Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Side 16
16
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
______41 >
Skoðun
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagíö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds,
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Enn lengri biðlistar aldraðra
Umönnun aldraðra hlýtur að
vera eitt helsta forgangsmál
hvers samfélags, að gæta að vel-
ferð þeirra sem skilað hafa sín-
um vinnudegi. Þegar þjóöfélags-
gerðin var önnur fór sú umönn-
un að mestu fram innan heimil-
anna. Þar var fyrir fólk sem
sinnti þeim sem lúnir voru og lasburða á ævikvöldi. Með
breyttum þjóðfélagsháttum var óhjákvæmilegt að þessi þjón-
usta færðist frá heimilunum til sérhæfðra stofnana.
Aldraðir eru sá hópur sem vex hraðast um þessar mund-
ir. Þörf fyrir vistunarpláss fyrir aldraða vex, samhliða því
að fleiri ná háum aldri, en fjarri lagi er að hægt sé að verða
við nauðsynlegum beiðnum um vistun. DV greindi frá því á
fóstudag að yfir fimm hundruð aldraðir einstaklingar væru
nú á biðlistum eftir plássi í Reykjavík, fólk með brýna þörf
fyrir vistun. Á landinu öllu bíða 1034 eftir plássi í þjónustu-
húsnæði eða hjúkrunarrými.
Um 450 manns voru á biðlista í Reykjavík í fyrra. Nú hef-
ur umsóknum íjölgað enda eru á hinum langa lista 515 aldr-
aðir einstaklingar. Þar af biðu 345 eftir plássi á hjúkrunar-
rými og voru 15 þeirra í brýnni þörf en langflestir, eða 285,
í mjög brýnni þörf. Fjölgunin nú er rakin að stórum hluta
til skorts á heimahjúkrun og heimaþjónustu.
Ástandið er verst í Reykjavík en biðlistar eru víða langir.
Svo dæmi sé tekið af stóru bæjarfélögunum þá eru 67 á
biðlista í Kópavogi, 98 í Hafnarfirði og 102 á Akureyri. Sé lit-
ið til landsins alls bíða 492 eftir plássi í þjónustuhúsnæði en
542 eftir plássi í hjúkrunarrými.
Á bak við þetta talnaflóð er saga einstaklinga, vandi og
þrautaganga. Áhyggjur þeirra eru ómældar og ekki síður
nánustu aðstandenda. Mikil röskun verður á heimilislífi.
Aldraðir makar reyna af veikum mætti að sinna sjúkum ást-
vinum sem og börn þeirra sem bíða, eða aðrir aðstandendur.
Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borg-
ara, segir biðlistana aldrei hafa verið lengri en nú og kallar
að vonum eftir aðgerðum. Slíkt ákall er ekki nýtt. DV birti
greinaflokk um ástand í vistunarmálum aldraðra í fyrrasum-
ar. Þá lýstu talsmenn samtakanna ástandinu sem skelfilegu.
Þar var líka greint frá því að starfsfólk á sjúkrahúsum og
heilbrigðisstofnunum þekkti líka þetta skelfmgarástand. Á
því brennur vandinn, það skynjar örvæntinguna.
Þetta á ekki að vera svona í okkar velferðarsamfélagi.
Heilbrigðisyfirvöld hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir vand-
anum. í áætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
um uppbyggingu á öldrunarþjónustu áranna 2002-2007 er tal-
að um gífurlegan vanda, einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Biðlistarnir löngu segja það eitt að meðferð skattfjár hvað
þetta varðar hafi ekki verið rétt. Það er samstaða um það í
samfélaginu að sinna öldruðum vel. Þegar kemur að fjárút-
látum hins opinbera er eðlilega í mörg horn að líta. Sumt
hefur þó augljósan forgang fram yfir annað. Þar hlýtur að
vega þungt umönnun aldraðra, þyngra en fjölmargt sem
vissulega orkar tvímælis þegar litið er til útgjalda ríkis og
sveitarfélaga.
