Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 21
20
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
21
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjórí: Örn Valdimarsson
Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, siml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Aftur í kjörfylgi
Fróðlegt er að skoða niðurstöður
nýrrar skoðanakönnunar DV, sem
gerð var í gærkvöld, um fylgi flokk-
anna. Kosningabaráttan fyrir þing-
kosningarnar í næsta mánuði er að
komast á skrið, fundahöld frambjóðenda flokkanna hafin og
flokkarnir að fylkja saman liði sínu á flokksþingum. Mál-
efni þeirra liggja betur fyrir en verið hefur og fá því aukna
áherslu í hugum kjósenda. Fram til þessa hefur baráttan
meira snúist um persónur flokksleiðtoga eða talsmanna.
Meginniðurstaða skoðanakönnunarinnar er, og það er at-
hyglisvert tæpum sex vikum fyrir kosningar, að fylgi flokk-
anna mælist svipað kjörfylgi við síðustu alþingiskosningar.
í vetur hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin gjarnan
mælst með svipað fylgi í hinum ýmsu skoðanakönnunum. í
skoðanakönnun DV nú skilur hins vegar verulega á milli.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist mun sterkari en Samfylkingin
um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að sönnu
verið mikið í fréttum í kjölfar landsfundar. Þar bar loforð
um skattalækkun hæst. Könnunin bendir til þess að kjós-
endur trúi því að þau loforð nái fram að ganga, fái Sjálfstæð-
isflokkurinn til þess brautargengi í þingkosningunum.
Raunar stendur ríkisstjórnin styrkum fótum, samkvæmt
könnuninni, því fylgi Framsóknarflokksins mælist 15 pró-
sent. Þótt það sé nokkru lægra en kjörfylgi Framsóknar-
flokksins eru það allt aðrar tölur en voru i fylgiskönnun
sem Fréttablaðið birti í gær. Þar mældist Framsóknarflokk-
urinn með 9,3 prósenta fylgi.
Samfylkingin tapar hins vegar verulegu fylgi milli kann-
ana, mest á höfuðborgarsvæðinu. Fylgi flokksins mælist nú
27,1 prósent. Sú niðurstaða hlýtur að valda forystumönnum
flokksins vonbrigðum enda hafa þeir gert sér vonir um að
ná þeirri stöðu að verða forystuafl í tvegga flokka ríkis-
stjórn. Slíkt væri ekki gerlegt miðað við niðurstöður skoð-
anakönnunarinnar. Auðvitað á margt eftir að gerast í
harðri kosningabaráttu næstu vikna en sú spurning hlýtur
að vakna hvort Samfylkingin hafi „toppað“ of snemma, eins
og sagt er á íþróttamáli.
Staða Frjálslynda flokksins er eftirtektarverð. Miðað við
hina nýju skoðanakönnun bætir flokkurinn hlutfallslega
mest við sig og nær 3 mönnum á þing. Margir höfðu afskrif-
að Frjálslynda flokkinn sem dæmigerða bólu kringum einn
mann, Sverri Hermannsson. Það þarf þó ekki að vera. Guð-
jón A. Kristjánsson, hinn nýi formaður, hefur aukið trú-
verðugleika síns flokks.
Jákvœð umskipti
Bjartsýni hefur tekið við af svart-
sýni og vonleysi á Austfjörðum. íbúar
líta framtíðina öðrum augum en áður.
Þeir gera sér ekki aðeins vonir um að
fólksflótti verði stöðvaður úr fjórð-
ungnum, heldur að fólki taki að fjölga. Þessu ráða ákvarð-
anir um virkjun við Kárahnjúka og fyrirhuguð álverk-
smiðja við Reyðarfjörð. Stórframkvæmdunum og þeirri
starfsemi sem verður til frambúðar í héraðinu fylgja fjöl-
mörg afleidd störf í framleiðslugreinum og þjónustu.
