Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 DV Fréttir íslenskur námsmaöur búsettur í Guangdonghéraði þar sem SARS-flensan greindist fyrst: Skortur á upplýsingunt „Þessi veiki hefur vissulega áhrif á fólkið hérna í borginni en ástandið er samt ekki nálægt því sem er að gerast í Hong Kong. Manni finnst eins og meira sé gert úr þessu þar heldur en hérna þar sem ég er,“ segir Arnar Steinn Þorsteinsson háskólanemi sem býr í borginni Guangzhou í Kína. Um 7 milljónir manna búa í borg- inni sem er í um þriggja klukku- stunda fjarlægð frá Hong Kong en það var einmitt þar sem fyrstu til- fellin af svokallaðri SARS-flensu, lungnabólgunni sem svo mikið hefur verið fjallaö um síðustu vik- ur, greindust. Fá ný tilfelli „Maður sér í sjónvarpinu að fólkið í Hong Kong tekur þessu mun alvarlegar en almenningur hérna í Guangzhou. Það er lítið um það að fólk gangi um með grímur fyrir andlitinu hérna en fólk er samt sem áður á varð- bergi. Annars finnst mér eins og það sé dálítill skortur á upplýs- ingum um veikina hér. Það er að- eins minnst á þetta í kvöldfréttun- um en fyrir utan það er voðalega lítið fjallað um þetta og fólk veit þess vegna ekki almennilega hvernig staðan er. Það hefur tals- vert verið gagnrýnt af íbúum hér- aðsins og núna höfum fengið þær upplýsingar að fá ný tilfelli hafi komið upp hérna í kringum okk- ur,“ segir Arnar Steinn sem stundar nám í kínversku í Gu- angzhou. Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO sendi nýlega frá sér al- heimstilkynningu þar sem fólki er ráðlagt að halda sig fjarri Hong Kong og Guangdonghérað þar sem Arnar Steinn býr. Á þessum svæðum hafa flest tilfelli veikinn- ar komið upp en Amar Steinn er þó hvergi banginn þótt nokkrir af samnemendum hans hafi sýkst af flensunni. „Það voru þrír sem bjuggu á stúdentagörðum hérna í borginni sem sýktust og fyrir vikið var öll byggingin rýmd og sótthreinsuð. Fyrir utan það hef ég ekki tekið eftir miklu hvaö þennan sjúkdóm varðar og ég er ekkert á leiðinni að flýja. Ég er búinn að vera hérna í eitt og hálft ár og kann vel við mig og sé fram á að vera hérna einhver ár í viðbót.“ Minna um ferðamenn Guangzhou er einhver sögu- frægasta borg Kínverja og nær saga hennar meira en 2800 ár aft- ur í timann. Þangað kemur mikill Qöldi ferðamanna ár hvert til þess að skoða merkar forminnjar auk þess sem þar er tvisvar á ári hald- in mikil kaupsýsluráðstefna þar sem flest fyrirtæki héraðsins kynna vörur sínar. Þangað kemur fólk víða að úr heiminum til að kynna sér það sem í boði er en í ár hafa flestir afboðaö komu sína. „Mér skilst að þeir ætli þrátt fyrir allt að halda þessa ráðstefnu, þó svo að fáir muni koma. En ég hef ekki orðið var við að það sé færra fólk á ferli hérna. Samt er manni sagt að ferðamanna- straumurinn hafi minnkað mikið og það hefur náttúrlega gríðarlega mikil áhrif á atvinnulífið og efna- haginn hérna. Eins og ég sagði áður þá liggur aðalmunurinn í upplýsingaflæðinu. Fjölmiðlarnir í Hong Kong eru öflugri í gagn- rýni sinni og umfjöllun um þetta heldur en þeir kínversku og fólk þar tekur þessu mun alvarlegar en hér.“ -áb Hæstiréttur: Tóll mánaða fangelsi fypir fíkniefnabpot Hæstiréttur dæmdi í gær mann í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa í vörslum sínum 1,47 grömm af hassi og um það bil 200 grömm af metamfetamíni sem sannað þótti að hefði verið ætlað til sölu að verulegu leyti. Héraðsdómur Suðurlands haiði áður dæmt manninn í 15 mánaða fangelsi. Maðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa átt hassefni það sem um ræöir en kvað það hafa verið ætlað til eigin neyslu. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann tólf sinnum frá árinu 1986 hlotið refsingar. Ætíð var um sektarrefsingar að ræða og af þessum tólf skiptum hefur hann fimm sinnum hlotið refsingar fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Þá hefur hann alls sjö sinnum hlotið sekt- arrefsingar fyrir umferðarlaga- brot, fyrst á árinu 1986 og síðast í aprU 2001. Með vísan tU sakarferUs manns- ins, magns fikniefhanna og styrk- leika þeirra þótti fangelsisvist í tólf mánuði hæfileg refsing. -EKÁ Vinnuslys í Norðuráli Vinnuslys varð í Norðuráli á Grundartanga í gærmorgun. Hafði starfsmaður í skautsmiðju Norðuráls klemmst á milli hand- riðs og hlaupakattar og var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar. Reyndust meiðsl hans vera minniháttar. -EKÁ Utanríkisráðherra um fall íraksstjórnar: Þjóðníðingur fariim frá vöMum „Ég tel að þetta sé dagur sem verði minnst á spjöld- um sögunnar og ég held að Saddam Hussein komi tU með að skipa sess með Hitler og Stalín. Það hlýtur að vera hverjum manni í heiminum ánægjuefni þeg- ar slíkur þjóðníðingur fer frá völdum og við skulum vona að Guð gefi að þessi þjóð geti farið að byggja sig upp á nýjan leik eftir áratuga harðræði," segir HaUdór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra um faU íraksstjórnar. Uppbygging tekur tíma sama hætti og gert var í Afganistan. Mismunandi þjóðflokkar í landinu verði að koma að því. HaUdór telur að þetta verði ekki gert nema með mikilli aðkomu Sameinuðu þjóðanna og segir að það muni skipta sköpum að ekki skapist togstreita á þeim vett- vangi, sérstaklega ekki vegna viðskiptahags- muna viðkomandi ríkja. Vilji þjóðarinnar - Hve mikilvægt er það fyrir réttlætingu stríðsins að gereyðingar- vopn finnist í írak? „Það liggur fyrir að Saddam Hussein hefur ekki farið að samþykkt- um alþjóðasamfélagsins og hefur ekki gert grein fyrir eyðingu þessara vopna. Eg tel fuUvíst að þar sé eitthvað að finna en ég tel aðalmálið vera hvað þjóðin sjálf segir um það sem þarna hefur veriö að gerast. Mér sýnist að íraska þjóðin sé farin að gera sér vel grein fyrir því, með sama hætti og gerðist í Afganistan, Rúmeníu og.fleiri löndum þar sem menn bjuggu við svipaðar aðstæður." -ÓTG HaUdór segir að íslend- ingar muni koma að upp- byggingarstarfi í írak að stríðinu loknu. „Það var sennilega aðalatriðið í þeim vUyrðum sem við gáfum á sínum tima og það atriði sem fyrst og fremst stendur eftir þegar þessi átök eru að baki. Það mun hins vegar taka langan tíma að byggja upp eðlUegt mann- líf, með sama hætti og það tók langan tíma í Rúmeníu og mun líka taka langan tíma í Afganist- an. En fyrst hægt var aö koma saman ríkisstjórn í Afganistan hlýtur það að vera hægt í írak og Dómur írösku þjóöarinnar skiptir mestu Utanríkisráöherra segist telja fullvíst aö gereyöingarvopn sé aö finna í írak en varöandi réttlætingu stríösins sé aðalmáliö hvaö þjóöin sjálfsegi um það sem gerst hefur í landinu. ég tel að Sameinuðu þjóðirnar beri gæfu tU að ná saman um það og standa að því með þeim hætti sem þeim ber.