Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Qupperneq 2
2 Fréttir FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 JOV Mjög brýn þörf á auknu hjúkrunar- og þjónusturými aldraðra: Yflp 500 akt'aðir eru á biölistuni í Reykjavík Yfir fimm hundruð aldraðir eru nú á biðlistum eftir vistplássi í Reykja- vík og er þar ýmist um að ræða fólk með brýna eða mjög brýna þörf fyrir vistun. Benedikt Davíðsson, formað- ur Landssambands eldri borgara, seg- ir listana nú þá lengstu sem nokkum tíma hafi verið. Um 450 manns voru á biðlistum eftir plássi í Reykjavík í maímánuði í fyrra, ýmist í þjónustu- húsnæði eða hjúkrunarrými sjúkra- húsanna. Fjölgunin nú er rakin að stórum hluta til skorts á heimahjúkr- un og heimaþjónustu. Samkvæmt tölum nú í janúar úr vistunarskrá sem tekin er saman hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu biðu 515 eftir plássi í Reykjavík í þjónustu- og hjúkrunarrými. Þar af biðu 345 eftir plássi á hjúkrunarrými og voru 15 í brýnni þörf og 285 í mjög brýnni þörf. Á Seltjamamesi biðu 11 eftir plássi á þjónustu- og hjúkrunarrými, í Kópavogi 67, í Garðabæ 39, í Hafn- arfirði 98 og í Mosfellsbæ biðu 7 eftir plássi. Á landsbyggðinni sker Akur- eyri sig úr en þar biðu 102 eftir plássi. Á landinu öllu biðu 1034 en 48% eða 492 þeirra biðu eftir plássi í þjónustuhúsnæði en 542 eða 52% eft- ir plássi á hjúkrunarrými. Úr síðar- nefnda hópnum vom 419 eða 77% í mjög brýnni þörf en þeir voru 356 í maí á síðasta ári. í maí í fyrra vom samtals 967 aldr- aðir einstaklingar á biðlistum eftir plássi í þjónustuhúsnæði og hjúkrun- arrými á landinu öllu og hefur því fjölgað á listunum milli ára um 67 einstaklinga. Þörfin eykst í áætlun heilbrigöis- og trygginga- málráðuneytisins um uppbyggingu á öldrunarþjónustu áranna 2002-2007 er talaö um gífurlegan vanda á höfuð- borgarsvæðinu. Víða á landsbyggð- inni fullnægi framboð stofhanarýmis hins vegar að mestu eftirspum. Á síðasta ári var talin þörf á 2.488 hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á landinu öllu en hjúkrunarrýmin vora aðeins 2.162. Vantaði sam- kvæmt því 326 rými til að anna eftir- spum. Miðað við óbreyttar aðstæöur var þá talið að talan myndi hækka í 437 rými á árinu 2005, í 468 rými árið 2007 og þörf yrði fyrir 254 rými til viðbótar árið 2010. Er þá miðað við að heildarþörf á hjúkrunarrými árið 2010 samkvæmt vistunarmati verði 2.716 pláss. Virðist þessi spá ætla að ganga eftir og rúmlega það og vera- lega skortir á að opinberir aöilar sinni brýnni þörf í þessum málum. Ekki er talið að verulega slái á þetta fyrr en Vífilsstaðir komast í gagnið með hjúkrunarrými fyrir aldraða. Er þá ótdin þörfm á plássi í þjónustu- húsnæði. -HKr. Storkurinn Styrmir senn ún ein- semd á sænskan storkabúgarð „Það er verið að tala við Svía um að koma Styrmi fyrir á storkabúgarði á Skáni, sem er rekinn af áhuga- mannafélagi-þar, en storkastofninn hefur verulega látið á sjá í Svíþjóð. Það á að reyna að aðlaga hann og helst að para hann og sleppa hon- um,“ sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverflsráðherra í gær. Siv segir að unnið sé að því að fá leyfi samkvæmt alþjóðasamningum um flutning dýra á milli landa. „Það era því allar líkur á að storkurinn fari bráðlega". Storkurinn Styrmir, sem búið hef- ur í Húsdýragarðinum síðan í desem- ber, kann því að vera á fórum. „Við vonum svo sannarlega að hann verði fluttur fljótlega," sagði Tómas Guð- jónsson, líffræðingur og forstöðumað- ur garðsins, í gær. Hann sagöi að storkurinn væri fremur einmana og þyrfti að komast í hóp sinna líka. Tómas sagði aö aðeins hefði ræst úr með félagsskapinn þegar Skúli Magnússon á Tókastöðum, sem nú er nýlátinn, gaf garðinum nokkra fasana sem era í nýja búrinu með storknum. Tómas sagöi að ekki væri útilokað aö Styrmir hefði þvælst frá storkabúgarði í Svíþjóö hingað til lands síðastliðið haust. Ólafur K. Nielsen líffræðingur, ann- ar þeirra sem fönguðu fuglinn austur í Breiðdal i vetur, mun eiga að fara með fuglinn með flugvél, en hann er um þessar mundir upptekinn í rjúpna- og fálkarannsóknum. -JBP DV-MYND E.