Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 17
16 MIÐVKUDAGUR 26. MARS 2003 MIÐVKUDAGUR 26. MARS 2003 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvœmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Pólitískar sviptingar Ekki verður annað sagt en hér á landi hafi ríkt pólitísk eldsumbrot á siðustu tuttugu árum. Þetta kemur eftirminni- lega fram þegar skoðanakönn- unum DV um fylgi stjórnmála- flokkanna á siðustu tuttugu árum er stillt upp á síðum blaðsins eins og gert var í gær- dag. Með þeim hætti geta lesendur horft á þann pólitíska jarðskjálftamæli sem numið hefur sveiflurnar hverju sinni og það verður að segjast eins og er að mikið hefur gengið á i pólitíska landslaginu á þessum tíma. Af og til, og raunar með nokkuð reglubundnum hætti, hafa gosið upp nýir flokkar og gamlir í þessu landslagi. Inni á milli hefur orðið verulegt landsig. Reyndar má telj- ast með ólíkindum hvað helstu stjórnmálaflokkar lands- manna hafa sveiflast mikið í fylgi á þessum tíma; allir hafa þeir tekið stökk og dýfur og hefur mismunurinn á mesta og minnsta fylgi þeirra allra náð að vera meira en tvöfaldur og vel það í mörgum tilvikum. Þetta sýnir óró- leika. Þetta sýnir leitandi kjósendur. Ellefu stjórnmálaflokkar hafa náð að setja svip sinn á Alþingi íslendinga á síðustu fimm kjörtímabilum. Flestir þeirra hafa verið vinstra megin við miðju og af þeim eru aðeins tveir á lífi í dag og eiga báðir sér örstutta sögu. Það er umhugsunarvert að aðeins tveir flokkar hér á landi - báðir nokkuð ráðsettir - eigi sér lengri en fimm ára sögu. Báðir þessir flokkar hafa verið afar þaulsætnir við völd á meðan flokkarnir vinstra megin hafa verið uppteknir af því að máta á sig ný nöfn. DV hefur ekki mælt nokkurn flokk með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkinn haustið 1989, en þá studdu 59,1 prósent landsmanna flokkinn. Það er toppurinn í íslenskum stjórnmálum fyrr og siðar. Það er út af fyrir sig athyglis- vert að dáðasti leiðtogi sjálfstæðismanna á seinni timum, Davíð Oddsson, hefur ekki náð flokknum sínum upp i þessar sömu hæðir og Þorsteinn Pálsson náði á sinum tima. Og í tið Daviðs hefur flokkurinn aldrei mælst minni, 26,6 prósent 1993. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei komist upp fyrir þrjátíu prósenta múrinn á siðustu tuttugu árum. Þessi múr er að því er virðist nánast ókleifur í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmála- aflið á íslandi sem komist hefur yfir þennan hjalla í ára- Qöld, allt þar til Samfylkingin varð að veruleika fyrir fimm árum. Sá flokkur náði miklu flugi á fyrsta starfsári sinu og skaust upp í nálega 35 prósent þremur mánuðum fyrir síðustu kosningar en lækkaði fljótt flugið. Ef til vill segir það nokkra sögu að Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsmanna sem hefur náð að toppa að nýju eftir sögulega velgengni í fylgiskönnunum DV. Venj- an í sögu stjórnmálaflokka hér á landi hefur verið að springa út einu sinni en svo ekki söguna meir. Samfylk- ingin má heita undantekning frá þeirri reglu sem virðist að öðru leyti eiga við; að mikil og skyndileg fylgisaukning sem gangi til baka verði ekki endurheimt seinna, hvernig svo sem menn reyna. Þegar horft er yfir þetta tímabil síðustu tuttugu ára í is- lenskum stjórnmálum verður ekki annað sagt en flokkar leiki á reiðiskjálfi á milli