Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 8
8 Yfirheyrsla FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 stööugleika Halldór Ásgrímsson segir aö menn viti hvar þeir hafi Fram- sóknarílokkinn enda sé hann aö nálgast níræðisaldurinn og sjái ekki ástæöu til aö skipta um nafn eða kennitölu. Flokk- urinn hafi lagt grunninn aö stööugleikanum í þjóðfélaginu og aðalatriði þessara kosninga sé að viðhalda honum. Hann segir að þátttaka í vinstri stjóminni 1978 hafi verið „skelfi- leg“ reynsla og segist ekki tilbúinn að ganga í gegnum „þau ósköp“ aftur. Skattbyrði hefur aukist á síðustu árum þrátt fyrir að skattprósentan hafi verið lækkuð. Ertu sáttur við þá þróun? „Þegar við komum í rikis- stjóm 1995 þá var ríkissjóður rekinn með verulegum halla. Kaupmáttur almennings hafði rýrnað eða staðið í stað um margra ára skeið. Það ríkti stöðnun í þjóðfélaginu. Viö blasti að það voru miklar þarfir, sérstaklega vantaði atvinnu fyr- ir fólk. Það var mikið atvinnu- leysi. Við lögðum mest upp úr því aö rjúfa þessa kyrrstöðu. Þess vegna fórum við af stað með stækkun álversins í Straumsvík, þess vegna fórum við af stað með álverið á Grund- artanga og þess vegna fórum við að leita aö aðila sem hugsanlega vildi byggja álver á Austurlandi. Þetta hefur allt saman tekist. Það liggur alveg ljóst fyrir að skatttekjur ríkisins hafa stór- hækkað vegna aukningar þjóð- artekna en á sama tíma hefur kaupmáttur fólks stóraukist. Niðurstaðan er sú að það hefur tekist að auka kaupmátt um einn þriðja, lægstu launa og lægstu bóta enn meira, og efla velferðarkerfið. Ég get nefnt sem dæmi að á árunum 1990-1995 voru heilbrigðisútgjöld á mann um það bil 150.000 krónur. Á ár- inu 2002 voru heilbrigðisútgjöld á mann á föstu verðlagi 218.000 krónur. Þetta hefði ekki verið hægt nema með auknum skatt- tekjum.“ Nú fullyrða sumir að hvað sem þessum tölum líði þá finni fólk ekki á sjálfu sér að kaupmáttur hafi aukist. „Það er ekkert annað svar til við slíku en hagtölur og kjara- rannsóknir. Ef hagtölurnar og kjararannsóknirnar eru vitlaus- ar þá er nú ýmislegt annað vit- laust í þjóðfélaginu. En þarfim- ar og kröfurnar breytast og þrátt fyrir hærri laun finnst fólki oft- ast nær að það hafi of lítið. Hækkandi kaupmáttur eykur líka bjartsýni og verður til þess að fólk ræðst í meira og setur sig í skuldir, það þekkjum við öll úr okkar eigin umhverfi.“ Fleiri hafa leitað til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar í ár en í fyrra. Er það til marks um að vinna og vöxtur síöustu ára hafi ekki skilað nægilega mik- illi velferð? „Ætli við verðum nokkurn tímann algerlega ánægð með velferðina? Ég held að við kom- um alltaf til með að sjá ýmis vandamál. En maður getur spurt á móti: Hvemig væri ástandið ef okkur hefði þó ekki tekist á þessum átta árum að auka hag- „Ég er fullviss um að ég mun ná kjöri. Ég hef aldrei fundið jafnmikinn hlýleika í minn garð, hvað svo sem það boðar. “ ALÞINGISKOSNINGAR 2 0 0 3 vöxt að meðaltali um 3,4% á ári, sem er það besta sem gerist í heiminum? Hin mannlegu vandamál verða ávallt til staöar og ég óttast að svo verði áfram en eftir því sem við höfum meiru úr að spila er líklegra að við getum gert meira fyrir fjöl- skyldurnar í landinu.