Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 Skoðun DV Skoðun Jakob Bragi Hannesson skólastjóri Hlíöarhúsaskóla „Einkunnarorðin eru þæg- indi, meiri þægindi, enn- þá meiri þægindi. Allt gengur út á það að svaia þægindasjónarmiðum sín- um. Hvað ber ég úr být- um? Hvað fæ ég borgað fyrir viðvikið?*1 Langt aftur í árdaga voru menn uppteknir af því aö skilgreina hvaö hiö svokallaða „góða líf‘ væri. Grísku heimspekingarnir Sókrates, Platón og Aristóteles fóru þar fremstir í flokki. Hið góða líf að þeirra mati ákvarðað- ist fyrst og fremst af dyggðugu líf- erni, sjálfskoðun ásamt andlegri og líkamlegri ögun. Hið góða líf og hið Ijúfa líf í dag eru þessir mannkostir enn í hávegum hafðir en þeir eru þó fáséðir í lundarfari nútímamanns- ins. Nútímamaðurinn leggur aðra merkingu í „hið góða líf‘. í huga nútímamannsins er „hið góða líf ‘ í rauninni „hið ljúfa líf‘. Ein- kunnarorðin eru þægindi, meiri þægindi, ennþá meiri þægindi. Allt gengur út á það að svala þæg- indasjónarmiðum sínum. Hvað ber ég úr býtum? Hvað fæ ég borg- að fyrir viðvikið? í augum nú- tímamannsins er þægindasjónar- miðið og gróðahyggjan leiðin að „hinu góða lífi“. Til hvers að leggja eitthvað á sig? Þú berð ekk- ert meira út býtum við það! Strit- ið veldur þér bara óþægindum. Vinnan var talin vera dyggð hér áður fyrr og mannkostir voru meðal annars metnir eftir vinnu- Þægindi og aftur þægindi - þaö er sú merking sem nútímamaöurinn leggur í „hiö góöa líf“. framlagi launþegans og atorku hans. í dag er þessu öðruvísi far- ið. Best er að bjóða atvinnurek- andanum upp á lágmarks vinnu- framlag því þá slítum við okkur ekkert út. Það er ill nauðsyn að vinna og vinnuframlag mitt skipt- ir engu máli. Þetta er því miður viðkvæði nútímamannsins. Borgað fyrir greiðann Hér áður fyrr voru greiðvikni og sjálfboðamennska sjálfsögð. Menn gáfu af sjálfum sér og upp- skáru gleðina og þakklætið í stað- inn. í dag er sjálfboðamennska fá- gæt og greiðviknin er á undan- haldi. Lítið fer fyrir náungakær- leikanum. Þú hjálpar engum nema þú fáir ríkulega borgað fyr- ir greiðann í beinhörðum pening- um Best er að vita sem minnst um náungann og hleypa engum að sinni lokuðu veröld. Þetta er dapurleg staðreynd sem löngu er tímabært að reyna að sporna við. Hiö góða líf nútímamannsins er líf hnignunarinnar, siðspilling- arinnar og hræsninnar. Skilaboð- in og fyrirmyndimar koma ofan frá. Siðspilltir stjórnmálamenn og atvinnurekendur maka krók- inn af þvílíkri græðgi og djörfung að undan svíður. Það er löngu tímabært að íslenska þjóðin taki höndum saman og reyni að koma á mannbætandi samfélagi. Við getum eingöngu spornað við þess- ari vá með því að ráðast á kaun- ið. Kaunið hefur því miður tekið sér bólstað í hugum flestra lands- manna. Dygðugt líferni er því miður á undanhaldi og okkur skortir fyrirmyndirnar. Látum til skarar skríða og tökum upp dygðugt líferni með náungakær- leika að leiðarljósi. Látum sið- spillta stjórnmálamenn og at- vinnurekendur lönd og leið. Tök- um til í ranni vorum. Hið „góða líf ‘ hefst innan frá. Þekktu sjálf- an þig og vertu þinn eigin lærifaðir. Því er nú einu sinni þannig fariö að þegar fyrirmynd- ina vantar alls staðar í kringum þig verður þú sjálfur að vera fyr- irmyndin. Með réttri breytni og með útgeislun gætir þú stuðlað að mannbætandi lífi. Hið góða líf er nefnilega ekkert annað en til- tekt í sálarlífi einstaklingsins. Lærðu að breyta því sem þú get- ur breytt, nefnilega sjálfum þér. Hann er þó formaðurinn Hilmar SigurOsson skrifar: Mann er farið að gruna margt í sambandi við þau reið- innar ósköp af viötölum og sviðsljósa- heimsóknum sem forsætis- ráðherraefni Samfylking- arinnar er leitt I þessa dagana. í sameiginlegum viðtölum þar sem formenn allra stjórnmála- flokkanna eru kallaðir til skrafs er enginn formaður Samfylkingarinnar til staðar, heldur fyrrverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún. Össur Skarp- héðinsson er þó formaðurinn, ekki rétt! Það er verið að ýja að því núna á kaffistofum víða að Össuri skuli vikið frá sem mest fram að kosningum því hann sé of hallur undir sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn og vilji mjög draga í land með ýmsa áhersluþætti sem Ingi- björg Sólrún hvikar hins vegar aldrei frá. Össuri er því aðeins leyft að hamra á einhverju sem litlu máli skiptir og að endur- taka eitthvað frá liðinni tíð, en forðast öll stefnumál. Það er orðið áberandi hve Össuri er stjakað frá. Hann á nú aðeins eina útgönguleið; láta Ingi- björgu víkja að mestu úr sviðs- ljósinu til kosninga. Össur Skarphéðlnsson. „Vllja menn horfa á skuldabagga útgerðarinnar þenjast út, þannig að úr verði þjóðargjaldþrot eftir fáein ár?