Á þessum vanda þarf að taka og það fljótt. Áætlanir um
aðgerðir nokkur ár fram í tímann liggja fyrir en öllum má
ljóst vera að þær duga hvergi. Það hlýtur því að koma til
kasta nýrrar ríkisstjórnar að gera betur; taka myndarlega á
brýnu máli. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vinna
nú undirbúningsvinnu vegna áframhaldandi ríkisstjórnar-
samstarfs. í þeim veigamikla málaflokki sem heilbrigðismál-
in eru hljóta málefni aldraðra að verða tekin til endurskoð-
unar með áætlunum um verulegar úrbætur svo fljótt sem
verða má.
Jónas Haraldsson
Þá lagði Hannes nokkra fjölmiðlamenn í einelti og
reyndi að skaða starfsframa þeirra vegna þess að þeir
höfðu spurt óþœgilegra spuminga eða sleppt í gegn
fréttaefni sem honum þótt óþægilegt. Vildi hann jafn-
vel kenna sumum þeirra um ófullnœgjandi gengi
Sjálfstœðisflokksins í kosningum.
Þeir sem vinna á sama
vinnustað og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson
hafa fyrir iöngu tekið eftir
því að svona sex tii átta
vikum fyrir kosningar
þagnar hann og jafnvei
hverfur fram að kjördegi.
Það er rétt eins og límt sé fyrir
málfærin á honum og tölvan af
honum tekin. Þetta gerist líklega
vegna þess að hófsamari félagar
hans í pólitíkinni telja að róttæk
frjálshyggja hans og illskeyttar
baráttuaðferðir geti fælt hófsama
kjósendur frá því að styðja sama
flokk og Hannes Hólmsteinn. Ekki
er ólíklegt að þetta geti verið rétt
hjá þeim. Svo hönduglega er um
þessar límingar á Hannesi búið að
þær losna yfirleitt strax eftir
klukkan 10 að kveldi kjördags, rétt
eins og þegar korktappi skýst úr
kampavínsflösku. Þá stekkur hinn
kunnuglegi Hannes Hólmsteinn
aftur fram og tekur til óspilltra
málanna.
Skemmtiiegur súrreaiismi
í liðinni viku birti Hannes tvær
fyrstu greinarnar í síðbúinni
kosningabaráttu sinni. Þessu var
álíka farið eftir síðustu alþingis-
og borgarstjórnarkosningar. Þá
lagði Hannes nokkra fjölmiðla-
menn í einelti og reyndi aö skaða
starfsframa þeirra vegna þess að
þeir höfðu spurt óþægilegra
spurninga eða sleppt í gegn frétta-
efni sem honum þótt óþægilegt.
Vildi hann jafnvel kenna sumum
þeirra um ófullnægjandi gengi
Sjáifstæðisflokksins í kosningum.
Nú er hið sama uppi á teningnum.
Að þessu sinni Sækir hann að
nokkrum starfsfélögum sínum í
Háskóla íslands og einum frétta-
manni. Á fimmtudag skrifar hann
nýja grein um þetta og kynnir
m.a. til sögunnar tvo prófessora
sem hann kallar sérstaklega póli-
tíska og telur það ljóð á störfum
þeirra í háskólasamfélaginu. Hið
sama segir hann um tvo aðra
starfsmenn HÍ.
Þetta er einstaklega skemmtileg-
ur súrrealismi því eins og allir
vita er Hannes Hólmsteinn einn
pólitískasti prófessorinn sem fyrir
finnst á norðurhveli jarðar - og
jafnvel þó víðar væri leitað. Þaö
má því hafa gaman af þessu. Sjálf-
ur er ég ekki meðlimur í neinum
stjórnmálaflokki og hef almennt
ekki tekið þátt í pólitísku starfi. Á
liðnum árum hef ég kosið ýmsa
flokka, þar á meðal Sjálfstæðis-
flokkinn.
En hverju sætir það að Hannes
heiðrar mig sérstaklega í þessu
samhengi? Jú, ég hef það til unnið
að frá mér hefur heyrst, með
fréttaflutningi af tveimur erindum
sem ég flutti um velferðarmál í að-
draganda kosninganna; annað á
ráðstefnu ASÍ og hitt hjá Samtök-
um félagsráðgjafa. Auk þess talaði
ég um velferðarmál á nýrri öld á
vorþingi Samfylkingarinnar.