“ Offramleiðsla og slök af- koma er mikið vandamál víða í landbúnaðinum. Ef það er á annað borð hlutverk stjóm- valda að tryggja góða afkomu í landbúnaði hafa þau þá ekki brugðist? „Við höfum gert samninga við sauðfjárbændur og kúabændur þar sem þeim er tryggður stuön- ingur vegna ákveðinnar fram- leiðslu. Síðan er önnur kjötfram- leiðsla í landinu, eins og kjúklingar og svínarækt, þar sem hefur verið farið út í miklar offjárfestingar sem eru á engan hátt á ábyrgð stjórnvalda. Þar á við það sama og í öðrum grein- um, alveg eins og ef menn færu í að byggja hér allt of margar gosdrykkjaverksmiðjur, að stjórnvöld geta ekki borið ábyrgð á því. Én þessi offramleiðsla hefur gert stöðu annarra bænda erfið- ari og við gerum okkur grein fyrir því að í sauðfjárbúskapn- um þarf að eiga sér stað áfram- haldandi hagræðing. Sláturhús- in hafa verið of mörg og búin of lítil en þarna á sér stað þróun sem byggjr á samningum við bændur. Á sama tíma hefur ver- ið ákveðið að stórauka framlög til skógræktar þaxmig að fleiri bændur geti farið út á það svið. Byggðastofnun hefur stutt dyggi- lega við bakið á mörgum sem hafa farið út í ferðaþjónustu og það skiptir líka máli því aðalat- riðið er að viðhalda búsetu í sveitunum. Það liggur líka fyrir að þegar er ráðist út í nýjungar, eins og til dæmis stóriðjufram- kvæmdir á Austurlandi, hafa bændur möguleika þar til tekju- öflunar, bæði við framkvæmdir og stöðuga vinnu. Það er að verða algengara og algengara að menn sæki vinnu inn í þéttbýli frá sveitabæjum í nágrenninu. Þannig að allt helst þetta í hend- ur.“ Þú nefnir skógræktina. Beinn stuðningur við hana nemur mörg hundruð milfjón- um króna á ári. Er það ekki óeðlileg styrkjastefna í at- vinnulífi og um leið viður- kenning á að sveitirnar geti ekki staðið undir sér? „Uppgræösla landsins er eitt- hvað sem kemur okkur öllum viö. Það hefði aldrei tekist að viðhalda gróðri og hefta eyði- leggingu lands nema með stuðn- ingi ríkisins. Við sjáum sýslur eins og Austur-Skaftafellssýslu; ég man eftir því í mínum upp- vexti að maður var alltaf með sand í andlitinu og sand í skón- um. Við skulum segja að það væri nú ástandið hér í Reykja- vik að hér væru götur fullar af „Það er krafa Frjálslynda flokksins að aðskilja al- gjörlega veiðar og vinnslu. Ég er sannfærð- ur um að ef það yrði gert þá leggst fiskvinnsla af víðast hvar úti á landi. “ sandi sem fyki ofan úr Heið- mörk og ofan af hálendinu. Það er alveg ljóst að þetta getur gerst ef við hugum ekki að okkur og það hefur verið þjóðarsamstaða um að ríkisvaldið styddi land- græðslu og uppgræðslu í land- inu. Fyrsta mál sem ég stóð að að samþykkja á Alþingi á þjóð- hátíðarafmælinu 1974 var ný landgræðsluáætlun. Það var gjöf okkar sjálfra til landsins okkar á þessum merkisdegi. Þannig höf- um við hugsað og eigum að hugsa.“ En er þetta ekki rúmlega landgræðsla - er þetta ekki skógvæöing í atvinnubóta- vinnu? „Ég tel nú að það sé miklu betra að rækta skóg sem verður nytjaskógur eftir fimmtíu til hundrað ár en að framleiða eitt- hvað sem ekki er hægt að selja. Og ég vil ekki kalla það atvinnu- bótavinnu; ég vil kalla það upp- græðslustarf og upbyggingu sem gagnast komandi kynslóðum. Það er orðin staöreynd að til dæmis á Héraði er byrjað að selja timbur. Það er búið að sanna að það er hægt að stunda skógrækt á íslandi. Er ekki gott að við leggjum eitthvað af mörk- um sem næstu kynslóðir geta notið góðs af?