Gleggsta merkið um viðsnúning og breytt hugarfar er
lóðaúthlutun og bygging íbúðarhúsa í Fjarðabyggð. Tíðind-
um sætir að nú hefjast byggingar fyrstu íbúðarhúsanna í
Neskaupstað í 12 ár. Sá langi tími án framkvæmda og upp-
byggingar í byggðarlaginu segir meira en mörg orð. Vegna
fólksfækkunar í byggðarlögunum þremur sem mynduðu
Fjarðabyggð, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði, var
framboð á húsnæði meira en nóg.
Nú horfa mál hins vegar öðruvísi við. Þegar hafa verið
skipulagðar fjölmargar byggingarlóðir i sveitarfélaginu, 230
á Reyðarfirði, 75 á Eskifirði og 40 í Neskaupstað. Umskiptin
voru löngu tímabær.
Jónas Haraldsson
Skoðun
Vinstri hreyfingin - grænt framboð svarar loforðum um skattalækkanir:
Lofopðin eru hótanir um niðurskurð
Réttlæti næst á dagskrá
Sú eryfirskrift kosningastefnuskrár Vinstri-grænna sem gefin var út í gær. Megináherslurnar voru kynntar á flokksráðs-
fundi fyrir tæpum mánuði en nú var sérstök áhersla lögö á sérstöðu fiokksins í skattamálum sem virðast efst á baugi
hjá fiestum fiokkum.
„Þetta eru hótanir um stórfelld-
an niðurskurð," segir Ögmundur
Jónasson, þingflokksformaður
Vinstri hreyfingarinnar - græns
framboðs, um kosningaloforð Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins um skattalækkanir.
Vinstri-grænir kynntu kosninga-
stefnuskrá sína í gær og lögðu sér-
staka áherslu á tillögur sínar í
skattamálum og samanburð við
stefnu stjórnarflokkanna í þeim
efnum.
Óbreyttar tekjur ríkisins
Vinstri-grænir segjast hafna með
öllu ábyrgðarlausum kosningalof-
orðum stjórnarflokkanna og leggja
áherslu á að þau hljóti að koma
niður á velferðarkerfinu, þar sem
einmitt sé nauðsynlegt að snúa
vörn í sókn. „Við viljum ekki
skerða skatttekjur ríkisins," segir
Ögmundur og bendir á að kostnað-
urinn af loforðum Sjálfstæðis-
flokksins um skattalækkanir - ríf-
lega tuttugu milljarðar króna -
jafngildi öllum framlögum af fjár-
lögum til félagsmálaráðuneytisins.
(Þess skal getið að sjálfstæðismenn
telja að vegna aukinna umsvifa
komi u.þ.b. fimm milljarðar til
baka í ríkissjóð.) Ögmundur segir
að sjálfstæðismenn verði að gera
grein fyrir því hvar þeir ætli að
beita niðurskurðarhnífnum til þess
að mæta þessum kostnaði.
Minni skatt á millitekjur
Vinstri-grænir vilja létta skött-
um alveg af lægstu launum og líf-
eyri með því að hækka skattleysis-
mörk og taka upp tekjutengdar
endurgreiðslur á sköttum, sem þýð-
ir í framkvæmd að skattleysismörk
verða breytileg eftir tekjum.
Flokkurinn vill auk þess draga
úr skattbyrði láglauna- og milli-
tekjuhópa. Aðspurður segir Ög-
mundur að millitekjur séu tekjur á
bilinu 200-300 þúsund krónur á
mánuði, líklega nær efri mörkun-
um en þeim lægri.
Á móti vill flokkurinn hækka
ijármagnstekjuskatt upp í 12% og
18%, þó þannig að fjármagnstekjur
undir 100.000 krónum verði skatt-
frjálsar.
„Allt gengur þetta út á að jafna
byrðamar í samfélaginu og efla
velferðarkerfið," segir Ögmundur.
„Yfirgengileg" loforö
Steingrímur J. Sigfússon bendir
á að loforð Sjálfstæðisflokksins feli
í sér 11 prósentustiga skattalækk-
un fyrir hátekjufólk þegar miðað sé
við að hátekjuskattur, sem til
skamms tíma var 7%, hverfi og al-
menn skattprósenta verði lækkuð
um 4 prósentustig.
