Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Page 18
42
Skoðun
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
DV
*
**y
Mikið misrétti í þjóðfélaginu
„Ríkisstjórnin gleymdi öldruöum og öryrkjum, hún gleymdi atvinnulausum en
hún mundi eftir atvinnurekendum og hátekjumönnum. Þess vegna var tekju-
skattur fyrírtækja lœkkaður, þess vegna var hátekjuskattur lækkaður. “
Núverandi valdhafar í
landinu, Sjálfstæöis-
flokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn, segjast
hafa stjórnaö landinu
vel. Þeir segja efna-
hagsmálin og fjármálin í
góðu lagi.
Þar hefur vissulega miöaö í
rétta átt. Þaö er rétt. En vandinn
liggur fyrst og fremst þar.
Misskiptingin
Vandinn liggur í misskipting-
unni í þjóðfélaginu, rangri tekju-
skiptingu og ranglátu kvótakerfi.
íslendingar eru meðal ríkustu
þjóða heims en samt býr hluti
þjóðarinnar við fátækt. Sumir
hafa varla til hnífs og skeiðar.
Það er smánarblettur á þjóðfélag-
inu. Mjög stór hópur launafólks
berst einnig í bökkum, á erfitt
með að láta enda ná saman, m.a.
vegna skattahækkana í tíð ríkis-
stjórnarinnar. En aðrir hafa mjög
mikla peninga handa á milli.
Á valdatíma núverandi stjóm-
arflokka hefur misréttið í þjóðfé-
laginu aukist. Hinir ríku hafa
orðið ríkari og hinir fátæku hafa
orðið fátækari. Velferðarkerfinu
hefur hnignað. Hvers vegna hefur
þetta gerst? Að verulegu leyti er
þetta vegna stjórnarstefnunnar.
En að hluta til hefur þetta gerst
óviljandi. Sjálfstæðisflokkurinn
vill veg atvinnurekenda og fjár-
magnseigenda sem mestan. Það
er stefna flokksins. Þess vegna
lækkaði ríkisstjómin tekjuskatt
fyrirtækja í 18% á sama tíma og
tekjuskattar einstaklinga hækk-
uðu, þar eð skattleysismörkin
voru ekki látin fylgja þróun
launa og verðlags. Tekjuskattur
einstaklinga er nú 25,75%. (Út-
svar er 12,79%). Barnabætur hafa
verið skertar um 8 milljarða frá
1995, þar eð viðmiðunarfjárhæðir
hafa ekki fylgt verðlagsþróun.
Mistök
Á valdatíma stjórnarflokkanna
hafa kjör aldraðra og öryrkja
dregist aftur úr. Þessir hópar
hafa ekki einu sinni fengið sömu
hækkun og hinir lægst launuðu,
sem eru á vinnumarkaðnum,
hvað þá meira! Skattur á lægst
launuðu öryrkja, aldraða og aðra
láglaunamenn (með tekjur undir
90 þús. kr. á mánuði) hefur hækk-
að um einn milljarð á ári í tíð rík-
isstjómarinnar!
Hvers vegna hefur þetta gerst?
Hefur það verið stefna ríkisstjórn-
arinnar að níðast á öryrkjum og
öldraðum? Ég held varla. Senni-
lega er hér um mistök að ræða hjá
stjórnarflokkunum. Þeir hafa
keppst svo við að bæta hag at-
vinnurekenda, fjármagnseigenda
og hátekjufólks að þeir hafa
gleymt þeim sem minnst mega
sín. Þess vegna hafa aldraðir og
öryrkjar ekki fengiö sömu hlut-
deild í bættum kjöram og tekju-
hærri hópar þjóðfélagsins. Aldrað-
ir og öryrkjar hafa setið eftir.
Sama er að segja um atvinnu-
lausa. Þeir hafa einnig setið eftir.
Á kostnað lágtekjufólks
Misréttið í þjóðfélaginu hefur
aukist. Ríkisstjórnin gleymdi
öldruðum og öryrkjum, hún
gleymdi atvinnulausum en hún
mundi eftir atvinnurekendum og
hátekjumönnum. Þess vegna var
tekjuskattur fyrirtækja lækkað-
ur, þess vegna var hátekjuskattur
lækkaður. En skattar almenn-
ings, tekjuskattar einstaklinga,
hækkuðu. Félagslega húsnæðis-
kerfið var lagt í rúst og jók einnig
á misréttið.
Framsóknarflokkurinn, sem
upphaflega var félagshyggjuflokk-
ur, hefur stutt þá stefnu Sjálf-
stæðisflokksins að bæta hag at-
vinnurekenda og hátekjumanna á
kostnað láglaunafólks og bóta-
þega almannatrygginganna.
Samfylkingin vill jafna tekju-
skiptinguna í þjóðfélaginu. Sam-
fylkingin vill uppræta misréttið.
