Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 Fréttir : tUiMPíWé w!§m Viðburöarík saga á 13 ára tíma hugbúnaðarfyrirtækisins OZ: Það er óhætt að segja að saga hugbúnaðarfyrirtækisins OZ hafi verið viðburðarík. Guðjón Már Guðjónsson stofnaði fyrirtækið árið 1990 en árið 1995 var OZ.com stofnað í Bandaríkjunum um leið og fyrirtækið fór að leita út fyrir landsteinana. Opnaðar voru skrif- stofur í San Francisco þetta sama ár og fyrirtækinu tókst jafnframt að afla um 8 milljóna Bandaríkja- dala með sölu hlutafjár. Árið 1999 var síðan gerður stór þriggja ára samningur við símafyrirtækið Er- icsson sem færði fyrirtækinu miklar tekjur en síðan hann rann út hefur framtíð fyrirtækisins verið óljós. Nú hefur nýstofnað dótturfyrirtæki Landsbankans í Kananda hins vegar keypt upp eignir OZ og ætlar að halda áfram sölu og þróun á þeim vörum sem OZ framleiðir. Mikill uppgangur Þrívíddarforritun var í fyrstu aðalviðfangsefni OZ og hún fór fljótlega að vekja athygli víða um heim. Fyrirtækinu gekk vel, enda miklir peningar í umferð á þess- um tíma og forsvarsmönnum þess gekk vel að ná í fjármuni með sölu á skuldabréfum og hlutabréfum. Árið 1996 var íslenskum fjárfest- um svo gert kleift að kaupa hlut í OZ sem svaraði samtals til 2,3% hlutar í fyrirtækinu, að andvirði um 600 þúsund dollara, en á þess- um tíma sögðu forsvarsmenn OZ Guðjón Már Guöjónsson. Skúli Mogensen. markaðsvirði þess vera um 25 milljónir dollara. í byrjun árs 1999 var svo gerður stór samningur við símafyrirtæk- ið Ericsson sem var metinn á um einn milljarð króna. Fljótlega eftir það var skrifstofa OZ opnuð í Sví- þjóð og á sama tíma keyptu FBA og Landsbréf nýtt hlutafé í fyrir- tækinu. Verðmæti OZ á þessum tíma var talið nema um 11 millj- örðum íslenskra króna. Við þetta tækifæri var því spáð að gengi hlutabréfanna myndi snarhækka, og þar af leiðandi einnig verðmæti fyrirtækisins. Þetta gekk eftir og þegar búið var að ganga frá samn- ingnum við Ericsson hækkuðu hlutabréfin hratt í verði. Til marks um það var gengi fyrirtæk- isins í ársbyrjun 1999 2,3 dollarar á hlut en var komið upp i 3,80 doll- ara í mars sama ár. OZ var á tíma- bili meira virði á markaði en rót-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.