Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 25
MLÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003
25
DV
Tilvera
lífiö
Sængurföt fyrir Hótel Esju saumuð af kappi:
ur. Strax fyrstu nóttina birtist hin
látna eiginkona honum. Kelvin
bregður. Vísindamaðurin hefur þó
yfirhöndina í þetta skiptið en verð-
ur að láta undan mannlegum til-
finningum þegar Rhea birtist aftur.
Frá því augnabliki fer Soder-
bergh yfir í rómantíkina á lágum
og dularfullum nótum. Ljóst er að
endumýjun á kynnum þeirra er
ekki að gerast með eðlilegum
hætti. Kelly vill endurheimta for-
tíðina en Rhea gerir sér grein fyr-
ir að hún er ekki eins og hún á að
vera. Til hliðar eru svo hin tvö
sem eru búin að upplifa meira af
þeirri dularfullu veröld sem Solar-
is er.
George Clooney hefur sýnt sínar
bestu hliðar undir stjóm Stevens
Soderberghs (Out of Sight) og
hann bregst ekki leikstjóra sínum
í Solaris - ber myndina uppi með
næmum skilingi á persónunni sem
hann leikur. Hann fær verðugan
mótleik frá Natasha McElhone,
sem Soderbergh lætur vera að
miklu leyti í nærmynd til að láta
okkur fá tilfinningu fyrir að feg-
urð hennar er annars heims. Jer-
emy Davies, sem leikur Snow,
annan vísindamanninn um borð,
dregur leikinn á lægra plan.
Handahreyfingar hans og málfar
er þreytandi til lengdar.
Það voru margir sem höfðu fyr-
ir fram vantrú á þessu stórvirki
Soderberghs, enda Tarkovsky í
miklu uppáhaldi hjá fiölmörgum
kvikmyndaáhugamönnum. Soder-
bergh hefur hingað til farið eigin
leiðir og gerir það enn og hans Sol-
aris, sem er rúmum klukkutíma
styttri, er sjálfstætt verk sem sóm-
ir sér vel við hlið Solaris sem And-
rei Tarkovsky gerði 1972.
Leikstjórn og kvikmyndataka: Steven
Soderbergh. Handrit: Steven Soderbergh,
eftir skáldsögu Stanislaw Lem. Tónlist:
Cliff Martinez. Aóalleikarar: George Cloo-
ney, Natasha McElhone, Jeremy Davies
og Viola Davis.
Ef Andrei Tarkovsky hafði 2001:
A Space Odyssey til hliðsjónar
þegar hann gerði Solaris, þá hefur
Steven Soderbergh það einnig þeg-
ar hann endurgerir Solaris. Það er
ekki þar með sagt að 2001... og
úgáfa Soderberghs af Solaris eigi
mikið sameiginlegt hugmynda- og'
efnislega séð heldur er það and-
rúmsloftið sem skapað er í Solaris
sem gerir það að verkum að hug-
urinn leitar ósjálfrátt heldur til
meistaraverks Stanleys Kubricks
en til Solaris Tarkovskys.
Solaris hefúr hæga atburðarás,
öfugt við framtíðarmyndir sem
Hollywood hefur verið að dæla á
markaðinn á undanförnum árum,
og Soderbergh gerir heldur ekki
mikið í að láta tæknibrellur halda
framtíðarsýninni svo þar með
verður Solaris raunsæ í öllu sínu
óraunsæi. Aðferð Soderbergs
heppnast fullkomlega og þær fáu
persónur sem kynntar eru til leiks
skipta okkur miklu máli. Um leið
er dulúðin mikil og við erum
aldrei viss um hver er hver og
hvað er hvað. Soderbergh hefur ör-
ugglega gert sér grein fyrir því að
til að fá einfalda og hæga atburðrás
til að ganga upp í framtíðarveröld,
þar sem allt á að vera öðruvísi og
fúllkomnara, þá hafa dulúðin og
hið ókannaða þurft að skapa
spennuna og það tekst honum.
George Clooney leikur vísinda-
manninn Chris Kelvin. Hann er
einfari sem hefur ekki verið mönn-
um sinnandi síðan hann missti eig-
inkonu sína, Rheu. Þegar neyðar-
kall kemur frá vini hans um borð í
geimstöðinni Promethus, sem er
að rannsaka Solaris, fiarlæga
plánetu, svarar hann kailinu og í
næsta atriði er hann kominn að
geimstöðinni. Soderbergh fer fram
hjá brottforinni og öllum þeim
tæknibrellum sem slíku fylgja.
Clooney fer beint úr íbúð sinni í
geimfarið og er kominn um borð í
hina fiarlægu geimstöð á innan við
mínútu frá því neyðarkallið barst.
Um borð eru aðeins tveir vís-
indamenn eftirlifandi. Þegar Kel-
vin spyr hvað hafi gerst segjast
þau ekki getað svarað honum.
Hann verði að komast að því sjáif-
Handan lífs og dauöa
George Clooney og Natasha McElhone um borö í geimstööinni Promethus.
Forstööukonan
Guörún Ásta Kristjánsdóttir straujar koddaverin og strekkir á saumunum
áöur en lekiö er búiö til.
Fuglinn minn heitir Fótógen
Leikfélag NFSU sýnir verkið
„Fuglinn heitir Fótógen" sem varð
til upp úr spunavinnu leikhópsins
sem hér stígur á fialirnar í húsi
Leikfélags Selfoss. Leikhópurinn
samanstendur af nemendum úr
FSU. Sýningin hefst kl. 20.
