Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003______________________________________________ DV__________________________________________Útlönd Sprengjutilræöin í Riyadh hafa oröiö 29 manns að bana: Vissir um að al-Qaeda hafi skipulagt ódæðið í Riyadh REUTERSMYND 29 látnir Staöfest hefur veriö aö 29 létust í sprengjutilræöunum í Riyadh, höfuöborg Sádi-Arabíu, aöfaranótt mánudags. Þar af voru 7 Bandaríkjamenn. Abdullah, krónprms Sádi-Arabíu, kom fram í ríkissjónvarpi landsins í gær þar sem hann fordæmdi sprengjutilræðin sem áttu sér stað í Riyadh aðfaranótt mánudags og sór þess að þeir menn, sem á því bera ábyrgð, verði leitaðir uppi. Hann kallaði mennina slátrara og sagði að þeim yrði refsað í helvíti fyrir að- gerðir þeirra. Yfirvöld í Riyadh hafa gefið út að Qöldi látinna sé 29, þar af 7 Banda- ríkjamenn, en ónefndir aðilar í bandaríska utanríkisráðuneytinu sögðu að hið rétta væri að tala lát- inna væri um 90. Síðar um daginn kom yfirlýsing frá ráðuneytinu þar sem sagt var að rétta talan væri lík- lega nærri þeirri sem yfirvöld í Sádi-Arabíu gáfu út. Sprengjutilræðunum var greini- lega beint gegn vestrænum skot- mörkum í höfuðborginni en auk bandarísks/sádi-arabísks fyrirtækis urðu húsaþyrpingar, þar sem er- lendir starfsmenn í borginni bjuggu, illa úti. Stjómvöld í Was- hington hafa hvatt alla þá sem ekki gegna lykilstörfum í utanríkisþjón- ustu Bandarikjanna í Sádi-Arabíu að snúa aftur tU síns heima. Bandariskir hryöjuverkasérfræð- ingar segja það næstum fullvíst að hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens standi fyrir tilræðinu. Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseti stað- festi það svo við fréttamenn og sór hann þess að ekkert yrði tU sparað í leitinni að þeim mönnum sem bera ábyrgð á sprengingunum. Sendiherra Sádi-Arabíu í London sagði í gær að hópur 19 manna bæri ábyrgð á tilræðinu en tU stóð að handtaka þá í síðustu viku eftir að bandarísk leyniþjónusta varaði við því að í bígerð væri hryðjuverk af þeim toga sem átti sér stað á sunnu- dagskvöldið. Þeir hafi hins vegar náð að forðast lögregluna í Riyadh. Robert MueUér, yfirmaður alrík- islögreglunnar FBI, sagðist í gær ætla að senda teymi rannsóknar- manna tU Riyadh í þeim tUgangi að aðstoða þarlend yflrvöld í leitinni að ódæðismönnunum. Síðustu sætin! Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika bæjarins. Strendurnar eru frábærar, aðstaðan fjölbreytt og veðurfarið einstakt. Við bjóðum upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna gistingu e ., í Salou. í göngufæri frá gististöðum okkar er Port Aventura skemmti garðurinn. Nafn gististaðar verður tilkynnt viku fyrir brottför TERRA NOVA „ 'nmfaliö: Flun^;?? 2 VUVM JSOL 25 ÁRA OG TRAUSTSINS VEBO Stangarhyl 3-110 Reykjavik ■ S: 591 9000 www.lerranova.is • Akureyri simi: 466 1600 Smáauglýsinga r tómstundir —— 550 5000 awnr W i ^ | flp . jw*W€ i ■ I fí í f IlMé m ,■ % * *A REUTERSMYND Khataml í Líbanon Mohammad Khatami íransforseti veifar mannfjöldanum sem fagnaöi honum á íþróttaleikvangi í líbönsku höfuöborginni Beirút. Khatami er fyrsti íranski leiötoginn sem heimsækir Líbanon frá því klerkabyltingin vargerö 1979. Sautján týndir feröamenn komnir í leitirnar í Alsír Sautján evrópskir ferðamenn, sem hafði verið saknað í Alsír í tvo mánuði og óttast var að hefði verið rænt, eru nú komnir í leit- irnar. Um er að ræða tíu Austur- ríkismenn, sex Þjóðverja og einn Svía. Þrjátíu og tveir ferðamenn hurfu í Saharaeyðimörkinni í sunnanverðu Alsír í lok febrúar eða byrjun mars. Ekkert er vitaö um afdrif þeirra fimmtán sem enn er saknað. „Ég get staðfest að hópur týndra ferðamanna, þar á meðal sex Þjóð- verja, hefur komið í leitirnar í Al- sír,“ sagði talsmaður þýska utan- ríkisráðuneytisins í morgun. Hann sagði að Þjóðverjarnir væru aliir við góða heilsu og að þeir hefðu verið fluttir í þýska sendiráðið í Algeirsborg. Talsmaður austurríska utanrík- isráðuneytisins sagði að Austur- ríkismennirnir tíu hefðu allir ver- ið látnir lausir. „Ég er náttúrlega mjög ánægöur með að allir Austurríkismennim- ir virðast vera við góða heilsu og að gíslatakan endaði ekki með blóðsúthellingum,“ sagði land- stjórinn í Salzburg-héraði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.