Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
I>V
17
Ferðir
verða eitt af Evrópubandalags-
ríkjunum.
Umhverfisvæn
skattaparadís
Aö sögn þeirra sem vinna að
hönnun Freedom er skipið ótrú-
lega umhverfisvænt þrátt fyrir
stærðina og litlum sem engum úr-
gangi verður sleppt í sjóinn. Sal-
ernin um borð eru þannig gerð að
þau brenna öllu lífrænu sem í
þeim lendir. Askan verður notuð
sem næring í blómabeð. Úrgangs-
olía verður brennd og hitinn not-
aður til að búa til rafmagn; öllu
gleri, pappír og járni verður
pakkað og selt til endurvinnslu.
Hönnuðir ganga svo langt að full-
yrða að íbúar Freedom komi til
með að skila áttatíu prósent
minna sorpi en þeir myndu gera
ef þeir byggju í landi.
Þeir sem hafa ráð á því að búa
um borð í Freedom þurfa ekki
að borga tekjuskatt, eignaskatt,
virðisaukaskatt né tolla á meðan
þeir dvelja um borð í skipinu
vegna þess að það er yfírleitt á
alþjóðlegu hafsvæði og kemur
aldrei til hafnar. Freedom verð-
ur þó ekki ríki sem slíkt og get-
ur ekki gefið út vegabréf þannig
að íbúarnir þurfa samt sem áður
að borga skatt í heimalandi sínu.
Eigendur Freedom segja að
vegna stærðar sinnar eigi skipið
að geta staðið af sér öll veður
eða siglt undan þeim. Ef skipið
lendir í slæmum fellibyl munu
allar vélar þess snúast að miðj-
unni til að auka stöðugleika
þess.
Fangaskip
Gagnrýnendur byggingar
risaskipsins segja að hugmynd-
in sé fáránleg og að íbúarnir
komi til með að búa í fangaskipi
frekar en njóta frelsis. Löggæsl-
an verður mjög ströng og eng-
inn fer um borð eða frá borði án
Flugvöllur á efsta þllfarl
Á efsta þilfari Freedom veröur ellefu
hundruð og fimmtíu metra langur
flugvöllur fyrir einkaflugvélar og flug-
vélar fyrir allt aö fjörutíu farþega,
auk flugskýla.
augnskönnunar og fingrafara-
töku. Gjald fyrir samgöngur um
borð veröur mjög hátt. Það er
ekki gert ráð fyrir björgunar-
bátum þar sem Freedom á ekki
að geta sokkið.
Skólarnir um borð verða
einkareknir og undir eftirliti
þeirra sem eiga skipið og það
sama er að segja um læknis-
þjónustu.
Öryggisverðir hafa rétt til að
skoða og gera upptækt allt sem
íbúar eða gestir kunna að vilja
hafa með sér um borð. Gæludýr
eru einungis leyfð á ákveðnum
stöðum. Það þarf að greiða toll
af öllu sem farið er með í land
frá Freedom alveg eins og þegar
menn koma frá útlöndum.
Það er líka vert að minnast
þess að menn trúðu á sínum
tíma að Titanic gæti ekki sokk-
ið.
B-747 risaþota
/ skemmti- og útsýnisfluginu verður flogiö lágt yfir og fólki gefst gott tækifæri
til aö skoöa landið úr lofti.
Skemmti- og útsýnisflug:
Flogiö yfir landið
á risaþotu
„Við ætlum í skemmti- og útsýn-
isflug yfir miöhálendið," segir
Gunnar Þorsteinsson, formaður
Fyrsta flugs félagsins, þegar hann
er spurður út í skemmti- og útsýn-
isflug sem Air Atlanta, Fyrsta flugs
félagið og Flugmálafélagið bjóða
upp á föstudaginn 4. apríl. „Þetta er
í fyrsta sinn sem boðið er upp á
flug af þessu tagi á svona stórri
flugvél hér á landi og ég veit að
stemningin um borð verður mjög
skemmtileg - trúðar, hljóðfæraleik-
ur og léttar veitingar og allir þátt-
takendur fá heiðursskjal um þátt-
töku í feröinni."
„Það verður flogið lágt yfir
þannig að fólki gefst tækifæri til að
skoða landið vel úr lofti.“ Gunnar
segir að Arngrímur Jóhannsson
flugstjóri verði við stýrið. Ómar
Ragnarsson sér um leiðsögnina og
Gunnar ætlar að fræða fólk um vél-
ina. „Arngrímur og Ómar verða
frammi í og velja leiðina en flugið
tekur rúman klukkutíma.“ Að sögn
Gunnars ná þeir býsna stórum
hring um landið á þeim tíma, „en
það fer að sjálfsögðu eftir veðri
hvert við förum.“
Gunnar segir að sætanýting í vél-
inni verið takmörkuð. „Við ætlum
ekki að fylla vélina, hún tekur fjög-
ur hundruð og sextíu manns í sæti,
en við ætlum ekki að selja nema
þijú hundruð og þrjátíu. Allir eiga
að geta notið útsýnisins. Við erum
ekki að bjóða svikna vöru og selj-
um því ekki miðjusætin í vélinni."
