Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 Sport Frank De Boer: Blackburn freistar Frank De Boer, leikmaður Barcelona, er með lausan samning þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Hann hefur viöurkennnt að hann getur vel hugsað sér að ganga til liðs við Blackbum í ensku úr- valsdeildinni. Félagið hafði áður neitað því að það hefði áhuga á leik- manninum en nú þykir ekki ólík- legt að vilji sé fyrir hendi hjá Greame Souness, framkvæmda- stjóra Blackburn, að fá kappann í sinar herbúðir. „Ég hef séð Blackbum leika í sjónvarpinu og ég er hrifmn af því hvemig þeir reyna alltaf að leika knattspyrnu. Ég hef alltaf sagt að ég heíði áhuga á að reyna fyrir mér í Englandi eftir að hafa lokið samningi mínum á Spáni.“ -PS Undanúrslit, fyrri leikir Celtic-Boavista .............1-1 0-1 Joos Vaalgaeren (49. sjm.), 1-1 Henrik Larssen (50.) Celtic: Robert Douglas, Bobo Balde, Johan Mjallby, Joos Vaalgaeren, Paul Lambert, Neil Lennon, Stilian Petrov (David Fernandes 77.), Alan Thompson, Didier Agathe, John Hartson, Henrik Larsson. Boavista: Alexandre Ricardo, Femando Avalos, Guterres Eder, Nascimento Erivan, Jorge Mario, Loja, Cesar Paulo Turra, Filipe Anunciacao, Joaquim Martelinho, Luis Pedrosa, Carlos Alberto Duda, Soares Luiz Claudio (Arlindo Cafu 46.HSilva Bosingwa 80.). Gul Spjöld: Paulo Turra (Boavista 67.), Bobo Balde (Celtic 90.), Alexandre Ricardo (Boavista 90.).£ Áhorfendur: 60.000 Dómari: Frank Bleeckere (Belgíu). Porto-Lazio ..................4-1 O-l Claudio Lopez (5.) 1-1 Nuno Maniche (10.), 2-1 Vanderlei Derlei (27.) 3-1 Vanderlei Derlei (50.), Manuel Postiga (56.). Porto: Vitor Baia, Jorge Costa, Jorge Nuno Valente, Paulo Ferreira, Alberto Ricardo Carvalho, Dmitri Alenitchev (Tiago (81.), Jose Costinha, Anderson Deco, Nuno Maniche, Vanderlei Derlei (Jankauskas 85.), Manuel Helder Postiga (Marco Ferreira 59.). Lazio: Angeio Peruzzi, Rodriquez Cesar, Femando Couto, Guiseppe Favalli (Castroman 68.), Sinisa Mihajlovic, Guiseppe Pancaro, Stefano Fiore, Diego Simeone (Giannichedda 70.), Dejan Stankovic, Enrico Chiesa (Simone Inzaghi 57.), Claudio Lopez. Gul spjöld: Guiseppe Favalli (Lazio 41.), Guiseppe Pancaro (Lazio 49.), Stefano Fiore (Lazio 74.), Cesar (Lazio 90.), Lucas Castroman (Lazio 90.) Áhorfendur: 45.528 Dómari: Kyros Vassaras (Grikkl.). Formúla 1: BMWmeð eigið lið? Svo getur farið að BMW-bíla- framleiðandinn, sem er aðili að WOliams-liðinu í Formúlu 1, muni senda eigið liö tO keppni í framtíðinni en forsvarsmenn BMW eru óánægðir með frammi- stöðu WiOiams-liðsins. Það er hins vegar ljóst að BMW hyggst klára yfirstandandi keppnistímabO með WOliams- liðinu, en hlutur þýska bOafram- leiðandans i samstarfinu er að sjá liðinu fyrir vélum. Þá segja forsvarsmenn BMW að eins og staðan sé í dag sé fullur vOji tO að halda samstarfmu áfram, en verði þróuninni hins vegar ekki snúið við sé ekkert annað að gera en að stofna sitt eigið lið. -PS Henrik Larsson horfir hér til himins eftir að hann hafði misnotað vítaspyrnu gegn Boavista í gærkvöld, en markvörður portúgalska liðsins varði spyrnuna frá Larsson. Það er Marjo Loja, leikmaður Boavista, sem fylgist glöggt með angist sænska leikmannsins. Reuter Celtic tók á móti Boavista í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld: Larsson misnotaði víti - Henrik Larsson skoraði eitt mark og misnotaði víti. Stórsigur Porto á Lazio Celtic gerði 1-1 