Einnig hef ég sem forstöðumaður
Borgarfræðaseturs staðið að út-
gáfu bókar Hörpu Njáls um fátækt
á íslandi. Allt þetta þykir Hannesi
óþægilegt. Hann vill ekki umræðu
um það hvernig íslenska velferö-
arríkið er í reynd en kýs heldur að
yrkja lofsöngva um að allt sé full-
komið á íslandi. Reyndar er hann
helsti innflytjandi hugmynda
bandarískra frjálshyggjumanna
um róttæka lágskattasamkeppni
sem þar í landi er sérstaklega beitt
til þess að hindra möguleika ríkis-
ins á að fjármagna velferðarkerfið.
Því má spyrja hvort hann sé bein-
línis að vinna að því bak við tjöld-
in að ameríkanísera íslenska vel-
ferðarríkið - m.ö.o að grafa undan
því?
Af hávaðanum í Hannesi mætti
ætla að ég hafi haft mikil áhrif í
kosningabaráttunni, jafnvel sigrað
en Hannes tapað. Ég þakka hólið,
en þar eð ég er raunsær veit ég að
það er alls ekki verðskuldað. Ef
það telst vera pólitískt að fræði-
maður sem rannsakað hefur lífs-
kjör og velferðarríki tjái sig um
það með tilvísunum í gögn sín þá
er íslenska lýðveldið óþroskaðra
en vera ætti.
Nokkrar leiðréttingar
Þá vil ég segja örfá orð um efnis-
atriði í grein Hannesar því þar er
staðreyndum illa misþyrmt. Grein-
in er reyndar með ólíkindum því
ég fann í henni meira en 20 stað-
reyndavillur. Ég stikla þó einungis
á stóru.
Hannes segir mig smíða eigin
mælikvarða á fátækt og nota sér-
kennilegt fátæktarhugtak. Ekkert
sé að marka það því ef Bill Gates
flytti til íslands eða íslenskir auð-
menn flyttu úr landi þá breyttist
niðurstaðan. Hið rétta er að aðferð-
in er ekki mín, heldur er hún sú
staðalaðferð sem mest er notuð í
slíkum rannsóknum á Vesturlönd-
um, m.a. af OECD. Ofurríkir ein-
staklingar hafa ekki áhrif á mæl-
ingarnar. Ég var reyndar búinn að
segja Hannesi að þetta væri svona
en hann leyfir sér samt að fuilyrða
þetta í greininni. Hann falsar því
staöreyndir vísvitandi.
Hannes fer einnig með rangfærsl-
ur um þróun tekjuskiptingarinnar.
Gögn fjármálaráðuneytisins sýna
ótvírætt að tekjur hæstu tekju-
hópanna jukust mest milli 1995 og
2001 en tekjur þeirra 20% tekjuþega
sem lægstar tekjur hafa jukust lang-
minnst. Ójöfnuður tekna jókst á
hverju ári 1995-2000, eins og mæl-
ingar Þjóðhagsstofnunar á dreifingu
ráðstöfunartekna einstaklinga sýna
einnig (sbr. Tekjur og eignir og
dreifing þeirra, 2001).
Þegar ég nefndi aukningu fátækt-
ar var ég að vísa í fyrri rannsókn-
ir sem sýndu að fátækt jókst í
beinu sambandi við aukið atvinnu-
leysi. Atvinnuleysi hefur sannar-
lega aukist á Islandi á síðustu
tveimur árum og þar eð atvinnu-
leysisbætur eru undir fátæktar-
mörkum segir sig sjálft að fátækt
eykst. Auk þess vísaði ég til talna
frá ASÍ, Hjálparstarfi kirkjunnar,
Mæðrastyrksnefnd og Félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar sem cdlar
sýna markverða aukningu á beiðn-
um um fjárhagsaðstoð vegna
þrenginga. Þetta eru ótvíræðar vís-
bendingar um aukna erfiöleika lág-
tekjufólks.
