Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 17
17
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
H>V_________________________________________________________________________________________________Menning
Ferskur vorboði
DV-MYND E.ÓL.
Örlagavaldurinn: Hýrt daöur hinna konungbornu persóna
Sveinn Geirsson og Halldóra Geirharösdóttir í hlutverkum Polyxenes og Hermione.
Á undanförnum misserum hefur ís-
lenskum leikhúsgestum gefist kostur á aö
sjá fjölda verka eftir William Shakespeare.
Þar má nefna Lé konung sem L.R. sýndi
haustið 2001, uppfærslur Vesturports á
Títusi í fyrra og Rómeó og Júlíu sem enn
er á fjölunum og verðlaunaða sýningu
Leikfélags Akureyrar á Hamlet síðastliðið
haust. Þá má líka nefna uppsetningu Leik-
félags íslands á Shakespeare eins og hann
leggur sig, bráðskemmtilega og vel heppn-
aða tilraun til að kynna verk skáldjöfurs-
ins í eitt skipti fyrir öll. Vitanlega voru
þessar sýningar ólíkar innbyrðis enda
túlkunarleiðir leikstjóranna afar misjafn-
ar.
í gær frumsýndi svo Leikfélag Reykja-
víkur Sumarævintýri, útfærslu Benedikts
Erlingssonar leikstjóra og leikhópsins á
Nýja sviðinu á Vetrarævintýri. Benedikt
leikstýrði einmitt Shakespeare eins og
hann leggur sig og tveir úr leikhópi Nýja
sviðsins, þau Halldóra Geirharðsdóttir og
Halldór Gylfason, léku í þeirri uppfærslu.
Það er ýmislegt líkt með þessum sýning-
um því í báðum er öll umgjörð einfóld og
lagt kapp á að gera hlut leikaranna sem mestan.
Leikur er færður í stílinn og nánast yfirdrifmn á
köflum enda á áhorfandinn ekki að velkjast í vafa
um að hann sé á leiksýningu þar sem hlutverk
leikaranna er að miðla ákveðinni sögu til áhorf-
enda.
Efniviðurinn í Sumarævintýri er sannarlega
ævintýralegur því þar er farið heimshorna á milli
og fjallað um mannlegan harmleik sem hlýst af til-
hæfulausri afbrýðisemi Leontes, konungs af
Sikiley. Afbrýðisemin verður til þess að hann
missir besta vin sinn, Polyxenes konung af Bæj-
aralandi, eiginkonuna Hermione og bömin sín
tvö. Sonurinn deyr en hins vegar fær ráðgjafi
hans það hlutverk að bera út dóttur hans ný-
fædda. Hann fer með hana alla leið til Bæheims
þar sem gamall hirðir finnur hana og elur upp
sem sína eigin dóttur. Perdíta, eins og stúlkan
heitir, er óvenju fógur og þegar hún verður gjaf-
vaxta fellur Florizel, sonur Polyxenes konungs,
kylliflatur fyrir henni. Konungi hugnast ekki
ráðahagurinn og því neyðist unga parið til að flýja
land og fyrir atbeina Camillos, sem áður var ráð-
gjafi Leontes, halda þau til Sikileyjar. Eins og í öll-
um alvöru ævintýrum sigrar ástin að lokum og
Leontes fær annað tækifæri sem ekki verður far-
ið nánar út í hér.
Leikhópurinn á Nýja sviðinu hefur eflst með
hverju verkefni og uppfærslan á Sumarævintýri
er enn ein rós í hnappagatið. Sem fyrr er hópur-
inn skipaður Þór Tulinius, Sóleyju Elíasdóttur,
Gunnari Hanssyni, Hörpu Arnardóttur og þeim
Halldóru og Halldóri sem áður
voru nefnd. En Sveinn Geirsson
er nýr liðsmaður og sérlega kær-
komin viðbót í sýningu sem bygg-
ir jafn mikið á tónlist og raun ber
vitni. Það eru leikararnir sem
eiga heiðurinn af tónlistinni og
frábærum textum sem undir-
strika enn frekar þau hughrif sem
leikstjórinn vill ná fram hverju
sinni. Hljóðfæraleikur er sömu-
leiðis í höndum leikaranna og
ekki amalegt að hafa úr jafn fjöl-
hæfum hljóðfæraleikurum að
spila.
Einfóld leikmynd Snorra Freys
Hilmarssonar þjónar sýningunni
fullkomlega og eins og vera ber
eru búningar notaðir til að undir-
strika þjóðfélagslega stöðu per-
sónanna. Engu er ofaukið hvað
varðar leikmuni enda áherslan á
list leikarans eins og áður segir.