jafntefli við Boa- vista í undanúrslitum Evrópu- keppni félagsliða, en leikurinn fór fram í Glasgow. Það féO ekkert með liði Celtic því Henrik Larsson mis- notaði vítaspymu sem hefði komið Celtic yfir, 2-1, auk þess sem Joos Valgaaeren, leikmaður Celtic, gerði sjálfsmark og kom þannig gestunum yfir. Þetta eru mikO vonbrigði fyrir Celtic sem hafði gert sér vonir um að fara í síðari leikinn með þægi- lega forystu, en það er ljóst að síðari viðureignin verður Skotunum erfið. Celtic hefur ekki leikið tO úrslita í Evrópukeppni síðan 1970 Þrátt fyrir að hafa fengið eitt viti í leiknum og brennt af vOdu leik- menn Celtic fá fleiri, í það minnsta tvö i viðbóti, en í bæði skiptin töldu þeir leikmenn Boavista hafa leikið knettinum með hönd í eigin vita- teig. Þá voru þeir ósáttir við tima- tökuna í leiknum, en dómarinn bætti við þremur mínútum í leikslok. Celtic-menn vOdu hafa það mun meira, meðal annars vegna þessa að þeim fannst leikmenn Boa- vista hrynja niður af minnsta tOefni og liggja fuflengi á jörðinni, gerandi sér upp meiðsl. „Þessi handaatvik eru hlutir sem menn virðast þurfa að láta yflr sig ganga í Evrópu og ekk skO ég hvemig dómarinn fékk út aðeins þrjár mínútur í viðbótar- tíma. Ég myndi vilja sjá leikinn aft- ur og ég er viss um að taflrnar voru í það minnsta 10 mínútur. Leikirnir í Evrópukeppninni eru líkamlega erfiðir, en í dag var mik- ið um leikaraskap á meðal andstæð- inga okkar auk þess sem þeir voru stöðugt að toga í peysur okkar manna, “ sagði John Hartson, leik- maður Celtic. Martin O'NeOl, framkvæmda- stjóri Celtic, sagði að leikmenn sín- ir hefðu verið vonsviknir i búnings- kiefanum eftir leikinn, en menn ættu í raun ekki að vera það. „Við erum í undanúrslitum Evrópu- keppninnar og þetta er í fyrsta skipti sem Celtic er hluti af þeirri keppni eftir jól í 23 ár. Menn em kannski dálítið pirraðir yfir úrslit- um kvöldsins, en þetta er ekki búið eins og dæmið sannar í viðureign- inni gegn Liverpool á dögunum. Leikmenn Porto komu tO að vinna ákveðiö verkefni sem þeir gerðu vel. Mér heíði hins vegar ekki kom- ið á óvart þó að dómarinn hefði bætt við 13 mínútum í leikslok," sagði Martin O'NeiO. Porto vann stórsigur á Lazio í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fór í Porto. Lazio komst yfir strax í leiknum með marki frá Claudio Lopez en þá sögðu leik- menn Porto stopp, hingað og ekki lengra og svöruðu með fjómm mörkum á 46 mínútum. Staða Porto er góð fyrir síðari leik liðanna. Það gæti orðið söguleg stund ef portúgölsku liðin komast bæði áfram og lenda saman í úrslitaleik, því aldrei í sögu Evrópukeppninnar hafa lið frá sömu borg leikið tO úr- slita í Evrópukeppni. Porto og Boa- vista koma bæði frá Porto og því yrði um sannkaflaðan nágrannaslag að ræða. -PS Frá Augusta golfvellinum í Georgíu í gær, en þar var keppni frestaö vegna rigninga. US Masters í golfi: Frestaö vegna rigninga Fyrsta degi US Masters í golfi, sem fram mun fara á Augusta golf- vellinum í Georgíu, hefur verið frestað vegna rigninga. Þess í stað verða leiknar 36 holur í dag, eða tveir hringir, og þrátt fyr- ir þetta er gert ráð fyrir að mótinu ljúki á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn í sögu keppn- innar sem fresta þarf keppni vegna veðurs, en það hefur rignt gríðarlega á keppnissvæðinu undanfama daga og þótti vöUurinn ekki í keppnis- hæfu ástandi í gær. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.