Samfylkingin vill lækka skatta lág-
launafólks og lífeyrisþega og Sam-
fylkingin vill afnema kvótabraskið
á ákveðnum aðlögunartíma.
Óttl og ógn í íslensku uppeldi?
„klettan" fyrip böpnin
Björn Björnsson hringdi:
Langar til að taka undir sjón-
armið Guðrúnar Gunnarsdótt-
ur mannfræðings sem segr álit
sitt á barnauppeldi.m.a. í DV í
dag (fóstud. 16. maí). í þessu
viðtali eða frétt í DV kemur
Guðrún inn á hluti sem ættu
að vera umhugsunarefni fyrir
alla íslenska foreldra, því þeir
eru, margir hverjir, einfaldlega
ekki barnanna bestir, ef svo
má að orði komast. Alltof eftir-
gefanlegir og sjálflr agalausir
og því verða foreldramir oft
hræddari við börnin en bömin
við foreldrana þótt ótti eigi að
sjálfsögðu ekki að vera neins
staðar í spilinu í uppeldismál-
um, aðeins gagnkvæm virðing
og agi. Þróunin í uppeldismál-
um hér á landi er ógnvænleg
og kenni ég um auknu ofbeldi
og klámi í sjónvarps- og bió-
myndaefni sem unglingum hér
leyfist að sjá óhindrað. Slíkt
þekkist varla erlendis í siððum
þjóðfélögum, og alls ekki inni á
heimilunum sjálfum. Þakka
gott viðtal i DV.
Hagkvæmni stærðarinnar
„Viö erum meö hundraö sinnum öflugri fiskveiöiflota en fyrlr fjörutíu árum
og hann skilar minna magni úr sjó.“
Þorsteinn Hákonarson
framkvæmdastjóri skrifar:
Þessi pistill hefði átt að birtast
fyrir kosningar til glöggvunar fyr-
ir ágæta frambjóðendur stjórn-
málaflokkanna. Það er kominn
tími til að leiðrétta hugmyndir
þeirra um hvað viðfangsefni
þeirra er - eða ætti að vera.
Meðaltal orkunotkunar á jörðu í
aflvélum nær ekki einu kílóvatti á
mann. Við erum því að tala um
óskastöðu annarra í framkvæmd
hér, og þetta ræður flestu hérlend-
is. í dag stefnum við óðfluga að
því að nota þrettán kílóvött á
mann af afli, allar stundir ársins.
Þá erum við ein þjóða við það
að komast í þá stöðu að hag-
kvæmni stærðarinnar verður í
meirihluta tilfella röng. Það sem
er hagkvæmt fyrir okkur er að
fjölga sjálfsögðum vistgæðum.
Ekki bara varðandi andrúmsloft,
rými og lagarétt, heldur og hús-
næði og heilbrigðisþjónustu ein-
staklinganna.
Allir kvótar kveða á um að
hefta rétt til framlegðar, með því
að meina fólki aðkomu. Öll slík
höft, sem ekki eru almenns eðlis,
þvinga fram misvægi til framlegð-
ar í atvinnulífinu. Þetta verður
því ljósara eftir að vélmennin fara
í alvöru að vinna verk okkar.
Efnahagslíf er ekki peningavið-
skipti fyrir tæknileg kerfi sem éta
sjálf upp alla framlegð, það er og á
að vera fyrir fólk.
Við erum með hundrað sinnum
öflugri fiskveiðiflota en fyrir fjör-
tíu árum og hann skilar minna
magni úr sjó, ef eitthvað er - að
frátalinni loðnu. En þama eru
menn enn að tala um „hagkvæmni
„Tœknilega felst hag-
kvœmnin í að minnka
stærðina. Enn vilja menn
fœkka fiskimjölsverksmiðj-
um fyrir „hagkvæmni
stœrðarinnar“. Líka
rangt. Fyllsti virðisauki
aflans er málið. Það þýðir
fleiri smœrri einingar. “
stærðarinnar." - Rangt. Tækni-
lega felst hagkvæmnin í að
minnka stærðina. Enn vilja menn
fækka fiskimjölsverksmiðjum fyr-
ir „hagkvæmni stærðarinnar."
Líka rangt. Fyllsti virðisauki afl-
ans er málið. Þaö þýðir fleiri
smærri einingar.
Við eigum að tryggja ódýra
orku, ódýrt vatn, ódýrt land, jcifn-
ræði um aðgang að náttúrauðæf-
um, sem samt fara í virðismat á
öllum stigum viðskipta. Við þurf-
um ekki „vatnsbaróna" einka-
væddra skömmtunarvatnsveitna á
Majorka. Við þurfum takmarkað-
an rétt til fjölda vélmenna á mann
eða fyrirtæki. Vélmennin sem
koma verða svo öflug að þau verða
að sjá fyrir fólki, en ekki að fólk
víki til atvinnuleysis fyrir þeim.
