Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 32
3
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um
frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö
f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum
við fréttaskotum alian sólarhringinn.
sefur 550 55 55
SIMIIMIM
SEM
ALDREI
Bandamenn undirbúa nú komu skipa
með hjálpargögn til hafnarinnar í
Umm Qasr en óttast er að hún sé
varin íröskum sprengjum. Hér sést
breskur hermaður gæta að
hugsanlegum óvinum.
ERLENDAR FRÉTTIR
BLS. 10, 11, 12 OG 13
Lóan stundvís
íslendingar uppfylla samninga eftir hálfa öld:
„Ég taldi níu lóur við Sílavík,
sem er héma inni í bænum, í
fyrradag," sagði Björn G. Amar-
son, safnvörður í Hornafirði, i
morgun. Hann segir að lóan sé
stundvís, i fyrra kom hún líka 24.
mars og lika vorið 2000 samkvæmt
samantekt Stefáns Áka Ragnars-
sonar sjávarlíffræðings. „Við
heyrðum í lóuhópi i íjarska i gær
nálægt Miðskeri en það var erfitt
að átta sig á hvar þær héldu sig,“
sagði Bjöm. Hann segir að upp úr
helginni fari lóan að koma í hóp-
um til landsins.
Samkvæmt samantekt Stefáns
sáust fyrstu lóurnar 1998 í Kópa-
voginum þann 26. mars, vorið 1999
í Kvískerjum í Öræfum, árið 2000
sáust 10 fuglar í Sílavík í Horna-
firði þann 29. mars og árið 2001 í
Norðurkoti í Sandgerði þann íjórt-
ánda, en þar talið að hafi verið vet-
ursetufugl og fyrsti farfuglinn hafi
í raun komið 24. mars. -JBP
Genfarsamningurinn
þýddur í f yrsta sinn
Verið er að þýða Genfarsamning-
inn frá 1949, sem fjallar einkum um
mannréttindi óbreyttra borgara og
striðsfanga i hemaði, en samningur-
inn hefur aldrei verið til i heild sinni
i íslenskri þýðingu þótt hann kveði
beinlínis á um að aðildarríki hans
tryggi að hann sé til á viðkomandi
tungumáli. Rauði krossinn hefur
hins vegar gefið út handbók um
hann þar sem vitnað er í helstu
ákvæði hans. Þýðingin er samstarfs-
verkefhi Rauða krossins og utanrík-
isráðuneytisins.
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
fulltrúi Rauða krossins, segist von-
ast til að þýðingin komi út á næstu
vikum.
Samningurinn er mjög ítarlegur,
ekki síst um réttindi stríðsfanga.
Þórir segir þó að ekki sé tiltekið i
honum hvort birta megi ljósmyndir
af stríðsfongum en slíkar myndbirt-
ingar hafa verið umdeildar undan-
farið. Meginreglan sé að ekki megi
niðurlægja stríðsfanga; meta verði
hverju sinni hvort myndimar feli í
sér niðurlægingu.
Rauði krossinn hefur farið fram á
að fá að heimsækja striðsfanga í írak
og segir Þórir Guðmundsson ekkert
óvenjulegt við að það taki nokkra
daga að fá það fram.
Hann getur þess einnig að daginn
áður en stríðið gegn írak hófst komu
rúmlega átta hundruð íraskir stríðs-
fangar heim frá íran, fimmtán árum
eftir að stríði landanna lauk, en
Rauði krossinn hefur haft
milligöngu um-að tugþúsundir úr
því stríði komust heim til sín -ÓTG
FrÍtT/^óTbS7i6-17
Ragnar Aðalsteinsson:
Fækkun forlaga
stophættuleg
„Það er þekkt staðreynd að þeg-
ar bókaforlögum fækkar þrengjast
möguleikar rithöfunda til að fá
bækur útgefnar," segir Ragnar Að-
alsteinsson hrl. Hann er lögmaður
Rithöfundasambands íslands sem
efndi til félagsfundar í gærkvöldi.
Þar lýsti Ragnar áhyggjum sínum
af þeirri samþjöppun í bókaútgáfu
sem orðið hefur síðustu ár.
„í hverju forlagi er við lýði
ákveðin útgáfupólítk sem kemur
ekkert flokksstjómmálum við held-
ur snýr þetta meðal annars að bók-
menntastefnum,“ segir Ragnar.
Segir hann að stjómendur stærstu
forlaga landsins séu með mikil
völd að þessu leyti. Sé þeim nauð-
synlegt að halda vöku sinni og
gera sér grein fyrir ábyrgð sinni.
„Sú fækkun bókaforlaga sem orðið
hefur er mikil umbreyting frá því
sem áður var. Því væntir maður
þess líka að stofnuð verði í þeim
eyðum sem myndast á markaðnum
fyrirtæki sem hafa snerpu og við-
bragðsflýti," segir Ragnar. -sbs
Margir kílómetrar
af sængurfataefni
Það er handagangur i öskjunni á
Saumastofu Öryrkjabandalagsins
þessa dagana, en þar er verið að
sauma allan sængurfatnað í
stærsta hótel á íslandi, Hótel Esju,
en fyrstu gestimir koma um helg-
ina. „Við fengum strangana sl.
föstudag en þurfum að skila 204
koddaverum á morgun, fimmtudag
og 100 lökum í viðbót við þau 315
sem við höfum þegar lokið við,“
segir Guðrún Ásta Kristjánsdóttir,
yfirmaður saumastofunnar. Alls
var það um tonn af sængurfataefni,
3,7 kílómetrar að lengd, sem kom
inn á gólf saumastofunnar sl. föstu-
dag. Það er bara helmingurinn.
Koddaverin fyrir Hótel Esju eiga
að verða 3.200 talsins, sængurverin
800 og lökin 520.
TILVERA BLS. 25
Ertu á leið til útlanda?
Afnemum 24,5% vsk.
við kaup á gleraugum
gegn framvísun á farseðli
Gleraugnax .Kringl'
588-9988 SnUOjCH
unm
Sjálfvírk slökkvitæki
fyrir sjónvörp
Sími 517-2121
Auðbrekku 2 • Kópavogi
Innflutningur og saia • www.hblondat.com
■ - " . - r - ■ J.
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
4
i
i
i
i
i
i
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
%