Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 37 Tveir sigrar Dagnýjar Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíöa- kona frá Akureyri, var að gera það gott í gær en þá vann hún tvö risastórsvigs- mót í Noregi. Dagný Linda hefur staðið sig vel á skíðamótum vetrarins, en hún er nú á heimleið þar sem keppnistímabilið ytra er nú á enda runnið, en hún verður á meðal keppenda á Skíðamóti íslands, sem haldið verður Hlíðaifjalli og hefst 10. apríl. -PS Ársskýrsla Lyfjaeftirlitsnefndar íþrótta- og Ólympíusambands Rafpóstur: dvsport@dv.is íslands: kepprii í hverju oröi Körfuknattleikur: Fjórin féllu í 119 próf um - prófin aldrei veriö fleiri og aldrei hafa jafnmargir falliö í ársskýrlu Lyfjaeftirlitsnefndar íþrótta- og Ólympíunefndar íslands, sem nefndin hefur látið frá sér fara, kemur fram að nefndin hefur aldrei framkvæmt jafnmörg lyfjapróf eins Campbell heill Sol Campbell verður í liði Englendinga sem mætir Tyrkj- um í riðlakeppni undankeppni EM sem fram fer á leikvangi Ijóssins í Sunderland, en hann gat ekki verið með í leik Eng- lendinga og Liechtenstein á laug- ardag vegna meiðsla á hásin. Leikurinn er afar mikilvægur þar sem Englendingar eru í öðru sæti riðilsins á eftir Tyrkjum, en þeir síðamefndu eru með níu stig en Engendingar með sjö. -PS og á síðasta ári. Alls framkvæmdi nefndin 119 próf á árinu, en þar af voru 107 próf fyrir nefndina sjálfa en afganginn gerði nefndin fyrir aðra aðila. Síðan árið 1996 hefur prófunum fjölgað um rúmlega helm- ing en þá voru þau 50. Flest próf í knattspyrnunni Flest voru prófin framkvæmd á knattspymumönnum eða alls 28, en þar á eftir komu handknattleiks- menn með 18 og körfuknattleiks- menn með 16. Alls voru gerð 13 próf á frjálsíþróttamönnum og 10 próf voru gerð á sundmönnum. 70 lyfja- prófanna voru framkvæmd í keppni en 49 þeirra voru gerð utan keppni, s.s. á æfingum. Alls féllu fjórir iþróttamenn á lyfiaprófi í þeim 119 prófum sem framkvæmd voru, en það þýðir að í viðkomandi iþróttamönnum fund- ust efni sem eru á bannlista í íþrótt- um. Einn knattspymumaður féll á lyfiaprófi en hinir þrír voru allir í sömu íþróttagreinni, hreysti. Það vekur athygli hversu hátt hlutfall féll á lyfiaprófi í hreysti, því alls voru gerð átta próf þar og féllu þrír. Það skal tekið fram að þessi lyfia- próf voru gerð fyrir annan aðila en Lyfiaeftirlitsnefndina en engu að síður framkvæmd af starfsmönnum nefndarinnar. Eitt sýnanna, sem hér um ræðir, reyndist innihalda stera, eingöngu. Öllum málunum var vísað til Lyfiaráðs ÍSf sem flutti málin fyrir dómstólum ÍSÍ. Kostnaður tæpar 4 milljónir Jákvæð sýni hafa aldrei fundist jafnmörg hér á landi, en mest hafa þau áður verið tvö, árin 1996, 1997 og árið 2001. Árin 1998 og 2000 reyndist ekkert sýnanna jákvætt í lyfjaprófunum. Þessum prófunum á vegum Lyfia- eftirlitsefndarinnar fylgir talsverð- ur kostnaður þar sem áætlaður kostnaður við hvert einstakt próf er á bilinu 30-35 þúsund krónur. Kostnaðurinn við þau 119 próf sem framkvæmd voru á árinu nemur því á bilinu 3,5-4 milljónir króna. ÍSÍ greiðir þennan kostnað ef frá er dregin styrkur ríkisins sem nemur um 1 milljón króna á ári. Þess utan hefur nefndin eins og áður sagði framkvæmt lyfiapróf fyrir aðra að- ila sem þeir hafa greitt fyrir sjálfir og voru þau próf eins og áður sagði 12 talsins á síðasta ári. Formaður Lyfiaeftirlitsnefndar ÍSÍ er Pétur Magnússon, lyfiafræð- ingur, en með honum í nefndinni eru þau Áslaug Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Haíþór Guð- mundsson, íþróttafræðingur, en hann er fulltrúi Menntamálaráðu- neytisins í nefndinni. -PS Landslið ekki til Tyrklands Stjóm Körfuknattleikssam- bands íslands hefur ákveðið að draga íslenska drengjalandsliðið út úr Evrópukeppni drengja- landsliða sem fer fram í Tyrk- landi 17.-21. apríl næstkomandi. Stjórn KKl komst að þessari niö- urstöðu í samráði við foreldra drengjanna sem sæti eiga í lið- inu, þar sem það þykir ekki for- svaranlegt að senda drengina til Tyrklands vegna stríðsins í ná- grannaríkinu Irak. