Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 I Jack Welch upplýsir íslenska viðsklptajöfra um hvernlg á aö reka fyrirtæki Forstjóri forstjóranna var nýlega á ferö hér á landi og uppfræddi kaupahéöna og fjáraflamenn um leiöir til að skila árangri í viöskiptalífinu. Á því sviöi er óhætt aö taka Weich sér til fyrirmyndar því aö fáir eöa engir hafa skilaö eins góöum árangri á því sviöi. Sjálfstraust og keppnisandi einkenna viðskiptajöfurinn Jack Welch: Fyrirmynd allra forstióra Boð á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson forseti og kona hans, Dorrit Moussaieff, tóku á móti Jack Welch og unnustu hans í liöinni viku. skarpgreindur piltur sem hann væri ætti að þakka fyrir að hafa svo góðan heila og að hugs- unin væri meira virði en hvemig henni væri bun- að út úr sér. Welch var ekki mikill fyrir mann að sjá, smávaxinn og grannur. Sjálfur segist hann aldrei hafa vitað um vaxtarlag sitt fyrr en á fuilorðinsárum. Þá hló hann að Jack Welch fyrrum forstjóri stærsta fyrirtækis heims, General El- ectric, hefur verið kallaður forstjóri forstjóranna og fyrirmynd þeirra. Hann hlaut einnig viðumeöiið Naut- ron Jack og er þar vísað til nifteinda- sprengju sem drepur fólk en eyöilegg- ur ekki mannvirki. Hann lét sig nefnilega ekki muna um að reka 100 þúsund starfsmenn fyrirtækisins sem hann taldi ekki vinna því gagn. í stjómartíð hans fækkaði starfsfólki, aðallega miilistjómendum, verulega en umsetning margfaldaðist. Á þeim 20 árum sem hann var aðalforstjóri GE, frá 1981 til 2001, jókst mark- aðsvirði GE úr 12 milljöröum dollara í 280 mUljarða. Meira að segja Biil Gates geröi ekki betur. Forstjóri forstjóranna var nýlega á ferð hér á landi og uppfræddi kaupa- héðna og fjáraflamenn um leiðir til að skila árangri í viðskiptalífmu. Á því sviði er óhætt að taka Welch sér til fyrirmyndar því að fáir eða engir hafa skilað eins góðum árangri á því sviði. Stórveldiö GE er byggt á fyrirtækj- um og einkaleyfum Edisons og mun vart vera hægt að byggja á traustari grunni en hugviti þess mikla upp- finningamanns. Fyrirtækið er því orðið gamalt í hettunni og hefur verið traust á aðra öld. En aldrei hef- ur það vaxið eins mikið og undir stjóm Welch sem starfaöi aldrei hjá öðru fyrirtæki á 40 ára starfsferli sín- Honum er lýst sem ástríðu- fullum keppnismanni, hvort sem það tengist við- skiptum eða öðrum áhuga- málum. Hann verður að vinna á hverju því sviði sem hann fœst við. Hann verður að reka fyrirtœki betur en aðrir menn, hann verður líka að sigra á golf- velli og í pókerspili, sem á vel við skapferli hans. um, þar af 20 ár sem aðalforstjóri og einvaldur. Ólíkt flestum stjómendum stórfyr- irtækja, sem em viðskiptamenntaðir, er Welch efhaverkfræðingur og hóf störf sín hjá GE sem slíkur. En framabraut hans var greið og stig af stigi hófst hann til meiri metorða þar til hann var ráðinn aöalforstjóri 1981, aðeins 44 ára gamall, langyngsti for- stjóri sem þá hafi stjómað slíku stór- veldi. Metnaöurinn vakinn Jack Welch fæddist í hinni sögu- frægu borg, Salem í Massachusetts, árið 1935. Foreldrar hans vom báðir af írsku bergi brotnir og var faöirinn lestarstjóri sem fór að heiman snemma á morgnana og kom heim að kvöldi með bunka af dagblöðum