kosninga en sæki svo meira og minna i kjörfylgi sitt þegar komið er að ögurstundu við kjörkassann. Niðurstaðan virðist vera sú að afar erfitt sé að breyta hinu pólitíska landslagi, hin landlæga þörf fyr- ir fjórflokk kemur upp um þjóðina með reglulegu millibili. Svo virðist hins vegar sem hlutföllin séu að breytast. Og í þeim efnum „liggi eitthvað i loftinu“. Sigmundur Ernir Skoðun * Genfarsamningurinn um meðferð stríðsfanga: Hmtont mat hvort ttipta megi mvndir at stríflsfönatn Niöurlægjandi? Samkvæmt Genfarsamningnum er bannaö aö niöurlægja stríösfanga en myndbirtingar af þeim eru ekki bannaöar berum oröum. Þaö veröur því að meta hvort tiltekin myndbirting sé niðurlægjandi. Athygli vekur aö fangarnir á þessari mynd eru í borgaralegum klæöum og fréttir herma aö þeir hafi villt á sér heimildir. Samkvæmt Genfarsamningnum geta almennir borgarar, sem grípa til vopna, ekki notiö réttinda sem stríösfangar ef þeir leyna því að þeir séu vopnaöir og villa þannig á sér heimildir. Breytt stefna Reuters-fréttastofan brenglar nú andlit stríösfanga á myndum sem hún sendir frá sér. Þannig viröist fréttastofan hafa tekið þá afstöðu aö slíkar myndbirting- ar brjóti gegn Genfarsamningnum en þaö er hins vegar matsatriöi hverju sinni, aö sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa Rauöa krossins. Meðferð stríðsfanga í írak hefur verið talsvert til umræðu og þá einkum hvort réttlætanlegt sé að birta myndir af þeim í fjölmiðlum. írakar hafa tekið upp á myndband viðtöl (sem jafnvel mætti kalla yfir- heyrslur) við bandaríska stríðs- fanga. Greinilegt er af þessum sjón- varpsmyndum að mörgum her- mannanna er illa brugðið. Ýmsar sjónvarpsstöövar, meðal annars vestrænar stöðvar á borð við CNN og BBC, hafa sýnt brot úr þessum viðtölum og ljósmyndir hafa verið birtar í dagblöðum. Stigsmunur eða eðlis? Bretar og Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt þessar myndbirtingar harkalega og sagt þær stríða gegn Genfarsamningnum um meðferð stríðsfanga. Þeir hafa itrekað tekið svo til orða að írakar hafi stríðs- fanga „til sýnis“ og vilja þannig sjálfsagt leggja áherslu á að með- ferðin sé niðurlægjandi. Á móti hefur verið bent á að sjónvarpsmyndir hafa verið teknar og sýndar af íröskum stríðsföng- um. Geoff Hoon, varnarmálaráð- herra Breta, hefur svarað því til að það sé „reginmunur á því að festa þá staðreynd á filmu að hermenn gefist upp, mjög oft þannig að þeir sjást aðeins aftan frá, og hins veg- ar á viðbjóðslegri og villimanns- legri framkomu íraka gagnvart bandarískum stríðsföngum.“ Myndir af íröskum stríðsföngum hafa vissulega í flestum ef ekki öll- um tilvikum verið teknar af hóp- um þeirra og gjarnan úr nokkurri fjarlægð. Oft hefur mátt greina andlit þeirra en ekki hafa verið sýnd viðtöl eða yfirheyrslur yfir einstökum íröskum stríðsföngum. Þess má geta að Reuters-frétta- stofan byrjaði í gær að brengla Gegn skattalækkun „í þessu þensluástandi sem núna ríkir þá tel ég það vera mikil mis- tök hjá ríkisstjóminni að lækka skatta yfir línuna, líka til þeirra sem höfðu enga þörf fyrir slíkt og notuðu þetta sem kaupmáttarauka til þess að eyða í innfluttan lúxus.“ Össur Skarphéöinsson á Stöö 2 11. apríl 1999. Rifjaö upp í Vefþjóöviljanum. Með blessun ESB „í fjórða lagi studdi NATO árás- irnar á Kosovo, ÖSE studdi þær, Evrópu- sambandið studdi þær. Þær nutu því mikils stuðnings í al- þjóðasamfélaginu þótt Öryggisráðið hafi ekki samþykkt þær.