“ Framsalið hefur afvegaleitt ágætis menn Garðar H. Björgvinsson útgm. og bátasmiður, skrifar: Þegar á hólminn er komið með af- nám spillingarinn- ar í sjávarútvegs- málum renna tvær grímur á annars ágætis menn. Nú er það buddan sem vegur. Fjárhagsleg framtíð samfélags- ins, réttlætiskennd- in sem undir blundar, já allt þetta má fara til fjandans fyrir fá- einar skítugar krónur. - Er mað- urinn nokkuð frábrugðinn dýri merkurinnar þegar magafyllin er annars vegar? Auðvitað er svona hugsana- gangur aumkunarverður. Þess vegna - og það getum við bókað og ef Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur halda velli er það ekki af öðru en því að sú spilling sem þessir flokkar hafa gróðursett í „Þegar svo er komið að aðalatvinnuvegur þjóðar- innar er kominn í einka- eigu fáeinna útgerða og flutningafyrirtœkið Eim- skip er síðan orðið eig- andi stórs hluta afla- heimilda smáþorpanna á ströndinni, ja, þá er ein- faldlega kominn tími til að segja: Hingað og ekki lengra.“ þjóðarsálinni er orðin svo rótgró- in að hún fylgir þessu vesalings fólki eins og trúarbrögð fram á grafarbakkann. Vilja menn horfa á skuldabagga útgeröarinnar þenjast út, þannig að úr verði þjóðargjaldþrot eftir fáein ár? En það mun verða á allra næstu árum, fari allt sem horfir. Röng flskveiðistefna, rányrkja og eyðilegging lífríkisins; þetta leiðir að lokum til algjörs' hruns fiski- stofna. Þeir fáu aðilar sem hafa eignað sér og sínum allan ágóða af hinni sameiginlegu auðlind lands- manna með sérpöntuðum laga- setningum þurfa ekkert annað en að forða sér í sínar einkavillur á sólarströnd vítt og breitt um heiminn. Þegar svo er komið að aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar er kom- inn í einkaeigu fáeinna útgerða og flutningafyrirtækið Eimskip er síðan orðið eigandi stórs hluta aflaheimilda smáþorpanna á ströndinni, ja, þá er einfaldlega kominn tími til að segja: Hingað og ekki lengra. - Stefna Frjáls- lynda flokksins er því sú sem landsmenn geta sannanlega stutt með góðri samvisku. Sofandi verkalýðsfélög JMG skrifar: Rétt er það hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni í forystugrein í DV að stofnanir ýmsar sem eiga að vinna fyrir fatlaða sinna ekki skjólstæðingum sem skyldi. Þess í stað vinna þær fyrir sjálfar sig. Stórt vandamál og alþekkt. Gagn- rýni Sigmundar Ernis á rétt á sér og ætti að verða upphaf að stóru átaki. Víðar er pottur brotinn; verkalýðsfélög vinna ekki fyrir at- vinnulausa félaga sína en þjóna fremur duttlungum eigin stjórn- enda. Þetta vita þeir mörgu sem ganga um atvinnulausir. Eftir því sem fleiri menntamenn verða at- vinnulausir verður erfiðara að þagga þetta niður. Stéttarfélagið Efling sefur enn á verðinum. Fé- lagið á að vinna fyrir sitt fólk en ekki fyrir kerfið. Og Efling á líka að vinna fyrir fleiri en félaga sína, til dæmis gæti félagið beitt sér í ýmsum málum sem Sigmundur tí- undar í grein sinni. Verkalýðsfé- lögum á ekkert að vera óviðkom- andi. Og hagsmunir fólksins eiga ævinlega að vera í fyrirrúmi. Kýs almættiö Jónas Bjarki Gunnarsson hringdi: Nú eru að nálgast kosningar og allir flokkar á íslandi eru stefnu- lausir með þrönga hagsmuni inn- anborðs. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lofa öllu fögru eins og menn sem eru að drukkna og biðja um líf. Best er að kjósa almættið. Gunnar G. hringdi: Erótíkin á leikinn - rómantíkin er víös fjarri. Ótrúlegt kyn- færa- og uppá- ferðatal á sér stað í fjölmiðl- um, ekki síst í sjónvarpinu, afar órómantískt tal. Myndir af kynlífi og djarfri nekt virðist leiðin til að selja vöru og þjónustu. Eflaust mun létt pornó verða í auglýsingum stjórnmála- flokkanna. Hvað annað? Stjóm- málamenn eru til í allt þessar vikurnar, drekka jafnvel óþverra bara til að komast að á sjónvarps- stöðvunum. Ógeðið, klámið og of- beldiö fer auðvitað í taugarnar á öllu hugsandi fólki. Fjölmiðlar eiga að virða þau gildi sem höfð hafa verið í heiðri varðandi blygðunarsemi. Fjölmiðlar eiga ekki að iðka bjálfaskap eins og nú viröist mest í tísku. Stjórn- málamenn eiga líka að sýna reisn, afla sér virðingar og hafna með öllu vitleysisganginum. Vitiö þér enn - eða hvað? Sigurjón Jónsson skrifar: Lœtur hann lögmál byrst, lemja og hrœöa. Eftir það fer hann fyrst, að frióa og grœða. Svo kvað séra Hallgrímur Pét- ursson forðum. Þetta minnir nokkuð á aðfarir Bush og samlede venner (Coalition Partners) austur í írak. Að stríði loknu ætlar þetta kompaní að hefja endurreisnar- starf. Þar i hópi eru Davíð og Halldór. Sennilega gætu þeir sent Bush um leið kveðju sína með orðum skáldsins: Ég fel í sérhvert sinn, sál og líkama minn, í vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn. Vitið þér enn - eða hvað? DV| Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.