Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Eins og tímasprengja - segir Peter Máté sem leikur einleik meö Sinfóníuhljómsveit íslands. „Ég ætla að spila píanókonsert númer þrjú eftir Béla Bartók," segir Peter Máté, tónlistar- kennari við Listaháskóla íslands og við tón- listarskólann í Reykjavík. Peter leikur einleik á píanó með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói annað kvöld. Langur undirbúningur Að sögn Peters Máté var hann beðinn um að spila konsertinn fyrir ári og nú er komið að því. „Þetta hefur verið mikil vinna og strangar æfingar og nú er bara að standa sig. Það er ekki á hverjum degi sem maður spilar píanókonsert með sinfóníuhljómsveit þannig að ég er vissulega spenntur. Hann segist reyndar alltaf vera spenntur fyrir tónleika. „Þetta er eins og tímasprengja. Ég veit með árs fyrirvara hvenær hún á að springa, upp á dag og klukkutíma, þannig að spennufallið getur orðið mikið að loknum tónleikum. Þreytan kemur að vísu ekki strax eftir tón- leikana, það tekur nokkra klukkutíma fyrir adrenalínið að fara úr blóðinu og maður er spenntur á meðan,“ segir Peter og hlær. Þegar hann er spurður hvernig hann und- irbúi sig fyrir konsert eins og þann sem hann leikur annað kvöld brosir hann og segir: „Ja, það er nú bara ein leið til þess - ég sit og spila verkið aftur og aftur. Ég hef tuttugu og fimm ára reynslu á sviði tónleika og ég hef ekki fundið neina aðra leið til að undirbúa mig. Þetta er ákveðinn prósess alveg eins og í íþróttum. Maður æfir sig og vonast til að ná settu marki á móti eða á tónleikunum." Líflegt tónlistarlíf Peter hefur leikið mikið af kammertónlist að undanförnu og er píanóleikari Tríós Reykjavíkur, Trio Romance og KaSa hópsins. „Ég vinn mikið með Guðnýju Guðmundsdótt- ur og Gunnari Kvaran," segir Peter, „við kennum öll við Listaháskólann og höfum spil- það séu margir tónlist- armenn um hvert verkefni. „Tónlistarlíf á íslandi er mjög líf- legt og oft á heims- mælikvarða.“ Vonast til að ná settu marki á tónleikunum Peter Máté, tóntistarkennari viö Listaháskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík, leikur einleik á píanó meö Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskóla- bíói annaö kvöld. að saman í Tríó Reykjavík í sex ár.“ Peter segir að framboðið á verkefnum fyrir tónlistarmenn sé takmarkað á íslandi og að Langaði að breyta til Peter er fæddur Ungverji en flutti til ís- lands fyrir þrettán árum ásamt eiginkonu sinni, Lenku Mátéová sem er nú organisti í Fella- og Hólakirkju. „Okkur langaði til að breyta til og réðum okkur í kennslu á Stöðvarfirði. Við vor- um bæði kennarar við menntaskóla áður en við fluttum til íslands rétt eftir flauelsbylt- ingima í Tékkóslóvak- íu. Landið opnaðist eft- ir byltinguna og okkur langaði til að prófa eitthvað nýtt og ákváð- um að flytja til íslands og höfum verið hér í þrettán ár og erum ekkert á því að flytja út aftur.“ Að sögn Peters er hann sveitastrákur í eðli sínum og segir að sér hafi liðið mjög vel á Stöðvarfirði. „Við fluttum til Reykjavík- ur 1993 til að vera í meiri nálægð við listalíf- ið.“ -Kip Norræna kvikmyndahátíöin í Rúðuborg: Nói albínói slær í Nói albínói, eftir Dag Kára, fékk aðalverð- launin á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg sem veitt voru við hátíðlega athöfn laugardaginn 22. mars og var það greinilega enn einn áfanginn í þeirri sigurför sem sú mynd fer um kvikmyndahátíðir víðs vegar um Evrópu. Tíu myndir voru í samkeppninni og voru þrjár aðrar verðlaunaðar. Sænska myndin Lilya 4-ever, eftir Lukas Moodysson, fékk verðlaun ungra evrópskra áhorfenda og verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki. Danska myndin Elsker dig for evigt, eftir Sus- anne