“ Rætt hefur verið um að breyta þurfi styrkjum í land- búnaði vegna samninga hjá Alþjóðaviðskiptastofhuninni (WTO) en menn nefna þá leið að gefa styrkjunum einfald- lega nýtt nafn, „grænar greiðslur". Verða þeir ekkert lækkaðir? „Þegar menn horfa til þeirrar lotu sem nú er í gangi eru ann- ars vegar þjóðir sem krefjast al- gjörs frjálsræðis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og hins vegar þjóðir sem vilja vemda sinn landbúnað. Við erum í þeim hópi þjóða sem telur að vegna okkar einangrunar og menningar sé mikilvægt að hér sé rekinn sjálfstæður, öflugur landbúnaður sem skaffi okkur hollar og heilnæmar vörur. Það er ekki ólíklegt að niður- staðan verði ekkert langt frá því sem Evrópusambandið er að tala um; það leggur mikið upp úr stuðningi við landbúnað en þó ekki framleiðsluhvetjandi stuðn- ingi. Ég tel allar líkur á að við getum breytt okkar stuðningi að einhverju marki innan slíkra reglna. íslenskur landbúnaður verður hins vegar að búa sig undir aukið frjálsræði og aukna samkeppni og þar með lægra verð á markaði til neytenda. Ég tel að þetta þurfi ekki aö veikja íslenskan landbúnað því að í þessu felast líka ákveðin tæki- færi.“ Hvaða breytingar - ef þá nokkrar - er að þínu mati brýnt að gera á stjómkerfi fiskveiða? „Ég tel að gjaldtakan sem búið er að ákveða skapi grundvöll fyrir meiri sátt. Ég tel að meiri veiöiskylda skapi meiri sátt. Ég tel að meiri sveigjanleiki út af línuveiðum smærri báta skapi meiri sátt. En það er svo oft búið að tala um að ná fullkominni sátt í þessu máli og ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að það takist, alveg sama hvað gert verður. í minum huga er aðalatriði þessa máls að varðveita stöðug- leikann. Ef þetta kerfi verður rif- ið upp með rótum fer allur stöð- ugleiki samfélagsins. Það hefur ekki einungis áhrif á sjávarút- veginn, það hefur áhrif á allt samfélagið. Ég get tekið sem dæmi að það er krafa Frjáls- lynda flokksins að aðskilja al- gjörlega veiðar og vinnslu. Ég er sannfærður um að ef það yrði gert þá leggst fxskvinnsla af víð- ast hvar úti á landi. Hún fer út á sjó og miklu meira af hráefni fer óunnið úr landi. í mínum huga er stærsta málið að umgengnis- reglurnar við auðlindina skapi sem mest verðmæti og sem mest- an stöðugleika í samfélaginu, en við munum aldrei finna eitt- hvert kerfi sem er gallalaust.“ Þið segið í stefnuskrá ykkar að tekjustofhar sveitarfélaga eigi að vera í samræmi við lögbundnar skyldur þeirra. Er þetta vísbending um að þið ætlið að hækka útsvarið? „Nei. Það liggur fyrir að mið- að við hagvaxtarspár koma tekj- ur sveitarfélaganna til með að vaxa verulega. Ég sé enga ástæðu til að ætla að þau þurfi að hækka útsvarið. Mér finnst líklegra að þau komi til með að hafa eitthverf svigrúm til að lækka en það er sveitarstjórn- anna að ákveða það.“ Þið segið að reynslan sýni að Framsóknarflokkurinn sé akkeri í efnahagsmálum. Benda sveiflur í gengi krón- unnar og ríflega 9% verðbólga 2001 til þess?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.