínum degi sem afreksmaður á heimsmælikvarða. „Þetta hef- ur verið mjög gaman. Krakkarnir hafa tekið okkur mjög vel og spyrja mig hinna ýmsu spurninga," segir Örn sem setti tvö íslands- met á Meistaramóti íslands í sundi. Nemendur hafa jafnan hváð viö þegar Örn segir þeim frá sínum degi. Hann syndir 12 kílómetra á dag, borðar átta þúsund hitaein- ingar og æfir um 36 tíma á viku þegar allt er talið með. Heimsóknir UMFÍ í framhaldsskóla landsins halda áfram fram á vor en ætlunin er að heimsækja sem flesta skóla landsins. Starfiö kynnt UMFÍ heimsótti skóla á Akureyrí og kynnti starf hreyfingarínnar og möguleika fyrir ungt fóik í íþrótta- og félagsstarfi. Ungmennafélagið Efling setur upp leikrit Ungmennafélagið Efling í Þingeyjarsýslu skrifaði fyrir skömmu undir samning við leik- stjóra og handritshöfunda að leikritinu „Lands- mót“ sem Efling ætlar að taka til sýningar næsta vetur. Jóhannes Sigurjónsson, sem starfar sem blaðamaður og ritstjóri á Húsavik, hefur tekið að sér að skrifa handritiö og segir aö leikritið eigi að sýna alla þá stemningu sem ríkir á landsmótum, allan fjölbreytileikann, rómantíkina, gleðina og keppnina. „Þetta verður Landsmót sem gerist á sjöunda áratugnum og er haldið fyrir norðan. Keppend- ur mæta á mótið af öllu landinu og meðal ann- ars að sunnan, þar sem þeir eru komnir á kaf í hippatískuna og bítlatímabilið þegar við norð- anmenn erum enn svolítið sveitó í jákvæðri merkingu þess orðs,“ segir Jóhannes. „Síðan gengur náttúrlega á ýmsu, bæði í íþróttakeppn- inni og í ástarlífinu, en ástin blómstrar eins og þekkt er á landsmótum." Jóhannes segir að hann muni að mestu skrifa leikritið en njóta aðstoðar Harðar Benónýssonar. Jón Benónýsson, formaður leiknefndar, seg- ir að hér verði um merkilegt leikrit að ræða. „Þetta er fyrsta leikritið í heiminum þar sem keppt verður í kúluvarpi, kringlukasti, spjót- kasti og 5000 metra hlaupi uppi á sviði, auk alls hins sem gerist á landsmótum." Jón vonast til að leikritið fái jákvæð viðbrögð og vel geti far- ið svo að sýningin fari á flakk og verði sýnd víðar. Ungmennafélgið Efling er eitt af elstu ung- mennafélögum landsins og hefur lengi verið mjög virkt í alhliða starfi, auk íþróttastarfsins. Landsmót á fjalirnar Arnór Benónýsson leikstjórí, Jóhannes Sigurjónsson og Höröur Benónýsson handritshöfundar, Jóhanna B. Stefánsdóttir, Jón Benónýsson, formaður ieiknefndar, og Fríörika lllugadóttir, viö undirskrift samn- inga um Landsmótsleikrit sem Efling i Þingeyjarsýslu ætlar aö taka til sýningar næsta vetur. LANDSMÓT ■ . LEIÐTOGA SKOLINN Umsjón I’áll Guðmundsson Vilmundur Hanscn Spurningarnar oft mjög skemmtilegar Örn Arnarson, Evrópumeistari í sundi, og Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ, í heimsókn á Sauöárkróki. Málþing um æskulýðsmál: Þátttaka er lífsstíll Málþing um æskulýðsmál verður haldið í Borgarholtsskóla í Reykjavík laugardaginn 29. mars næstkomandi. Aö málþinginu standa Æskulýðsráð ríkisins, menntamálaráðuneytið, UMFÍ, KFIJM og KFUK, SAMFÉS, Slysavama- félagiö Landsbjörg, Æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar, BÍSN, AFS á íslandi og BÍS. Yfirskrift málþingsins er Þátttaka er lífsstíll. Greipur Gíslason, starfsmaður UMFÍ, segir að dagskráin hefjist klukkan 9.00 með morgun- kaffi og óformlegri kynningu á æskulýðsstarfi, en klukkan 10.00 verði málþingið sett. „Yfir- skrift þessa málþings er Þátttaka er lífstíll og meðal annars verður fjaliað um þátttöku í æskulýðsstarfi, menntun og vottun, kostun, kynningarmál og margt fleira áhugavert," seg- ir Greipur. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, mun kynna niðurstöður nefndar sem fjallaði um stöðu og framtíð félags- og tóm- stundastarfs ungs fólks á íslandi. Einnig mun við opnun þingsins verða flutt erindið Þátttaka er lífsstíll. Þingforseti verður Svanhildur Hólm Valsdóttir, formaður Æskulýðsráðs ríkisins. Eftir setninguna verður unnið fram eftir degi í málstofum. Þær verða fimm talsins auk sér- stakrar ungmennamálstofu. „Ég á von á góðri mætingu. Hér er um Líf og fjör Þaö er oft fjör í starfi hinna fjölmörgu æsku- lýössamtaka landsins. Hér eru nokkrir hressir krakkar að búa sig undir fljótareiö niður Hvítá á leiötoganámskeiði UMFÍ. áhugavert málþing að ræða sem öll helstu æskulýðssamtök landsins standa fyrir og án efa verða fjörlegar umræður í málstofunum,“ segir Greipur, en hann hefur aðstöðu í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík, þaðan sem verkefninu hefúr verið stýrt. Gefandi félagsstarf Þessir krakkar taka þátt i félagsstarfi og íþróttum og hafa gaman af. í því starfi hafa þau ferðast bæði innanlands og utan og kynnst ungu fólki víða að. Einn skíðapassi Akureyri, Dalvík og Olafsfjörð www. eyjaf jordur. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.