“ Bryndís Hlööversdóttir á vef sínum, um ástæöur þess að Samfýlkingin studdi árásirnar á Kosovo þrátt fyrir aö ekki lægi fyrir samþykki Öryggis- ráös Sameinuöu þjóöanna. Dæmi óskast „Þeir sem reyna að koma því að andlit stríðsfanga á myndum sem hún sendir frá sér. Markmið Genfarsamningsins Á vef Rauða krossins segir að lykilorðin í Genfarsamningnum (sem reyndar eru fjórir samningar) séu „virðing" og „vernd“ gagnvart þeim sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Samkvæmt samningnum er bannað að ráðast á andstæðing sem hefur gefist upp. Særðir og sjúkir eiga að njóta vemdar og ummönn- unar án tillits til þess hvaða fylk- ingu þeir tilheyra. Hersveitir eiga undantekningar- laust að gera greinarmun á her- mönnum og óbreyttum borgurum samkvæmt samningnum. Þess vegna eru einnig í honum ákvæði um að hersveitir skuli vera auð- kenndar, til dæmis með því að klæðast einkennisbúningi. Stríðsfongum eru tryggð margs konar réttindi í samningnum, með- al annars eiga þeir rétt á að skipt- ast á bréfum við fjölskyldu sína. En samningurinn - sem er orðinn meira en hálfrar aldar gamall og er að stofni til enn eldri - bannar ekki berum orðum að myndir séu birtar af stríðsfóngum. Snýst um „niöurlægingu" Ýmis almenn ákvæði samnings- ins kveða hins vegar á um að bor- in skuli virðing fyrir persónu og heiðri stríðsfanga. Greinin sem beinast liggur við aö beita varð- andi myndbirtingar er sú 13., þar sem segir meðal annars: „Fangar skulu jafnframt ávallt njóta vernd- ar, sérstaklega gegn ofbeldi eða ógnunum og gegn móðgunum og hnýsni almennings." Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins, minnir á að Genfarsamningurinn sé skrifað- ur fyrir daga gervihnattasjónvarps frá átakasvæðum. „En hann er hins vegar mjög skýr hvað það varðar að það má ekki sýna stríðs- fanga á almannafæri til þess að niðurlægja þá. Ef tilgangurinn er að niðurlægja þá er það alveg klárt brot á samningnum. Það er síðan í umræðunni að skattar hafi veriö hækkaðir geta þó ekki bent á neinn skatt sem hefur hækkað ..." Stefán Friðrik Stefánsson á Frelsi.is. Hvop er traustari leiðtogi? George Bush: 59%. Saddam Hussein: 41%. Skoðanakönnun' á Hriflu.is. Staðan síö- degis í gær. Kenning „Vandræðagangur Halldórs í íraksmálinu sýnir vel klofninginn innan Framsóknarflokksins þar sem hann reynir eftir mætti að vera maður allra. Hann getur kannski glatt sig við að búið er að tryggja áframhaldandi dvöl orr- ustuþotna og þyrlusveitar í varnar- samningnum við Bandaríkin. Það er bara verst fyrir hann að enn sem komið er getur hann ekki gef- ið út opinberlega yfirlýsingu þess efnis. Það má nefninlega ekki frétt- ast að ísland hafi verið keypt.“ Svanþorg Sigmarsdóttir á Kreml.is. túlkunaratriði hvort einstök tilvik séu brot eða ekki,“ segir Þórir. Túlkunaratriði Rauði krossinn vill ekki setjast í dómarasæti varðandi myndbirting- ar tUtekinna sjónvarpsstöðva eða dagblaða segir Þórir. „En þetta er að minnsta kosti eitthvað sem menn verða að gera upp við sig og gott er ef menn gera það með hlið- sjón af Genfarsamningnum þar sem áherslan er á hvort verið sé að niðurlægja stríðsfanga eða notfæra sér þá,“ segir Þórir og bætir við að samningurinn hafi verið skrifaður á þeim tíma þegar ekki var óal- gengt að