Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára________________________ Óskar Böðvarsson, Lóurima 16, Selfossi. 75 ára________________________ Herdís K. Hervinsdóttir, Bæjartúni 9, Ólafsvík. Jóhanna Jóhannsdóttir, Dalsbakka 6, Hvolsveili. 70 ára________________________ Júlíus Veturliöason, Vallholti 7, Akranesi. 6Q ára________________________ Guðríður Inga Elíasdóttir, Álfhólsvegi 75, Kópavogi. Irma Karisdóttir, j. Miðvangi 57, Hafnarfirði. Mikael Marlies Karlsson, Rekagranda 7, Reykjavík. Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Gaukshólum 2, Reykjavík. Sigurður Pálmi Pálsson, Dynjanda, Höfn í Hornafiröi. Þorgerður Halldórsdóttir, Sigtúni 47, Patreksfirði. Þyri Axelsdóttir, Merkilandi 4, Selfossi. 50 ára_______________________ Friðrik Karlsson, Engjavegi 69, Selfossi. Guðmundur Lárus Helgason, Hamrageröi 1, Akureyri. Ingveldur Ragnarsdóttir, Réttarholti 11, Selfossi. Kjartan Örn Sigurðsson, Foldasmára 2, Kópavogi. Kolbrún Ríkey Carter, Bjarteyjarsandi 2, Akranesi. Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, Garði. Símon Jóhann Jónsson, Bakkastöðum 31, Reykjavík. 40 ára_______________________ Arnar Már Gíslason, Berugötu 10, Borgarnesi. Ásgeir Jónsson, Hjallagötu 3, Sandgerði. Baldur Hreinsson, Veghúsum 11, Reykjavík. Einar Sigurbjörn Jónsson, Lindartúni 2, Garði. Eyjólfur Bjarni Alfreðsson, Laugavegi 76, Reykjavík. Guðrún Sigrún Jónsdóttir, Hvannarima 6, Reykjavík. Helmir Sigurðsson, Hamravík 30, Reykjavík. Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir, Háaleitisbraut 109, Reykjavík. Marinó Kristlnn Hákonarson, Hrannargötu 10, ísafirði. Sigurður Bragason, Hamravik 22, Reykjavík. Þóra Lind Nielsen, Sunnuflöt 45, Garðabæ. Ægir Sigvaldason, Logafold 62, Reykjavík. Höpður Oskapsson fyrrv. prentsmiðjustjóri og knattspyrnukappi Höröur Óskarsson, prentari og fyrrv. prentsmiðjustjóri, Furugerði 1, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Hörður fæddist i Reykjavík og ólst upp við Framnesveginn. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, hóf prentnám í Prent- smiðjunni Eddu 1939 og lauk þar sveinsprófi sem setjari 1943. Hörður starfaði hjá Eddu en hóf störf hjá Víkingsprenti í árslok 1945 þar sem hann síöan starfaði um ára- bil. Hann var fyrstu árin verkstjóri í Víkingsprenti en síðan prent- smiðjustjóri þar. Hörður sat i stjóm Hins íslenska prentarafélags 1949-51 og sat í skemmtinefnd félagsins 1948-53. Hörður gekk ungur til liös við KR. Hann æfði og keppti í knatt- spymu með liðinu frá 1935, þá í 4. flokki. Hann keppti síöan í 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki en lék síðan með meistaraflokki KR á árunum 1941-56. Hann var fyrirliði meist- araflokks í fimm ár og landsliðs- maður. Þá sat Hörður í stjórn knatt- spymudeildar KR og var ritari aðal- stjómar KR um árabil. Fjölskylda Hörður kvæntist 29.10. 1955 Þor- björgu Sigtryggsdóttur, f. 5.7. 