Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Gullmolar við Laugaveg í Hönnunarsafni íslands viö Garöatorg stendur nú yfir sýning ellefu íslenskra gull- smiöa sem eiga það sameiginlegt að stunda list sína og viðskipti við Laugaveginn. Eftir að íslensk gullsmíði hætti að hrær- ast um víravirkið og silfrið á þjóðbúningn- um og menn tóku að fikra sig áfram til þátt- töku í alþjóðlegum viðmiðum og samtíma- legri formfræði var um skeið eins og þeir „misstu fótanna". Aðferðirnar og formin sem verið höfðu í gildi og þóttu við hæfi, áttu sér enga áhangendur lengur. Konur voru hættar að ganga í íslenska búningnum hvunndags og áttuðu sig á því að önnur form á skartgripum hæfðu betur þeirri evr- ópsku tísku sem þær höfðu tileinkað sér. Hönnun Menn tóku þá til bragðs að varpa fyrir róða öllu sem minnti á eða tengdist hefð- bundinni íslenskri silfursmíði. Sú aðferð virðist eins og loða við íslensku þjóðina þegar hún stendur frammi fyrir nýjum veruleika. í stað þess að halda til haga þeirri kunnáttu sem hefð var fyrir og bæta nýju við, sem í þessu tilfelli laut sérstaklega að aukinni almennri listmenntun og form- fræöi, lögðu menn nú allt hefðbundið til hliðar og hófu að búa til „abstrakt" sem byggðist meira á smekk einstakra gullsmiða en því að menn bættu við sig listnámi. í myndlist gildir að kasta sér inn í núið, takast á við hina ærandi ólíku strauma og stefnur, vera alltaf hangandi á bláfmgur- gómunum á bjargbrúninni. í greinum sem heyra undir listhandverk eða hönnun á þetta ekki við. Þar er nauðsynlegt að hafa aliar hefðir í heiðri og fikra sig í átt til framtíðar með þekkinguna í farteskinu. Lengi vel var augljóst aö mikið vantaði í nám gullsmiða hér á landi. Á síðustu árum Hálsfesti eftlr Guöbrand J. Jezorski Úr hraungrýti, kristat oggulli. er þetta að breytast og allir metnaðarfullir gullsmiðir stunda nám við erlenda lista- skóla í lengri eða skemmri tíma. Margir gerast sérfræðingar í afmörkuðum greinum gullsmíðinnar eins og vanalegt er í mörgum listgreinum þar sem aðferðir eru stór hluti af sköpunarferlinu. Menn velja sér þá ýmist tæknilegar eða listrænar áherslur. Skart fjallar um form Margt er áhugavert á sýningu ellefu- menninganna. Þó verður að segjast að of mikið er um óskýra formhugsun. Þetta er slæmt þar sem skart fjallar mest um form. Ef ekki form þá hefð. Það eru gripir á sýn- ingunni sem bera listrænni gullsmíði fagurt vitni og vil ég þar sérstaklega nefna skart- gripi Guðbjargar Kr. Ingvadóttur úr stáli og silfri. Eyrnalokkar Guðbrands Jezorskís úr slípuðum kuðungum eru ljúfir og sama gild- ir um hálsmenið hans úr bergkristal og slíp- uðu hrauni. Tína Jezorskí sýnir einnig fina takta þó að hún hafi enn ekki náð fágun lærifóðurins. Kannski er hún að vinna með of mörg efni í sama hlutnum. Hringar Ást- þórs eru bæði fáguð og framsækin smíði. Nöfnin á gripunum smellin og vel viðeig- andi. Armbandið úr plexí og silfri er flott. Þorbergur, sá völundarsmiður, sýnir þarna sjö gripi þar sem saman fara einstaklega fal- leg smíðavinna og nútímalegt skart. Páll Sveinsson sýnir frumlega gripi með steinsteypubitum. Þeir samsvara sér sumir mjög vel sem skúlptúrar þar sem hið grófa og ódýra kallast á við fínlegar, fágaðar og sterkar línur. Maður veltir fyrir sér hvem- ig sé að bera þessa gripi. Kannski virkar það en mig grunar að herslumuninn vanti á það. Harpa Kristjánsdóttir, sem í gegnum árin hefur sýnt okkur framsækna og list- ræna hönnun, sýnir forkunnarflotta gull- festi. Um hana gildir það sama og um skart Páls, maður veltir fyrir sér hvernig festin fer á hálsi. Sápu-hringir Kjartans Amar Kjartanssonar eru skemmtilegt innlegg í umræðuna um forgengileika