Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 H>“Vr Fréttir Elín Sigfúsdóttir hefur verið einn af helstu stjómendum Búnaðarbankans í áratug en var á dögunum ráð- in fram- kvœmda- stjóri fyr- irtœkja- sviðs Lands- banka íslands. Elín Sigfúsdóttir, einn nýju stjóranna í Landsbankanum: Gat lært heilu símaskrarnar Nafn: Elín Sigfúsdóttir Aldur: 47 ára Fjölskylda: gift Oddi C. Einarssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Lögheimili: Reykjavík Menntun: Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum viö Tjörnina áriö 1974 og cand. oceon. prófi frá víö- skipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands árið 1979. Starf: Framkvæmdastjóri lyrirtækjaviös Landsbanka íslands. Efni: Sviptingar í bankaheiminum. Á dögunum var Sigurjón Þ. Árnason ráöinn bankastjóri Landsbanka íslands við hlið Hall- dórs J. Kristjánssonar. Auk hans hefur um fjórðungur af helstu stjórnendum Búnaðarbanka ís- lands sagt upp störfum og gengið til liðs við Landsbankann, þar á meðal Elín Sigfúsdóttir. Hún hef- ur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans en var áður framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Búnaðarbankans og bankaráðsmaður í Búnaðarbank- anum. Elin er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði hjá Búnaðar- bankanum í 24 ár. í um áratug hef- ur hún verið í hópi helstu stjórn- enda Búnaðarbankans og óhætt er að segja að hún sé ein valdamesta konan í bankaumhverfinu í dag. Elín er fædd í Reykjavík 24. ágúst 1955. Hún er dóttir Sigfúsar Kristins Gunnlaugssonar, við- skiptafræðings og skjalaþýðanda, og Ragnhildar Eyju Þórðardóttur deildarstjóra. Elín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974 og cand. oecon. prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Islands árið 1979. Hún er gift Oddi C. Einarssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn. Dugleg, traust og klár Þegar vinnufélagar hennar og vinir voru beðnir að lýsa Elínu voru svörin nánast á einn veg. Greinilegt er að hér er á ferðinni gríðarlega dugleg og samviskusöm kona sem býr yfir mikilli þekk- ingu á því sviði sem hún starfar á. Einn vinnufélagi hennar úr Búnaðarbankanum til margra ára lýsti henni sem einstaklega góðum starfsmanni og ákaflega þægileg- um í samstarfi. Sagði hann að ekki væri hægt að hugsa sér betri vinnufélaga. Hún hefði unnið sig upp í bankanum, stig af stigi og hefði átt fyllilega skilið að ná eins langt og raun bar vitni. Fyrrverandi yfirmaður hennar í Búnaðarbankanum, sem vann með henni í meira en tuttugu ár, hafði sömu sögu að segja um El- ínu þegar DV hafði samband við hann. „Elín er alveg einstakur starfs- maður að öllu leyti. Hún skilaði öllum sínum verkefnum með stakri prýði og treysti ég henni fullkomlega. Það er í raun ekki hægt að finna neitt að henni,“ sagði hann. „Hún er prúð og ákaflega sam- viskusöm manneskja og naut mik- ils trúnaðar, jafnt manna I banka- stjórninni sem og starfsmanna bankans. Sagði hann að það gæfi góða mynd af þeim karakter sem hún væri. Tók þriðja bekk í menntó utan skola „Hún er mjög sterkur karakter, traust og ábyggileg," sagði góð vinkona hennar í samtali við blaðið. Hún sagði að Elín vílaði ekki fyrir sér að framkvæma hlut- ina og hefði alltaf tíma fyrir alla, bæði vini og fjölskyldu. „Hún á þrjú börn sem eru hvert ööru dug- legra og einnig á hún mann sem styður hana dyggilega.