þetta er ekki spurning um að vél-
ar taki vinnu frá fólki, heldur
hver á framlegðarrétt með vélum.
Við notum afl í aflvélum og sú
gæfa, að hér er komin notkun
vetnisaflvéla, mun færa okkur þá
blessun að skilja að miklu einfald-
ara er að geyma rafmagnið beint,
heldur en að búa til vetni. Slíkur
geymir er undirstaða þess að
koma jarðarbúum upp eða venja
þá við þrettán kilóvött. íslending-
ar ættu að geta skilið hve óskap-
lega miklu leiðtogahlutverki þetta
land gegnir því nægt afl til vist-
hæfra aflvéla er forsenda friðar,
farsældar, öryggis og þroska jarð-
arbúa. - Og það við verulega öðru-
vísi félagslegar áherslur.
Hefur ASÍ farnast vel á tekjujöfn-
unarleiðinni?
ASÍ og skattalækkunin
Gunnar Jóhannsson skrifar:
Var ég að heyra rétt í sjónvarps-
frétt sl. fimmtudag þar sem fram-
kvæmdastjóri ASÍ fullyrti að
skattalækkun sú sem stjórnar-
flokkamir hafa boðað sé óæskileg?
Eða var ASÍ-maðurinn að taka
undir vanþóknun Landssambands
eldri borgara um sama efni? Halda
þessir menn að eitthvað annað
komi launafólki, svo og eldri borg-
urum, að meira gagni? Er það ekki
einmitt afnám eignaskatts, lækkun
erfðafjárskatts og lækkun virðis-
aukaskatts af neysluvörum sem
koma öllum til góða? Hvað eru
þessir aðilar sífellt að taka um
milljón króna manninn sem „fái
líka skattalækkun"? Það verður
aldrei nein „tekjujöfnun" í þessu
þjóðfélagi fremur en í öðrum og
þar af leiðandi engin sátt heldur
milli kynslóðanna í þessum efn-
um. Tökum við skattalækkun með
gleöi og þakklæti. Við stöndum
ekki verr eftir.
Bæklingar í tugatali
Hjörtur hringdi:
Ég vil koma mótmælum á fram-
færi gagnvart þeirri ógn sem mér
stendur af flæði sölubæklinga í
póstkassann minn. Hann er ýmist
fullur að morgni eða kvöldi af þess-
um allsendis gagnslausu bækling-
um sem fara jú beint i ruslið ólesn-
ir. Ég ber ekki við að lesa neitt af
þessu og svo er um flesta i þessu
annars fjölbýlishúsi þar sem ég bý.
Auk þess eru dagblöðin, einkum
Morgunblaðið og Fréttablaðið, með
ýmsa bæklinga inni 1 sér og þeir
fara líka beint í ruslið (samanber
t.d. sá síðasti í Mbl„ merktur MAT-
RIX, eða Sánd. Bæklingar stórmark-
aðanna og einstakra verslana eru
þó fyrirferðarmestir. Það sýnir mér
að hart er barist um bitann þessa
dagana. Ég efast um að bæklingarn-
ir dragi björg í bú fyrir viðkomandi
fyrirtæki.
Gísla þáttun Marteins
Svanhildur Sigurðardóttir skrifar:
Þættir Gísla Marteins Baldurs-
sonar á laugardagskvöldum hafa
verið til fyrirmyndar frá byrjun.
Honum hefur tekist nokkuð jafn
vel upp frá þætti til þáttar, enda
sjálfur ágætur sjónvarpsmaður, og
þar standa honum fáir á sporði.
Næstsíðasti þáttur Gísla stakk hins
vegar í stúf við hina þar sem hann
ræddi við þrjár sjálfumglaðar per-
sónur, fyrrverandi Kvennalista-
konu og tvo uppgjafaþingmenn,
sem báðum hefur þó verið séð fyr-
ir vinnuskjóli hjá hinu opinbera -
nema hvað! Og til að setja punkt-
inn yfir i-ið á neikvæðu nótunum
dró Gísli fram tvo unga drengi
(kannski 8 og 12 ára eða þ.u.b.)
sem voru látnir öskra eigin laga-
smíð - svo féleg sem hún nú var -
um „Stóru strákana" sem mega
drekka bjór og mega gera hitt og
þetta. - Hér fór Gísli Marteinn út
af laginu en enginn er heldur full-
kominn. Það gengur vonandi betur
næst, er sagt. Ef þátturinn verður
þá bara ekki tekinn af dagskrá
„yfir sumarið", eins og Sjónvarps-
ins er vani, og nauðungaráskrif-
endum sagt að „éta það sem úti
frýs“ - eða þannig.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíö 24,105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.