„Ég er ekki viss um að allir hafi
áttað sig á hve yfirgengileg loforð
sjálfstæðismanna eru,“ segir Stein-
grímur og segir að kostnaðurinn af
þeim slagi hátt í 10% af útgjalda-
hlið fjárlaga, sem var 254 milljarð-
ar króna í síðustu fjárlögum.
Ögmundur segir að stjórnar-
flokkarnir verði að svara því hvort
þeir séu að boða skólagjöld, aukna
sjúklingaskatta og aukin þjónustu-
gjöld. Það megi ekki gerast að vel-
ferðarmálin verði látin sitja lengur
á hakanum.
Áhrif á stjórnarmyndun?
Spurt er hvort það hafi ekki
áhrif á hugsanlega þátttöku
Vinstri-grænna í ríkisstjórn með
öðrum hvorum stjórnarflokkanna
að lýsa því yfir að flokkurinn
„hafni með öÚu“ helstu áherslu-
málum þessara flokka í kosninga-
baráttunni.
Steingrímur J. segist ekki kvíða
því að hægt verði að „koma vitinu
fyrir menn að einhverju leyti hvað
þetta varðar“ ef til þess kemur,
einkum ef þróun ríkisfjármála
verði á þann veg að tekjur ríkisins
verði minni en áætlað var eins og
þegar séu komnar fram vísbend-
ingar um. „Ætli það standi þá ekki
í mönnum að standa við þetta?“
spyr Steingrímur.
Enn fremur bendir Steingrimur
á að markmið stjórnarandstöðunn-
ar hljóti fyrst og fremst að vera að
fella ríkisstjórnina og taka sjálf við
landsstjórninni. „Takist að fella
stjórnina ræðir auðvitað stjórnar-
andstaðan saman," segir Stein-
grímur.
Miðjan óskýr
„Bíddu, hvað er það?“ sagði
Steingrímur J. þegar hann var
spurður álits á því sem komið hefði
frá Samfylkingunni um skattamál
og uppskar almennan hlátur
flokksfélaga sinna á blaðamanna-
fundinum í gær.
Áfram var spurt um fjölþrepa
skattkerfl sem Samfylkingin hefur
viðrað og sagði Steingrímur ekki
víst að það væri besta leiðin til að
hlífa lægstu launum við skattlagn-
ingu.
Hann sagði einnig að sér fyndist
alls ekki skýrt fyrir hvað miðjan í
stjómmálunum stæði. „Það virðast
vera margar skoðanir uppi í
ónefndum flokkum um það með
hverjum þeir geti unnið,“ sagði
Steingrímur og bætti við að sér
fyndist fólk úr forystuliði Sjálf-
stæðisflokksins og Samfylkingar-
innar daðra mikið hvert við annaö
um þessar mundir; Davíð Oddsson
byrjaði á að hæla öðrum hverjum
þingmanni Samfylkingarinnar sem
síðan mættu í viðtöl næsta dag til
að þakka fyrir sig. -ÓTG
Horflð verði frá stuðn-
ingi við stríðsrekstur
Vinstr ihreyflngin
grænt framboð skorar á
ríkisstjórnina að hverfa
nú þegar frá stuðningi
sínum við stríðsrekstur-
inn í írak. Á blaðamanna-
fundi flokksins í gær kom
fram að þær hörmungar
sem árásirnar hefðu leitt
yfir almenning í írak eftir
aðeins tólf daga kölluðu á
tafarlausa endurskoöun á
afstöðu íslands til máls-
ins.
Afleiðingar stríðsins
Katrín Jakobsdóttir,
formaður Ungra vinstri-
grænna, sagði að flokkur-
inn byggði andstöðu sína
við stríðsreksturinn ann-
ars vegar á einlægum
friðarvilja og hins vegar
þeirri skoðun að stríðið
fæli í sér brot á stofnsátt-
mála Sameinuðu þjóð-
anna. í máli hennar kom
einnig fram að reglur Genfarsamn-
ingsins um meðferð stríðsfanga
hefðu verið brotnar af báðum stríð-
andi fylkingum. Þá væru árásir á
borgaraleg skotmörk, sem daglega
bærust fréttir af, skýlaus brot á
ákvæðum samningsins um vernd
óbreyttra borgara á stríðstímum.