“ Samkvæmt upplýsingum DV er Elín mikil útivistarkona og hefur ferðast víða, bæði innanlands sem utan. Hún er mikil göngumann- eska og hefur gengið mikið um óbyggðir landsins. Hún hefur einnig áhuga á tónlist og sækir tónleika og leikhús. Hún er ekki pólitísk eða hefur alla vega ekki gefið það upp. „Það er ekkert nema gott um Elínu að segja," sagði vinkona hennar sem var með henni í skóla og hefur þekkt hana frá því hún var tólf ára. „Hún var mjög glöð sem krakki, jafnlynd og ótrúlega klár. Henni gekk alltaf vel í skóla og var fræg fyrir það hvað hún átti auðvelt með að læra allt utan að. Hún lærði allar reglur og und- antekningar og gat nánast lært heilu símaskrárnar utan að. Hún var með okkur fyrstu tvö árin í menntaskóla en tók þriðjubekkj- arprófin um sumarið og settist svo í fjórða bekk um haustið. Hún útskrifaðist því ári á undan okkur öllum," sagði hún. Vinnan skiptir Elínu miklu máli og er hún mjög upptekin af henni. „Hún er rosalega skipulögð og vinnur jafnt og þétt. Það er mjög mikið að gera hjá henni en hún kvartar aldrei yfir því. Ég myndi treysta henni fyrir lífi mínu og aleigu,“ sagði vinkona hennar að lokum. -EKÁ Islensk veisla í Hróarskeldu Alls munu fjórir íslenskir lista- menn og hljómsveitir koma fram á Hróarskelduhátiðinni í Dan- mörku í sumar. Þetta eru Björk, Sigur Rós, Ske og Gus Gus og munu aldrei svo margir íslend- ingar hafa komið fram á hátíð- inni sama árið. Hátíðin fer fram dagana 26.-29. júní í sumar. ís- lendingar hafa jafnan fjölmennt á hátíð þessa og árið í ár er þar engin undantekning. Til marks um það eru allir þeir 700 miðar sem Stúdentaferðir höfðu til sölu uppseldir. Áhugasamir verða því að leita leiða til að kaupa sér miða erlendis. -hdm Hæstiréttur: Áöup reynt að kom- ast undan réttvísinni Hæstiréttur hefur staðfést úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þýskum manni en honum hefur verið gert að sæta gæslu- varðhaldi þar til dómur gengur í máli hans eða allt til 25. júní nk. Maðurinn er undir sterkum grun um þátttöku í stórfelldu fíkni- efnabroti sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Maðurinn hef- ur verið búsettur í Þýskalandi og hefur rannsókn áður beinst að honum hér á landi vegna fíkni- efnabrota. Þá fór hann af landi brott áður en tókst að birta hon- um ákæru og ekki var unnt að fá hann framseldan hingað þar sem þýsk lög banna framsal þar- lendra ríkisborgara. í úrskurði héraðsdóms sagði að þar sem maðurinn hefði áður reynt að komast undan réttvísinni mætti ætla að hann myndi reyna að komast úr landi eða á annan hátt reyna að koma sér undan máls- sókn eða fullnustu refsingar. Þótti því skilyrðum til að beita gæsluvarðhaldi yfir honum full- nægt. Maðurinn hafði krafist þess að farbann kæmi í stað gæsluvarðhalds en ekki var fall- ist á það. -EKÁ Útreikningar Hagstofunnar á tekjum íslendinga: Vísbendingar um Útreikningar sem Hagstofan (áður Þjóðhagsstofnun) hefur gert á tekjum íslendinga sýna að mið- að við uppreiknuð fátæktarmörk ársins 1995 minnkaði fátækt um helming á árunum 1995 til 2001, eða úr 4,2% í 2%. Sigurður Snæv- arr borgarhagfræðingur kynnti niðurstöðurnar á málþingi um börn og fátækt sem haldiö var á mánudag. Fátæktarmörkin Útreikningarnir eru úr verk- efni sem Þjóðhagsstofnun og nú Hagstofan vinnur að um tekjur ís- lendinga og dreifingu þeirra. Byggt er á skattframtölum allra framteljenda eldri en 25 ára en ekki tekið tillit til meðlags- greiðslna. Ráðstöfunartekjum heimilanna er deilt á hvern ein- stakling á viðkomandi