Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 2. MAl 2003 27 Ingibjörg Jonsdóttir. fyrirliöi IBV. lyftir hér Islandsmeist- arabikarnum á loft i gærkvöld. Vigdís Slgurðardottir. mark- vöröur liösins, sést viö hliö hennar en þessar tvær frábæru handknattleikskonur hafa ákveöið aö leggja skóna á hill- una. DV-mynd Siguröur Jökull keppm i hverju oröi Rafpostur: dvsport@dv.is Eyjastúlkur tryggöu ser Islandsmeistaratitilinn í ha dknattleik i gærkvöld: \ Það er óhætt að segja að þakið ætlaöi að rifna af íþróttahúsi Vest- mannaeyja undir lok þriðja leiks ÍBV og Hauka í úrslitum íslands- mótsins í gærkvöldi. Eyjastúlkur þurftu aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn en voru undir nánast allan leikinn. Þegar skammt var til leiksloka snerist taflið hins vegar við, allt í einu var ÍBV komið yfir og það var svo Alla Gorkorian sem gulltryggði ÍBV sigurinn á lokasekúndunni. ÍBV sigraði, 22-20, og alla þrjá leikina í úrslitum og eru þar með íslandsmeistarar í ár. Með bakiö upp við vegg Haukastúlkur voru komnar með bakið upp að vegg en engu að síður áttu þær ágæta möguleika gegn ÍBV. Tveir fyrstu leikir liðanna höfðu verið hnifjafnir og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndun- um. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að leikurinn 1 gærkvöldi yrði á svipuðum nótum, liðin spiluðu sterkan varnarleik en sóknarleikur liðanna var bágborinn og mistökin mörg. Haukar höfðu undirtökin nánast allan fyrri hálfleikinn og í raun var það aðeins fyrir tilstilli Vigdísar KORFUBOLTI J C3 B A Úrslitakeppnin: Úrslit á mióvikudag Philadelphla-New Orleans . 91-93 Iverson 30, Van Hom 21, Thomas 12 (14 frák.), Snow 11 - Mashburn 21, Magloire 17 (12 frák.), Lynch 16, Brown 11, Wesley 10. Staóan er 3-2fyrir Philadelphia Detroit-Orlando............98-67 Hamilton 24, Biliups 15, Prince 15, Wallace 14 (21 frák.), Okur 11, Barry 10 - McGrady 19, Giricek 12, Gooden 10 (12 frák.). Staóan er 3-2 fyrir Orlando Dallas-Portland ..........99-103 Nowitzki 35 (11 frák.), Van Exel 25, Finley 15 - Randolph 22, Stoudemire 19, Wells 15, Wallace 14, Davis 10. Staóan er 3-2 fyrir Dallas Sacramento-Utah...........111-91 Webber 26 (11 frák.), Stojakovic 22, B. Jackson 18, Divac 16, Bibby 12 - Padgett 16, Harpring 16, Malone 16, Stevenson 14. Einvígið endaói 4-1 fyrir Sacramento Úrslit i nótt Milwaukee-New Jersey . . 101-113 Payton 24 (8 stoðs.), Redd 20 (5 frák.), Kukoc 16 (5 stoðs.) - Martin 29 (9 frák.), Kidd 22 (11 frák., 11 stoðs.), Jefferson 16 New Jersey vann einvigið 4-2 Boston-Indiana............110-90 Pierce 27 (8 frák.), Walker 21 (5 stoös.), Dealk 15 - O'Neal 25 (19 frák.), Artest 20, Bender 12, Strickland 12 (stoðs.) Boston vann einvlgió 4-2 Phoenix-San Antonio.......85-87 Marion 24 (15 frák.), Marbury 18, Stoudemire 18 (10 frák.) - Jackson 21 (5 stoðs.), Parker 17, Duncan 15 (20 frák., 10 stoðs.) San Antonio vann einvígió 4-2 LA Lakers-Minnesota .... 