Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 32
Tilvera
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 2003
-
DV
lífiö
Andri Snær í Kópavoginum
Andri Snær Magnason
rithöfundur heldur erindi í
Kórnum, sal Bókasafns Kópavogs,
undir yfirskriftinni 1. apríl
Marsbúinn kl. 19.30. Aðgangur er
ókeypis.
Vala Matt, arkitekt og dagskrárgerðamaður
Segir gífurlega vinnu fara í að finna áhugarvert efni í viku hverri
Fundur femínista
Framhaldsstofnfundur
Feministafélags Islands verður
haldinn kl. 20 í Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3b. Á fundinum
verður kosið í átta aðila ráð, lög
og stefnuskrá verða borin upp til
samþykktar ásamt því að flutt
verða hvatningarávörp. Nú þegar
hafa 300 aðilar skráð sig í félagið
og eru femínistar landsins hvattir
tO að fjölmenna á fundinn og
gerast stofnfélagar. Félagið er opið
bæði konum og körlum.
Reykjavík frá aiþjóðlegu
sjónarhorni
Milli kl. 12.05 og 13 verður
fluttur fyrirlestur í Norræna
húsinu undir heitinu: „Reykjavík
frá alþjóðlegu sjónarhorni". Það er
Stefán Ólafsson þjóðfélagsfræð-
ingur sem er með þennan
fyrirlestur i hádegisfundaröð
Sagnfræðingafélags íslands sem
haldin er i samstarfí við
Borgarfræðasetur. Allir sem
áhuga hafa á sögu og
skipulagsmálum eru velkomnir.
Þættimir Innlit/Útlit orðnir á annað hundrað:
HeimHin stíl-
hreinni en áður
„Við erum núna að klára fjóröa
veturinn okkar með Innlit/Útlit
og ætli þættirnir séu ekki komnir
vel á annað hundraðið," sagði Val-
gerður Matthíasdóttir arkitekt og
dagskrárgerðamaður á SkjáEinum
í samtali við blaðið í gær.
Vikulega hefur Vala boðið okk-
ur sem heima sitjum í heimsókn
til þekktra íslendinga þar sem
hún sýnir okkur á hennar ein-
staka hátt híbýli þeirra og allt sem
tengist þeim.
„Það er greinilegt að fólk er að
létta heimili sín,“ sagði Vala. „Það
vill hafa bjartara yfir þeim og ljós-
ir litir eru áberandi. Margir eru
að einfalda hjá sér og sýnist mér
þróunin vera sú að heimilin séu
mun stílhreinni en áður. Mér
Smárabíó/Laugarásbió - National Security ★
Glæpagrín
finnst ofsalega skemmtilegt að
skoða heimili unga fólksins og sjá
hvemig það sækir mikið í gömul
húsgögn frá sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Gömlu hansahillurnar og
tekkborðin eru að koma aftur og
sjáum við einnig stóla og sófa sem
foreldrarnir og jafnvel afar og
ömmur áttu á sínum tíma.“ Að-
spurð sagði Vala að gífurleg vinna
færi í að fylla vikulega þætti af
fjölbreyttu efni og að miklu skipti
að hafa gott fólk í vinnu með sér.
„Ég vinn þessa þætti alls ekki ein
heldur er mikið af frábæru tækni-
fólki sem stendur einnig að þeim.
Þetta myndi aldrei hafast nema
með sameiginlegu átaki innan-
hússfólks hér á SkjáEinum," sagði
Vala að lokum.
Hiimar
Karisson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Martin Lawrence hefur
reynt að feta í fótspor
Eddie Murphys en hefur
misstigið sig oftar en ekki
í þeim efnum. Lawrence
kom fram á sjónarsviðið í
Bad Boys ásamt Will
Smith (framhaldið er víst
væntanlegt). Leiðir þeirra
skildi eftir það og hefur
Smith verið mun heppn-
ari í verkefnavali, leikið í
nokkrum ágætum og vin-
sælum kvikmyndum á
meðan Lawrence hefur
hjakkað í sama farinu og
er að endurtaka sjálfan
sig líkt og fyrirmyndin
Eddie Murphy er farin að
gera. Lawrence er búinn
að geifla sig og tala á
hraða sem rapparar gætu
verið hreyknir af i hverri
einustu mynd sem hann
hefur leikið í og nú er svo
komið að leikur hans er
orðinn vélrænn, engin tii-
finning í neinu sem hann
gerir.