“ Halldór telur að á næstu vikum verði fyrst og fremst leitast viö að finna ríkisstjórn fyrir írak með Stuttar fréttir _______________________________________' Börn of þung Tæplega íjórðungur níu ára barna í Reykjavík telst vera of þungur og af þeim eru 5,5% sem teljast eiga við offituvandamál að stríða. Þessar tölur fást úr niður- stöðum nýrrar rannsóknar á veg- um Háskóla íslands og Kennara- háskóla íslands. Framkvæmdagleði Fram undan eru framkvæmdir á tímabUinu 2003-2009 sem kosta munu um 315,5 miUjarða króna. Þetta kom fram hjá Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hag- fræðistofnunar Háskólans, á fundi í gær. Félag um tónlistarhús Einkahlutafélag tU að annast undirbúning og byggingu tónlist- ar- og ráðstefnuhúss við Reykja- víkurhöfn var stofnað í dag. Félag- ið sem heitir Austurhöfn-TR efh. er í eigu ríkis og borgar. Deilt um nýjan skóla Skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra telur ekki þörf fyrir fleiri framhaldsskóla á Norð- urlandi. Hann telur frekar þörf á að fjölga nemendum í þeim skól- um sem fyrir eru heldur en að stofnsetja framhaldsskóla við ut- anverðan Eyjafiörð sem Dalvík- ingar, Ólafsfirðingar og Siglfirð- ingar hafa verið áhugasamir um. Aukin framlög Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Jóns Krist- jánssonar heil- brigðisráðherra um að stórauka geðheilbrigðis- þjónustu við börn og unglinga. Til- lögumar fela í sér að Barna- og unglingageðdeild Landspítalans verður stækkuð og hins vegar breytingar á vinnufyrirkomulagi göngudeildar. DV-MYND TEITUR Harður árekstur á Bústaðabrúnni í gær Fólksbíllinn er gjörónýtur eftir árekst- urinn og nota þurfti klippur til aö ná ökumanninum út. Tveir slösuðust í hörfium árekstri Harður árekstur varð um klukkan Qögur í gær þegar sjúkrabíll með sjúkling innan- borðs og fólksbíll lentu saman á Bústaðabrúnni. Sjúkrabíllinn var á leið vestur Bústaðaveginn þeg- ar hann lenti í árekstrinum og kastaðist á umferðarvita. í sjúkrabílnum voru auk sjúklings- ins ökumaður og einn sjúkra- flutningamaður en í fólksbílnum var stúlka og farþegi hennar. Tækjabíll slökkviliðsins var kall- aður á staðinn og þurfti að nota klippur til að ná ökumanni fólks- bílsins út. Ökumenn beggja bíl- anna voru fluttir á slysadeild en sjúklingurinn var fluttur með öðrum sjúkrabíl á Landspítaiann en meiðsl hans voru minni hátt- ar. Bústaðavegi var lokað i klukkustund í gær á meðan á björguninni stóð. -EKÁ Játaði bankarán: Vísaði lögneglu á hluta fjárins Nítján ára piltur, sem verið hefur í haldi lögreglunnar í Hafn- arfirði vegna gruns um vopnað bankarán í Sparisjóði Hafnar- fiarðar 1. apríl síðastliðinn, hefur játað á sig verknaðinn. Hann hef- ur verið í haldi lögreglunnar frá því á fóstudaginn en var sleppt í gær eftir játninguna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hef- ur hann vísað henni á talsverðan hluta ránsfengsins en hann var búinn að eyða hluta hans. Ránið var framið snemma morguns en þá kom ungi maður- inn með nælonsokk yfir höfðinu inn í útibú Sparisjóðs Hafnar- flarðar við Reykjavíkurveg. Hann stökk yfir afgreiðsluborðið og tæmdi peningaskúffu eins gjald- kerans. Hann komst undan lög- reglu en var handtekinn eftir að lögregu barst fiöldi vísbendinga. Telst rannsókn málsins að mestu leyti lokið. Pilturinn hefur nokkrum sinnum áður komist í kast við lögin, aðailega fyrir þjófn- að og umferðarlagabrot. -EKÁ i helgarblað Ástin heldur mér gangandi í Helgarblaði DV á morgun er rætt við Sigurð Guðmundsson, fyrr- verandi dagfóður í Kópavogi, sem var fyrir skömmu dæmdur í Hæsta- . rétti í 18 mánaða fangelsi fyrir mann- dráp af gáleysi. Blaðið talar við Matta Ósvald um kynrænt og skyn- rænt nudd en Matti hefur nuddað 6000 _______I konur. DV ræðir við ungan bóndason af Rauðasandi sem er lamaður eftir bílslys, skoðar undarlegar lagasetningar um kynlíf og tekur unga frambjóðendur í sér- stakt stjómmálapróf. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.