Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 2003
Sport
DV
Sjóbirtingsveiðin:
Veiðiskapuninn
bypjar í dag
Arni Baldursson var f Argentínu fyrir fáum dögum og veiddi vel en hérna er hann með 20 punda fisk. En góð veiði hefur verið á þessum slóðum og fiskurinn
vænn. ^ DV-mynd VV
Rigvænir sjobirtingar
- í Argentínu þar sem stærstu sjóbirtingarnir voru 26 og 28 punda fiskar
Snemma í morgun renndu
fyrstu veiðimennimir fyrir fisk,
en þá byrjar sjóbirtingsveiðin
fyrir alvöru. Frekar rysjótt
veður hefur verið síðustu daga
og aðeins kólnað en veiðimenn
láta það ekkert á sig fá. En oft
hefur verið vetrarlegra en nú í
byrjun tímabilsins. Víða er hægt
að komast í veiði, svo sem hjá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
sem á ennþá til töluvert af
leyfum eins og í Hítará,
Andakílsá, viða í Sogið, Skógá og
Tungufljótið.
Eitt af þeim svæðum sem
veiðimenn ætla að fjölmenna á
er neðsta svæðið i Grenlæknum
en þar fer allur fiskurinn í gegn.
Margir ætla líka í Tungulækinn
sem núna er opinn fyrir
veiðimönnum, eftir langa lokun
og einkadæmi. G.Bender
„Við voram að koma frá Rio
Grande, þar sem stærstu fiskamir
sem við lönduðum voru 21 til 28
punda fiskar og var veiðin talsvert
góð,“ sagði Stefán Stefánsson hjá
Veiðifélaginu Lax-á í samtali við
DV, en fleiri og fleiri veiðimenn
fara til Argentínu til að renna fyrir
fisk á hverju ári.
„Við erum búin að ganga frá
samningum um næsta ár og verðum
með góða daga á næsta ári, en núna
er að verða lokið byggingu nýs lúx-
usveiðihúss á bökkum Rio Grande.
Veiðhúsið stendur á fallegum
stað alveg við árbakkann og mikið
er lagt i húsið, þar sem öll herbergi
eru rúmgóð og með sérbaðherbergi.
I dag er ekkert mál að bjóða kon-
unni með þar sem öll aðstaða nú er
fyrsta flokks,“ sagði Stefán enn-
fremur.
Stefán segist vona að með bættri
aðstöðu á veiðsvæöinu muni
ferðalöngum héðan af landi fjölga á
þessar slóðir. G.Bender
VEIÐIVON
Það verdur örugglega fjöl-
menni á félagsfundinum hjá
Stangaveiðifélaginu á fimmtu-
daginn, sem reyndar er boðaður
á mjög einkennilegum tíma eða
klukkan 17.30, þegar margir eru
ennþá að vinna, en íjöldi manns
ætlar samt að reyna að mæta á
fundinn.
Margir bíöa spenntir eftir opna
húsinu hjá Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur næsta fostudag en
þá verður boðið upp á ýmislegt,
eins og fyndnar veiði- og leið-
sögmnannasögur sagðar af þeim
Sigurði Héðni, Gísla Asgeirs-
syni, Jóhanni Steinssyni og
Bjarna Júlíussyni. Þetta eru
víst sögur sem sumir myndu
borga fyrir að yrðu ekki sagðar,
segir í kynningu af opna húsinu.
Nýtt veiðihús er komið á sil-
ungsvæðið í Andakílsá en vel
hefur gengið að selja veiðileyfi
hjá Stangaveiðifélagi Reykja-
vikur á svæðið. Veiðihúsið er
staðsett skammt frá gamla veiði-
húsinu hinum megin við ána.
Það er rétt hjá bænum Skelja-
brekku. Veiðimaðurinn sem átti
leið um brúna á Andakílsá fyrir
nokkrum dögum sá rígvæna
bleikju rétt fyrir neðan brúna og
aðra smærri aðeins neðar. Það
var bara einn galli, veiðitíminn
var ekki byrjaður.
Það er útséð um það að íslands-
mótið í dorgveiði verði haldið
þetta ári vegna ísleysis og verð-
ur það því að bíða til næsta árs
til að halda mótið. Mótið var síð-
ast haldið á Hólavatni í Eyjafirði
og það var Þingeyringurinn Stef-
án Kjartansson sem vann bik-
arinn. Hann mun því að öllum
líkindum halda bikarnum í tvö
ár og jafnvel lengur.
