Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 17
16
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjóri: Óli Bjöm Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarrítstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíó 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritsqórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ábyrgðarleysi
Nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu
Reykjavíkur voru vígðar í fyrradag,
síðasta vetrardag. Hin nýja bygging er
um 14 þúsund fermetrar að flatarmáli
en gert er ráð fyrir að heildarflatarmál
höfuðstöðvanna verði um 22 þúsund
fermetrar þegar öllum framkvæmdum
lýkur. Húsið er glæsilegt á að líta,
borgarprýði og ber íslenskri hönnun
og fagmennsku gott vitni.
Heildarkostnaður við skrifstofubygginguna er áætlaður
um 2,9 milljarðar króna eða sem nemur 213 þúsund krón-
um á fermetra. Því hefur verið haldið fram að kostnaður á
hvem fermetra sé lægri en við sambærilegar byggingar
sem reistar hafa verið undanfarin þrjú ár. Gott er ef satt
reynist en rétt er að vekja athygli á því að áætlaðar tölur
um kostnað vegna þessarar stórbyggingar Orkuveitu
Reykjavíkur hafa verið verulega á reiki og til muna lægri
en nú er komið á daginn. Það er landlægur og óþægilegur
vandi skattgreiðenda, eða í þessu tilviki viðskiptavina
Orkuveitu Reykjavikur, að kostnaður við opinberar fram-
kvæmdir er oft á tíðum stórlega vanáætlaður. Dæmi um
vanáætlanir og framúrkeyrslu vegna opinberra fram-
kvæmda eru rakin í blaðinu í dag.
Fram kom í DV í fyrradag að byggingarkostnaður vegna
hinna nýju höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur hefði farið
um 700 milljónir króna fram úr upphaflegri kostnaðaráætl-
un. Vitnað var í yfirheyrslu í DV yfir Alfreð Þorsteinssyni,
stjórnarformanni Orkuveitunnar, í apríl í fyrra. Þar var
hann spurður hvort rétt væri að kostnaður við nýju höfuð-
stöðvamar yrði ekki 1,8 milljarðar króna, eins og áætlað
var i upphafi, heldur nær 3 milljörðum króna. Alfreð sagði
í svari sinu að þetta væri rangt: „Áætlunin hljóðar upp á
2,2 milljarða króna og hefur gert það frá upphafi. Það er
mjög liklegt að hún standi.“
Nú, aðeins ári síðar, er komið i ljós að rétt var að kostn-
aðurinn lá nær þremur milljörðum króna. Þær tölur sem
stjómarformaðurinn nefndi vom fjarri byggingarkostnaði,
svo nemur 700 milljónum króna. Það er drjúg viðbót sem
aðeins verður greidd úr vösum orkukaupenda veitunnar.
Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins i borgar-
stjórn Reykjavíkur, gagnrýndi kostnaðaráætlanir vegna
byggingar höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavikur fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar i fyrra. í aðdraganda þeirra deildu
þeir Alfreð Þorsteinsson um kostnaðartölumar. Nú liggur
fyrir að þær reyndust þetta miklu hærri en stjórnarfor-
maður orkuveitunnar og borgarfulltrúinn Alfreð Þorsteins-
son hélt fram. Skýringar Alfreðs í DV i fyrradag bera þess
vitni að honum finnst sem um smápeninga sé að ræða. Þeg-
ar hin ársgömlu ummæli voru borin undir Alfreð sagði
hann: „Uppreiknuð kostnaðaráætlun frá því í sumar er um
2,5 milljarðar króna og því hefur verið farið um 400 millj-
ónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Það sem voru 2,2
milljarðar í april eru 2,5 milljarðar í dag. Umframkostnað-
urinn þykir mjög lítill miðað við opinberar byggingar.“
Stjórnarformaðurinn og borgarfulltrúinn nánast ypptir
öxlum vegna mörg hundruð milljóna króna framúrkeyrslu
byggingarkostnaðarins. í orðum hans endurspeglast það
viðhorf að ekkert tiltökumál sé að hin opinbera bygging
reyndist þetta dýrari en ætlað var, hvort heldur nemur 400
eða 700 milljónum króna. Aukakostnaðinum er einfaldlega
velt yfir á viðskiptavini Orkuveitunnar í þessu tilviki. í
öðrum tilvikum, þegar kostnaður vegna opinberra fram-
kvæmda fer langt fram úr áætlunum, er skattgreiðendum
gert að borga.
Þegar upp er staðið virðist enginn bera ábyrgðina.
