Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 12
12 MIÐVDtUDAGUR 14. MAÍ 2003 ÐV Ræktun lýðs og lands Göngusumar UMFÍ: Umf, í sumar mun Ungmennafélag íslands halda áfram meö verk- efnið Fjölskyldan á fjallið sem UMFÍ stóö fyrir síðastliðið sum- ar með stuðningi heilbrigðis- ráðuneytisins. Það er umhverfisnefnd UMFÍ sem hefur unnið að undirbúningi verkefnisins en Ásdís Helga Bjamadóttir er formaður nefndar- innar. „Við ákváðum í fyrra, á ári fjallsins, að fara af stað með fjall- gönguverkefnið og í ljósi þess hve vel það tókst síðastliðið sumar samþykktu aðildafélög UMFÍ að halda áfram með Fjölskylduna á fiallið nú í sumar.“ Ásdís Helga segir að í fyrra hafi á fimmta þúsund manns á öllum aldri tekið áskorun UMFÍ og skráð nöfn sín í gesta- bækur sem settar voru á sextán fjöll. „Við höfum leit- að eftir til- nefningum frá héraðs- sambönd- um um allt land og vonumst til þess að í sumar verði þetta LANDBMÓT ™ gfi* LEI5TOGA SKOLINN sum hver þau sömu og í fyrra en einnig einhver ný fjöll.“ Póstkassar með gestabókum Fjölskyldan á fjallið og Göngum um ísland eru gönguverkefni UMFÍ sem bæði miða að því að landsmenn njóti náttúru landsins og stundi heilbrigðar gönguferðir á láglendi, sem og á hálendi. í tengslum við Fjölskylduna á fjall- ið eru settar upp gestabækur á fjöll víðs vegar um landið og eiga göngugarpar að skrá sig í þær og geta þá átt von á góðum vinning- um í haust er dregið verður úr hópi göngumanna. Flestöll fjöllin eiga það sameig- inlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. „Við leggjum mikið upp úr því að fjöllin sem tilnefnd eru í verkefnið séu aðgengileg og henti göngufæru fólki á öllum aldri,“ segir Ásdís Helga. Markmiöið er Göngudagur fjölskyldunnar Ásdís Helga Bjarnadóttir, Sigríöur Finnbogadóttir, Ragnar Olgeirsson, sem sáu um leiösögn, og Kolbeinn Pálsson, formaöur LAUFS, í hressandi göngu um útivistarsvæöi Borgfirðinga. að fá fjölskyldur í létta fjallgöngu- ferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið hollri hreyfingu. Gönguleiðabók UMFÍ Um miðjan júní verður gefin út gönguleiðabók UMFÍ, Göngum um Island, með upplýsingum um tvö hundruð merktar gönguleiðir. í gönguleiðabókinni verður einnig að finna upplýsingar um öll fjöllin í verkefninu Fjölskyldan á fiallið. Leiðabókinni verður dreift ókeyp- is á sundstöðum, íþróttamiðstöðv- um, upplýsingamiðstöðvum og bensínstöðvum um allt land. Verk- efnið er unnið í samvinnu við hér- aðssambönd og ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. „Ég vona að lands- menn taki verkefninu vel í sumar og verði duglegir að nýta sér gönguleiðabók UMFÍ, hvort sem það verður til að ganga merktar gönguleiðir eða upp fiöll og skrá sig í gestabækurnar. Það er fátt sem toppar útiveru og hreyfingu í fallegu umhverfi í góðum félags- skap!“ segir Ásdís Helga Bjarna- dóttir, formaður umhverfisnefnd- ar UMFÍ. Fjölskyldan og fjalliö Gönguverkefni UMFÍ miöa aö því aö landsmenn njóti náttúru landsins og stundi heilbrigöar gönguferöir á láglendi sem og á hálendi. Fátt sem toppar útiveru Badminton, ípróttaháskóli og leiðtogaskóli Ungmennafélag íslands ætlar í sumar, í samstarfi við Badminton- samband íslands, að bjóða félög- um upp á badmintonnámskeið vítt og breitt um landið. Valdimar Gunnarsson, fræðslu- stjóri UMFÍ, segir UMFÍ og DGI í Danmörku hafa undirritað samn- ing um aukið samstarf sem m.a. feli í sér kynningu á badmintoní- þróttinni og munu tveir danskir þjálfarar verða hér í sumar og bjóða upp á námskeið hjá þeim fé- lögum sem þess óska. „Danir eru ein fremsta badmintonþjóð í heimi og við fáum hingað til lands tvo af færustu þjálfurum DGI og vonandi munu mörg félög hér heima nýta sér þessa kennslu." Valdimar gekk frá samkomulagi við DGI um samstarfið síðastliðið haust. Valdimar Gunnarsson, fræöslustjóri UMFI, segir UMFI og DGI í Danmörku hafa undirritaö samning um aukiö samstarf sem m.a. feli í sér kynningu á badmintoníþróttinni og munu tveir danskir þjálfarar veröa hér í sumar og bjóöa upp á námskeiö hjá þeim félögum sem þess óska. „Hvað varðar badmintonnám- skeiðin," segir Valdimar, „er hægt að sérsníða þau að þörfum hvers og eins og þau eru bæði ætluð byrjendum og lengra komnum. Þá er einnig hægt að vera með sér- námskeið fyrir þjálfara." Átta krakkar í íþróttaháskóla „Danirnir verða hérna hjá okk- ur í júlí og ágúst og ferðast um landið og heimsækja félög. UMFÍ greiðir öll laun þjáifaranna og ferðir þeirra á staðinn. Félögin sjá um húsnæði og fæði á meðan þeir dvelja hjá þeim. Tíminn sem um er að ræða er frá 14. júlí til 14. ágúst.“ í heimsókn til DGI í haust var einnig skrifað undir samkomulag við Iþróttaháskólann í Sonder- borg, þess efnis að skólinn og UMFÍ styrki íslenska nemendur til náms í skólanum. „Það voru átta krakkar sem fóru á okkar vegum til náms í íþróttaskólann í Sonderborg í janúar og eru þeir ánægðir með námið hingað til,“ segir Valdimar sem telur mjög lík- legt að samstarfinu við íþróttahá- skólann verði haldið áfram. Leiðtogaskóli á Laugarvatni Valdimar hefur að undanförnu Leiötogaefni á leiö í fljótareiö Valdimar Gunnarsson fræðslustjóri ásamt nemendum í Leiðtogaskólanum á leiö í fljótareiö siöastliöiö sumar. unnið að undirbúningi norræns leiðtogaskóla og nú þegar hafa hátt í fiörutíu krakkar af öllum Norðurlöndunum skráð sig í skól- ann. „Þetta gengur þannig fyrir sig að krakkamir fá kennslu frá 9.00 til 16.00 og eftir það taka þeir þátt í margvíslegri afþreyingu, hópefli og þjálfun. Við vorum með svona leiðtogaskóla síðastliðið sumar á Gufuskálum og það er mjög gaman að segja frá því að krakkamir eru enn í dag í mjög góðu sambandi. í sumar verður leiðtogaskólinn til húsa á Laugar- vatni, þar sem aðstæður bæði til náms, íþróttaiðkunar, afþreyingar og útivistar eru frábærar.“ Valdi- mar segir að erlend samskipti séu stór þáttur í starfi ungmennafé- lagshreyfingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.