Það er samt ekki hægt
að segja um Martin
Lawrence að hann hafi
ekki hæfileika sem gam-
anleikari. í National
Security er stundum stutt í hlát-
urinn þegar hann lætur gamm-
inn geysa þó enginn taki bakföll
af hlátri. Lawrence fær aðstoð
frá öðrum grínista, Steve Zahn,
sem hefur verið að fikra sig upp
listann í Hollywood. Þar er á
þess valdandi að Zahn
lendir i steininum í sex
mánuði. Þeir hittast svo
sem öryggisverðir og eftir
það eru þeir óaðskiljanleg-
ir, að vísu ekki með vilja
þeirra. Þeir eru á slóðum
glæpaflokks sem hafði
orðið þess valdandi að fé-
lagi Zahns í lögreglunni
var drepinn. Segja má að
þeir geri allt vitlaust en
það er eins og með fjórðu
deildar liðið sem sigrar
fyrstu deildar liðið. Það
eru mörkin sem telja þeg-
ar leik lýkur.
Það kemur National
Security til góða hve hröð
hún er og hve mikið er um
að vera. Þeir Lawrence og
Zahn gera sér að leik að
vera ávallt sinn með
hvora skoðun á hlutunum
og að sjálfsögðu endar það
á versta veg eins og þegar
þeir stela kennslubíl með
tveimur stýrum og eru
ekki sammála í hvora átt
þeir eiga að aka. Það verð-
ur þó þreytandi til lengd-
ar að fylgjast með þeim í
öllum látunum þar sem
ekkert býr að baki. Hasar-
inn er aðeins hasarins vegna.
Leikstjóri: Dennis Dugan. Handrit: Jay
Scherick og David Ronn. Kvikmyndataka:
Oliver Wood. Tónlist: Randy Edelman.
Aöalleikarar: Martin Lawrence, Stev
Zahn, Colm Feore og Eric Roberts.
Fallinn á prófinu
Martin Lawrence í upphafi National Security þar sem
hann er aö reyna aö komast í tögregiuna.
ferðinni ágætur gamanleikari
sem á sína spretti í National
Security eins og Martin
Lawrence en saman eru þeir
þreytandi til lengdar.
Kynni þeirra eru ekki burðug
í upphafi en Lawrence verður
Vinsælustu kvikmyndirnar__________
Chris Rock í forsetaframboð
Þrjár nýjar kvikmyndir af
stærri gerðinni voru frumsýndar í
Bandaríkjunum um síðustu helgi.
Engin þeirra sló í gegn og var að-
sókn í heildina frekar dræm en
jöfn. Gamanmyndin Head of State
náði að klifra upp í efsta sæti list-
ans. í henni leikur Chris Rock
þingmanninn Mays Gilliam, sem
óvænt er valinn forsetaframbjó-
andi demókrata þegar valinn
frambjóðandi deyr í miðri kosn-
ingarbaráttu.
Heimsendamyndin The Core,
sem er mjög dýr kvikmynd náði
aðeins 12 milljónum dollurum í
aðsókn yfir helgina og verður róð-
urinn erfiður á þeim bæ. Nú kem-
ur ógnin ekki beint utan úr
geimnum heldur úr iðrum jarðar
en einhver óþekkt og dularfull öfl
geta orðið stjómað hringrás jarð-
arinnar. Vandræði John Travolta
halda áfram, nýjasta kvikmynd
Head of State
Chris Rock leikur þingmann sem
óvænt er valinn forsetaframbjóö-
andi.
hans, Basic, þykir ekki merkileg
og gagnrýnendur hafa gefið henni
slæma einkunn og aðsóknin var
slök. Myndin er hefðbundin saka-
málamynd þar sem Travolta leik-
ur rannsóknarmann sem fær það
verkefni að rannsaka hvarf her-
manna úr æfingabúðum.