láta stríðsfanga marsera um stræti og torg þar sem almenn- ingur hrækti á þá og hrópaði að þeim ókvæðisorð. Fréttavefur BBC hefur eftir Anotellu Notari, talsmanni Alþjóða Rauða krossins, að túlkun aðstand- enda viðkomandi stríðsfanga og samlanda þeirra eigi að ráða því hvort myndbirtingar af stríðsfóng- um teljist „niðurlægjandi" og við- brögð almennings í Bandaríkjun- um og arabalöndunum bendi til að fólki þar hafi ofboðið myndbirting- amar síðustu daga. Hún bætir við að ekki verði við það unað að stríð- andi fylkingar beiti stríðsföngum fyrir sig í áróðursstríði. Óhefðbundinn hernaður Annað álitamál, þessu tengt, snýst um það hveijir geti talist stríðsfangar. Fréttir hafa nefnilega borist af því að innrásarliðið í írak hafi orðið fyrir óvæntum árásum manna í borgaralegum klæðum sem þeir töldu að væru óbreyttir borgarar. Ekki hefur komið skýrt fram hvort þessir árásarmenn hafi verið hermenn sem dulbjuggust í borg- aralegum klæðum eða óbreyttir borgarar sem gripið höfðu til vopna. En þetta getur ráðið úrslit- um um hvort viðkomandi einstak- lingar teljist stríðsfangar ef þeir eru teknir höndum. Ýmsir telja að hemaður af þessu tagi brjóti gegn ákvæðum Genfarsamningsins um hvað sé heimilt í stríði. Samkvæmt honum sé „skæruhernaður" af þessu tagi bannaður enda sé það eitt af höfuðmarkmiðum samnings- ins að vemda almenna borgara í stríði; það sé augljóslega ómögulegt að uppfylla þetta markmið ef ekki er hœgt að greina á milli hermanna og almennings. Þetta sjónarmið var meðal ann- ars uppi varðandi fanga sem Bandaríkjamenn tóku í stríðinu í Afganistan og hafa ekki viður- kennt sem stríðsfanga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að þetta væru hryðjuverkamenn - ólöglegir stríðsmenn samkvæmt al- þjóðasáttmálum - og ættu þess vegna ekki rétt á að teljast stríðs- fangar. Colin Powell utanríkisráð- herra taldi að óháður dómstóll ætti að skera úr um þetta en Rumsfeld svaraði að bragði að ekki þyrfti að skipa dómstól nema vafi léki á um stööu fanganna og að í þessu tilviki væri enginn vafi! Bannað að villa á sér heimildir í Genfarsamningnum er gerð ná- kvæm grein fyrir því hvaða ein- staklingar geti notið vemdar sem stríðsfangar. Þarna er meðal ann- ars sagt að almennir borgarar á svæði sem ekki hefur enn verið hertekið, sem grípa tO vopna gegn aðvífandi innrásarliði, geti notið réttinda sem stríðsfangar að því til- skildu að þeir leyni því ekki að þeir séu vopnaðir (e. „carry arms openly'j og fari í aðgerðum sínum eftir lögum og venjum um hernað (e. „the laws and customs of war'j. Lög og venjur um hernað voru samþykkt í Haag-sáttmálanum 1910 og þar er að finna nákvæmlega sam- hljóða orðalag og hér að ofan. í Haag-sáttmálanum segir meðal ann- ars að óheimilt sé að særa eða drepa andstæðinginn með því að villa á sér heimildir (e. „to kill or wound treacherously individuals belonging to the hostile nation or army'j. Ummæli Þjoösagan um skattalækkanir Davíðs Um 95% hjóna og sam- búðarfólks og 75% ein- staklinga greiða nú hærra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt en árið 1995 þegar ríkis- stjórnin tók við. Þetta er staðfest í skriflegu svari Geirs H. Haarde við fyrir- spurn Rannveigar Guðmundsdótt- ur sem lagt var fram á síðustu dögum þingsins. Þar stendur svart á hvítu að tekjuskattbyrði hefur þyngst