Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 14
14
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
DV
Saddam Hussein
íraksforseti segir fjölskyldu sína
hluta af írösku stórfjölskyldunni.
Saddam neitar að fjöl-
skyldan hafið flúið land
Saddam Hussein íraksforseti
neitaði því í morgun að einhverj-
ir úr nánustu fjölskyldu hans
hefðu flúið land. Hann sagði að
örlög sín og íjölskyldu sinnar
væru samofm örlögum írösku
þjóðarinnar.
„Orörómur um að fjölskylda
Saddams Husseins forseta hafi
flúið írak er endurtekning lygi
sem Pentagon kom á kreik. Nán-
asta fjölskylda Saddams Husseins
er óaðskiljanlegur hluti írösku
stórfjölskyldunnar," sagði í yfir-
lýsingu frá forsetaembættinu.
Getgátur hafa verið um það í
vestrænum fjölmiðlum að eldri
kona Saddams og dætur þeirra
hefðu farið út landi.
Sprengjuverksmiðja
fannst innan ísraels
ísraelsk stjórnvöld sögðu frá því
í morgun að ísraelska leyniþjónust-
an, Shin Bet, hefði i gær handtekið
þrjá ísraelska araba eftir að
sprengjuverksmiðja heföi fundist í
ísraelska bænum Jaljulya í ná-
grenni Vesturbakkans.
Þetta mun fyrsta sprengjuverk-
smiðjan sem fmnst innan ísraels
og sagði í fréttatilkynningu frá
Shin Bet að hinir handteknu væru
grunaðir um að vera félagar í
íslömsku Jihad-samtökunum og að
hafa staðið að skipulagningu
hryðjuverkaárása.
Samtökin hafa lýst ábyrgð á
sjálfsmorðsárásinni í ísraelska
hafnarbænum Netanya um helgina
þar sem um þrjátíu manns slösuð-
ust en að sögn stjómvalda eru
þremenningar ekki taldir tengjast
henni.
UPPBOÐ
Eftirtaldir munir veröa boðnir
upp við lögregtustöðina á Rauf-
arhöfn miövikudaginn 9. apríl
2003 kl. 11.00:
Beltavél CAT 225, árg. 1978, vinnuvél
Case 580 K, árg. 1990, vinnuvél EH-
055 Case 580 K, árg. 1993, og vökva-
hamar Furukama HB5G, árg. 1996.
Ávísanir ekki teknar gildar sem
greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSÁVÍK
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiðir og/eöa öku-
tæki veröa boðin upp við lög-
reglustööina á Þórshöfn, miö-
vikudaginn 9. apríl 2003 kl.
_________14:00:________
AD1285 EX-199 FY-502 JX-586 KR-
309 MR-098 NI-271 S141 SZ-564 TA-
146 TN-446 U5084 X3177 YM-883 ZV-
224 ÞD1038 ÞD1475
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
Að mínnsta kosti sjö ímkar
konur og börn skotin til bana
- nálguöust bandaríska eftirlitsstöö í bifreið
Mikill ótti.
Að minnsta kosti sjö ír-
askar konur og börn voru
skotin til bana við eftirlits-
stöð bandaríska hersins ná-
lægt bænum Najaf í mið-
hluta íraks í gær eftir að
ökumaður bifreiðarinnar,
sem þau voru farþegar í
neitaði að stöðva viö eftir-
litsstöðina.
Að sögn talsmanns
Bandaríkjahers var skipun
gefin um að skjóta á bifreið-
ina þar sem hún ók á mikl-
um hraða að eftirlitsstöð-
inni og skipunum um að
stöðva ekki sinnt.
Að sögn talsmannsins voru
þrettán konur og börn í bifreið-
inni þegar að var gáð en auk
þeirra sjö sem létust hafi tveir far-
þegar særst alvarlega.
Peter Pace, háttsettur foringi í
bandaríska hemum, sagði í morg-
un að aögerðin hefði miðað við að-
stæður verið algjörlega réttlætan-
leg en á sama tíma stóðu yfir öfl-
ugar loftárásir á bækistöðvar
íraska hersins í nágrenninu.
„Hermennirnir hafa fullan rétt
á að verja sig og í þessu tilfelli leit
út fyrir að verið væri að ráðast á
þá,“ sagði Pace.
Bandarískur fréttamaður, sem
varð vitni að atburðinum, hafði
aðra sögu að segja en talsmenn
hersins. Hann sagði að fimmtán
manns hefðu verið í bifreiðinni og
þar af hefðu tíu látist og tveir
særst alvarlega.
Hann hélt því einnig fram að
hermönnunum hefði láðst að
skjóta aðvörunarskotum í
tíma og því hefði farið sem
fór.
Atburðurinn átti sér stað
nálægt þeim stað þar sem
fjórir bandarískir hermenn
létust í sjálfsmorðsárás um
helgina og því mun allt eftir-
lit hafa verið aukið á svæðinu
vegna ótta um fleiri árásir.
David Blunkett, innanríkis-
ráðherra Bretlands, sagði
aðspurður um atvikið að það
ætti örugglega ekki eftir að
bæta ímynd bandamanna í
írak. „Eins og er lítur
almenningur frekar á okkur sem
þrjóta en væntanlega mun það
breytast þegar við höfum frelsað
þjóðina,“ sagði Blunkett.