Jónas Haraldsson
Skoðun
Frá Bagdad til Damaskus
„Samkvæmt [stefnunni] áskilja Bandaríkin sér rétt til að ráðast að fyrra bragði á
hvert það ríki sem ógnar öryggishagsmunum þeirra eða stöðu í alþjóðakerfinu. Þetta er
svona svipað því að heimila lögreglunni að handtaka þá sem virðast Uklegir til að
brjóta af sér og skutla þeim beinustu leið í steininn áður en þeir fá tœkifœri til þess. “
Bagdad var ekki fyrr fallin
en haukarnir í Washington
fóru að leita að nýju skot-
marki og virðast nú hafa
fundið ákjósanlegan
kandídat í Sýrlandi. Það er
vonandi að yfirlýsingar
haukanna hafi aðeins fall-
ið í óráði sigurvímunnar
og að það sé alls ekki
ætlunin að beygja bara til
vinstri við Bagdad og
halda rakleiðis til
Damaskus.
Það er þó ekki laust við að það
setji að manni nokkum ugg því
það eru sömu menn og hófu barátt-
una fyrir innrásinni í írak sem nú
tala hvað ákafast fyrir árás á Sýr-
land. Enn fremur eru rökin ansi
kunnugleg; að sýrlensk yfirvöld
búi yfir gereyðingarvopnum og
hýsi hryðjuverkamenn auk þess að
hafa skotiö skjólshúsi yfir nokkra
helstu leiðtoga íraka eftir að styrj-
öldin braust út.
Árásin á írak var í upphafi rétt-
lætt á nákvaemlega sama hátt; að
stjómvöld í írak væru skjól fyrir
hryðjuverkamenn og að þar væri
hreinlega allt stútfullt af gereyðing-
arvopnum þrátt fyrir allt vopnaeft-
irlitið. Hvorugt hefur tekist að
sanna og nú talar enginn um þess-
ar röksemdir lengur. Dugir nú að
benda á fantinn hann Saddam sem
nauðsynlegt var að koma frá völd-
um hvað sem það kostaði. Og það
kostaði svo sannarlega. Erfitt verð-
ur að halda því sama fram um
Bashar al-Assad.
Málatilbúnaður gegn Sýrlandi
Það var yfirhaukurinn Donald
Rumsfeld, vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sem fyrstur beindi
spjótum að Sýrlandi þegar hann
gagnrýndi stjórnvöld í Damaskus
fyrir að stöðva ekki íraska stjórn-
arliða sem hann segir að hafi flúið
yfir landamærin til Sýrlands. Hon-
um þótti heldur engin afsökun í
því að ógerlegt er fyrir sýrlensk
stjómvöld að koma í veg fyrir að
einhverjir þeirra komist óséðir yfir
hin 400 mílna landamæri.
Enn fremur var Rumsfeld heldur
fúll yfir því aö Sýrlendingar skyldu
ekki hafa stöðvað fjölda múslíma
sem fóru yfir landamærin til íraks
meðan á stríðinu stóð í þeim til-
gangi að koma trúbræðrum sínum
þar til vamar. Og að vopn hafi jafn-
vel flætt í hendur íraka í gegnum
Sýrland.
Ætli það hafi ekki verið fyrir
rúmri viku, eða svo, að Rumsfeld
varaði sýrlensk stjórnvöld sérstak-
lega við því að vera með ógnandi til-
burði (hostile acts) og að þeir yrðu
svo sannarlega látnir sæta ábyrgð,
hvað svo sem það nú þýðir. Þrátt
fyrir þrálátar athugasemdir í garð
Sýrlands segja stjómvöld í Was-
hington nú að engin áform séu uppi
um árás á landið. Sem betur fer.
Samt berast fréttir af því að
vamarmálaráðherrann hafi látið
æðstu hernaðarráðgjafa sína í
Pentagon, þá Doug Feith og Willi-
am Luti, undirbúa málatilbúnað
um árás á Sýrland. Það er vonandi
að þetta sé bara akademísk æfing
en ekki raunverulegur hemað-
arundirbúningur. Kannski er bara
veriö að hræða sýrlensk stjórnvöld
til hlýðni við stórveldið. Ég er ekki
viss.
Raunar eru talsvert meiri líkur á
að Sýrland búi yfir gereyðingar-
vopnum og haldi verndarhendi yfir
hryðjuverkamönnum heldur en
írak. Heimildir herma að Sýrland
hafi um áratugaskeið búið yfir ger-
eyðingarvopnum. Sama gildir um
önnur ríki á svæðinu; til að mynda
Alsír, íran, Egyptaland og ísrael.