Þótt gamansemin sé vissulega
fyrirferðarmikil í Sumarævintýri
er dramatíkin það ekkert síður.
Leikaramir sveifla sér fimlega
upp og niður tilflnningaskalann
og eiga allir hrós skilið fyrir frammistöðuna.
Mögnuð túlkun Halldóru á Hermione og harm-
rænum örlögum hennar lét engan ósnortinn og
verður eflaust lengi í minnum höfð en aðrir leik-
arar gáfu henni lítið eftir. Uppfærsla Benedikts
Erlingssonar á Sumarævintýri er veisla fyrir
augu og eyru og góður lokahnykkur á vel heppn-
uðu leikári á Nýja sviðinu.
Halldóra Friðjónsdóttir
Lelkfélag Reykjavíkur sýnir á Nýja sviðinu: Sumarævintýri
eftir William Shakespeare, Benedikt Erlingsson og leikhóp-
inn. Þýöing: Indriöi Einarsson. Umsjón meö tónlist: Halldór
Gylfason og Sveinn Geirsson. Lýsing: Kalle Olavi Ropponen.
Búnlngar: Guðrún Lárusdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm-
arsson. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson.
Áheyrnarpróf
Nú um helgina,
12.-13. apríl, verða opin
áheyrnarpróf í Borgar-
leikhúsinu fyrir óper-
una Krýning Poppeu
sem Sumarópera
Reykjavíkur setur upp í
samvinnu viö Borgar-
leikhúsið. Leitað er að
öllum röddum, bæði í
aðalhlutverk, smærri
hlutverk og kór. í óper-
unni eru 17 hlutverk.
Sumaróperan setti í
fyrra upp sýninguna
Dido og Eneas við mikið
lofgagnrýnenda og svo
góða aðsókn að færri
komust að en vildu.
Krýning Poppeu eftir
Claudio Monteverdi
telst eitt merkasta verk
síðendurreisnartímabils-
ins. Hún fjallar um
Neró keisara í Róm og
tilraunir hans til að
gera ástkonu sína að
keisaraynju, en til þess
þarf hann að koma eig-
inkonu sinni frá. Verkið
einkennist af dramatík
og beittum húmor og
verður sýningin lífleg
og nýstárleg, eins og
Sumaróperan er þekkt
fyrir.
Velski stjórnandinn
Edward Jones snýr aft-
ur til landsins til að
stjóma hljómsveitinni
og leikstjóri verður sem
fyrr Magnús Geir Þórð-
arson. Framkvæmda-
stjóri Sumaróperunnar
er Hrólfur Sæmundsson
og er hægt aö skrá sig í
áheyrnarpróf hjá hon-
um í síma 897 1271.
Hin smyrjcindi jómfrú
Nærondi leiksýning fyrir líkoma og sól.
Sýnt íIðnó:
I minningu Kristjáns Eldjáms
Á annan í páskum, ld. 20.30, verða haldnir tónleikar,
tileinkaðir minningu Kristjáns Eldjárns, gítarleikara
í íslcnsku óperunni. Meðal þeirra sem fram koma eru
Finnur Bjarnason, Kristjana Arngrímsdóttir, Jóel ^H,v ^.'aH
Pálsson og Agnar Már Magnússon, Páll Óskar ^H. w
Hjálmtýsson og Monika Abendroth, Kristinn Ámason
gítarleikari, orgelkvartettinn Apparat, Margrét Eir,
Iiilntar Öm, Bubbi Morthens, Stuðmenn ásamt Eggerti
Þorleifssyni og Guðmundur Pétursson. Einnig verður
sýnd stuttmyndin Tindar eftir Ara Eldjám. Kynnir verður Eva María Jónsdóttir.
Forsala aðgöngumiða er í Skífúnni, Laugavegi 26. Aðgangseyrir er kr. 2.000
og rennur allur ágóði í Minningarsjóð Kristjáns Eldjáms til styrlctar efnilegum
tónlistarmönnum og afreksfólki í tónlist. Sjóðurinn tekur einnig við
minningargjöfúm og fijálsum ffamlögum (bankareikningur: 0513 18 430830,
kt.: 650303-3180).
Leikfélag Reykjavtkur
STÓRA SVIÐ
ÖFUGU MEGIN UPPU. Derek Benfteld
Forsýning fi. 24/4 kl. 20 - Kr. 1.000
FRUMSWING su. 27/4 - UPPSELT
Mi. 30/4 kl. 20 - Tilboðkr. 1.800
Fi. 1/5 kl. 20 - TUboðkr. 1.800
PUNTILA OG MATTI r. Bertolt Brecht
Su. 13/4 ki. 20
Lau. 26/4 kl. 20
Su. 4/5 kl. 20
Su. 11/5 kl. 20
SÖNGLEIKURINN SÓL 8< MÁNI
eftir Sálina og KarlAgúst Ú/fsson
Ikvöldkl. 20
Lau. 12/4 kl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
Lau 3/5 kl. 20
Fö. 9/5 kl. 20
í vor
TÍBRÁ: Prokofieff & Poulenc
Tónleikaspjall Þorkell Sigurbjörnsson.
Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Prokofieff
og Rhapsodie Négre eftir Poulenc.
Flytjendur KaSa hópurinn. Gestaflytjandi:
Einar Jóhannesson, klarinett. Styrktar-
og samstarfsaðiliar: Omega Farma,
12Tónar, Stafræna hljóðupptökufélagið,
Kökuhornið, Nói&Sirius.
Verð kr. 1.500/1.200
Hjörturinn tekur á rás
Vox Academica og Rússíbanarnir
frumflytja verk eftir Hróðmar
Sigurbjörnsson, Ijóð Isak Harðarson. A
efniskrá einnig klezmer-tónlist, íslensk
þjóðlög og napólítanskir söngvar.
Einleikari Sigrún Eðvaldsdóttir.
Einsöngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Verð kr. 2.000
ATH. Sýningum lýkur
NYJA SVIÐ
SUMARÆVINTÝRI
e. Shakespcare og leikhópinn
Su. 13/4 kl. 13 - ATH. Breyttan sýningartíma
Mi. 23/4 kl. 20
Lau. 26/4 kl. 20
Su. 27/4 kl. 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ
KONAN HANS VÆRI HATTUR
ejtir Peter Brook og Maric-Hcl'ene Estienne
fkvöldkl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
Fi. 1/5 ki. 20
KVETCH eftir Steven Berkoff,
I SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI
Su. 13/4 kl. 20
Fí. 24/4 kl. 20
Lau. 3/5 kl. 20
ATH. SÍHJSTU SWINGAR
15.15 TÓNLEIKAR -12 TÓNAR
Sídíúnir útgáfutónleikar
Lau. 12/4 kl. 15.15
Juxuíituu
Mið. 16. apríl, kl. 20.00, örfá sæti
Lau. 19. apríl, kl. 20.00
Lau. 25. aprfl, kl. 20.00
Sun. 26. aprfl, kl. 20.00
Síðustu sýningar.
Tríó Artis
Gunnhildur Einarsdóttir, harpa, Kristjana
Helgadóttir, flauta og Jónína
Hilmarsdótdr, víóla, flytja verk eftir Jolivet,
Takemitsu,Vieuxtemps og Debussy.
Verð kr. 1.500/1.200/750
„Til að kóróna herlegheitin er boðið
upp á Ijúffengt smurbrauð fyrir
sýningu og því óhœtt lofa þeim sem
laka allan pakkann nœrandi
kvöldstund fyrir sál og líkama. “
H.F., DV
TÍBRÁ: Sönglög Páls ísólfssonar
Hanna Dóra Sturludóttir, Finnur
Bjarnason og Nína Margrét Grímsdóttir
flytja öll sönglöng Páls í tilefni 110 ára
ártíðar hans.
Verð kr. 1.500/1.200
ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR eftirEveEnsler
Su. 13/4 kl. 21. Ath. breyttan sýningartima
Lau. 3/5 kl. 20
Takmarkaður sýningafjöidi
"Charlotte var hreint út sagt frábœr
í hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar
og hún átti ekki t neinum vandrœðum
með að heilla áhorfendur upp úr
skónum með... einlœgni sinni,
ósviknum húmor og ekki síst kómtskri
sýn á hina íslensku þjóðarsál."
S.A.B. Mbl.
LITLA SVIÐ
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
f SAMSTARFI VIÐ SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ts á eftir!
Lau. 12/4 kl. 14 - UPPSELT
Lau. 26/4 kl. 14
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakesp eare
I SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT
Lau. 12/4 kl. 20
Fö. 25/4 kl. 20
'Eróttskur dans rœkjubrauðsneiðar og
lifrakœfubrauðsneðar var sérlega
eflirminnilegur og svo ekki sé minnst
á litlu rœkjunna sem sveiflaði sér
fimlega upp og niður
tilfinningaskalann. "
HF, DV
BORGARLEIKHUSIÐ
Sunnudagur 13. apríl kl. 20
eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Agúst Úlfsson
Miðvikudagur 16.
ALLIR i IEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA!
Borgarleikhúsid er fjöiskylduvænt leikhús:
Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsid i
fylgd með forráðamönnum.
(Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.)
Miðasala 568 8000
BORGARLEIKHUSIÐ
Miðasala 5 700 400