Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Sport DV Hvernig stillir Atli Eövaldsson upp íslenska landsliöinu gegn Skotum á laugardaginn: Nýtt varnaraf brigöi - Atli gæti, með tilkomu Guöna Bergssonar, kosið að spila með fimm manna vörn í fyrsta sinn ísland á styrkleikalista FIFA: Upp og niður heimslistann íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipar nú 60. sætið, ásamt Skotum, á Heimslista FIFA sem gefmn er út mánaðarlega og kemur næst úr 26. mars næstkom- andi. íslenska liðið hækkaði sig um eitt sæti frá því á lista janúar- mánaðar en þá fór íslenska liðið i fyrsta sinn í fjögur ár niður fyrir 60. sæti en íslenska liðið var síð- ast í 61. sæti í febrúar 1999. íslenska landsliðið átti sín blómaár á listanum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á árunum 1998 til 1999 en liðið hækkaði þá um 45 sæti á tveimur og hálfu ári og íslenska liðið var í 43. sæti þeg- ar Guðjón lét af störfum í desem- ber 1999. Undir stjórn Atla hefur liðið því lækkað sig um 17 sæti á listanum á þremur árum. Guöni Bergsson er nú kominn í landsliðið á nýjan leik en þess má geta að þegar Guðni lék sinn síð- asta landsleik, i 2-4 tapi gegn ír- um 6. september 1997, var ís- lenska liðið í 88. sæti sem er lægsta staða liðsins á listanum frá upphafi. Hérfyrir neöan má sjá sögu ís- lenska liðsins á heimslistanum hjá FIFA síðustu sex ár. -ÓÓJ 1997 Hæst ...........62, sæti (febrúar) Lægst.............88. sæti (ágúst) Upp listann...........3 mánuðir Niður listann ........6 mánuðir Lokasæti .... 72. sæti (-12 frá 1996) 1998 Hæst .........59. sæti (nóvember) Lægst ............78. sæti (mars) Upp listann...........6 mánuöir Niður listann ........4 mánuðir Lokasæti .... 64. sæti (+8 frá 1997) 1999 Hæst..........43. sæti (desember) Lægst ..........61. sæti (febrúar) Upp listann...........6 mánuðir Niður listann ........4 mánuðir Lokasæti .... 43. sæti (+21 frá 1998) 2000 Hæst ...........42. sæti (febrúar) Lægst..............56. sæti (júlí) Upp listann...........3 mánuðir Niður Ustann ........7 mánuðir Lokasæti.....50. sæti (-7 frá 1999) 2001 Hæst.............52. sæti (margir) Lægst.............57. sæti (apríl) Upp llstann...........5 mánuðir Niður listann ........5 mánuðir Lokasæti......52. sæti (-2 frá 2000) 2002 Hæst.............52. sæti (janúar) Lægst.........58. sæti (desember) Upp listann..........1 mánuöur Niöur Ustann .........6 mánuðir íslenska landsliðið í knattspymu mun á laugardaginn, undir stjórn Atla Eðvaldssonar, leika gegn Skot- um í undankeppni EM, einn mikil- vægasta leik sem íslenskt landslið hefur spilað - leik sem ræður því hvemig framhaldið í riðlinum verð- ur. Með sigri eða jafntefli á liðið enn möguleika á því að ná öðm sætinu, sem gefur sæti í umspili um þátt- tökurétt á EM í Portúgal á næsta ári en tap þýðir að eina keppikefli liðs- ins verður væntanlega að halda þriðja sætinu frá Litháum og Færey- ingum. íslenska landsliðið beið skipbrot á Laugardalsvelli 12. október á síðasta ári þegar liðið tapaði fyrir Skotum, 2-0, og spurning hvað Atli getur gert til að koma í veg fyrir önnur eins úr- slit á Hampden Park á laugardaginn. íslenska liðið hefur leikið tvo lands- leiki síðan þá, gegn Litháum og Eist- um, en þeir leikir veittu fá svör varð- andi undirbúning liðsins fyrir leik- inn á laugardaginn. Fáir dagar til undirbúnings Atli hefur ekki marga daga til undirbúnings fyrir leikinn. Hann hefur þrjá daga á meðan Berti Vogts og hans menn í skoska landsliðinu hafa dvalið saman síðan á laugar- dagskvöldið. Hann þarf því að hafa hraðar hendur í að gera lið sitt klárt fyrir leikinn og því óvíst hversu miklar breytingar hann þorir að fara út i. Vandamál Atla eru af stærri gerð- inni því að honum hefur ekki enn tekist að finna rétta liðið - hvorki vamar- né sóknarlega - og það verð- ur að teljast harla ólíklegt að krafta- verkin gerist á þremur dögum í Glasgow. Það liggur þó ljóst fyrir að Ámi Gautur Arason er orðinn heill af meiðslum sínum og mun standa í markinu gegn Skotum. Þar með er einum höfuðverknum færra fyrir Atla varðcmdi valið á liðinu en þó ber að hafa í huga að Ámi Gautur hefur verið lengi frá og er ekki í mik- illi leikæfingu. Hann er samt sem áð- ur frábær markvörður, með mikla reynslu í mikilvægum leikjum eins og þessum eftir dvöl sína hjá Rosen- borg, og það er gott fyrir landsliðið að hann skuli vera heill. í skotgrafirnar Mér þykir líklegast að Atli muni Þegar öllu er á botninn hvolft þá stendur Atli frammi fyrir þvi vandamáli að hann er enn á byrjunarreit enda þótt leikur- inn gegn Skotum sé þriðji leikur liðsins í und- ankeppni EM. koma til með að leggjast í skotgraf- imar, það er verjast aftarlega og freista þess að sækja „hratt“ líkt og forveri hans, Guðjón Þórðarson, gerði ævinlega með ágætum árangri. Úr því verður yfirleitt ekki áferðar- faUeg knattspyrna en tilgangurinn helgar meðalið og árangur telur meira en nokkrar sendingar manna á milli, hælspyrnur og hápressa. Atli kaus að draga Guðna Bergs- son á flot á ný eftir sex ára útlegð og það eitt segir mér að ákveðnar breyt- ingar gætu verið í vændum. Sú fjög- urra manna varnarlína sem Atli stillti upp gegn Ungverjum, Skotum og Litháum síðasta haust gaf allt of mörg færi á sér og Atli hyggst vænt- anlega þétta vörnina. Guðni Bergs- son hefur marga kosti sem varnar- maður en mér segir svo hugur að Atli muni láta hann spila sem aftasta vamarmann í fimm manna vörn. Þar er Guðni upp á sitt besta. Hann les leikinn vel, er enn fljótur og get- ur stjómað vörninni, nokkuð sem hefur sárlega vantað síðan Eyjólfur Sverrisson hætti að spila með lands- liðinu. Styrkur Guðna liggur ekki í að dekka menn heldur að hreinsa upp bak við aðra og því er hann frá- bær sem laus maður fyrir aftan mið- verðina. Eftir að útséð var um þátttöku Hermanns Hreiðarssonar í leiknum er nokkuð ljóst að Amar Þór Viðars-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.