Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Það skýrist ýmislegt fyrir manni sem áhorfanda og aðdáanda myndverka Georgs Guðna Hauks- sonar að komast að því að hann er sonur jarðfrœðings og flakkaði um landið með pabba sínum við rannsóknir frá unga aldri. Vann seinna sjálfur við að taka sýni úr ám og mæla. Þó fer því fjarri að myndir hans séu náttúruvísinda- legar, en þœr bera vott um sjald- gæft næmi fyrir hinni órœðu nátt- úru. Þegar Georg Guðni byrjaði aö mála fyrir rúmum tuttugu árum var náttúran ekki í tísku sem myndefni heldur borgarlandslag, fólk og dýr sem tóku á sig stórkarlalegar myndir í stíl „nýja málverksins". Georg Guðni reyndi talsvert að mála í þeim stíl - eins og sjá mátti í Nýlistasafninu í fyrra þegar Gull- ströndin var rifjuð upp þar. En svo gerðist það vorið 1983 að hann málaði Orustuhól á Bruna- sandi á Síðu í brúnum náttúrublæbrigðum, í kjarvölskum mosa meö snjóslettum og skýjað- an himin yfir og það gerðist eitthvað. Þetta eitthvað, og óslitinn þráöinn síðan, má rekja á glæsilegri yfirlitssýningu hans í þremur söl- um í Listasafni íslands þessa dagana. Á móti tíðarandanum „Um leið og ég gerði myndina af Orustuhól fann ég fyrir ákveðinni fullvissu um að þetta ætti ég að gera,“ segir Georg Guðni þar sem við stöndum fyrir framan myndina í kjallara Listasafnsins. „Hér fannst mér ég vera með myndefni, hugsunarferli sem höfðaði til mín og vinnulag, og mér fannst allt gamla dótið mitt út í loftið. En fyrst i stað hélt ég þessu vandlega leyndu." - Af hverju? „Ég var bara óstyrkur yfir þessu, fannst ég vera að tengja mig við gömlu íslensku mynd- listina sem mér hafði fram að því þótt hræði- lega óspennandi. Smátt og smátt efldist mér þor og sjálfstraust á leiðinni á móti tíðarand- anum, en oft fannst mér ég þurfa bæði að leggja veginn og smíða farartækið." - Varðstu fyrir stríðni út af þessu - einelti? FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 DV Umsjön: Silja Adalsteinsdóttir silja@dv.is fyrir hundrað árum og meira. Mér fannst ég verða að prófa líka að plata augað. Svo legg ég tímann ofan á með hverju lagi af málningu. Við það verður ákveðin landmótun eins og þegar jarðlög leggjast hvert ofan á annað. Landið í myndinni mótast smátt og smátt eins og gerist í alvörunni, að vísu á skemmri tíma en samt löngum tima miðað við málverk. Ég hef þá trú aö þeim tíma sem fer í málverk sé vel varið því þá gefi maður meira af sér í myndina," Nýjustu myndimar fjórar eru á austurvegg stóra salarins niðri, geysilega stórar (2,80x2,00 m) stúdíur á sjóndeildarhring. „Þessar myndir eru samantekt af tíma og landslagi," segir Georg Guðni. „Mér finnst skipta svo miklu máli núna myndin sem við búum til í kollinum, ímyndin sem við trúum á, myndin sem við sjáum þegar við sjáum ekki lengur, þegar við störum út í bláinn og horf- um inn á við á eigin upplifanir." Inni í höfðinu á Steinu Listasafnið valdi tvo listamenn til að sýna með Georg Guðna, Ásgrim Jónsson sem á landslagsmyndir í hinum salnum á efri hæð- inni og Steinu Vasulka sem á myndbandsverk- ið Mosa og hraun í salnum á jarðhæðinni. - Hvemig finnst þér að sýna með þeim? „Ásgrímur tengist grunninum í íslenskri myndlist,“ segir Georg Guðni, „hann er við- mið. En ég hef aldrei verið mjög hrifmn af verkum hans nema vatnslitaverkunum frá því fyrir 1912, Heklumyndinni og fleiri gömlum verkum sem eru í raun og veru 19. aldar myndlist.“ - Finnst þér hann varpa ljósi á þín verk? „Ja, verkin hans skýra mismuninn á elstu myndlistarmönnunum okkar og þeim yngri sem fást við landslag. Þá skipti staðarlýsingin máli. Þeir voru að búa til sýn íslendinga á landið, fólks sem hafði ekki ferðast svo mikið og þar af leiðandi ekki séð landið. En mín myndlist byggist á honum og öðrum eldri mál- urum, ekki bara íslenskum, og svo öllu sem hefur verið gert síðan. Ég hef til dæmis abstraktið, konseptlistina og minimallistina til að bera mig saman við og bregðast við. Steina Vasulka notar annan miðil sem hef- ur bæði hljóð og hreyfmgu umfram málverk- ið. Stundum finnst mér hún vera að lýsa því þegar maður starir í hraunið og það fer að taka á sig ótrúlegustu myndir og jafnvel hreyfast, eitthvað sem maður upplifir innra með sér, en hjá henni er maður eins og inni í höfðinu á henni.