Að sögn bandarískra
stjórnvalda mjakaðist sóknin í
morgun i átt til Bagdad og hefðu
fréttir borist af hörðum bardögum
við liðsmenn lýðveldisvarðar
Saddams Husseins í nágrenni
bæjarins Hindiya um áttatíu
kílómetra suður af Bagdad.
REUTERSMYND
Hresst upp á mórallnn
Bandarískir landgönguliöar komu saman í morgun úti í írösku eyöimörkinni til aö hlusta á ræöu yfirmanns síns þar
sem hann reyndi aö hressa upp á móralinn hjá dátunum. Skiptar skoöanir eru um hvort stríösreksturinn í írak hafi
gengiö samkvæmt áætiun. Aö minnsta kosti veita írakar meiri mótspyrnu en búist var viö.
Starfsmenn hjálparstofnana
komast ekki til starfa í írak
Starfsmenn hjálparstofnana
sem bíða átekta i Kúveit segja að
þeir fái ekki að fara inn í írak til
að meta þörf íbúanna fyrir marg-
víslegri neyðaraðstoð þar sem
þeir hafi ekki fengið tryggingu
fyrir öryggi sínu.
Hjálparliðar á vegum stofnana
Sameinuðu þjóðanna og góögerð-
arsamtaka fógnuðu því í gær að
breskum hermönnum skyldi hafa
tekist að tengja vatnsleiðslu fyrir
þyrsta íbúa sunnanverðs íraks.
Vatnið er leitt um 20 sentímetra
svera leiöslu frá Kúveit. Um ann-
að drykkjarhæft vatn er ekki að
ræða á þessum slóðum.
Hjálparliðamir sögðu þó að það
kæmi ekki í staðinn fyrir viðgerð-
REUTERSMYND
Beölö eftir vatnlnu
íraskar konur bíöa eftir aö fá vatn
frá breskum hermönnum í Safwan.
ir á vatnsveitu og frárennsliskerfi
landsins sem hafa orðið illa úti í
hernaðinum undanfarna daga.
„Þörfin fyrir hreint vatn í sunn-
anverðu írak er mjög brýn og
vatnsskorturinn er heilsuspillandi
fyrir börnin,“ sagði Geoffrey
Keele, starfsmaður Barnahjálpar-
innar.
Ross Mountain, aöstoðarfor-
stjóri Neyðarhjálpar SÞ, sagði í
Genf í gær að hægt væri að koma
í veg fyrir neyðarástand meðal al-
mennings í írak ef allir málsaðilar
legðust á eitt um að hleypa hjálp-
arliðum inn í landið með hjálpar-
gögn. Hjálparliðar hafa lýst
áhyggjum sínum af því að her-
menn sinni störfum þeirra.
Stuttar fréttir
Kanar og Bretar þrjótarnir
David Blunkett,
innanrikisráð-
herra Bretlands og
einn helsti framá-
maður Verka-
mannaflokksins,
sagði í viðtali við
BBC sjónvarpið í
nótt að litið væri
á Breta og Bandaríkjamenn sem
þrjótana í írak. Það myndi þó
ekki standa lengi.
N-Kórea skýtur tlugskeyti
Norður-Kóreumenn skutu
skammdrægu flugskeyti út í
Gulahaf í morgun, að sögn jap-
anskra embættismanna.
Flugrán á Kúbu
Maður vopnaður handsprengj-
um rændi flugvél á Kúbu í gær-
kvöld og skipaði flugmanninum
að fljúga til Bandaríkjanna. Vélin
þurfti þó að lenda í Havana
vegna eldsneytisskorts.
Veiran á tleygiterð
Heilbrigðisyfirvöld í Hong
Kong kanna nú hvers vegna
veira sem veldur banvænu af-
brigði lungnabólgu fór eins og
eldur í sinu um fjölbýlishús.
Veiran breiðist hratt út og tugir
nýrra tilfella hafa meðal annars
komið upp I Kanada.
Stríðið gengur bara vel
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
sagði í gær að inn-
rásarliðinu í írak
hefði miðað vel á
þessum fyrstu
dögum stríðsins
og hann ítrekaði
að ætlunin væri
að frelsa ibúa íraks undan ára-
tugalangri kúgun og áþján af
völdum Saddams Husseins.
Arabaríki vilja tund hjá SÞ
Sendiherrar arabaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum ákváðu í
gær að reyna að fá boðað til
neyðarfundar Allsherjarþings SÞ
í baráttu sinni fyrir þvi að stöðva
stríðið í írak þegar í stað.
Arnett rekinn og ráðinn
Bandaríski sjón-
varpsfréttamaður-
inn Peter Amett
var rekinn frá
NBC-sjónvarps-
stöðinni fyrir að
segja í viðtali við
iraska sjónvarpið
að stríðið hefði
gengið illa. Breska blaðið Daily
Mirror, sem er á móti stríðinu,
réð hann þá til sín.
Viil nánara samband við ESB
Sambandsflokkurinn í Færeyj-
um ákvað á landsfundi um helg-
ina að kanna hvort ekki sé hægt
að koma á nánara sambandi við
Evrópusambandið en nú er.
Leitað á blaðamönnum
Ákveðið hefur verið að leita á
blaðamönnum sem koma á viku-
legan fund með forsætisráðherra
Danmerkur í kjölfar þess að and-
stæðingar Íraksstríðsins skvettu á
hann rauöri málningu.