sem farþegar skildu eftir í vögnunum. Fór pilturinn snemma að lesa blöðin og kynntist þar mönnum og málefnum. Hann segir sjálfur að síðan hafi hann verið blaöafíkill og lesi daglega það sem honum þykir þar markverðast. Foreldrar hans vom ekki langskóla- gengnir en lögðu metnað sinn í að láta einkasoninn ganga menntaveg- inn. Pilturinn var námfus og metnaðar- gjam og stundaöi íþróttir af kappi og er enn mikill áhugamaður um sport. Hann stundar enn golf og hefur náð þar svo góðum árangri að hann hefur 2 í forgjöf. Honum er lýst sem ástríðufullum keppnismanni, hvort sem það tengist viðskiptum eða öörum áhugamálum. Hann verður að vinna á hveriu því sviði sem hann fæst viö. Hann verö- ur að reka fyrirtæki betur en aðrir menn, hann veröur lika að sigra á golfvelli og í pókerspili, sem á vel við skapferli hans. Welch er tvíkvæntur og á fjögur böm sem hann sinnir vel. Menn velta fyrir sér hvemig maður með doktorsgráðu í efnafræði, sem rak fyrirtæki með 340.000 starfsmönnum, keppti árlega í stórmótum í golfi með frábærum árangri, sinnti fjölskyldu- málum og las blöð af ástríðu, hafði tíma til að sinna öllum þessum verk- um. En hann hafði alltaf tíma til alls sem hann hafði áhuga á. Það er einn galdurinn sem gerði hann að forstjór- um forstjóranna, manni sem rak starfsfólk unnvörpum og margfaldaði hagnað hluthafanna. Dýrmætt veganesti í endurminningum sínum þakkar viðskiptajöfurinn móður sinni vel- gengnina síöar á ævinni. Hann var ekki fæddur með silfurskeið í munni en metnaður móðurinnar fyrir hans hönd var þeim mun dýrmætara vegá- nesti. Hún fylgdist vel með námsár- angri hans í bamaskóla og hélt syn- inum vel við heimavinnuna. En það var við eldhúsborðiö, þegar þau mæðginin spiluðu rommí, sem hann kynntist keppnisandanum og ánægjunni af því að vinna. Oft vann móðirin og þá gat drengurinn varla beðið eftir að koma heim úr skólan- um næsta dag til að jafna leikinn og vinna næsta spil. En það besta við uppeldi móður- innar var að byggja upp sjálfstraust sonarins. Sjálfstraustið er grundvöll- ur velgengni- Ef það skortir fara aðr- ir eiginleikar forgörðum, Welch segir móður sína aldrei hafa reynt að stjóma fólki en hún hafði lag á að byggja aðra upp og þá helst einkason- inn. í æsku stamaði hann og kunnu menn lítil ráð til að laga þann málgalla. En móðirin sagði syni sín- um að það gerði lítið til því það væri heilastarfsemin sem skipti máli. Svo sjálfum sér á myndum sem teknar voru af skólaliðum í íþróttum. Hann var þriðjungi lægri en ailir hinir strákamir sem hann var að keppa við eða með. Hann tók aldrei eftir því þegar hann var ungur og óbilandi sjálfstraustið kom í veg fyrir aö hann drægi sig í hlé vegna málgallans. Sjáifstraust og keppnisandi ásamt góðum gáfum skiiaði stráknum frá óbrotnu heimili í Salem upp í stöðu forstjóra stærsta fyrirtækis í heimi sem hann gerði enn öflugra með stjómunaraðferðum sem vom ekki öUum að skapi, enda sást hann ekki fyrir aö reka fólk í stórum stíl ef hon- um þóknaðist ekki starfsaðferðir þess eða vinnulag. Velgengni GE var fyrir öllu og hluthafamir þurftu aldrei að kvarta á meðan hans naut við. (Heimildir m.a. fréttabréf BBC og fleiri netmiöla)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.