Á Mývatni hefur lítið verið
hægt að dorga i vetur og bændur
eru þessa dagana að leggja net í
vatnið með því að sigla út á
vatnið, enda aðeins krap á því
og engin is sem heldur. Þetta er
öfugt við þar sem hefur verið
siðustu ár á þessum árstíma við
vatnið. Einn og einn veiðimaður
hefur bara reynt með stöng.
Deilurnar í Stangaveiöifélagi Reykjavíkur:
Boðar tl fébgsfundar
um stöðuna í félaginu
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur boðað til félagsfundar á
fimmtudaginn næsta í félagsheim-
ili sínu að Háaleitisbraut um
stöðu mála hjá félaginu og hefst
fundurinn klukkan 17.30.
Bæði formaður og fram-
kvæmdastjóri félagsins hafa kall-
að það storm í vatnsglasi í fjöl-
miðlum að félagmenn í Stanga-
veiðifélaginu hafi áhuga á málefn-
um félagsins. Félagsmenn og fyrr-
verandi félagsmenn virðast hins
vegar alls ekki vera á sama máli
og sumir stjórnarmenn félagsins.
Grípum aðeins niður í bréf sem
Jón Eyfjörö, fyrrverandi félagi
SVFR, skrifaði, á vefsíðu félagsins
fyrir fáum dögum:
„Nú berast fréttir eins og eldur í
sinu um allan bæ um að SVFR ætli
að stofna rekstrarfélag í eigu
þeirra sjálfra um sölu veiðileyfa til
útlendinga.
Undanfarin ár hafa forsvars-
menn SVFR verið að agnúast út í
þá innlendu leigutaka sem hafa
haft af þvi atvinnu að selja veiði-
leyfi, m.a. til útlendinga og þar
með gerst svo djarfir að voga sér i
samkeppni við SVFR um íslensku
laxveiðiámar. Sala til útlendinga
hefur verið litin homauga af SVFR
og um það hafa verið ritaðar grein-
ar og væntanlega verið fjallað um
málið á aðalfundum félagsins.
Vart verður litið á þá ákvörðun
sem nú er boðuð öðruvísi en sem
kúvendingu, kúvendingu sem brýt-
ur algerlega í bága við yfirlýst
markmið félagsins. Hvað varð um
öll góðu gildin, ísland fyrir Islend-
inga? Hver kannast ekki við að
hafa heyrt frá herbúðum félagsins
frasa eins og „Islendingar komast
ekki að á besta tíma fyrir útlend-
ingum“ og „útlendingar sprengja
upp verðið á markaðnum". Fleira
þessu líkt mætti nefna.
Nú sýnist mér þessi orð hjóm
eitt og ekkert standa á bak við
þessi gildi félagsins. Getur verið að
það hafi heldur aldrei verið?
Ég er með nokkrar spumingar í
framhaldi af ofanrituðu og vonast
til að fá skýr svör frá SVFR.
Getur það verið að útlendingar
séu á veiðum í Norðurá á besta
tima? Gaman væri t.d. að fá hlut-
fall útlendinga af þeim sem veiða í
ánni á tímabilinu 27. júní - 3.
ágúst. Einnig væri fróðlegt að sjá
sambærilegar tölur frá Hítará fyrir
tímabilið 15. júlí til 15. ágúst.
Ég held að það sé mjög áríðandi
að fá svör við þessum spumingum
í ljósi þess að öll umræða um
SVFR bæði á spjallvef þessum og
svo almennt ber keim af því að
SVFR sé eingöngu félag íslendinga
og þá helst náttúrlega félaga SVFR.
Komi í ljós að um veiðileyfasölu
til útlendinga sé að ræða að ein-
hverju marki má benda á að ólík-
legt er að skattar og skyldur hafi
verið greiddar af andvirði sölunn-
ar, þar sem félagasamtök á borð
við SVFR eru undanskilin skatt-
skyldu til samfélagsins.
Þá vaknar einnig sú spurning
hverjir stundi leiðsögn ef í Ijós
kemur að útlendingar eru við veið-
ar á vegum félagsins."
G.Bender