Nú þegar hefðu að minnsta kosti
fimm hundruð óbreyttir borgarar
fallið og líklegt yrði að teljast að
þúsundir hermanna hefðu þegar
fallið í valinn eða hlotið örkuml.
í ofanálag væri hjálparstarf í
uppnámi á stórum svæðum vegna
stríðsins sem þannig stefndi í voða
lífi og heilsu milljóna manna sem
væru langhrjáðar fyrir af völdum
harðstjórnar og viðskiptabanns.
Breytt stefna
Katrín sagði að ísland gæti enn
bætt nokkuð fyrir þann álitshnekki
og smán sem ríkisstjómin hefði
leitt yfir þjóðina með stuðningi sín-
um við stríðið með því að hverfa
nú þegar frá stuðningi við það og
láta taka ísland af lista yfir þau
lönd sem styðja það. Því næst bæri
að taka upp baráttu fyrir því á al-
þjóðavettvangi að bardögum yrði
hætt, innrásarherirnir kallaðir frá
írak, samið yrði um vopnahlé,
hjálparstarf hafið af fullum krafti
og vopnaeftirlit tekið upp að nýju.
Ábyrgö stjórnvalda
Geri ríkisstjómin ekkert í þessa
veru er að sögn Katrínar óhjá-
kvæmilegt að líta svo á að hún sé,
í trássi við yfirgnæfandi meiri-
hluta landsmanna, að gangast í
pólitíska og siðferðilega ábyrgð fyr-
ir þeim „stórfelldu og grófu mann-
réttindabrotum sem áframhaldandi
stríðsrekstur felur í sér“.
Steingrímur J. Sigfússon bætti
við að ábyrgð ríkisstjórnarinnar
væri ekki eingöngu pólitísk og sið-
ferðileg heldur hugsanlega einnig
lagaleg. „Lagalega - með því er vís-
að til þeirra brota á mannréttind-
um og alþjóðalögum sem þarna
fara fram dag frá degi,“ sagði Stein-
grímur. „Vill ísland vera áfram-
haldandi aðili að því og bera að
minnsta kosti pólitíska og siðferði-
lega ábyrgð á því vegna stuðnings-
yfirlýsingarinnar, svo ekki sé bara
beinlínis sagt lagalega? Upp á
hvem einasta dag berast fréttir af
hreinum og klárum brotum á
mannúðarlögum. Það er alveg Ijóst
að þarna eru borgaraleg skotmörk
í stórum stíl valin og annað í þeim
dúr,“ sagði Steingrímur. -ÓTG
Sandkom
sandkorn@dv.is
Kattaumpæðan
í nýjasta tölu-
blaði tímaritsins
Birtu er ítarlegt
viðtal við Telmu
Tómasson frétta-
mann í tilefni af því
að hún hefur látið
af störfum hjá Stöð 2 og Bylgj-
unni. Hætt er við því að þeir sem
lengi hafa dvalist í útlöndum og
grípa tO þessa blaðs sem fyrstu
heimildar um hvað sé efst á baugi
á íslandi klóri sér í kollinum. Inn
í viðtalið slæddist nefnilega
skemmtileg prentvilla þar sem
Telma ræðir um hlutleysi fjöl-
miðla. Hún segir með ólíkindum
að því sé haldið fram að frétta-
menn hygli tilteknum stjórnmála-
flokki og nefnir dæmi: „Tökum
sem dæmi kattaumræðuna nýver-
iö ...“
Vinstra vorið?
Þegar flokksmenn streymdu út
úr Laugardalshöll að loknum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins á
sunnudag mætti þeim um það bil
tugur ungra jafnaðarmanna sem
hélt á lofti borða með áletruninni:
„Bless." Mun það hafa átt að vera
í tilefni þess að Sjálfstæðisflokk-
urinn kæmi ekki við sögu í
Stjórnarráðinu að loknum kosn-
ingum. Einum sjálfstæðismanni
varð hins vegar á orði þegar hann
sá fólkið standa þama í næðingn-
um og snjókomunni: „Er þetta
vinstra vorið?“
Ummæli
Katt mat
„í gær lauk dauflegum lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins."