Sennilega býr Israel yfir voðaleg-
asta vopnabúrinu á svæðinu og er
það ríki sem hefur verið duglegast
við að herja á nágranna sína að
undanfömu. Það hefur til að
mynda sölsað undir sig stóran
hluta af landsvæði Palestínumanna
og heldur nú öllu svæðinu í heljar-
greipum. Ekki er að sjá að Banda-
ríkjamenn hafi miklar áhyggjur af
því. Þvert á móti. Sýrland hefur
enn fremur um langan aldur verið
griðland fyrir palestínska hryðju-
verkamenn í Hisbollah og Hamas-
samtökunum. En réttlætir það árás
á Sýrland? Auðvitað ekki. Ekki
frekar en að ríkishryðjuverk ísra-
ela réttlæti einhliða og ólögmætar
árásir arabaríkjanna á ísrael.
Forvarnarstríð
Utanríkisstefna Bandaríkjanna
breyttist við valdatöku George
Bush siðari. Tekin var upp stefna
um einhliða aðgerðir í alþjóðamál-
um og markvisst var dregið úr al-
þjóðlegri samvinnu. Washington-
veldið virðist líta svo á að sem eina
risaveldið í heiminum sé alþjóða-
samvinna og alþjóðalög þeim að-
eins til trafala.
Eftir árásirnar 11. september
2001 var enn skerpt á þessari
stefnu þegar tekin var upp áætlun
um svokölluð forvarnarstríð. Sam-
kvæmt henni áskilja Bandaríkin
sér rétt til að ráðast að fyrra bragöi
á hvert það ríki sem ógnar öryggis-
hagsmunum þeirra eða stöðu í al-
þjóöakerfinu. Þetta er svona svipað
því að heimila lögreglunni að
handtaka þá sem virðast líklegir til
að brjóta af sér og skutla þeim
beinustu leið í steininn áður en
þeir fá tækifæri til þess.
Hernaðurinn í írak er af þessu
meiði og hefur haft alvarlegar af-
leiðingar. Þúsundir, ef ekki tugþús-
undir, eru fallnar í valinn. Innvið-
ir landsins eru í rúst og stjómsýsl-
an hrunin. Skortur er á matvælum
og drykkjarvatni. Stjórnleysi og
upplausn er í landinu og glæpa-
gengi fara rænandi og ruplandi.
Ibúar landsins er famir að mót-
mæla veru bandaríska her-
námsliðsins í síauknum mæli. Eng-
inn veit hvemig þessum hildarleik
mun lykta. En eitt er ljóst: Ef ætl-
unin var að koma í veg fyrir frek-
ari hryðjuverk múslíma þá er þetta
ekki aðferðin til þess.
„Aldrei hefur staðan í efna-
hagsmálum verið svo góð
að vinstri mönnum tœkist
ekki að eyðileggja hana á
undraskömmum tíma.“
ur þessi árangur ekki komið af sjálfu
sér. Hann er afleiðing af markvissri
stefnu sem miðast hefur við að auka
sveigjanleika og viðbragðsflýti hag-
Stöðugteaónn er póKtískt aðalatriði
Birgír
Ármannsson
lögfræöingur og
frambjóöandi Sjáif-
stæöisflokksins í
Reykjavíkur-
kjördæmi suöur
Stöðugleiki í efnahagslífi
skiptir afar miklu, bæði fyrir
heimilin og atvinnulífið í
landinu, enda er hann nauð-
synleg forsenda þess að
unnt sé að gera raunhæfar
áætlanir fram í tímann.
Það á jafnt við um áform fjölskyldna
um kaup á húsnæði sem áætlanir fyr-
irtækja um fjárfestingar og rekstur.
Stöðugleikinn, sem rikt hefur hér á
landi á undanförnum árum, hefur líka
skilað sér í verulegri kaupmáttaraukn-
ingu í þjóðfélaginu og bættum starfs-
skilyrðum atvinnulífsins.