hlutanna. Það á vel við að velta því fyrir sér á þessum vettvangi. Það er léttleiki yfir „unglegu" skartinu sem hann sýnir. Sýningin Gullmolar hefur yfir sér sterk- an heildarsvip, hún er skemmtilega uppsett í einkar vel hönnuðum sýningarskápum. Sýningarskrá er skýr og þjónar tilgangi sín- um. Það sama gildir um fallegt boðskort og andlitsmyndir í sýningarsal. Þarna er á ferðinni næmt auga og listræn nálgun Guð- mundar Odds Magnússonar. Honum til sóma. Sýningin er vel heppnuð en hefði samt mátt vera safaríkari. Ásrún Kristjánsdóttir Sýningin lólGull stendur til 25. maí. Hönnunarsafn íslands er opiö alla daga nema mán. kl. 14-18. Skartgrlpur eftir Pál Svelnsson „Baöhringir" eftir Kjartan Öm Kjartansson Úr steinsteypu, stáli, gulli og demöntum, 2003. Þeir eru geröir úr sápu ... Árbók norrænna bókmennta - Stórt og fallega hannað myndskreytt rit um nýjar bækur á Norðurlöndum Tímaritinu Nordisk litteratur, sem hefur komið út á Norðurlandamálum og ensku í ára- tug, hefur nú verið breytt í árbók. Þetta þýðir að ritið hefur verið stækkað umtalsvert, það er nú 184 síður í vænu broti og þrungið fróð- legum greinum um norrænar bókmenntir. Forsíðumyndin er glannalega skemmtileg teikning eftir Hallgrím Helgason af teikni- myndafigúrum og bamabókahetjum sem börn og fullorðnir hafa gaman af að skoða. Þar má í góðum hópi gesta á bókamessu í Frankfurt þekkja m.a. Lísu í Undralandi, Línu langsokk, Tinna, Andersínu, Tarsan og Köttinn með hattinn - og í myndarmiðju kunnuglegan Grim á tali við Drakúla greifa. Ritið hefst á viðtali Oscars Hemer við Evu Ström, ljóðskáldið sem hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár. En þema árbókar- innar er „Ungar bókmenntir - bókmenntir fyr- ir ungt fólk“, og í upplýsandi greinum er sjón- aukanum beint að ungum rithöfundum - sum- um bamungum - og afurðum þeirra á finn- landssænsku, dönsku, finnsku, norsku og sænsku. Um tvo íslenska nýbylgjuhöfunda, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Steinar Braga, skrifar Bjöm Þór Vilhjálmsson. Um sænskar bamabækur skrifar Lena Kjer- sén Edman og kemst að þeirri niðurstöðu að þær skiptist enn í drengja- og telpnabækur; Andrine Pollen skrifar um norskar mynda- bækur og Margrét Tryggvadóttir skrifar um myndabækur fjögurra landa. Þar frétti undir- rituð um bókina Núma og höfuðin sjö eftir Sjón og Halldór Baldursson sem hún hafði Arbók norrænna bókmennta Meö frábærri kápumynd Hallgríms Helgasonar. ekki hugmynd um aö heíði komið út! Tapani Ritamáki spyr snúðugt hvort börn búi enn þá á íjórða áratugnum og bendir á hvað allur arkitektúr á myndum í bamabók- um er gamall, þar er eins og ekki hafi verið reist hús síöan 1930! Anne Stefi Teigland spyr hvað greini milli unglingabóka og fullorðins- bóka og tekur dæmi. Ann-Christine Snickars skrifar um tvo látna snillinga, Astrid Lind- gren og Tove Jansson, og Sigþrúður Gunnars- dóttir skrifar um ævisögur skrifaðar handa bömum um Astrid Lindgren, Halldór Laxness, Aino Kallas, H.C. Andersen og Sigrid Undset. Einnig eru í árbókinni ritgerðir um allar til- nefndar bækur til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. John Bang Jensen skrifar um Evu Ström, John Mogensen um Per Hajholt, John Swedenmark um Jóhann Hjálmarsson og Morten Sondergaard, Jógvan Isaksen um Kelly Berthelsen, Sindre Hovdenakk um Han- us Kamban, Jón Yngvi Jóhannsson um Stewe Claeson, Morten Abrahamsen um Kjell Westö og Pirjo Hassinen, Ann-Christine Snickars um Liv Koltzow og Jorgen Norheim og Dagný Kristjánsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir skrifa saman um Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Meðal annarra greina má nefna að Kim Simonsen skrifar