Snúður og Snælda í Glæsibæ
Leikfélagið Snúður og Snælda
sýnir „Forsetinn kemur í heim-
sókn“, gamanleik með söngvum í
Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14. Miðar
seldir við innganginn.
Eyfi á Stokkseyri
Eyjólfur Kristjánsson heldur
tónleika á Stokkseyri klukkan 21.
Dávaldur í Smáralind
Þekktur kanadískur dávaldur,
Paul Royters, heimsækir Smára-
lind í kvöld. Kappinn hefur ferð-
ast með sýninguna í meira en 30
ár þannig að þetta hlýtur að verða
forvitnilegt.
Paul Lydon tónleikar
Paul Lydon spilar á píanó og
syngur friunsamin lög í Norræna
húsinu kl. 21. Kira Kira sér um
plötuspilarann á eftir. Lengi hef-
ur Paul komið fram með raf-
magnsgítar og hann hefur gefið
út diska undir nöfnunum Sann-
dreymi og Blek Ink en þetta er í
fyrsta sinn sem hann spilar á pí-
anó á tónleikum
Biogagnryni
7,5 km af sængurfataefni
Saumastofa Öryrkjabandalagsins
er með stórt verkefni þessa dagana.
Það er sængurfatasaumur í nýbygg-.
ingu Hótel Esju. Efnið í rúmfatnað-
inn er nýkomið til landsins og tím-
inn er naumur því fyrstu næturgest-
ir eru væntanlegir á laugardag.
„Við fengum strangana sl. föstudag
en þurfum að skila 204 koddaverum
á morgun, fimmtudag og 100 lökum
í viðbót við þau 315 sem við höfum
þegar lokið við,“ segir Guðrún Ásta
Kristjánsdóttir, yfirmaður sauma-
stofunnar. Hún kveðst hafa verið
orðin langeyg eftir líninu þar sem
skilafrestur rúmfatanna hafi verið
að renna út. Endanlegar ákvarðanir
um frágang þeirra hafi heldur ekki
verið teknar fyrr en á þriðjudaginn
í þessari viku.
Breytt um sniö
Alls var þaö um eitt tonn af sæng-
urfataefni, 3.7 kílómetrar að lengd,
sem kom inn á gólf saumastofunnar
sl. föstudag. Það er bara helmingur-
inn. Koddaverin fyrir Hótel Esju
eiga að verða 3.200 talsins, sængur-
verin 800 og lökin 520. Hluti kodda-
veranna er með leki sem gerir
saumaskap og frágang tafsamari en
ella og lökin eru svokölluð pokalök
sem koma til með að verða strekkt
yfir dýnumar. Því eru homin rúnn-
uð og ekki upp á einfaldasta máta.
„Upphaflega var okkur sagt að að-
eins 200 koddaveranna ættu að vera
með leki en nú var verið að breyta
Tvær hressar
Björney Sigurlaugsdóttir og Gyöa Siggeirsdóttir verkstjóri hagræöa líninu.
þeirri tölu í 800,“ segir Guðrún. Hún
telur mun meiri kröfur gerðar til ís-
lensks iðnaðar en innfluttra vara.
„Allt á að vera tilbúið í gær sem
unnið er hér heima og menn gera
breytingar á hönnun fram á síöustu
stundu. Það virðist allt vera leyfi-
legt í þeim efnum,“ segir hún.
Verða að fá að fermast
Um tíu manns vinna á sauma-
stofu Öryrkjabandalagsins fyrir há-
degi og sex eftir hádegi. Guðrún seg-
ir starfsfólkið vera duglegt en mis-
jafnlega í stakk búið að vinna undir
álagi, eins og gefi að skilja. Verkefh-
in em margskonar sem
tf-mmw*
Smárabíó - Solaris ★ ★★
Rómantik á æðra plari
Hitmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
að berast og úti við dyr er sýnishom
af því sem saumað hefur verið. Ber
þar mest á vinnufatnaði hvers kon-
ar, kokkabúningmn, læknasloppum,
skyrtum, tvöfoldum svuntum og
samfestingum. „Við reyndum að
vikja öllu til hliðar fyrir þetta stóra
verkefni núna nema fermingarkyrtl-
um sem við erum að sauma því
blessuð bömin verða að fá að ferm-
Fermingarkyrtill veröur til
Guöný Inga Sigfúsdóttir hefur unniö
á saumastofunni í nær tíu ár og oft-
ast á sömu véiinni.
segir
ast, hvemig sem allt veltist,1
Guðrún.
Ljóst er að rúmfataverkefhið mun
endast saumastofunni fram á sumar
og Guðrún kveðst ánægð með það
þótt óþægilegt sé að lenda í tíma-
þröng á fyrsta sprettinum.
-Gun.
Hyndasögur
Rrnar Þór Halldórsson, 160994
Sonja RÚn Kiernan, 220597
Jóhann P. jlarðarson, 110591
flxel Ivar ívarsson, 080394
Sigurjón Örn Magnússon, 090197
JÓna Katrín Eyjólfsdóttir, 181195
Friðrik RÚnar flsgeirsson, 140695
fluður Ósk Sigurþórsdóttir, 290895
Braga Stefaný Mileris, 010391
Kjartan Geir Karlsson, 100394
Krakkaklijbbur DV óskar vinningshöfum til hamingju.
Krakkaklúbbur DV óskar vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana í
þjónustuver DV, Skaftahlfð 24, fyrir 26. apríl.
Vinningar til vinningshafa úti ó landi
verða sendir.
Kveðja. TÍgpi og Kittý
klúbbur'
riY^í