Við getum verift stolt af
árangrinum
Síðustu 12 árin hafa ríkisstjórnir
undir forystu Sjálfstæðisflokksins haft
forgöngu um margháttaðar grundvall-
arbreytingar á umhverfi efnahagslifs-
ins. Dregið hefur verið úr opinberum
afskiptum og frjálsræði aukið, fjöl-
mörg ríkisfyrirtæki í samkeppnis-
rekstri hafa verið einkavædd, löggjöf
um atvinnulífð færð í nútímalegra horf
og opnað fyrir frjálsari og nánari við-
skiptatengsl við önnur lönd. Þá hafa
skattar, bæði á fyrirtæki og einstak-
linga, verið lækkaðir en um leið hald-
ið þannig á stjóm ríkisfjármálanna að
uxmt hefur verið að reka ríkissjóð með
afgangi og greiða niður erlendar skuld-
ir. Tekist hefur að halda aftur af verð-
bólgu, sem áratugum saman var helsta
meinsemd íslensks efnahagslífs. Þessi
árangur hefúr skilað sér til fjölskyldna
og heimila enda hefur kaupmáttur
aukist hér jafnt og þétt í níu ár sam-
fleytt, sem er einsdæmi í sögu okkar á
síðustu áratugum.
Stórbætt staða í
alþjóölegum samanburði
Árangurinn kemur hvað skýrast í
ljós þegar horft er til stöðu íslands í
samanburði við önnur lönd. Kaupmátt-
urinn hefur vaxið hraöar, verðbólgan
er lægri og atvinnuleysi er miklu
minna en gerist og gengur í þeim ríkj-
um sem við viljum bera okkur saman
við. ísland hefúr líka hækkað verulega
á samanburðarlistum þar sem lagt er
mat á samkeppnishæfni og frjálsræði í
atvinnulífinu. Lánshæfismat íslenska
ríkisins segir einnig ákveðna sögu, en
hin alþjóðlegu matsfyrirtæki Moodyís,
Standard & Poorís og Fitch hafa fært
ísland upp í efsta lánshæfisflokk á und-
anfömum árum.
í nýlegri skýrslu OECD um íslensk
efhahagsmál er hagstjóm hér á landi
gefm betri einkunn en nokkru sinni
fyrr og einmitt vikiö sérstaklega að því
að kerfisbreytingar undanfarinna ára,
stöðugleiki og aukið frjálsræði, eigi
ríkan þátt í því hversu mjög lífskjör
hér hafa batnað. OECD bendir jafn-
framt á að íslenska hagkerfið hafi sýnt
mikla aðlögunarhæfni þegar komið
var í veg fyrir ofþenslu og ójafnvægi á
mjög skömmum tíma á árunum 2001 og
2002, án þess að það kostaði djúpa nið-
ursveiflu í efnahagslífinu.
Árangurinn er ekki sjálfgefinn
Eins og sjá má af skýrslu OECD hef-
kerfisins, ná fram aukinni hag-
kvæmni, bæði í opinbera kerfmu og
einkarekstri, og síðast en ekki síst aö
efla samkeppnishæfni atvinnulífsins.
Það hefur oft kostað mikil pólitísk
átök að koma framfaramálunum áleið-
is og oft hefúr reynt á pólitiskan styrk
forystumanna ríkisstjórnarflokkanna
og samstöðu og þolgæði þingmanna
þeirra þegar andstaða viö breytingar
hefur verið mögnuð upp, jafnt innan
þings sem utan.
Tækifæri og hættur fram undan
Um þessar mundir bendir flest til
þess að nýtt hagvaxtarskeið sé að hefj-
ast. Jákvæð teikn sjást víða í efnahags-
lífinu og munar þar auðvitað mest um
stórframkvæmdir og aukin umsvif í
orkufrekum iðnaði. Sú uppsveifla sem
þessu fylgir færir þjóðinni mikil tæki-
færi og mun - ef rétt er á málum hald-
ið - tryggja verulegan ávinning fyrir
landsmenn alla. Það verður lykilatriði
í þessu sambandi hvort tekst að við-
halda stöðugleikanum.
Kannski er mikilvægasta spuming-
in, sem kjósendur þurfa að spyrja sig
fyrir kosningamar í vor, hveijum þeir
treysti best til farsællar stjómar efna-
hagsmála við þessar aðstæður. Hvort
þeir telji vænlegra til árangurs að fela
þetta verkefni þriggja eða jafnvel fjög-
urra flokka vinstri stjóm eða tveggja
flokka ríkisstjórn undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins.
Kjósendur geta í því sambandi met-
ið árangur ríkisstjóma Davíðs Odds-
sonar á undanfömum ámm og borið
saman við störf vinstri stjóma fyrri
ára. Um viðskilnað þeirra rikisstjórna
má með sanni segja að aldrei hafi stað-
an í efnahagsmálum verið svo góð að
vinstri mönnum tækist ekki að eyöi-
leggja hana á undraskömmum tíma.