Guðjón Ólafur Jónsson, formaður
kjördæmlssambands Framsóknar f
Reykjavík-suður, á Hriflu.is.
Ekki gegn ofurefli
„Eiríkur [Bergmann] sagði [að
Samfylkingin hefði stutt stríðið í
Kosovo] vegna þeirrar staðreyndar
að Serbar hefðu ráðist inn í
Kosovo og hefðu því verið árásar-
aðili sem ekki væri hægt að segja
um íraka í dag. Kolbeinn [Óttars-
son Proppé] spurði þá Eirík fyrst
svo væri hvort „bandalag þjóð-
anna“ hefði ekki átt á ráðast á
Sovétmenn vegna innrásar þeirra
í Afganistan eða Bandaríkjamenn
vegna innrásar þeirra í Víetnam.
Eiríkur sagði þetta ekki vera sam-
bærilegt þvi Bandaríkjamenn
væru svo stórir og það væri því
með öllu óraunhæft að bera þetta
saman.“
Morgunpóstur VG um umræöur í
Vikulokunum á Rás 1.
Fús skattgreiðandi
„Ég vona að ég
beri gæfú til að
borga sem allra
mesta skatta."
Stefán Pálsson
f „laufléttu" föstudags-
Kastljösi.
Áfiakki
„Ekki bein lína í þessu flakki.
Zik-Zak flakk. Sofnaði kolstífluð af
kvefi.“
Siv Friðleifsdóttir f netdagbók sinni
en dagskrá hennar í liöinni viku
fól I sér mikiö flakk fram og
aftur um landið.
Mannúðin og siðferði
eiga von
„Það er svolítið sorglegt að hugsa til þess að í raun hef-
ur samúð fólks aldrei komist út af heimilinu. í raun
nœr samúðin enn í dag ekki lengra en augun sjá. Áður
sáu þau bara minna. “
Það er orðið svolítið
langt síðan fjölskyldur
sýndu sínum nánustu
samúð á meðan þær létu
sig engu skipta að bónd-
inn á heimilinu fór á
næsta bæ og drap alla
meðlimi þeirrar fjölskyldu.
Stríð realismans
Með auknum samskiptum milli
bæja, og síðan jafnvel þjóða á
milli, virtist mannskepnan gera
sér grein fyrir því að þetta þama
hinumegin var líka fólk og ekki
alltaf réttlætanlegt að drepa það.
En þótt fólk hafi ræktað með sér
samúð með nágrannanum og jafn-
vel fólki sömu þjóðar er ekki langt
síðan almenningur evrópskrar og
amerískrar þjóðar fagnaði enn
með gleðihrópum follnum borgur-
um þess lands sem þeir voru í
stríði við.
Það eru ekki nema nokkrir tug-
ir ára síðan Þjóðverjar myrtu
syngjandi glaðir milljónir rúss-
neskra borgara. Rússar, sem
kunnu líka að syngja, komu síðan
til Þýskalands og sungu ljóð um
hve mikilvægt það væri að drepa
þýska menn, konur og börn. Verk
sem þeir komu sér ekki undan að
vinna. Það er stutt síðan banda-
rískir þegnar fögnuðu falli 40.000
japanskra borgara í Hiroshima og
það eru ekki nema örfá ár síðan
breski herforinginn sem stjómaði
slátrun 100.000 saklausra borgara í
Dresden var heiðraður af bresku
krúnunni.
Stríð absúrdismans
í dag er háð stríð þar sem
bandamenn reyna að brjótast sem
hraðast að auðlindum írösku þjóð-
arinnar áöur en írakar ná að eyði-
leggja þær fyrir sjálfum sér. íraski
herinn reynir að draga sig inn í
borgina til að auka möguleika á
mannfalli sinna eigin saklausu
borgara. Borgarar eru notaðir sem
skildir því bandamenn vilja ekki
skjóta óvopnaða íraka. Hvað er í
gangi? Nota sína eigin borgara
sem skildi? Það var ekki hægt fyr-
ir nasistana þegar Rússar gerðu
innrás því borgarar voru líka
skotmörk. Þegar varnarlausar
þýskar borgir voru sprengdar í
loft upp af bandamönnum var tal-
að um mikilvægi þess að brjóta
niður baráttuanda þýsku þjóðar-
innar.