ÓL. Storkurinn Styrmir Loksins fékk storkurinn Styrmir félagsskap nokkurra fasana, hænsnfugla sem hann umgengst reyndar takmarkaö. lippleikur dv.is bypjar með látum Mikil þátttaka hefur verið í nýj- um tippleik sem er á vefsíðu DV. Mikill fjöldi fólks reyndi að skrá sig þegar leikurinn var opnaður og var mikið álag á vefþjóninn sem hýsir leikinn. Mörg hundruð þátt- takendur hafa skráð sig til leiks enda verða vegleg verðlaun frá Jóa útherja veitt eftir hverja umferð og í lok tímabilsins verða veitt glæsi- leg ferðaverðlaun. Tippleikurinn er ætlaður öllu áhugafólki um íþróttir og þá sér- • staklega þeim sem ætla að fylgjast með Landsbankadeildinni í sumar. Hægt er að tippa á leikina á auð- veldan hátt og auðvelt er aö lesa úr súlum á hvaða lið aðrir veðja. Talið er að Landsbankadeildin verði meö jafnasta móti í ár enda hafa flest lið styrkt hópa sína og því ómögulegt að segja til um hver úrslit leikja verða. En það er að- eins ein leið til að vinna til verð- launa og hún er aö taka þátt í leiknum og freista gæfunnar. Til að komast í leikinn er farið inn á heimasíðu DV, www.dv.is, og teng- illinn Tippleikur valinn. -HÞG íslandsfugl í Dalvíkurbyggö: Ekki enn tekin af- staða til tilboðs Eitt tilboð barst í þrotabú kjúklingabúsins íslandsfúgls í Dal- víkurbyggð 15. apríl sL frá óstofnuðu hlutafelagi, en að baki því mun Auð- björn Kristinsson, fyrrverandi eig- andi, standa ásamt fjárfestum. Svanhildur Ámadóttir, forseti bæjarstjómar Dalvíkurbyggðar, seg- ir að bæjarfélagið hafi átt 15% hlut í íslandsfúgli eftir að fyrirtækið var endurreist vorið 2002. Þá lagði bær- inn 30 milljónir króna í fyrirtækið en var áður búinn að leggja í þetta húseignir sem vora metnar á 38 milljónir króna. Bærinn leggi ekki meiri fjármuni í íslandsfugl því á meðan ástandið á kjötmarkaðinum breytist ekkert sé ekki mjög lífvæn- legt að endurreisa fyrirtækið. Um 30 manns hafa starfað hjá ís- landsfúgli -GG Kona lést efth* að liafa fallið af hestbaki Kona á sextugsaldri lést í gær eftir að hafa dottið af hestbaki á Lögmannshlíðarvegi á Akureyri sl. þriðjudag. Málið er til rann- sóknar hjá lögreglunni á Akur- eyri en konan var ein á ferð þeg- ar slysið varð. -EKÁ Stuttar fréttir Tunglmyrkvi Tunglmyrkvi sást vel í nótt en hann hófst um eittleytið og lauk rúm- lega sex í morgun. Kynferðisleg áreitni Tæplega 40% íslenskra flugfreyja hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni og rúm 30% tvisvar sinnum eða oftar. Um 18% hjúkranarfræðinga hafa orðið fyrir kynferöislegri áreitni á vinnustað og höfðu 8% verið áreitt tvisvar eða oftar. Mbl. greindi frá. Vill endurtalningu Fijálslyndi flokkurinn hefur farið fram á að atkvæði í Alþingiskosning- unum verði endurtalin í öllum kjör- dæmum landsins. Flokkinn vantar 13 atkvæði til að koma 5. manni á þing. Fulltrúi sjúklinga Fulltrúi sjúklinga j&J er tekinn til starfa á H Landspítala háskóla- I sjúkrahúsi. Hann JpF veitir sjúklingum og v -t— Wf aðstandendum stuön- ing og beinir um- i kvörtunum þeirra í réttan farveg. Ingibjörg Pálmadóttir mun móta starfið. Mbl. greindi frá. 100 ára Freysteinn Jónsson, bóndi í Vagn- brekku í Mývatnssveit, verður tíræð- ur á morgun. Mbl. greindi frá. Óheimill vaskur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að ís- lenska ríkinu hafi verið óheimilt að leggja hærri virðisaukaskatt á sölu bóka á erlendum tungum en ís- lensku. Ríkinu hefur verið gert að endurgreiða Herði Einarssyni mis- mun á 24,5% vsk. sem hann var lát- inn greiða af bókum á ensku, og 14% vsk. sem lagður er á innlendar bæk- ur. Mbl. greindi frá. Samruni í lagi Samkeppnisráð telur að samruni Búnaðarbanka íslands og Kaupþings stangist ekki á viö samkeppnislög. Welch til íslands Jack Welch, fyrrverandi forstjóri bandaríska fyrirtækisins General Electrics, kom til landsins í gær. -hlh helgarblaö Ferill forsetans í Helgarblaði DV á morgun verður fjallað um feril forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímsson- ar, í máli og myndum. Forseti vor gekk í heilagt hjónaband á miðvikudagskvöld á sextíu ára afinæli sínu. í blaðinu er einnig fjallað ítarlega um keppendur um titil- inn Ungfrú Island. í Helgarblaðinu er rætt við Stefán Jónsson leikstjóra um samstarf við landamæraverði, við Ólaf Hauksson, talsmann Iceland Express, um samkeppni og undirboð og Hall- grim Óskarsson, lagahöfúnd og Eurovision-fara, um lagastuld og Ijóð- list. Blaðið fjallar um undarlega dauð- daga, norskar konur á íslandi og talar við nýjan ritstjóra Bleiks og Blás. EHSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.