Ummæli
Sáttur við kvótakerfið
„Ég fæ ekki salt í grautinn fyrir
að væla yfir óréttlæti. Það er pláss
í þessu kerfi, eins og öllum kerf-
um, fyrir duglega menn og þeir
munu komast áfram. Það er það
eina sem ég hugsa um.“
Gunnar Örlygsson, oddviti Frjálslynda
flokksins í Suövesturkjördæmi, í viö-
tali viö Morgunblaöið 4. ágúst 1999.
Svejgdistá
„Ég þurfti að gera þrjár atrenn-
ur til að fá mig til að lesa hana í
heild.“
Halldór Blöndal í grein í Morgunblaö-
inu um „ósmekklega" grein
Kristins H. Gunnarssonar
um sjávarútvegsmál.
Lítiö aödráttarafl?
„Stefna Frjálslynda flokksins er
skýr og aðdráttarlaus í öllum
helstu málaflokkum."
Meinleg stafsetningarvilla á vef
Frjálslynda flokksins.
Ögmundup svarar Svani
„Auðvitað er
það staðreynd
sem ekki verður
horft framhjá að
Svanur Kristjáns-
son, sem reynir
að hefla sig yfir
alla gagnrýni á
grundvelli þess að
honum sé gefin fræðileg sýn á
veruleikann sem mér sé hulinn, er
þegar allt kemur til alls einn af
arkitektum Samfylkingarinnar og
einn af helstu forgöngumönnum
hennar. Við þetta er ekkert að at-
huga nema síður sé. Ég er aðeins
að benda á að mér finnist yfirlýs-
ingar fræðimannsins Svans Krist-
jánssonar litast af þessari afstöðu.“
Ögmundur Jónasson á Ögmundur.is.
Skammskólagengin þjóð
„Meðan 40% af
■ vinnuafli íslend-
I inga hefur aðeins
I grunnskólapróf
V eða gagnfræða-
próf, eða minna,
,W \ þá eru samsvar-
■B| 0 : andi tölur fyrir
UIKlIMJ aðrar Norður-
landaþjóðir 7-14%. Þetta er sláandi
munur. Þjóð, sem ætlar að sigra
heiminn með því að framleiða
þekkingu og skapa, fer ekki mjög
límgt með þennan heimanmund. Á
þessu ber Sjálfstæðisflokkurinn
fulla ábyrgð. Menntakerfið sem
hann skilur eftir sig stenst ekki
samjöfnuð."
Össur Skarphéöinsson
á Stjórnmál.net.
Norðurkóresk tækni?
„5. Senda menn
til Norður-Kóreu
og kanna hvernig
Kim fr Sung gerði
það. Birta síðan
auglýsingu með
mynd af leiðtogan-
um innan um alla
gömlu forsætisráð-
herrana þar sem leiðtoginn er risa-
stór og i lit en allir hinir eru litlir
og gráir. Þetta gekk alltaf vel hjá
Kim.“
Ármann Jakobsson á Múrnum.is; til-
lögur um sex leiöir til aö auka fylgi
stjórnmálaflokks í kosningabaráttu.
Áfram Framsókn í húsnæðismálum!
Jónína Bjartmarz
alþingismaöur, skipar
1. sætiö á lista
Framsóknarflokksins
í Reykjavíkurkjör-
dæmi suöur
Landsmenn geta þakkaö
Framsóknarflokknum þaö
aö kaupendur húsnæöis
geta treyst því aö eiga
jafnan aögang aö opinber-
um húsnæðislánum á hag-
kvæmustu mögulegu mark-
aösvöxtum hverju sinni.
Þegar framsóknarmenn tóku við
forræði opinberra húsnæðismála
var húsnæðislánakerfið í mikilli
hættu. Við höfðum forgöngu um
að tryggja grundvöll þess með
stofnun íbúðalánasjóðs og með
endurskipulagningu félagslega
íbúðalánakerfisins sem var orðið
gjaldþrota.
Tilvist íbúðalánasjóðs hefur
tryggt rúmlega 30 þúsund fjöl-
skyldum húsnæðislán á hagkvæm-
ustu mögulegu markaðsvöxtum
sem unnt hefur verið að fá á ís-
lenskum fjármálamarkaði. Þar af
eru rúmlega 7 þúsund tekjulágar
fjölskyldur sem eignast hafa þak
yfir höfuðið fyrir tilstuðlan svo-
kallaðra viðbótarlána, en þau
tryggja allt að 90% fjármögnun
íbúðarhúsnæðis á bestu mögulegu
kjörum. Við höfum lagt áherslu á
félagsleg lán fremur en félagslegt
húsnæði. Stór hluti þessara tekju-
lágu fjölskyldna hefði ekki átt ann-
an kost á að eignast húsnæði.