Flest sem Hannes segir um lífs-
kjör, tekjuskiptingu, fátækt, skatt-
heimtu og velferðarmál í greininni
er í reynd rangt og fer ég ekki fleiri
orðum um það. í stað þess að eyða
orðum á mig finnst mér að hann
ætti sjálfur að hitta fólkið í biðröð-
inni hjá Mæðrastyrksnefnd og
benda þeim á að það þurfi ekki á
slíkri aðstoð að halda, því allir hafi
það svo gott á íslandi, samkvæmt
pólitískri tilskipan.
Það væri líka manndómsbragur
á því hjá honum að mæta í biðröð
þeirra þúsunda atvinnulausra sem
vikulega ganga bónbjargarveginn
eftir atvinnuleysisbótunum (rúm-
um 70.000 krónum á mánuði) og út-
skýra fyrir þeim hvers vegna ríkis-
stjórnin taldi nauðsynlegt að rjúfa
tengsl bótanna og lægstu launa
1996, með þeim afleiðingum að at-
vinnuleysisbætur eru nú um 10
þúsund kónum lægri á mánuði en
ella hefði verið. Telur hann það
framfarir? Telur hann þaö rausnar-
legt, eins og hann segir að aðstoð
við þá sem á þurfa að halda eigi að
vera? Telur hann mögulegt fyrir
einstætt atvinnulaust foreldri að
framfleyta barni sínu með 136
krónum á dag?
Þetta eru aðeins örfá dæmi um
laka tryggingavernd íslenska vel-
ferðarríkisins sem skapar alvöru
fátækt hér mitt í ríkidæminu sem
við flest njótum. Ef menn komast
upp með að banna að talað sé um
þetta á árinu 2003 þá munu það
þykja tíðindi í grannríkjunum á
Vesturlöndum.
Að lokum
Á síðustu sex mánuðum hefur
Hannes Hólmsteinn ítrekað gert
mér ljóst að ef óþægilegt efni kæmi
frá mér eða Borgarfræðasetri inn í -j -
þjóðmálaumræðuna þá yrði ég
lagður í einelti og mér refsað. Borg-
arfræðasetur yrði sett undir sér-
staka smásjá. í nokkrum tilvikum
voru vitni að þessum skilaboðum.
Ég leit svo á að með þessu væri
hann að reyna að hafa áhrif á
frjálsa rannsóknarstarfsemi og
sjálfsagða miðlun upplýsinga og
ákvað að hafa þessar hótanir að
engu.
Háskólamaður sem lætur slíkt
hafa áhrif á störf sín bregst mark-
miðum vjsindanna. Háttalag Hann- v"
esar á betur heima í einræðis- og
alræðisríkjum. Ég reyni yfirleitt að
kynna rannsóknarefni mín þegar
fólk sýnir þeim áhuga og falast eft-
ir upplýsingum um þau. Það ætti
allt háskólafólk að gera ef við verð-
ur komið.
Ég á því allt eins von á að Hann-
es haldi áfram að senda mér skeyti
í fjölmiðlum. Ég tek hins vegar
fram á þessu stigi að algerlega
óvíst er í hve miklum mæli ég mun
nenna að elta ólar við það.
Að vera eða vera ekkí jafnréttissinni
Jafnréttisstarfið innan flokksins er bæði mikið og virkt og af stefnu flokksins má vera
ljóst að hann leggur mikla áherslu á jafnréttismál kynjanna, jafnt i orði sem á borði.“
©Helga Gudrún
Jönasdóttir
Landssambanós
sjálfstæöiskvenna
Kjallari
Staða kvenna innan Sjálf-
stæðisflokksins hefur ver-
ið nokkuð i kastljósinu að
undanförnu í kjöifar „út-
reiðarinnar" sem þingkon-
ur hans hlutu í nýafstöðn-
um alþingiskosningum.
