Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Fréttir Gamalreyndir fjölmiölamenn taka BBC og Sky fram yfir CNN: Stríð stóru stöðvanna Bílastyrkir fatlaöra: Kjörin skert hvap sem borið ep niðup Þorfinnur Ómarsson. Jón Hákon Magnússon. „Enginn er full- kominn og það er ekki nokkur lifandi leið að fá heiilega mynd af þessu stríði hjá neinum einum fjölmiðli. Af þessum sjónvarpsstöðvum fmnst mér þó BBC takast að halda einna víöustu sjón- arhomi af atburðun- um, sem er út af fyr- ir sig athyglisvert, þar sem þetta er rík- isfjölmiðill annars aðalárásaraðilans. CNN og Sky eru á fullu í kranafrétta- mennsku. MSNBC- kapalstööin sýnir okkur síðan amer- ískan vinkil til heimanota, sem er í eðli sinu ekkert ósvipaður araba- vinldinum hjá Al- Jazeera," segir Hall- grímur Thorsteins- son á Útvarp Sögu þegar DV leitaði álits nokkurra gamalreyndra fjöl- miðlamanna á frammistöðu stóru sjónvarpsstöðvanna í umíjöllun um stríöið í írak. Hallgrímur Thorstelnsson. Beinar útsendingar frá stríösátök- um er nokkuð sem nútímamaðurinn hefur vanist en fúllyrða má aö nú gef- ist almenningi kostur á að horfa á fjórða eða fimmta stríöið úr hæginda- stólnum. Að venju eru deildar mein- ingar um hvaða sjónvarpsstöð stendur sig best, gefúr heildstæðustu myndina af gangi mála. Ekki aðeins í frásögn- um af stríðinu heldur með grafiskri framsetningu og myndskýringum, viðtölum viö sérfræðinga og fleiru. Þeir sem fylgst hafa með átökun- um i írak í sjónvarpi undanfama daga verða þess hins vegar fljótt var- ir að ef ekki er mikið að gerast vilja frásagnir fréttamanna á staðnum teygjast á langinn, fjalla meira og minna um ekki neitt. T.d. hafa verið sýnd ógnarlöng myndskeið af B52 sprengjuflugvél sem bíður flugtaks frá flugvelli í Englandi meðan þulur- iim lætur dæluna ganga. Það getur reynt á þolinmæði áhorfenda við slíkar aðstæður. „Áhorfandinn getur staöið sig í þeirri undarlegu siðferði- legu stöðu að kalla á fjörlegri at- burðarás, meiri átök,“ sagði í leiðara eins bresku dagblaðanna í vikunni. í sama leiðara voru lesendur reyndar hvattir til að lesa heldur dagblööin en horfa á sjónvarp, umfjöllun þeirra væri allajafnan yfirvegaðri. En það er önnur saga. BBC og Sky betri Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri KOM, er gamalreynd- ur fjölmiðlamaður. „Eg hef horft mest á Sky og BBC og svo hlusta ég mikið á BBC World Service í útvarpinu á 90,9. Með því að horfa daglega á tvær stöðvar og hlusta á eina þá tel ég mig hafa nokk- uð góða mynd af gangi mála. Hins vegar er þetta hræöilega ruglingslegt þegar maður sér myndir frá atburð- um og þegar klippt er á menn hér, þar og alls staðar. Ég skipti reyndar á milli stöðva en mér finnst hinar tvær fyrmefndu betri en CNN. Þaö versta við íslensku stöðvamar er aö þær era alltaf að segja hlutina eftir á, því sem gerðist í gær,“ sagði Jón Há- kon við DV. Jón Hákon segir að sér finnist fréttamenn Sky vera afar lunknir að ná viðtölum við fólk og betri en bandarísku stöðvamar. „Þá verður umfjöllunin dýpri og einhvem veg- inn öðravísi. Hvort þaö er þessi evr- ópska nálgun á hlutunum sem heillar mann veit ég ekki en hjá CNN era menn yfirborðskenndari." Jón Hákon segir að sér hafi óneit- anlega þótt mikilfenglegt aö sjá fyrstu árásimar á Bagdad í beinni út- sendingu síðastliðinn fóstudag. „En það var um leið hrollvekjandi því í eðli sínu era stríðsfréttir aldrei ann- að en vondar fréttir." Áróðursstríð Þorfinnur Ómarsson dagskrár- gerðarmaður segir mikilvægt að hafa í huga hverjir eiga í hlut þegar horft er á umfjöllun um stríðið í sjónvarp- inu. „Það væri heppilegra ef til væri stór sjónvarpsstöð sem væri utan Bandaríkjanna og Bretlands, helstu stríðsaðilanna í írak. Þær stöövar sem við sjáum era mjög uppteknar af sínu fólki og jafnvel ákveönum mál- stað. Það er varla hægt að gagnrýna það í sjálfu sér en ef meta á stöðvam- ar horfi ég mest á