Fjárhagslegar forsendur
Við viljum halda áfram á sömu
braut og auðvelda ungu fólki og
efnaminna að eignast húsnæði.
Við ætlum að efla húsnæðislána-
kerfið enn frekar með því að
tryggja öllum aðgang að lánum á
hagvkæmustu mögulegu markaðs-
vöxtum til að fjármagna allt að
90% kaupverðs eða byggingar-
kostnaðar íbúðarhúsnæðis. Aö-
gerðir ráðherra okkar í viðskipta-
ráðuneyti og félagsmálaráðuneyti
hafa valdið ákveðnum breytingum
á íslenskum fjármálamarkaði sem
gera þetta framkvæmanlegt, s.s.
stofnun íbúðalánasjóðs og mark-
aðsvæðing íbúðalána sjóðsins, til-
koma rafrænna húsbréfa, inn-
koma erlendra fiárfesta á íslensk-
an skuldabréfamarkað og útrás ís-
lenskra verðbréfafyrirtækja á al-
þjóðlegan fjármálamarkað.
Á haustþingi er á skömmum
tíma hægt að gera þær smávægi-
legu breytingar á fyrirkomulagi ís-
lensks fjármálamarkaðar sem þarf
til að auðvelda aðgengi erlendra
fjárfesta að íslenskum skulda-
bréfaflokkum. Meðal þess sem
þarf að gera er að tryggja skulda-
bréfaflokka sem eru a.m.k. 500
milljónir USD að stærð (um 40
milljarðar IKR), en þegar hafa
tveir húsbréfaflokkar náð þessari
stærð. Þá þarf að ganga frá samn-
ingum við alþjóðlega uppgjörs-
banka verðbréfa „clearing house“
til að sjá um greiðslumiðlun vegna
verðbréfaviðskipta íslenskra verð-
bréfa á alþjóðamarkaði og loks
þarf að ganga frá samningum við
viðurkennd erlend fjármálafyrir-
tæki um að taka íslenska skulda-
bréfaflokka inn I útreikning al-
þjóðlegar skuldabréfavísitölur.
Ástæða er til að leggja áherslu á
að fyrirhugaðar úrbætur fram-
sóknarmanna á húsnæðislánakerf-
inu munu ekki kosta ríkissjóð
krónu þar sem það veröur sjálf-
bært.
Breytingar án þensluáhrifa
Eins og áður segir munu fram-
sóknarmenn beita sér fyrir því að
íbúðalánasjóði verði heimilað að
lána öllum viðskiptavinum sjóðs-
ins lán til fjármögnunar 90% af
matsverði íbúðarhúsnæðis. Mats-
verð íbúðarhúsnæðis verði kaup-
„Við œtlum að efla húsnœðislánakerfið enn frekar með því að tryggja öllum að-
gang að lánum á hagkvœmustu mögulegu markaðsvöxtum til að fjármagna allt
að 90% kaupverðs eða byggingarkostnaðar íbúðarhúsnœðis.“
verð, byggingarkostnaður eða
brunabótamat eftir því hver lægst
fjárhæð reynist hverju sinni.
Breytingamar ætlum viö að
gera í skrefum á næsta kjörtíma-
bili, þannig að lánshlutfall hækki
um 5% á ári fram til 2007 og hár-
markslán hækki nokkuð jafnt á
tímabilinu og veröi 21 milljón
króna við lok þess.
Sem dæmi um greiðslubyrði
verður hún um 45-55 þúsund
krónur á mánuði af 10 milljóna
króna láni án vaxtabóta, en þær
geta orðið í dag allt að 22.130 kr. á
mánuði.
Með því að breytingar þessar
koma til framkvæmda í þrepum á
fjögurra ára tímabili er komið í
veg fyrir eftirspurnarsprengingu á
fjármagni til íbúðakaupa. Hækkun
hlutfalls íbúðalána og hámarks-
láns er fyrirséð. Það hvetur ákveð-
inn hluta kaupenda til að bíða
með fyrirhuguð fasteignaviðskipti
þar til breytingin hefur alfarið náð
fram að ganga.
t
v