1927. Hún er dóttir Sigtryggs Vilhjálms- sonar, f. 12.11. 1887, d. 16.9. 1928, bónda að Ytri-Brekkum og að Ytra- Álandi í Þórshafnarhreppi í Norður- Þingeyjarsýslu, og k.h., Valgerðar Friðriksdóttur, f. 10.2. 1892, d. 24.7. 1957, frá Núpi í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, húsfreyju. Kjördóttir Harðar og Þorbjargar er Gerður, f. 21.8. 1965, ritari í Reykjavík. Systkini Harðar: Gyða Óskars- dóttir, f. 27.3. 1923, d. 20.1. 1959, hús- móðir í Reykjavík, var fyrst gift Guðmundi Aðalsteini Gíslasyni húsgagnasmið en síðar Jóni Ragn- ari Lárassyni jámsmið; Ingveldur Fimmtugur Per Ekström hagfræöingur hjá Noröuráli Per Ekström hagfræð- ingur, Giljalandi 24, Reykjavfk, er fimmtugur í dag. Starfsferill Per fæddist í Marie- hamn á Álandseyjum, Finnlandi, og ólst upp á Álandseyjum. Hann stundaði nám í viðskipta- og hagfræði og lauk háskólaprófum í þeim greinum 1975. Per starfaði við Skattstofuna á Álandseyjum á árunum 1976-79, var fjármálastjóri í rafmagnsfyrirtæk- inu Kalmers Ab á Álandseyjum 1979-94, var sveitarstjóri í sveitarfé- laginu Jomala á Álandseyjum sem er þrjú þúsund manna byggð, 1994-97, var deildarstjóri viðskipta- deildar hjá Álands landskapsstyr- else, sem er heimastjórn Álendinga, frá 1997 og er nú hagfræðingur hjá Norðuráli á Grundartanga. Per hefur sinnt ýmsum félags- störfum innan íþróttahreyfing- arinnar á Álandseyjum, einkum á sviði frjálsra íþrótta. Hann er félagi í Oddfellowreglunni og situr nú í stjóm Félags leiðsögu- manna. Fjölskylda Eiginkona Per er Kristbjörg Ásta Ingvars- dóttir, f. 23.10. 1946, leik- og grunnskólakennari. Hún er dóttir Ingvars Ax- elssonar sem er látinn, og Þórbjargar Guð- mundsdóttur húsmóður. Börn Per frá fyrra hjónabandinu, og Dolores Hággblom, eru Anders Ekström, f. 30.1. 1976, búsettur á Álandseyjum, bankafulltrúi þar; Sandra Ekström, f. 13.7. 1978, sem nú stundar nám í Óðinsvéum í Dan- mörku. Bróðir Per er Claes Ekström, f. 31.1. 1945, skipaverkfræðingur, búsettur í Mariehamn á Álandseyjum, Finnlandi. Foreldrar Per: Karl Ekström, f. 19.9. 1915, d. 4.6. 1989, skipstjóri, og Margit Ekström, f. Siilfors 16.5.1918, hárskeri í Mariehamn á Álandseyjum, Finnlandi. DV veldar Jónsdóttur húsfreyju. Ingigerður Kristin var systir Þor- steins vélfræðings, fóður Leifs ljós- myndara. Ingigerður Kristín var dóttir Lofts b. á Krossi í Ölfus- hreppi, en síðar í Reykjavík, Þor- steinssonar og Gróu Gottskálks- dóttur. Hörður verður að heiman á afmæiisdaginn. Óskarsdóttir, f. 31.12. 1927, hús- móðir i Hafnar- firði, gift Einari Sverri Magnúsi Sveinssyni fram- kvæmdastjóra; Jón Óskarsson, f. 30.1. 1929, skipa- smiður og verk- stjóri hjá Hita- veitu Reykjavík- ur, kvæntur Katrínu Marteins- dóttur húsmóður. Foreldrar Harð- ar voru Óskar Jónsson, f. 2.11. 1893, d. 24.5. 1944, prentari og verkstjóri við prentsmiðjuna Acta og prent- smiðjuna Eddu, og k.h., Ingigerður Kristín Loftsdóttir, f. 4.10. 