Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Page 8
8
Fréttir
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
ÐV
Krabbameinslækningar ræddar
Siguröur Björnsson yfirlæknir ræöir um krabbamein og krabbameinstækningar á ársfundi Landspítala - háskólasjúkrahúss st. fimmtudag i fundarsal í nýjum bamaspítala LHS.
Lækkandi nýgengi krabbameins í maga og leghálsi:
aukniw kraMameins í lunauni.
brióstum on MöapuhaskirtÉ
Þriöji hver íslendingur fær
krabbamein en árlega greinast um
1100 manns hérlendis - og árlega
deyja um 450 manns úr krabba-
meini. Krabbamein og krabba-
meinslækningar voru ræddar á
nýafstöönum ársfundi LSH. Sig-
urður Bjömsson yfirlæknir sagði
aukna þekkingu og skilning á
þessum sjúkdómaflokki hafa skil-
að meiri og betri meðferð. Hann
taldi reykingar valda um 80%
dauðsfalla karla með lungna-
krabbamein og 75% meðal
kvenna. Hann taldi einnig að það
ætti að vera stefna LHS í krabba-
meinslækningum að mennta heil-
brigðisstéttir í samvinnu við há-
skóla og aðrar menntastofnanir í
greinum sem tengjast krabba-
meini og vera ávallt í fremstu röð
Fylgst meö fyrirlestri
Jón Kristjánsson heilbrigöisráöherra, Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala
- háskólasjúkrahúss, og Davíö Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri fytgjast meö
fyrirlestri um krabbamein ásamt fjölda annarra gesta ársfundarins.
varðandi greiningu og meðferð.
Enn fremur yrði Landspítali - há-
skólasjúkrahús að vera búinn
undir aukningu í nýgengi krabba-
meina af ýmsum toga á næstu
árum.
Efling rannsókna og lækninga á
krabbameini er aðkallandi í ljósi
þess að þriðji hver íslendingur má
búast við að fá krabbamein ein-
hvern tíma á lífsleiðinni. Krabba-
mein ógnar öllum og engin fjöl-
skylda getur búist við því að
sleppa við að kynnast þessum
sjúkdómi af eigin raun.
Vísindavinna efld
Sameining Sjúkrahúss Reykja-
víkur og ríkisspítala í Reykjavík
er mesti samruni fyrirtækja eða
stofnana hérlendis og mótað hefur
verið nýtt sjúkrahús, Landspítali
- háskólasjúkrahús (LHS), með
yfir 4.000 ársverk og um 5.000
starfsmenn. Heilbrigðisráðherra
ákvað í janúarmánuði 2000 að
sameina sjúkrahúsin en samein-
ingunni var ætlað að bæta þjón-
ustu við sjúklinga, m.a. með sam-
einingu sérgreina læknisfræðinn-
ar, og gera rekstur sjúkrahúsanna
hagkvæmari.
Krabbameinsmiðstöð Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss hóf rekst-
ur í janúar 2002 og hefur eigin
stjóm og fagráð. Reksturinn er
fjármagnaður með greiðslum úr
sjóði sem stofnaður var í sam-
starfi við íslenska erfðagreiningu
og Urði Verðandi Skuld. Fyrirtæk-
in studdu miðstöðina vel með
stofnframlögum í sjóðinn. Verk-