Jafnvel hefur verið gengið svo
langt að tala um afturfor eða áfall
í jafnréttisbaráttu kynjanna sem
rekja megi til neikvæðra viðhorfa
flokksins gagnvart málaflokknum
og um leið til kvenna innan raða
hans.
Hundalógík
Staða jafnréttismála hér á landi
á með öðrum orðum að standa og
falla með innra jafnréttisstarfi
eins flokks. Ástæðan er sú að þeir
þingmenn hans sem náðu ekki
kjöri voru konur en ekki karlar.
Með hliðsjón af gangvirki kosn-
ingakerfisins okkar og fylgis-
sveiflu Sjálfstæðisflokksins held
ég að flestir hljóti að sjá
hundalógíkina í þessum rökum.
Ábyrgðin sem Sjálfstæðisflokk-
urinn ber í jafnréttismálum snýr
að stefnu hans og árangri sem leið-
andi stjórnarflokks undanfarin
kjörtímabil. í þeim efnum er staða
Sjálfstæðisflokksins sterk, sem
skýrir að mínu mati um leið það
ofurkapp sem stjórnarandstaðan
hefur lagt á innra jafnréttisstarf
Sjálfstæðisflokksins.
Jafnréttisumræöa á vllligötum
Það athyglisverða í málflutningi
stjórnarandstöðunnar er nefnilega
að hún hefur ekki séö sér hag í að
gagnrýna þær mörgu aðgerðir sem
stjórnvöld hafa gripið til á sviði
jafnréttismála. Það er sem sé ekki
aðgerðaleysið sem hefur staðið
jafnréttisbaráttunni fyrir þrifum.
Þeim mun meiri áhersla hefur ver-
ið lögð á stöðu kvenna innan Sjálf-
stæðisflokksins með þeim skila-
boðum að stjórnmálaflokkur sem
„fari“ svona með konurnar innan
sinna raða standi ekki fyrir trú-
verðugt afl í jafnréttisbaráttunni.
Þetta samasemmerki, sem stjórn-
arandstaðan vill setja á milli innra
starfs Sjálfstæðisflokksins annars
vegar og stöðu jafnréttismála hins
vegar, er ekkert annaö en grátlegt
dæmi um jafnréttisumræðu á villi-
götum. Eða trúir stjórnarandstaðan
því í alvöru að það eigi að vera inn-
tak jafnréttisumræðunnar? Eða
búa kannski bara allt aðrir hags-
munir að baki en áhyggjur af stöðu
jafnréttismála?
Skortir á trúverðugleikann
Málflutningur forsætisráðherra-
efnis Samfylkingarinnar í kosn-
ingabaráttunni er síðan kapítuli
út af fyrir sig. Við hljótum öll að
fagna því að konum hafi fjölgað
jafnmikið og raun ber vitni í
æðstu stjórnendalögum borgarinn-
ar. Það er frábær árangur. Með
hliðsjón af því hversu ört embætt-
iskerfi borgarinnar hefur þanist út
á undanfomum árum þaif þó að
liggja fyrir í hve mörgum tilvikum
um ný stjórnunarstörf var að
ræða.
Viö vitum af gefinni reynslu að
það er miklu fljótlegra að ráða
konur í ný störf en þau sem þegar
eru skipuð körlum. Allt tal forsæt-
isráðherraefnisins um þann mikla
árangur sem beinskeyttar aðgerðir
á borð við kynjakvóta skila verður
ekki trúverðugur fyrr en þær upp-
lýsingar liggja fyrir.
Metingur sem engu skilar
Sú flokkspólitíska harka sem
hlaupin er í jafnréttisbaráttu kynj-
anna er að mínu mati umhugsun-
arverð. Margt bendir til að stjóm-
málaflokkunum sé hollast að fara
hægt í gllan meting þar sem þeir
eru allir meira eða minna undir
sömu sökina seldir. Hjá Samfylk-
ingunni t.a.m. hafa árum saman
sömu konumar myndað kjamann
í núverandi þingflokki. Einhver
rætin/n gæti spurt hver nýliðun
meðal kvenna innan forystusveit-
ar Samfylkingarinnar, eða forvera
hennar, hafi verið.