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem islenskt landslið hefur unn- ið sér þátttökurétt í undanúr- slitariðli Evrópumótsins og er þetta mikið áfall fyrir KKÍ og leikmennina sjálfa. Stjórn KKÍhafði áður farið þess á leit við FIBA, Alþjóða körfuknattleiksambandið, að mótið yröi fært frá Tyrklandi. Viðbrögðin voru hins vegar þau að mótið var fært á milli borga innan Tyrklands sem KKÍ gat ekki sætt sig við. -PS Darrel Lewis Intersportdeilditn Stig að meðaltali í leik ...27,6 Stoðsendingar að meðalt......5,4 Fráköst í leik að meðalt.....9,7 Þriggja stiga nýting.......40,9% Úrslitakeppnin Stig að meðaltali í leik ...23,6 Stoðsendingar að meðalt......7,4 Fráköst í leik að meðalt......10 Þriggja stiga nýting.........25% Kristinn Friðriksson og félagar hans i Tindastóli eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Grindvíkingum í fimmta leik félag- anna í undanúrslitum í Intersport- deildinni i körfuknattleik. Staðan í einvíginu er 2-2 og fara sigurvegar- ar kvöldsins í úrslit þar sem þeir mæta Keflvíkingum. Tindastóll hefur svo sannarlega komið á óvart með góðri frammi- stöðu sinni í úrslitakeppninni, en liðið hafnaði aðeins í sjötta sæti Intersportdeildarinnar í vetur. í átta liða úrslitum mætti Tindastóll Haukum og lagði þá tvívegis, þar af annað skiptið á heimavelli Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Á hinn bóginn þarf það ekki að koma neinum á óvart að Grindvík- ingar skulu vera komnir þetta langt, enda tryggðu þeir sér deildar- meistaratitilinn. Hamar varð liðinu ekki mikil fyrirstaða í átta liða úr- slitum, þó að Hamar hafi unnið eina viðureignina af þremur. Á pappímum hljóta Grindviking- ar því að vera sigurstranglegri í kvöld og kannski má segja að það sé betra fyrir körfuboltann hér á landi að úrslitaviðureignin verði Suður- nesjaslagur á milli Keflvíkinga og Grindvikinga. Þó er það alltaf skemmtilegt þegar minni liðin koma á óvart með góðum leik eins og Tindastóll er að gera um þessar mundir. Það hvilir mikið á þremur lykil- mönnum í liði Tindastóls, þeim Kristni Friðrikssyni þjálfara, Mik- hail Antropov og Clifton Cook, en samanlagt hafa þeir skorað 65 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppn- inni það sem af er. Ef liðið á að ná að slá Grindvíkinga út í kvöld verða þessir lykilmenn að eiga algjöran stórleik. Grindvíkingar geta státað af breiðari hópi leikmanna og má þar nefna leikmenn á borð við Darell Lewis, Guðmund Bragason, Helga Jónas Guðfinnsson, Pál Axel Vil- bergsson, Predraq Pramenko og Guðlaug Eyjólfsson. Af þessari upptalningu má sjá að lið Grindvíkinga er mun sterkara á pappímum og ef þessi sterki leik- mannahópur nær sér á strik og nær að stöðva þrjá lykilmenn Tindastóls þarf ekki að spyrja að leikslokum í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar eiga einnig eitt vopn uppi í erminni sem eru áhorfendur. Ef þeir láta sjá og í sér heyra verður þetta erfiður leikur fyrir gestina. -PS Clifton Cook Intersportdeildin Stig að meðaltali í leik ...24,3 Stoðsendingar að meðalt.....4,36 Fráköst í leik að meðalt....7,63 Þriggja stiga nýting ........35% Úrslitakeppnin Stig að meðaltali í leik....27,8 Stoðsendingar...............4,83 Fráköst í leik að meðalt.....6,5 Þriggja stiga nýting.......34,2% Leikir liöanna í úrslitakeppninni Haukar-Tindastóll ...........91-89 Tindastóll-Haukar ...........81-79 Haukar-Tindastóll ...........85-89 Grindavík-Tindastóll Tindastóll-Grindavik Grindavik-Tindastóll Tindastól-Grindavík Grindavík-Tindastóll Grindavík-Hamar ..........80-74 Hamar-Grindavík ..........90-88 Grindavik-Hamar ..........97-73 . .97-80 108-101 .105-80 . .97-82 í kvöld Treyjur í miklu úrvali Takka- skúrnir komnir Jói útherji knattspyrnuverslun • Ármúla 36 • sími 588 1560 Getraunaleikur Jóa útheija, íþráttafelags| fatlaðra ag Útvarps Sagu. 1. Chelsea 3 2 10 2. Arsenal 30-25 7 3 3 0 1 29-28 6 5. Liverpool 3 111 28-28 6. Tottenham 3 111 28-28 4 3. Leeds____________ 3 12 0 31-29 5 4. Man.Utd._________ 3 12 0 30-29 4 7. Newcastle________ 3012 28-31 1 8. West Ham_________ 3 0 0 3 24-30 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.