BBC, fmnst þeir áreiðanlegri." Þorfinnur tekur undir að miklar framfarir hafi orðið í framsetningu fréttanna en hjá CNN væri andrúms- loftið svipað því sem rikt hefði á stöö- inni síðustu mánuöi. „Þaö hefur verið niðurtalning að stríði hjá CNN og umfjöllunin litast töluvert af þjóðemishyggju. Fram- setning, öll stef og tónlist kyndir und- ir þessa tilfmningu. Það er gott að fá sem ítarlegastar upplýsingar en þeim verður maður að taka með fyrirvara um hvaðan þær koma. Því þetta er mun meira áróðursstríð heldur en í Flóabardaga." -hlh Fisksalar áhyggjufullir: Unga fólkið fær sér hamborgara og kók „Ég bara skil þetta ekki, ég held að ungt fólk í dag nenni ekki að borða fisk. Það fer miklu frekar á Kentucky Fried hérna viö hliðina á mér til að fá sér hamborgara og kók,“ segir Magn- ús Sigurðsson, eigandi fiskbúðarinnar Hafrúnar í Skipholtinu, spurður um litla fiskneyslu ungs fólks í dag. Manneldisráð birti í fyrradag nið- urstöður könnunar á mataræði íslend- inga og kom meðal annars ffarn að fiskneysla landans hefði stórminnkaö á síðustu tíu árum. Mikil fiskneysla hefur verið eitt megineinkenni á mataræði íslendinga fram til þessa en er nú litlu meiri en gerist og gengur í flestum nágrannalöndunum sam- kvæmt könnuninni. Magnús segir að nánast ekkert sé um að ungt fólk komi og kaupi fisk hjá sér, hans viðskiptavinir séu ein- göngu fúllorðið fólk. „í dag er mun meira úrval af fiski en nokkra sinni fyrr og fiskur er alls ekki mikið dýr- ari nú en áður. Ef til vill er skýringin sú að mæðumar hafa ekki lengur tíma til að kenna bömunum sínum að matreiða fisk.“ -EKÁ Magnús Sigurðsson í Hafrúnu Er hissa á lítilli fisneyslu ungs fóiks i dag. DV-MYND ÞÖK „Sama virðist hvar borið er nið- ur; hvarvetna hefur ríkisstjórn- in skert kjör ör- yrkja og þeirra sem ekki lifa á öðru en bótunum. Bílastyrkimir eru skýrt dæmi um það,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingar, í samtali við DV. í nýjum pistli á heimasíðu sinni segir hún að ríkisstjómin hafi fækkað og skert stórlega biffeiðastyrki í gegnum Trygg- ingastofnun ríkisins til handa öryrkjum. Kjör vegna bifreiða- lána hafi versnað og stuðningur vegna hreyfihömlunar sömuleið- is. Ásta segir í pistli sínum að þegar ríkisstjóm Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tekið við völdum 1995 hafi bifreiðakaupa- styrkirnir verið 650 ár hvert. Ári síðar hafi þeim verið fækk- að um nær helming. Árið 1999 hafi þeim verið fjölgað um 50 ..en enn vantaði verulega á að styrkimir væra jafiimargir og þegar ríkisstjómin tók við í upphafi kjörtímabilsins. Þrátt fyrir að ríkisstjómin hafi haft heilt kjörtímabil til viðbótar í bullandi góðæri hefur styrkjun- um ekki fjölgað nema um 20 á ári,“ segir Ásta í pistli sínum. Þá bendir hún á að vextir af bif- reiðakaupalánunum hafa hækk- að úr 1% í 12,2% og styst um eitt ár. -sbs Góð heilsa landsmanna Samkvæmt upplýsingum frá heimilislæknum hefur heilsufar landsmanna verið meö besta móti í vetur. Læknar, sem sam- band var haft við í morgun, segja að umgangspestir hafi verið óvenjufáar í vetur og al- mennt heilsufar með því allra besta sem gerist. Viðmælendur blaðsins vildu ekkert fullyrða um ástæðuna fyrir hreysti landsmanna en benda á að tíð- arfarið í vetur hafi verið gott og að án efa hjálpi það til. Spuröir segjast læknar ekki kvarta yfir góðri heilsu landsmanna, það sé að vísu minna að gera við að sinna sjúkdómum sem tengjast umgangspestum en verkefnin séu engu að síður óþrjótandi og þeir hafi því nóg að gera. -aþ Á föstudaginn kemur út nýtt lulahlað á vegum DV sem dreift verður m.a. á allar bílasölur, bflaumboð og bensín- stöðvar og mun liggja þar frammi frítt. Að auki mun það fylgja Helgarblaði DV tU áskrifenda. Auglýsingar þurfa að hafa borist fyrir klukkan 18 á fimmtudag. Upplýsingar veitir auglýsingadeUd í síma 550-5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.