101-85 Bryant 31 (8 stoös.), O'Neal 24 (17 frák., 9 stoðs.), Fisher 16 - Gamett 18 (12 frák., 5 stoðs.), Hudson 18, Szczer- biak 14 (6 frák.) LA Lakers vann einvígiö 4-2 I8V - Haukar 22-20 - unnu alla þrjá leikina og tryggöu sér sigurinn í Mikill kar Dómarar (1-10): Gunnar Viöars- son og Stefán Amaldsson (9). Gœói leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 1000 Best á veilinum: Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV Sigurðardóttur í marki ÍBV að heimaliðið hékk í gestunum. Hauk- ar léku varnarleikinn framarlega, komu vel út á móti Önnu Yakovu og Sylviu Strass og riðlaðist sóknar- leikur ÍBV nokkuð við þetta en stað- an í hálfleik var 10-11, Haukum í vil. Síðari hálfleikur var ekki síður spennandi en sá fyrri, gestimir byrjuðu reyndar af miklum krafti og komust þremur mörkum yfír, 10-13, en Eyjastúlkur voru ekki lengi að jafna. Unnur Sigmarsdótt- ir haföi greinUega gefið þá skipun i leikhléi að nú skyldu leikmenn keyra meira á hraðaupphlaupum og sú leikaðferð skUaði þeim árangri að nú var það ÍBV sem hafði undir- tökin. Um miðjan síðari hálfleik virtist leikurinn vera að renna úr greipum gestanna, leikmenn ÍBV léku við hvern sinn fingur og áhorfendur létu vel í sér heyra. Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, dró hins vegar vagnixm á þessum kafla fyrir gestina og sá tU þess að Eyjastúlkur kláruðu ekki leikinn. Smá saman náðu Haukar aftur tök- um á sínum leik og komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir. Þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan hins vegar orð- in 20-20 og Haukastúlkur í sókn en þær misstu boltann klaufalega frá sér og Birgit Engl skorað úr hraða- upphlaupi þegar ein og hálf mínúta var eftir. Aftur klikkuðu Haukar í næstu sókn er Sylvia Strass skaut yfir hinum megin á vellinum þannig að Haukar fengu þriðju tilraunina til að skora. Alla Gorkorian vann hins vegar boltann fyrir ÍBV og rak svo smiðshöggið á hraðaupphlaupið og tryggði ÍBV um leið íslandsmeist- aratitilinn. Leikurinn í gærkvöldi var mikil og góð skemmtun enda var drama- tíkin mikil í þessum úrslitaleik. Eyjamenn eiga hrós skilið fyrir frá- bæra umgjörð í kringum leikinn, áhorfendur voru um 1000 talsins og stemningin eftir því. Titlinum var svo fagnað í leikslok með glæsilegri flugeldasýningu. Vigdís kveður með stæl Einn besti markvörður í íslensk- um kvennahandbolta undanfarin ár, Vigdís Sigurðardóttir, hefur ákveðiö að leggja skóna á hilluna. Þaö er ekki hægt að segja annað en hún kveðji með stæl, sannkallaður stórleikur á milli stanganna og liðið stendur uppi sem íslandsmeistari. „Þetta var í raun ótrúlegur karakter hjá okkur að ná að snúa þessu svona okkur í vil og eiginlega bara alveg ótrúlegt hvemig þetta small allt hjá okkur undir lokin. Ég get eiginlega ekkert sagt hvað gerð- ist enda em þessar mínútur eigin- lega bara í þoku í minningunni. Það er í raun ótrúlegt að við skyld- um vinna þetta 3-0 því þetta voru allt jafnir leikir." En fara skórnir upp í hillu í kvöld? „Já, ég var búin að ákveða það og ætli ég negli þá bara ekki fasta,“ sagði Vigdís. -jgi 0-1, 3-5, 8-8,10-8, (10-11), 10-12,11-14, 17-15, 18-18, 18-20, 22-20. ÍBV: Mörk/vlti (skot/viti): Alla Gorkorian 8/2 (18/3), Ingibjörg Jónsdðttir 3 (3), Birgit Engl 3 (4), Sylvia Strass 3 (6), Anna Yakova 3 (9), Edda Eggertsdóttir 1 (2), Ana Perez 1 (4). Mörk úr hradaupphlaupum: 10 (Engl 3, Gorkorian 3, Strass 2, Ingibjörg, Yakova). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Fiskuð vítk Strass, Ingibjörg, Edda.. Varin skot/viti (skot á sig): Vigdis Sigurð- ardóttir 25/3 (44/6, hélt 14, 57%, eitt víti í stöng). Brottvtsanir: 2 mtnútur. Vbnim bara ekki nógu ebibeittar - sagöi Harpa Melsted, fyrirliöi Hauka, eftir leikinn í gær Fyrirliði Hauka og þeirra besti leikmaður í gærkvöldi, Harpa Mel- steð, var alls ekki sátt við tapið í leikslok. „Við náðum að vinna okkur út úr svona vandræðum i fyrra þegar við lentum 2-0 undir þar og þetta gekk vel hjá okkur framan af í þessum leik. Svo veit ég hreinlega ekki hvað gerðist, við virtumst hleypa þeim aftur inn í leikinn þeg- ar við höfðum tækifæri til að gera út um þetta. Vigdís var okkur erf- ið í kvöld, var að verja úr dauða- færum hjá okkur en við vomm bara ekki nógu einbeittar. Viö köstuðum boltanum allt of oft frá okkur, sérstaklega undir lokin og viö virtumst bara ekki vera tilbún- ar í að klára þetta. Við erum bún- ar að vera inni í öllum leikjunum en náum samt sem áður alltaf að klúðra þessu. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir vikið því mér finnst munurinn á þessum lið- um ekki vera svo mikill að þær ættu að vinna þetta 3-0 en það gerðu þær samt.“ Viggó leysti Gústaf af Gústaf Adolf Bjömsson, þjálfari Hauka, fylgdist með lærisveinum sínum af áhorfendapöllunum eftir að hafa fengið þriggja leikja bann á dögunum. En Haukar deyja ekki ráðalausir og gripu til þess ráðs að fá Viggó Sigurðsson, þjálfara karla- liðsins, til að stýra kvennaliðinu í þessum leik. Gústaf sagði eftir leik- inn að það hefði hreinlega ekki leg- ið fyrir að Haukar myndu vinna. „Við ætluðum að bæta vamarleik- inn enda var hann ekki nógu góður í fyrstu tveimur leikjunum. Okkur tókst það, vömin var góð í þessum leik en það var eins og okkur væri ekki ætlaður sigur í þessum leik því það gekk hreinlega allt upp hjá ÍBV þegar á reyndi. Við fórum með of mikið af góðum færum í þessum leik einn á móti mark- manni, þar af ein fjögur víti og þú þarft einfaldlega að gera betur ef þú ætlar að vinna svona jafna leiki. Það fellur allt með ÍBV í lokin, við vorum betri lengst af í leiknum en það er ekki spurt að því í leikslok. Við tökum bara ofan fyrir ÍBV og óskum þeim til hamingju meö titil- inn.“ -jgi Haukan Mörklvíti (skot/viti): Harpa Melsteö 6 (12), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (7/2), Inga Fríöa Tryggvadóttir 4/2 (5/3), Brynja D. Steinsen 4 (8), Sonja Jónsdóttir 1 (7), Tinna Halldórsdóttir (1), Nína K. Bjömsdóttir (8/2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Hanna 2, Harpa). Vitanýting: Skorað úr 3 af 7. Fiskuó vitU Brynja 4, Harpa, Nína, Inga. Varin skot/viti (skot á sig): Lukrecija Bokan 12/1 (34/3, hélt 5, 35%). Brottvísanir: 8 mínútur. Haukar - ÍBU v -A < *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.