-HK
HELGIN 28. - 30. MARS
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O _ Head of State 13.503 13.503 2150
o 1 Bringing Down the House 12.481 100.068 2910
o _ The Core 12.053 12.053 3017
o _ Basic 11.511 11.511 2876
o 6 Chicago 7.210 144.652 2701
o 2 Dreamcatcher 6.638 25,641 2945
o 3 Agent Cody Banks 6.419 35.166 2786
o 7 Piglet's Big Movie 4.931 12.730 2084
o 5 The Hunted 3.616 29.222 2244
© 4 View From the Top 3.516 12.250 2508
0 15 The Pianist 2.456 23.595 773
0 9 OldSchool 2.413 70.818 1407
© 8 Tears of the Sun 2.006 41.434 1764
© 11 How To Lose a Guy in 10 Days 1.786 101.049 1176
© - Spirited Away 1.765 7.386 711
© 10 BoatTrip 1.691 6.729 1803
0 16 The Hours 744 40.118 506
© - Bend It Like Beckham 655 1.171 46
© 20 Lord of the Rings, Two Towers 623 335.800 425
© 12 Daredevil 622 99.488 681
Vinsælustu myndböndin
Saga af glæpamönnum
smn
Hin ágæta kvikmynd
Sams Mendes (American
Beauty), Road to Perdition,
tekur smástökk úr þriðja
sætinu í efsta sætið og hef-
ur betur í keppni við
myndir sem komu út í síð-
ustu viku, meðal annars
íslensku kvikmyndina
Maður eins og ég.
í Road to Perdition leik-
ur Tom Hanks Michael
Sullivan, leigumorðingja
fyrir stórgangsterinn John
Rooney (Paul Newman).
Michael elskar yfirmann
eins og föður enda hefur Rooney
komið föðurlega fram við hann,
gefið honum og fjölskyldu hans
þak yfir höfuðið og,
mat á borðið. Mich-
ael hefur nóg að
gera við að refsa
smábófum sem. eru
að reyna að stinga
undan peningum
eða eru seinir með
greiðslur til
Rooneys. Með hon-
um í blóðugum er-
indagjörðum er iðu-
lega einkasonur og
erfingi Rooneys,
Connor (Daniel
Craig), sem því mið-
ur er bæði svikull,
heimskur og sjúk-
lega afbrýðisamur
út í Michael vegna
vináttunnar við föð-
ur hans. Þegar eldri
sonur og nafni
Michaels laumast út
með föður sínum
eina nóttina til að
komast að því hvað
Road to Perditition
Tom Hanks og Paul Newman hafa fengiö lof
fyrir leik sinn.
pabbi hans vinnur við hefst skelfi-
leg og blóði drifin atburðarás þar
sem auga er fyrir auga og tönn
fyrir tönn.
-HK
VIKAN 24. - 30. MARS
FYRRI VIKUF
SÆTI VIKA TITILl (DREIFINGARAÐILI) ÁUST
© 3 Road To Perdition (skífanj 2
O 1 Signs (SAM MYNDBÖND) 3
O _ High Crimes iskífan) 1
O _ Maöur eins og ég (sam myndbönd) 1
© 2 Mr. Deeds (skífanj 3
© 4 Knockaround Guys imyndform) 2
© 5 The Bourne Identity isam myndbönd) 5
© 6 XXX (SKÍFAN) 5
© _ Undisputed (myndform) 1
© 7 Snow Dogs (sam myndbönd) 2
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
9 Insomnia isam myndbönoi 7
io Serving Sara (sam myndbönd) 8
13 Ulo & Stitch (sam myndbönd) 2
20 Friends 9 _ þættir 1_4 (sam myndbönd) 2
12 Windtalkers (skífan) 6
n K-19: The Widowmaker (myndform) 7
_ Friends 9 _ þættir 5_8 (sam myndbónd) 1
_ Friends 9 _ þættir 9_12 (sam myndbönd) 1
15 The Sum of All Fears (sam myndböndn) 10