“ Nauðsvnleqt að hlaupa eftir sérvisku sinni - segir Georg Guöni sem sökk í fen íslenska landslagsmálverksins á unga aldri og er þar enn i i i Georg Guðni skellihlær. „Nei nei. Strákam- ir í deildinni gerðu auðvitað létt grín að mér í fyrstu en ég fékk líka stuðning. Þó var ég líka hræddur við viðurkenninguna, hræddur við fordæmin, hræddur við söguna sem bjó í landslaginu. Efasemdirnar voru endalausar. Til að byrja með málaði ég fjöll með nöfn og merkingu," heldur hann áfram. „Til dæmis málaði ég Esjuna og einn útgangspunkturinn var spurningin hvort ég ynni meö hana sem klisju á íronískan hátt. En þegar til kom varð mér verkið of mikið alvörumál til þess. Ég sökk bara í þetta fen! Það er áskorun að taka fræga staði og vinna með þá í alvöru." - Svo tókstu náttúrlega Heklu, séða úr sömu átt og Ásgrímur á frægri mynd sem líka hang- ir uppi í safninu núna. Maður þekkir formin, en þar sem hans Hekla er fjarlæg og fögur er þín nálæg, ógnandi og svört... „Ég hef teiknað Heklu frá því ég var bam, en þetta málverk tengisf ákveönum tíma. 1980 gaus Hekla og varð kolsvört og allt hennar ná- grenni. Þetta er bara raunsæi! Annars er ótrú- lega mikill munur á minni sýn og þeirri sem Ásgrímur og aðrir framkvöðlar höfðu á land- ið. Hann valdi sér ákveðinn útsýnisstað og staðfræðin skipti hann höfuðmáli. Hjá mér byggist myndin á minningu eða hugmynd sem ég geymi í kollinum. Ég mála minningu, hann málaði landslag. En þó að staðirnir mínir séu engir sérstakir staðir þá setur fólk þá niður í sínu minni og mátar myndimar við staði sem það þekkir." Jörðin verður loftkennd Á norðurveggnum í salnum uppi eru sér- kennileg köflótt málverk sem freistandi er að kalla „textílmyndir“ og hafa ekki verið sýndar hér áður. í þeim er fletinum skipt í hnífjafna hluta og liturinn „ofinn“ í þá. Myndirnar eru frá því um 1990 og upphafið hangir á austur- veggnum í sama hluta salarins, málverkið „Brún“ frá 1988 þar sem enn má sjá tengsl við landslag. Það er síðasta mynd Georgs Guðna sem ber nafn. „Þessi mynd leiddi til þess að ég málaði næst mynd af jörðinni á einn fleka og himnin- um á annan og setti þá svo saman," segir hann, gengur svo að verki beint á móti þar sem fjórir flekar era hlið við hlið og bendir: „Öðrum megin er hreint fjall, á hinum endan- um hreint loft, til hægri við miðju eru tveir hlutar fjall og einn af lofti og til vinstri einn hluti af fjalli og tveir af lofti. Hér kemur loftspekúlasjónin inn í verkin mín og umhugsunin um dýpt- ina. Hér fer ég líka að „vefa“ myndina, mála bæði lárétt og lóðrétt lög, byrja efst og dreg pensilinn hægt alla leið yfir, tek svo næstu línu og svo koll af kolli. Næsta lag er svo lóð- rétt strik til að binda saman himin og jörð...“ - Manni finnst rigna svolít- ið mikið hjá þér stundum.“ „Já, mér finnst rigning og þoka efnisgera loftið. Á sýn- ingu sem ég hélt í Helsinki 1992 var ég ekki lengur að mála sjóndeildarhringinn heldur það sem er á milli sjóndeildarhringsins og okkar, eins og á þessari mynd,“ segir hann og við skoðum ljós- bláa loftmynd frá 1991 á lausum vegg til vinstri við Heklumyndina sem ræður yfir þessum sal. „Þessar myndir snúast mikið um gegnsæi. Það eru engar tengingar við neitt í myndinni, en þegar við horfum eins langt og augað eygir þá verður jörðin líka loftkennd." - Er hver einasta pensilstroka meðvituð? „Já. Þó að hún sé dregin eins vélrænt og hugsast getur þá skiptir máli að hún sé dreg- in af fullri alvöru, jafnvel alvöruþunga." Myndin sem við sjáiim þegar við sjáum ekki lengur Upp úr myndunum af loftinu milli okkar og sjóndeildarhringsins urðu smám saman til dalir og þá erum við komin niður í stóra salinn niðri. „Dalurinn varð nokkurs konar rými fyrir loftið, eins og ilát eða herbergi," segir hann, og það er furðulegt að heyra hann nota svo hvers- dagsleg orð yfir myndina sem við stöndum frammi fyr- ir, göldrótta mynd frá 1995 af sólskini sem hellist gegnum þoku- mistur ofan í óbyggð- an dal. „Um leið kom fjarvíddin inn í mynd- imar mínar. Mikið af 20. aldar myndlist er flöt en með geó- metrísku myndunum fór ég að leita að dýpt, og nú tók ég fjarvídd- ina eins og hún var notuð í gamla daga, - Kveikja myndir Steinu í þér? „Já, þær geta alveg orðið hluti af minn- ingalandinu. Þetta verk hennar bætir til dæmis við sýn Kjarvals á landið, hún skoð- ar dulmagnið sem býr í hrauninu og skilar því líka með tónlistinni. Ég hef þá skoðun að þessir nýju miðlar bæti bara við myndlist- ina, en ef eitthvað er þá finnst mér málverk- ið alltaf verða sterkara og sterkara. Það hef- ur eiginleika sem aðrir miðlar hafa ekki, eins og ég uppgötvaði þegar ég málaði Or- ustuhól um árið. Síðan veit ég líka að það skiptir máli að framkvæma hugmyndir sín- ar, jafnvel þó að þær séu mjög kjánalegar við fyrstu sýn. Það er nauðsynlegt fyrir listamann að hlaupa á eftir sérvisku sinni." -SA Georg Guðni: Hekla (1985) Ekki bara rökkurdimm heldur svört afgosvikri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.