Flogið verður frá Keflavíkurflug-
velli klukkan 17.00 og ferðin kostar
8.900 krónur.
Líflð um borð
/ skut Freedom veröur höfn fyrir snekkjur og um borö veröur risa verslunarmiöstöö og skólar sem bjóöa upp á menntun
sem samsvarar grunnskólanámi. Stór svæöi veröa ætluð til útiveru, góö sólbaðsaðstaða, hlaupa- og reiöhjólabrautir.
Eins og gefur aö skilja veröa margir og fjölbreyttir matsölustaöir í skipinu auk spilavíta, næturktúbba, kvikmynda- og leik-
húsa. íbúarnirgeta stundaö tennis, körfubolta, keilu, sund, líkamsrækt, fariö á skauta og veitt á stöng frá skipshliö.
Spámaður sagði mér
Árið 1976 var ítalski blaðamað-
urinn Tiziano Terzani staddur í
Hong Kong. Af forvitni fór hann til
spámanns sem sagði Teziano að
hann mætti alls ekki fljúga árið
1993 - sextán árum seinna - þá
væri voðinn vís. í bókinni A Fortu-
ne - Teller Told Me.
Earthbound Travels in the Far
East segir Terzani frá þeirri
ákvörðun sinni að taka spádóminn
alvarlega og haga lífi sínu þannig
að hann kæmist hjá þvi að stíga
upp í flugvél árið sem spádómur-
inn átti að rætast.
í bókinni lýsir höfundur vanda-
málinu sem fylgir því að taka aust-
rænan spádóm alvarlega og starfa
sem vestrænn blaðamaður. Hann
ferðaðist mikið starfsins vegna og
þurfti því að semja við vinnuveit-
anda sinn um breytta timahögun
vegna þess að hann gat ekki flogið.
í mars 1993 fórst þyrla sem stað-
gengill hans var í vegna verkefnis
í Kambódíu.
A
FORTUNE-TELLER
TOLD ME
T I Z I A N O I E R 7. A N I
Hann lýsir breytingunni sem
verður á afstöðu hans til umheims-
ins eftir að hann hættir að fljúga
og fer að skoða landið út frá nýju
sjónarhorni. Fjarlægðir verða
raunverulegar og borgir hætta að
vera litlir blettir í landslaginu sem
hann sér að ofan. Á yfirferð sinni
fer höfundur um Burma, Thailand,
Laos, Kambódíu, Víetnam, Kína,
Mongólíu, Japan, Singapúr og
Malasíu. Terziano hefur eytt stór-
um hluta ævi sinnar í Asíu og er
lipur penni sem segir skemmtilega
frá, sérstaklega þegar kemur að
umfjöllun hans um trú og siði.
Bókin ætti því að vera forvitnileg
lesning fyrir áhugamenn um dular-
full fyrirbæri. Hann hefur einnig
gott lag á að vekja áhuga á sögu
þjóðanna sem hann ferðast um.
Árið sem hann fór landveginn yfir
Asíu heimsótti hann spámann í
hverju landi. Eins og gefur að
skilja voru þeir misvitrir og not-
uðu mismunandi aðferðir til að sjá
fram í tímann en það sem kom
Terzani á óvart var að flestir áttu
þeir einn spádóm sameiginlegan.
Bókin fæst í Bókabúð Máls og
menningar við Laugaveg og kostar
1.995 krónur.
Magosíní
MeðaC efnís:
Hvað kostár að byggja sér góðan
bústað?
Hvað spyr sumarhúsafólk helst um?
Sagan á bak við sumarhúsið
Viðtal
Útþensla byggðanna
Umfjöllun um gróður og
trjáklippingar
og margt annað fróðlegt og skemmtilegt
efni.
'blað um sumarhns fytgir
ío. avríC - 82 bús.
rtl.UK
Umsjón með efni í blaðið hefur
Vilmundur Hansen kip@dv.is
Skilafrestur auglýsinga er til 8. apríl.
Við erum tilbúin að aðstoða ykkur:
Inga, b.s. 550 5734, inga@dv.is
Katrín, b.s. 550 5733, kata@dv.is
Ransý, b.s. 550 5725, ransy@dv.is
Teitur, b.s. 550 5728, teitura@dv.is