Eins mætti benda á að karlar
hafi leitt lista Samfylkingarinar í
nánast öllum kjördæmum, að for-
sætisráðherraefnið hafi ekki
ómakað sig við að skipa konu sem
arftaka sinni í embætti borgar-
stjóra og svo mætti lengi telja.
Það hljóta á hinn bóginn allir að
sjá í hendi sér hversu ófrjó um-
ræða af þessum toga er. Innbyrð-
is metingur flokkanna um hver
þeirra sé hlynntastur jafnréttis-
baráttunni skilar nákvæmlega
engu til hennar.
Er verið að setja réttlætið í bið?
En hvernig ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn þá að svara þeim ásök-
unum um að árangurinn í jafnrétt-
isbaráttunni sé rýr eftir 12 ára
stjórnarsetu; svo rýr að sumra
mati að það eitt réttlæti fremur
gagnslausar aðgerðir á borð við
kynjakvóta? Við hljótum að spyrja
á móti hvaða mælikvarða sé rétt
að styðjast við þegar þetta meinta
árangursleysi er annars vegar? Er
svonefnd hausatalning, þ.e. hve
konum fjölgar t.d. á þingi eða í
æðstu stjórnunarstöðum, eini
marktæki mælikvarðinn? Eða
kynbundna launamisréttið í pró-
sentum talið?
Okkar skoðun er sú að á meðan
slík talning sé vissulega mæli-
kvarði þá taki hann á afleiðingum
en ekki orsökum kynjamisréttis-
ins, líkt og kynjakvótarnir gera
fyrst og fremst. Mælikvarðarnir
verði því að snúa að aðgerðum
gegn orsökum vandans; aögerðum
sem miða að því að jafna þann
kynbundna aðstöðumun sem rekja
má til hinna hefðbundnu kynhlut-
verka.
Státum af verulegum árangri
Á þennan mælikvarða hefur ár-
angurinn í jafnréttisbaráttunni
verið verulegur. Jafnréttisáætlun
ríkisstjómarinnar fjallar m.a. um
samþættingu kynjajafnréttis á öll-
um stigum stjómsýslunnar. Breyt-
ingar á lögum um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla (jafn-
réttislöggjöfin) miðuðu að þvi að
gera foreldrum kleift að samþætta
betur en áður atvinnuþátttöku og
fjölskyldulíf og með nýju fæðingar-
orlofslöggjöfinni voru gerðar rót-
tækar breytingar á aðstöðumun
kynjanna á vinnumarkaðnum.
Þetta eru aðeins fá dæmi af
mörgum sem stuðla munu að rétt-
látara þjóðfélagi gagnvart konum.
Þar með er þó ekki sagt að vand-
inn sé úr sögunni. Enn eigum við
töluvert í land eins og sá óhóflega
langi vinnudagur sem hér er við
lýði er til marks um og dregur
m.a. úr möguleikum kvenna innan
bæði stjórnmálanna og atvinnu-
lífsins.
Eru allir vondir?
Eftir stendur sú spuming hvort
Sjálfstæðisflokkurinn sé vondur við
konur. Að sjálfsögðu er ekki svo.
Jafnréttisstaifið innan flokksins er
bæði mikið og virkt og af stefnu
flokksins má vera ljóst að hann
leggur mikla áherslu á jafnréttis-
mál kynjanna, jafnt í orði sem á
borði. Á hinn bóginn má ljóst vera
að litlir og miðstýrðir flokkar eiga
auðveldara með að flagga jaftiréttis-
starfi sínu, ásamt nýstofnuðum
flokkum og fortíðarlausum, en þeir
sem stórir eru og fjölmennir með
langa lýðræðishefð að baki.
Engu að síður er það áhyggju-
efni að fylgissveiflur við Sjálfstæð-
isflokkinn skuli koma jafnilla nið-
ur á þingkonunum okkar og raun
ber vitni. Ástæðunnar er hins veg-
ar ekki aö leita í andvaraleysi
flokksins í jafnréttismálum.
Jk.
*