1894, d. 30.1. 1988, húsmóðir. Ætt Óskar var sonur Jóns, b. á Hlíðar- enda í Skagafirði, Jónssonar og Ing- Sextugur Guðmundur Jens Guðmundsson fyrrv. sjómaöur Guðmundur Jens Guðmundsson, fyrrv. sjómaður, Hringbraut 128, Keflavík, er sextug- ur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Akranesi. Hann var í Barnaskólanum á Akra- nesi, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu, lauk sveinsprófi í múrverki frá Iðnskólanum í Reykjavík og prófum frá Hótel- og veitingaskól- anum. Guðmundur hefur lengst af stundaði sjómennsku, fyrst sem háseti, síðan vélstjóri og loks kokkur. Hann var sjómaður hjá Miðnesi hf. í Sandgerði í rúm þrjá- tíu ár, lengst af kokkur, fyrst á Þorgeiri GK, síðan á Munin GK en lengst á bátnum Geir Goða GK, með Jónasi Franssyni og Sigurði Hólm, fengsælum skipstjórum. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 25.3. 1972 Kristínu B. Ingimarsdóttur, f. 6.3. 1951, húsmóður. Hún er dóttir Ingimars Þórðarsonar leigubílstjóra og Elínrósar Jónsdóttur húsmóður. Böm Guðmundar og Kristínar eru Magnús Ingi Guðmundsson, f. 30.12. 1971, starfsmaður við hlað- deild á Keflavíkurflugvelli, búsett- ur í Keflavík; Elínrós Anna Guð- mundsdóttir, f. 4.12.1974, húsmóð- ir í Keflavík, gift Jóni Margeiri Valssyni, f. 22.12. 1970, starfs- manni Keflavíkurbæjar, og eru börn þeirra Guðmundur, f. 15.2. 1993, Sandra Rós, f. 30.6. 1996, og Ingibjörg Fríða, f. 26.5. 1999; Þóra Björk Guðmundsdóttir, f. 27.1. 1985, nemi í foreldrahúsum. Foreldrar Guömundar voru Guðmundur Anton Ingvarsson, verkamaður í Reykjavík, og Anna Soffla Jónsdóttir (fósturmóðir), húsmóðir og ráðskona. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Níræö maamgm ... Valgeröur Soley Ólafsdóttir húsmóöir í Kópavogi Valgerður Sóley Ólafsdóttir hús- móðir, Borgarholtsbraut 48, Kópa- vogi, er níræð í dag. "* Starfsferill Valgerður fæddist að Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum, afa og ömmu, föður- og móðursystkin- um, ráðskonu og ýmsum fleiri. Sjórinn var heimilinu matar- kista, auk þess sem gæs og æðarfugl lagði til dún í sængur og mikið rak af timbri. Gestrisni og höfðings- skapur var, og er, aðalsmerki Jörfa- heimilisins. Þegar íbúar á heiðarbýlum voru famir að svelta komu þeir og fengu gefins sel á ■■Á Jörfa. Ef þrengslin keyrðu úr hófi svaf heimilisfólkið í hlöðunni. Meðal bemskuminninga Valgerð- ar er spænska veikin og frostavetur- inn mikli 1918. Þá vora þau yngri systkinin höfö fullklædd í rúminu, allan daginn, svo að þau dæju ekki úr veikinni en Valgerður veiktist mikið. Móðursystir Valgerðar dó úr spænsku veikinni, eins og nánast allar aðrar ófrískar konur í landinu. Ólafur, faðir Valgerðar, reri á vetr- arvertíðum frá Suðurnesjum, en þangað fór hann fótgangandi báðar leiðir, um 200 km hvor leið. Ólafur lést 1922 úr lungnabólgu sem hann fékk á ferðalagi. Valgerður