Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Blaðsíða 19
19
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
x>v
Dagur
Á síðustu árum hafa nýir húsbændur í Ný-
listasafninu unnið firnagott starf við úttektir
á lífsstarfi nokkurra áhrifamikilla einstak-
linga sem allir hafa lifað lifmu á skjön við
svokaliaða góða siði, um leið og þeir hafa
ögrað íslensku menningarsamfélagi með hátt-
erni sínu og sköpunarverkum. Þeir einstak-
lingar sem hér um ræðir, Megas, Róska og nú
síðast Dagur Sigurðarson, voru - og eru -
þekktir fyrir ríkulegar eðlisgáfur, róttækar
skoðanir, erfiða baráttu við ýmis ávanabind-
andi efni og bullandi fjölhæfni. Megas er
magnaður textahöfundur og músíkant, auk
þess sem hann á að baki myndlistamám,
Róska var myndlistarmaður, ljósmyndari og
kvikmyndaleikstjóri, og Dagur orti og málaði
myndir, auk þess sem hann var „performer"
af Guðs náð.
Myndlist________________
Að vísu hafa sýningarnar i Nýló komið eðl-
isþáttum, viðhorfum og list þessara lista-
manna misjafnlega vel til skila. Best heppnuð
var tvímælalaust sýningin á ævistarfi Rósku,
enda er þar e.t.v. úr mestu að moða fyrir aug-
að. En þegar upp er staðið er helsti ávinning-
urinn af þessum sýningum bækurnar, eða
„útvíkkaðar sýningarskrárnar", sem þeir
Hjálmar Sveinsson og Geir Svansson hafa tek-
ið saman um hvern og einn, ailt í senn
skemmtilegar aflestrar, upplýsandi og vel
hannaðar. Margradda bók þeirra félaga um
Dag er þar engin undantekning.
Litríkar og hispurslausar
En það besta sem hægt er að segja um sjálfa
sýninguna á ævistarfi Dags sem sett hefur
verið upp í Nýló er að hún er dáldið eins og
„sólskinsfíflið" sjálft á ögurstundum, óskipu-
leg, hrá og stuttaraleg. Að sönnu þurfa textar
Dags ekki sérstaka umönnun eða viðhafnar-
umgjarðir, þeir eru jú aðgengilegir á bókum
og plakötum, en það hefði verið akkur í því að
fá skipulegri samantekt og upphengingu á því
myndefni sem hann lét eftir sig.
Þeir eru tii sem hugnast ekki að fjallað sé
sérstaklega um myndir Dags, það sé að „búta
manninn niður“, svo vitnað sé í einn af nán-
ustu vinum hans. Út af fyrir sig má taka und-
ir það að þær eru að sumu leyti náskyldar
ljóðunum, eru ámóta frásagnarlegar, litríkar
og hispurslausar. Samt er engu líkara en rit-
list og myndlist Dags spretti ekki af sömu rót-
um. í ljóðum hans örlar víða á áhrifum frá ex-
pressjónískum skáldskap Célans (merkilegt
hve mörg íslensk skáld lásu „Totenfuge" á
sjötta áratugnum), súrrealisma rómönsku
skáldanna, Neruda, Vallejo og fleiri, og yfír-
lýsingagleði „beaf‘-skáldanna amerísku. En ef
marka má það úrval mynda sem hér er uppi-
hangandi, beindist myndlistaráhugi Dags nær
einvörðungu að þýsku og austurrísku frum-
expressjónistunum, umfram allt að Emil
Nolde. Þá er það fyrst og fremst frumstæð
munúðin í verkum Noldes sem heillar Dag
fremur en trúarlegt algleymið sem stundum
gegnsýrir þau. Þó er erótískt innlegg í anda
Egons Schiele að finna á einum stað á sýning-
unni. Og grafík Kathe Kollwitz er án efa
kveikjan að nokkrum af ádeilumyndum Dags.
Kannski var gamli þýski expressjónisminn
einfaldlega opinskáasta myndlist sem Dagur
þekkti.
Kjarnorkuvá og kalt stríð
Það kemur fram í bók þeirra Hjálmars og
Geirs að hann hafði ímugust á afstraktlist
Septembermanna, taldi hana vera fóður fyrir
innvígðar sálir. Ekki hugnaðist honum heldur
myndlist andstæðinganna, SÚM-ara, a.m.k.
ekki meðan þeir döðruðu við Popplist, sem
var í hans huga næsti bær við auglýsinga-
framleiðslu. Átrúnaðargoði SÚM-ara, Dieter
Rot, sendi hann skens í blaði og nefndi hann
„Drit-Erót“, sennilega vegna þess að í viðtali í
Birtingi hafði hann áréttað sjálfstæði, þ.e.
hlutleysi, listarinnar. Mig minnir að það hafi
verið eitthvert „beat“-skáldið sem breytti slag-
orði módernista: „Art should not mean but
be“ í „Art should be mean“. Dagur hefði ugg-
laust tekið undir þetta.
Listsögulega séð er sennilega einna mestur
fengur í tréristunum sem Dagur gerði á árun-
um 1961-63. Þótt þær séu að ýmsu leyti við-
vaningslegar, enda listamaðurinn sjálflærður
og ekki tiltakanlega vandvirkur, þá eru þær
samt markverður vitnisburður um viðhorf ís-
lenskra myndlistarmanna til atómsprengj-
unnar á þessum umbrotatíma. Ef ekki kæmu
til þessar myndir, og e.t.v. 2-3 grafíkmyndir
eftir Braga Ásgeirsson, mætti halda að ís-
lenskir myndlistarmenn hefðu upp til hópa
verið áhugalausir um kjarnorkuvána og kalda
stríðið. Áðalsteinn Ingólfsson
Sýningin Hlutabréf í sólarlaginu stendurtil 7. apríl. Ný-
listasafnið er opiö miðv. - sun. kl. 14-18.