Bier, fékk verðlaun blaðamanna og verðlaun fyrir besta leik í karlhlutverki. Þar sem norskar myndir eiga alltaf mikið upp á pallborðið hjá Rúðuborgarmönnum fékk Musikk for bryllup og begravelser, eftir Unni Straume, verðlaun áhorfenda. Hollandi og Belgiu hampaö Kvikmyndahátíðin, sem var nú haldin í sextánda sinn, var með nokkuð öðru sniði en áður þvi engar myndir voru frá Eystrasalts- löndum og virðist kvikmyndagerð þar vera í mikilli lægð um þessar mundir en hins vegar var sérstök dagskrá helguð kvikmyndum frá Hollandi og Belgíu, nokkuð á kostnað kvik- mynda frá Norðuríöndunum. Það var tengt þvi aö flæmskar og hollenskar bókmenntir eru sérlegir gestir að þessu sinni í „bók- menntasalón“ Parísar sem nú stendur yfir. Þetta bitnaði þó ekki á íslenskum kvikmynd- um sem skipuðu nú meiri sess á hátíðinni í Rúðuborg en nokkru sinni fyrr. Fyrir utan Nóa albínóa voru í samkeppn- inni Hafið eftir Baltasar Kormák og Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Auk þess var Regína, eftir Maríu Sigurðardóttur, sýnd á dagskrá barnamynda og loks var sýnd mynd- in Rannsókn á huliðsheimum, eftir Jean Michel Roux, sem byggö er á viðtölum við ís- lendinga um dulræna reynslu þeirra, tekin upp í íslenskri náttúru og allt tal íslenskt. Sú mynd hefur veriö sýnd í kvikmyndahúsum í Frakklandi og fengið góðar undirtektir en að Dagur Kári Pétursson Mynd hans Nói albínói er á sigurför í Evrópu. sögn höfundar hefur íslendingum sjálfum ekki enn gefist kostur á að sjá hana. Ætti hún þó ekki síst erindi til þeirra. Frikki fótboltahetja Óhætt er að segja að hin mikla þátttaka ís- lendinga á hátíðinni hafi vakið mikla athygli enda fjölmenntu íslenskir kvikmyndagerðar- menn og leikarar á staðinn og sátu fyrir svör- um eftir sýningar. Fréttamaður DV hlýddi á viðræður áhorfenda við Friðrik Þór sem orð- inn er hagvanur í Rúðuborg og fast kennileiti í landslagi hátíðarinnar. Hann veifaði fót- bolta og sagði að á íslandi væru aðeins þrjár leiðir til að auðgast: að gerast fótboltahetja, verða rokkstjarna eða ræna fálkum og selja þá í útlöndum. Síðan bætti hann því við hvernig hann hefði fjármagnað myndina sína, Fálka, en bað menn að láta það ekki fara lengra. Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona var einnig viðstödd og veitti Friðriki Þór ötulan stuðning, sagði m.a. að hann væri skáld. gegn Hafið í franskt bíó Viðbrögð kvikmyndagesta á Rúðuborg voru mjög misjöfn og greindi menn talsvert á um gæði myndanna í samkeppninni. Einn var hrifinn af mynd sem öðrum féll miður vel. En það virtist ekki koma neinum á óvart að Nói albínói skyldi fá aðalverðlaunin. Dag- ur Kári og Tómas Lemarquis, aðalleikari myndarinnar, tóku á móti verðlaunagripnum sem var óbrotgjörn stytta og hélt Dagur Kári ræðu þar sem hann þakkaði fyrir og tileink- aði verðlaunin íslensku fótboltahetjunni Frið- riki Þór. Myndin Nói albínói verður væntan- lega tekin til sýningar í frönskum kvik- myndahúsum á næstu mánuðum en tíminn hefur enn ekki verið ákveðinn. Haflð eftir Baltasar Kormák er hins vegar frumsýnd í Frakklandi í dag, 26. mars. Landamærin hyllt Eins og venjulega kenndi margra grasa á hátíðinni og uppgötvaði fréttamaður DV verk belgíska kvikmyndahöfundarins Henris Storcks. Hann gerir aðallega heimildarmynd- ir en hefur þó gert eina leikna mynd, Veislu smyglaranna 1951. Hún fjallar um það þegar Holland, Belgía og Lúxemborg mynduðu með sér tollabandalag og lögðu niður landamæra- eftirlit og sagði frá ýmsum spaugilegum og miður spaugilegum atburðum kringum það. Myndinni lauk með forkostulegri veislu smyglara frá mörgiun löndum þar sem þeir hugguðu sig við að enn væru þó til ábatasam- leg landamæri milli Benelúx-landanna og landanna í kring og skáluðu