í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Það er því þjóðsaga að tekjuskattur hafi lækkað í tíð Davíðs Oddssonar. í einu tilviki hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins þó rétt fyrir sér. Ofurtekjuhjón, sem að meðaltali báru ríflega 18 millj- ónir úr býtum árið 2001, fengu ríflega skattalækkim, skv. svari Geirs. Lækkun- in til þeirra nam næstum einni og hálfri milljón það ár. Á sama tíma eru öryrkjar og aldraðir, sem lifa nánast af strípuðum bótum, knúin til að greiða tekjuskatt. Sjálfstæð- isflokkurinn hirðir nú árlega af þeim samanlagt einn millj- arð króna á ári. Þetta fólk þurfti engan tekjuskatt að greiða árið 1995 þegar rikisstjóm- in tók við. Fölblá hönd og fræg reglustika Eftir að Geir sendi alþingi upp- lýsingar um að tekjuskattur hefði hækkað í tíð Davíðs Oddssonar er engu líkara en slegið hafi verið leiftursnöggt í koll ráðherrans. Alla síðustu viku, eða frá því að Ingibjörg Sólrún skoraði á Davíð til kappræðna, hefur fjármálaráð- herra virst vera ósáttur við og jafnvel ósammála sínum eigin töl- um. Spumingar Rannveigar voru „lymskufullar", var skýring hans þegar blaðamaður spurði hann efnislega hvort hann tryði ekki lengur sjálfum sér. Leiftursnögg umskipti ráðherr- ans eru dapurleg. Þau koma hins vegar ekki á óvart. Það féll vænt- anlega ekki í kramið í Stjórnar- ráðinu þegar íjármálaráðherra birti upplýsingar sem afsönnuðu staðhæfingu forsætisráðherra um að hann hefði lækkað tekjuskatt- ana. Blaðamannafundir, dálk- metrar í blöðum og aðrar æfingar fjármálaráðherra geta hins vegar ekki breytt þeirri staðreynd að í svarinu til Rannveigar birti Geir tölur sem sýndu án tvímæla að hlutfallið sem menn greiða af launum í tekjuskatt hefur hækk- að síðan 1995. Skattfrelsismörkin hafa nefni- lega lækkað í tíð Davíðs. Ríkis- stjórnin rauf lögbundin tengsl þeirra og verðlags eða launa. Menn eru því að greiða skatt af stærri hluta launanna en áður og lækkun skattprósentunnar dugar ekki til að vega á móti því. Þetta er skýringin á þvi, af hverju tekjuskattarnir hafa hækkað, eins og Geir sýndi fram á. - Jafnvel fólblá hönd með fræga reglustiku fær ekki breytt þeirri staðreynd. Skattar lágtekjufólks hækkuðu í svari fjármálaráðherra kom fram að síðan 1995 hefur jafnvel tekjuskattbyrði hjóna sem eru í langlægsta tekjuflokki hækkað umtalsvert. Skattbyrði lágtekju- hjóna, sem árið 2001 höfðu ekki nema 142 þúsund krónur á mán- uði, var þannig 7,3% meiri en árið sem núverandi ríkisstjórn tók við. Hjón, sem höfðu árið 2001 um 213 þúsund á mánuði i tekjur, báru þá 10,5% hærri tekjuskatt en árið 1995. í þessum dæmum er búið að taka tillit til bæði barna- bóta og vaxtabóta. í fyrra dæminu er um langsamlega lægst launaða hóp samfélagsins að ræða. Þetta er því ömurlegur vitnisburður um „réttlætið" sem er að finna í skattbreytingum ríkisstjórnarinn- ar. Framsókn ber ekki síður ábyrgð á því en Sjálfstæðiflokkur- inn. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur tíundað lækkun tekjuskatta sem eitt helsta trompið þegar „af- rek“ síðustu ára eru talin. Það hlýtur því að koma á óvart að í svari Geirs er hækkun tekju- skatts síður en svo bundin við einstök dæmi sem Samfylkingin hefur sérvalið. Þvert á móti stað- festir fjármálaráðherra að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur tekjuskattbyrðin þyngst hjá 95% allra hjóna eða sambýlisfólks. Sama gildir um 75% einstaklinga. Allt þetta fólk greiðir nú töluvert hærra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt heldur en þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við. Ofurtekjufólk lækkar í sköttum! Tekjuskattur hefur þó lækkað hressilega hjá einum hópi. Það eru þeir sem ég kalla ofurtekju- hópinn. Hann nær yfir þau 5% samfélagsins sem hafa langhæst launin. Hjón eða sambýlisfólk í þessum hópi hafði árið 2001 tekj- ur upp á 18,178 milljónir, sam- kvæmt svari Geirs. Það eru meira en tíu sinnum hærri tekjur held- ur en hjónin í lægsta tekjuflokkn- um hafa. Ofurtekjufólkið þurfti árið 2001 að greiða 8% minna í skatt af tekj- um sínum heldur en árið sem rík- isstjómin hóf feril sinn. Af ríflega 18 milljóna tekjum greiðir það því næstum einni og hálfri milljón minna í tekjuskatt en ef skatt- byrðin hefði verið hlutfallslega óbreytt frá 1995. í reynd þýðir þetta að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hafi flutt hluta af skattbyrð- inni af allra tekjuhæsta fólkinu yfir á herðar allra tekjulægsta fólksins. Ríkisstjórnin verður því tæpast sökuð um að ráðast á garð- inn þar sem hann er hæstur. Milljarður af strípuðum bótum Skattprósentan hefur að sönnu lækkað í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Skjaldmeyjar og skutil- sveinar forsætisráðherrans „gleyma" hins vegar að fólk er nú að greiða tekjuskatt af töluvert meiri hluta launanna en áður. Skattfrelsismörkin hafa nefnilega ekki hækkað í neinu samræmi við laun eða verðlag. Þótt skatt- prósentan hafi lækkað hafa því raunverulegar skattgreiðslur ekki lækkað - heldur hækkað - hjá flestum. Breytingar sem stjórnin hefur ákveðið á skattfrelsismörkum hafa leitt til þess að bótaþegar og láglaunafjölskyldur þurfa nú að greiða tekjuskatt. Aldraðir og ör- yrkjar, sem lifa eingöngu af líf- eyri almannatryggingakerfisins, þurfa í dag að greiða sem svarar mánaðarlegum bótum sínum í tekjuskatt. Þetta fólk þurfti aldrei að greiða tekjuskatt áður. Kerfið verndaði það með því að hafa skattfrelsismörkin nógu há. Þetta þýðir að fólk sem lifir af strípuöum bótum og var undan- þegið tekjuskatti við upphaf þess- arar ríkisstjórnar er núna að greiða skattinum samanlagt einn milljarð króna á ári! Vitnisburður Geirs H. Haarde Tölur Geirs H. Haarde segja svart á hvítu að það er hrein þjóð- saga að Davíð Oddsson hafi lækk- að tekjuskatta. Þvert á móti ber hann ábyrgð á því að nú greiða næstum öll hjón hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt heldur en þegar ríkisstjómin tók við. Sama gildir um 75% einstaklinga. Þeir einu sem njóta umtalsverðra lækkana í tekjuskatti era ofur- tekjufólkið sem hafði rífar 18 miÚjónir í tekjur árið 2001. Þeir sem minnst bera úr býtum koma verst út úr skattbreytingum ríkisstjórnarinnar. Öryrkjar og aldraðir þekkja það best á eigin skinni. Þeir þekkja hina nýju fá- tækt sem skattbreytingarnar hafa búið til á síðustu árum. Hún er að verða helsta arfleifð Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokknum má svo óska til hamingju með að hafa loksins fundið breiðu bökin. Þróun á tekjuskattsbyrði óiíkra tekjuhópa „Tekjuskattur hefur þó lœkkað hressilega hjá einum hópi. Það eru þeir sem ég kalla ofurtekjuhópinn. Hann ncer yfir þau 5% samfélagsins sem hafa langhœst launin. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.