Einar Már Jónsson les umsagnir franskra blaöa um Hafiö:
Aðalatriðið fer fram hjá þeim
Kvikmyndin Hafið eftir
Baltasar Kormák sem var frum-
sýnd í París á miðvikudaginn var
undir heitinu The Sea hefur feng-
ið misjafna dóma í frönskum
blöðum en þó yfirleitt nokkuð
góða. Margir gagnrýnendur bera
myndina saman við dönsku kvik-
myndina Festen eða Veisluna og
þeir sem eru neikvæðir sjá alls
ekkert annað: „Aðalvandamál
The Sea er að vera óþarft tilbrigði
við mynd sem sló í gegn, Festen
eftir Thomas Vinterberg. ísland í
staðinn fyrir Danmörku, fyrir
utan það eru öll atriðin til stað-
ar,“ sagði til dæmis gagnrýnandi
Le Monde.
Ekki vita gagnrýnendur að
upprunalega leikverkið eftir Ólaf
Hauk Símonarson er um áratug
eldra en Festen, en flestir gagn-
rýnendur sjá þó mikilvægan mun
á verkunum tveimur: „Baltasar
Kormákur tekur á efninu með
miklu og kaldranalegu háði sem
lyfir myndinni upp,“ þetta verður
jafnvel gagnrýnandi Le Monde að
viðurkenna. Menn leggja einnig
áherslu á hvað kvikmyndatakan
sé góð.
Fransmenn skilja myndina á
sinn hátt. í augum margra er að-
alpersónan sú sem leikin er af
Hilmi Snæ Guðnasyni, Ágúst, og
finnst þá gagnrýnendum myndin
fjalla um ferð hans og franskrar
kærustu hans frá París til íslands
og dvöl þeirra þar. Sumir líta svo
á að franska kærastan sé eina
vonarglæta myndarinnar.
Yfirleitt er eins og raunveru-
legt efni myndarinnar hafi fariö
fram hjá þeim.
Einar Már Jónsson, París
Gunnar Eyjólfsson í Hafinu
Frakkar átta sig ekki á um hvaö Hafíö snýst.
___________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Louisa í Hafnarborg
í Hafnarborg, Menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, stendur nú
yfir sýningin „Úr vinnustofu Louisu
Matthiasdóttur" þar sem getur að líta
áður ósýnd verk listakonunnar Lou-
isu Matthíasdóttur. Eins og yfirskrift-
in ber með sér koma málverkin og
vatnslitamyndirnar á sýningunni úr
vinnustofu listakonunnar á 16. stræti
í New York þar sem fjölskyldan bjó
lengst af og einnig vinnustofu hennar
hér heima í Reykjavík.
Louisa fæddist 1917. Hún var við
nám í Kaupmannahöfn og París og lét
ung að sér kveða í hópi framúrstefnu-
manna íslenskrar myndlistar. Hún
flutti til New York árið 1942 þar sem
hún starfaði og bjó þar til hún lést
árið 2000. Oft dvaldi hún þó hér
heima um tíma, og bæði hér og fjarri
íslandi málaði hún einstök málverk
sem endurspegla huga hennar til
landsins og náttúru þess. Verkin á
sýningunni nú eru einmitt af þeim
toga.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni
lýkur 14. apríl.
Gyöjuljóö og -sögur
Tryggvi Líndal,
þjóðfélagsfræðingur
og skáld, gaf nýlega
út sjöundu bók sína.
Gyðjuljóð og -sögur,
sem tileinkuð er
minningu goðsagna-
skáldsins Roberts
Graves. Þar birtir
hann nokkur frum-
samin ljóð, meðal annars „Til bekkjar-
systur“:
Þegar ég varö nógu stór
til aó skynja fullkominn hring
gekkst þú inní hann
og ég varö sem ölvaður;
og seinna sem kúgaöur.
Og svo liöu þrúgandi árin
og viö aftur uppi ein
dansandi húladans á skólamótum:
Viö vefjum hvort annað húlahringjum
unglingsáranna ófullkomnu
og pössum uppá hvort annað;
viökvœmar rœtur bernskunnar.
Nokkru fleiri ljóð eru þýdd, þar á
meðal „Úr formála Kantaraborgar-
sagna“ eftir Chauser og ljóö eftir
Cummings, Emily Dickinson, Dylan
Thomas, Shakespeare og T.S. Eliot.
Loks eru þrjár frumsamdar smásögur.
Bókaútgáfan Valtýr gefur út.
Efnahagssamvinna
í sögulegu samhengi
ICELAND
AND
Út er komin hjá Al-
menna bókafélaginu
bókin Iceland and
European Development
eftir Einar Benedikts-
son, fyrrum sendi-
herra. Þar er fjallað
um þróun í samvinnu
rikja í Evrópu sem
hófst á dögum Marshall-aðstoðarinnar.
Rakin eru fyrstu skrefin til viöskipta-
samvinnu í Evrópu á sjötta áratugn-
um og lýst aðdragandanum að aðild ís-
lands að EFTA og þeim fríverslunar-
samningi við Efnahagsbandalag Evr-
ópu sem þeirri aðild fylgdi. ítarlega er
fjallað um gerð EES-samningsins og
um samstarfið við Evrópusambandið á
síðustu árum. Sömuleiðis er gerð
grein fyrir hagþróuninni á íslandi og í
viðskipataumhverfi okkar sem og sam-
starfinu í varnar- og öryggismálum.
Bókin bætir úr þörf á upplýsinga-
efni um þessi mál fyrir erlenda lesend-
ur en á einnig erindi til íslenskra
áhugamanna um Evrópumál, sem og
til námsfólks.