fyrir landamær- um sem ættu að vera sem flest og hæst. En áður hafði það líka komið fram í myndinni að þar sem Hollendingar unnu fyrir lægri laun en Belgar vofði það yfir belgískum verka- mönnum að verða að sætta sig við launa- lækkun eða missa vinnuna ella. Þótt margt hafi breyst á hálfri öld fannst áhorfendum að myndin hefði elst undarlega lítið. Einar Már Jónsson MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Síðustu forvöð Leikritið Beyglur með öllu hefur geng- ið fyrir fullu húsi í Iðnó frá því í sept- ember og nú eru aðeins tvær sýningar eftir. Sýningin hefur fengið mikla að- sókn og góða dóma I fjölmiðlum. Beyglur með öllu er meinfyndið, áleitið og frum- legt verk þar sem fjallað er um konur af öllum stærðum og gerðum við hinar ýmsu aðstæður, aðstæður sem flestar ef ekki allar konur hafa upplifað sjálfar. Síðustu sýningar eru fostudaginn 28. mars og fimmtudaginn 3. apríl (síðasta sýning). Leikkonur sýningarinnar eru þær Amdís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Jónas og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er María Reyndal. Höfundar íslands Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, ætlar að halda málþing undir yfirskriftinni „Höfundar íslands. Frumleiki, sæmd og eignarréttur“ á degi bókarinnar þann 23. apríl. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi félagsins. Þar aug- lýsir Hagþenkir líka eftir umsóknum um ýmsa styrki og þóknanir vegna verkefna árið 2003. Um er að ræða starfsstyrki vegna ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildamynda, auk ferða- og menntun- arstyrkja. Éinnig þóknanir vegna ljósrit- unar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opin- bera skólaárin 2001-2003 og vegna blaða- greina eftir félaga í Hagþenki. Umsókn- imar þurfa að berast félaginu fyrir 10. aprfi. Góöir dómar Geisladiskur Nínu Margrétar Grimsdóttur, Páll ísólfsson - Com- plete Original Piano Music, hefur fengið góða gagnrýni í erlend- um tónlistartímaritum og dagblöðum. í Amer- ican Record Guide segir m.a. „Hinn ungi íslenski píanóleikari, Nína Mar- grét Grímsdóttir, leikur af hlýju, ástúð og með léttu, fiaðrandi rúbató ..." í sænska dagblaðinu Göteborgsposten segir: „Á þessum geisladiski leikur hinn frábæri píanóleikari, Nína Mar- grét Grímsdóttir, öll verk Páls ísólfs- sonar fyrir píanó. Þessi tónlist er lituð af rómantík ... og falleg áheyrnar." í danska tímaritinu High Fidelity segir: Nína Margrét leikur verkin af með- fæddri gáfu ... Hún hefur óvenjufagran áslátt, þroskaða tfifmningu fyrir tóni, lýtalausa tækni og næman skilning á sérkennum tónlistarinnar.“ í þýska tímaritinu Piano News segir tónlistar- gagnrýnandinn m.a.: „Píanóleikarinn gæðir tónlistina djúphygli og ríkri fiáningu blæbrigða, jafnvel þótt verkin beri þess merki að vera samin af org- elleikara í fremstu röð ...“ Rapp, pönkrokk, rímur og djass Rapp, pönkrokk, rímur og djass verða í hávegum höfð á tónleikum sem félag þjóðfræðinga á íslandi heldur í Iðnó ann- að kvöld, 27. mars, kl. 21. Þar koma fram þeir Sigurður Flosason og Pétur Grétars- son, ásamt hljómsveitinni Dys, Vivid Brain og Bangsa. Það skal upplýst að á bak við nafnið Vivid Brain er maður að nafni Jón Magnús Árnason sem er rapp- ari og semur rímur er hann flytur á sinn hátt. Listamennirnir munu nýta gamla íslenska tónlistarhefð við flutninginn og til dæmis mun hljómsveitin Dys flytja Ókindarkvæði og Ómennskukvæði og styðjast þar við gamlar upptökur úr seg- ulbandasafni. „Það kom mér á óvart hvað þeir hafa verið miklir pönkarar hér áður fyrr,“ er haft eftir Sigga pönk sem er einn hljómsveitarmanna í Dys. Þar er líka Heiða sem kennd er við Unun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.