En nú hefur dæmið snúist við;
ef bandamenn sprengdu upp eitt
stykki íraska borg myndi það lík-
legast leiða til stöðvunar herrekst-
urs þeirra og sigurs íraka. Fyrir
nokkrum áratugum hristu menn
hausinn ef það var ekki drepið
nóg af andstæðingunum en nú
hrista menn hausinn ef drepið er
óþarflega mikið af andstæðingun-
um. Hvað hefur gerst? Hefur
húmanisminn skyndilega sigrað?
Ef maður ætlar svo mikið sem að
sjá glitta í húmanismann í sögu
mannsins frá upphafi og fram á
okkar daga þarf að leggja verulega
hart að sér við lesturinn. Samt er
eins og hann sé bara allt í einu
kominn upp í hendurnar á okkur.
Hvað hefur breyst?
Realisminn og absúrdisminn
Auðvitað eru margar ástæður
fyrir breytingunni; upplýsinga-
flæðið, ofurmáttur Vesturveld-
anna, skoðanafrelsi, velmegun
sem venjulega leiðir fólk inn á lúx-
usbrautir siðferðis o.s.frv. Ein að-
alástæðan er fréttaflutningur sem
hefur þróast úr munnmælasögum
yfir í blaðafregnir og með stuðn-
ingi tjáningar- og fjölmiðlafrelsis
náð hámarki í sjónvarpinu. Sjón-
varpið getur á einni sekúndu fært
okkur allt milli himins og jaröar
inn á stofugólfið okkar. Og eins og
í árdaga er öllum illa við að hafa
limlest lík á stofugólfinu.
Nánast allir eru færir um að
finna til með manninum sem þjá-
ist á tröppum manns, nágrannan-
um, manninum í næsta hverfi og
samúðin nær jafnvel til fólks úti á
landsbyggðinni. Sumir eru færir
um að finna til með fólki í ná-
grannalöndunum án aðstoðar
sjónvarpsins. Þeir hafa verið þar,
séð þetta fólk og veit að það hefur
tvær lappir og hendur, augu, og
sumir hafa nef. í stuttu máli
merkilega líkt okkar nánasta úr-
valsfólki. Ef ekki væri fyrir þá
hræðilegu útlensku sem þetta tal-
ar. En eftir það eru fáir sem eru
færir um að finna til með þúsund-
um sem þjást í löndum sem það
hefur ekki einu sinni heyrt
minnst á áður. Allt þar til fómar-
lömbin eru færð inn á stofugólfið í
fréttatímanum. Fram að því eru
þetta bara tölur.
Það virðast fáir hafa fundið til
með þeim hundruðum þúsunda
íraka sem Saddam Hussein hefur
dundað sér við að myrða á síðustu
áratugum. Það þarf ákveðið gáfna-
stig til að finna til með írösku
fólki sem deyr utan sjónvarps-
rammans. Gáfnastig sem friðar-
sinnar ná í mjög takmörkuðum
skömmtum. Ekki að ég haldi að
stuðningsmenn stríðsins séu það
vegna samúðar við íraskan al-
menning. Ekki frekar en friðar-
sinnar hafa Bush eða Chirac
nokkum áhuga á þjáningum fólks
utan sjónvarpsrammans Og á með-
an samúð fólks nær til íraka sem
deyja innan ramma sjónvarpsins
og eitthvert tetur af henni dreifist
á íraka yfir höfuð, er öllum ná-
kvæmlega sama um þá sem eru
drepnir á sömu stundu í Kongó.
Það er svolítið sorglegt að hugsa
til þess að í raun hefur samúð
fólks aldrei komist út af heimil-
inu. í raun nær samúðin enn í dag
ekki lengra en augun sjá. Áður
sáu þau bara minna. Það eina sem
hefur breyst er að nú á dögum
færa fréttamenn okkur þjáð fólk
inn á heimili manns þannig að
hinn mjög svo takmarkaði hæfi-
leiki mannsins til að finna til með
einhverjum nær að vakna.