um leitina aö hinu fær- eyska, Jón Yngvi Jóhannsson um bækur sem útgáfustjórar „panta“ hjá höfundum, Hanus Kamban skrifar um Regin Dahl, Þorleifur Hauksson um þrjár sögulegar skáldsögur eftir Thor Vilhjálmsson, Steen Helene Andersen og Einar Kárason. Loks skrifar verölaunahafmn Eva Ström um ungu höfundana sem koma út af háskólanámskeiðunum í skapandi skrifum og spyr: En hvar eru ungu gagnrýnendurnir? Vefsíða ritsins er www.nordbok.no en ritið sjálft má til dæmis nálgast í Norræna húsinu. -SA MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Wagner og Magnea Á morgun verða nákvæmlega 190 ára frá fæðingu tónskáldsins Richards Wagners og kl. 19.30 heQast tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands honum til heiðurs í Há- skólabíói. Hljómsveitarstjóri er Gregor Búhl en einsöngvari er Magnea Tómasdótt- ir. Hún söng Sentu í Hollendingnum fljúg- andi á Listahátið í fyrra, eins og menn muna, og skapaði eftirminnilega persónu auk þess sem röddin var dásamleg. Á efnisskrá eru Wesendonck Lieder (Fúnf Gedichte), atriði úr Lohengrin, Tannhauser og Tristan og Isolde. Áfram veginn Annað kvöld kl. 20 eru söngtónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar flytja Margrét Stefánsdóttir sópran og Hrefha Eggerts- dóttir píanóleikari íslensk sönglög, erlend söngljóð eftir Hándel, Brahms, Fauré og Strauss, og óperuaríur eftir Mozart og Verdi. Einar Már töfrandi Skáldsagan Draumar á jörðu og smásagnasafhið Kannski er pósturinn svangur eftir Einar Má Guðmundsson voru að koma út á Norðurlöndum og hefur verið afar vel tekið. Draumar á jörðu er að mati gagnrýnanda Dagsa- visen í Noregi mikilvægar bókmenntir um kjör mannsins á vegferð hans í heiminum og segir þar að skáldskaparlist höfundar sé einstök. I Aftenposten segir að þetta sé „sterk frásögn um ísland örbirgðarinnar". Gagnrýnandi Information segir m.a. að Einar Már sé fremstur þeirra norrænu höfunda sem skrifi í anda töfraraunsæis, og í Politiken sagði að þetta væri meistara- leg nútímasaga, í senn töfrandi, dularfull og nálæg frásögn. Um Kannski er pósturinn svangur sagði í Jyllands-Posten að Einar Már málaði „veruleikann skýrari dráttum en veruleik- inn sjáifur megnar." Bókin er „ósviknar kræsingar, sannkallaðar himnakrásir,“ sagði gagnrýnandi Information og bætti við að í vissum skilningi mætti segja að í þessu smásagnasafni „sé fólgin sjálf list skáldsögunnar". Gagnrýnanda Politiken fannst bókin „ljóðræn, fyndin og rólyndis- leg lýsing á furðufuglum bæjarins með grimmum undirtón." í Ekstra Bladet sagði að frásagnirnar af einmana fólki væru harður biti og beiskur dropi „en bomar uppi af húmorista." í Berlingske Tidende sagði: „Persónumar koma höfundi sínum einfaldlega á óvart, svo og lesandanum - og þá er gaman!" Gróiö hverfi Annað kvöld kl. 22.15 verður flutt á Rás 1 leikritið Gróið hverfi eftir Braga Ólafs- son. Ef grannt er skoðað í grónum hverfum borgarinnar getur margt óvænt komið í ljós. í þessari undurfurðulegu leikfléttu leiðir höfundur hlustendur á slóðir þar sem flest er ósagt og aöeins ýjað að hlut- um. Leikstjóri er Óskar Jónasson. Ríó tríó Hljómsveitin Ríó trió spilar á Garðatorgi í Garðabæ annað kvöld kl. 21. Hljómsveit- ina skipa Ólafur Þórðarson, Helgi Péturs- son, Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson og Bjöm Thoroddsen. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Hreyfimyndir á Vorhátíö Annað kvöld kl. 20 sýnir hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans vídeóverk síðastliöins vetrar á Vorhátíð skólans í Hafnarhúsinu. Minnum líka á leiðsögn um myndlistar- og hönnunarsýningu daglega í hádeginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.