man því tímana tvenna, þar sem hún situr nú, á heimili sínu í Kópavogi og horfir á Formúluna í gegnum gervihnött, skoðar útprentun af skattskýrslu sinni, eða úr Islendingabók, hvort tveggja af netinu. Auk hefðbundins skyldunáms var Valgerður einn vet- ur á Héraðsskólanum í Reykholti. Aðalstarf hennar var húsmóður- starfið og barnauppeldi, en afkom- endur hennar eru nú 50. Auk þess starfaði hún við fiskvinnslu, siðast í ORA í Kópavogi. Valgerður bjó um skeið á Flateyri og í Keflavík en lengst af í Kópa- vogi. Fjölskylda Valgerður giftist 28.12. 1938 Viggó Ferdinant Sigurðssyni, f. 21.9. 1915, sjómanni og síðar bifreiðarstjóra og verkamanni hjá Essó. Foreldrar hans: Sigurður Eiríksson, sjómaður á Seyðisfirði, og Jörgina Guðjóns- dóttir Vopnfjörð húsmóðir. Böm Valgerðar og Viggós: Jörgen, f. 3.8.1938, lést af slysförum 28.7. 1963, vélvirkjanemi í Reykja- vík, en börn hans eru tvö og bama- börn fimm; Sigurður, f. 20.8.1939, d. 25.8. 1940; Sigurður Björgvin, f. 13.9. 1941, jámsmiður í Reykjavík, en böm hans eru þrjú og barnabörn átta; Eiríkur Einar, f. 9.10. 1943, matreiðslumaður í Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Hauksdóttur en hans böm eru þrjú og barnabörn fjögur; Alda, f. 27.12.1945, skrifstofu- maður í Reykjavík, gift Sigurði Sig- urjónssyni en hennar börn eru fiög- ur og bamaböm sjö; Björg, f. 13.1. 1952, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, gift Baldvini Hafsteinssyni en hennar böm era þrjú; Ólafur Agn- ar, f. 5.2. 1960, verktaki í Kópavogi, kvæntur Theódóra Þorsteinsdóttur en hans börn eru fiögur. Systkini Valgerðar: Ingibjörg, f. 25.5. 1895, d. 6.6. 1983, húsfreyja í Krossholti; Jónas, f. 27.4. 1896, d. 18.8.1978, bóndi á Jörfa; Erlendur, f 10.10. 1897, d. 28.2. 1994, skrifstofu- maður í Reykjavík; Þuríður, f. 8.6. 1899, d. 9.6. 1902; Stefanía, f. 30.11. 1900, d. 16.11. 1982, húsmóðir í Borg- amesi; Þuríður, f. 18.2. 1903, d. 1983, ráðskona í Kaupmannahöfn; Ágústa, f. 29.7. 1904, d. 15.1. 1990, framreiðslukona og húsmóðir í Kópavogi; Elínborg, f. 21.12. 1905, d. 21.5. 1964, húsmóðir og klæðskeri í Reykjavík; Kjartan, f 3.8. 1907, d 31.1. 1991, bóndi í Haukatungu; Gunnar, f. 28.4. 1909, d. 28.1. 1997, eftirlitsmaður í Reykjavík; Helga Laufey, f. 7.7.1911, d. 12.6. 1986, hús- freyja í Reykjavík; Guðrún Elisabet, f. 2. 5. 1915, d. 5.1. 1985, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Valgerðar voru Ólafur Erlendsson, f. 20.11. 1863, d. 27.6. 1922, oddviti og sýslunefndarmaður á Jörfa, og k.h., Agatha Stefánsdótt- ir, f. 15.5. 1872, 19.5. 1966, húsfreyja. Ætt Foreldrar Valgerðar voru ættaðir af Mýrum. Af þekktum nútíma- mönnum úr frændgarði Valgerðar má nefna Jónatan Hallvarðsson, fyrrum hæstaréttardómara, Halldór Laxness rithöfund og Benjamín H. J. Eiríksson hagfræðing. Valgerður verður að heiman á afmælidaginn. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.