heimili, þó þannig að tekið er tillit til fjöl- skyldustærðar samkvæmt aðferð OECD og með því gert ráð fyrir að hagræði sé af stórum heimilum. Fátæktarmörkin sem miðað er viö liggja við 50% af miðgildi tekna allra einstaklinga. Lítil fátækt barna Árið 1995 voru 4,2% allra ein- staklinga undir fátæktarmörkum, en 2,9% allra barna og 4,7% allra fullorðinna. Sams konar mæling fyrir árið 2001 gefur að 5,4% allra einstaklinga hafí þá verið undir fátæktarmörkum, en 2,6% barna og 6,4% fullorðinna. Sigurður vakti athygli á því að samkvæmt þessu væri fátækt meðal barna hvergi í heiminum minni en í Svíþjóð og á íslandi. Hins vegar virtist munurinn á fá- tækt meðal barna einstæðra for- eldra og annarra barna vera mikl- um mun meiri hér en annars stað- ar en hafa yrði í huga að ekki væri tekið tillit til meðlags- greiðslna. Minnkaö um helming Þótt ofangreindur samanburður bendi til þess að fátækt hafi al- mennt heldur aukist segir hann minnkandi fátækt Undir fátæktarmörkum: Allir Börn Fullorðnir 1995 4,20% 2,90% 4,70% 2001(1) 2,00% 0,80% 2,50% 2001(2) 5,40% 2,60% 6,40% Fátæktarmörk miðast við 50% af miðgildi allra tekna. (1) Miðað viö fátæktarmörk ársins 1995 á verölagi ársins 2001. (2) Miöað viö ný fátæktarmörk, reiknuö út frá hærri tekjum ársins 2001. ekki alla söguna. Vegna þess að miðað er við af- stæð fátæktarmörk - sem hækka þegar tekjur í þjóðfélaginu hækka - myndi það engu breyta um fátækt á íslandi þótt tekjur allra íslendinga tvöfölduðust, tífölduðust eða jafnvel hundraðfóld- uðust; nákvæmlega jafn- margir yrðu undir fá- tæktarmörkum eftir sem áður. Þessi samanburður seg- ir því ekkert til um það hvort tekjur lægstu hópanna hafi hækkað eða lækkað, heldur aðeins að þeim hafi fjölgað sem hafa minna en 50% af miðgildistekjum. Við sam- anburð á efnahagslegri stöðu - ekki afstæðri stöðu - á milli ára er þess vegna fróðlegt að skoða hve margir voru árið 2001 undir fátæktarmörkunum eins og þau voru 1995 á verðlagi ársins 2001. Með því móti eru borin saman sömu fátæktarmörk á milli ára, þó þannig að tekið er tillit til verðbólgu. Þetta er gert í töflu sem fylgdi erindi Sigurðar Snæv- arr á málþinginu og kemur þá í ljós að einstaklingum undir fá- tæktarmörkum fækkaði úr 4,2% í 2% frá 1995 til 2001, en börnum úr 2,9% í 0,8% og fullorðnum úr 4,7% í 2,5%. -ÓTG Samningur um framtíðarsamvinnu Undanfarna daga hefur sjávar- útvegsráðherra Máritaníu, Ah- medou Auld Ahmedou, ásamt sendinefnd verið i opinberri heimsókn í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Ráðherrarnir fóru yfir ýmis mál er varða möguleika á samstarfi milli íslands og Máritaníu á sviði sjávarútvegs. Sjávarútvegsráðherrarnir und- irrituðu samning um framtíðar- samvinnu landanna á sviði sjáv- arútvegs. Með samningnum er ís- lenskum fyrirtækjum veitt tæki- færi til þátttöku í sjávarútvegi við Máritaníu, bæði hvað varðar veiðar, vinnslu og fjárfestingar í þarlendum fyrirtækjum. Samn- ingurinn kveður og á um sam- vinnu á sviði fiskveiðistjórnunar, rannsókna, eftirlits og menntunar í sjávarútvegi. Þá var ákveðinn farvegur fyrir áframhaldandi samvinnu með því að stofnuð verður sameiginleg nefnd íslands og Máritaníu sem ætlað er að fylgja samningnum eftir og stuðla að samstarfsverkefnum. -GG www.rey kjavi k J s ^ Kjörskrár í Reykjavík vegna Alþingiskosninga 2003 eru á www.reykjavik.is Siáðu inn kennitölu og fáðu upplýsingar um kjörstað og kjördeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.