Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 I>V Fréttir Húsleit í söluturninum Draumnum viö Rauöarárstíg: Fundu Samkvæmt heimildum DV fannst haglabyssa viö húsleitina í söluturninum Draumnum viö Rauðarárstíg í fyrradag og er byssan nú í haldi lögreglunnar. Eins og fram kom í DV í gær fund- ust fíkniefni í söluturninum, smyglað áfengi og tóbak. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið en tveimur þeirra hefur verið sleppt að yfirheyrslu lok- inni. Einn maður er enn i haldi lögreglunnar. DV hefur öruggar heimildir fyr- ir því að fíkniefnadeild lögregl- unnar hafi haldið áfram leit að fíkniefnum víðar en í söluturnin- um þar sem grunur leikur á að um meira magn efna sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er málið enn á frumstigi og vildi hún ekki gefa frekari upplýs- ingar um magn smyglvarningsins né fíkniefnanna sem fundust við húsleitina. Starfsmenn Tollstjórans í Reykjavík gerðu húsleit í fyrradag þar sem eigandi söluturnsins hafði legið undir grun í þó nokkum tíma um að hafa selt ólöglega inn- fluttar sígarettur og áfengi í versl- uninni. Við leitina fannst nokkurt magn af smyglvamingi en einnig fundust fíkniefni og var fíkniefna- deildin því samstundis kölluð á vettvang. -EKÁ haglabyssu DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Lögreglumenn kanna það sem fannst við húsleitina. Verslunin Draumurinn er m.a. þekkt fyrir viöskipti viö drykkjufólk: Smyglvarningup gerður upptækui* Þrír menn voru handteknir í söluturninum Draumnum við Rauðarárstíg á mánudag. Starfs- menn Tollstjórans í Reykjavík hafði lengi grunað aö þar væri boðið upp á ólöglega innflutt áfengi og tóbak og því var látið til skarar skríða. Við húsleit fannst talsvert af smyglvamingi, auk eit- urlyfja, og var fíkniefhalögreglu gert viðvart um það. Söluturninn hefur lengi verið þekktur fyrir að vera eins konar athvarf drykkju- manna og hafa nágrannar oft kvartað undan ónæði vegna við- skiptavina staðarins. Einn viðmælenda DV, sem starfar í grennd við staðinn og þekkir vel til þessa menningar- kima, sagði að þangað færi heimil- islaust fólk sem ætti við drykkju- vandamál að stríða, m.a. til að ná sér í áfengi. „Maður sér þetta fólk, oft á bil- inu 5-10 manns, safnast fyrir utan Hlemm snemma á morgnana og bíða eftir því að fá að komast þangað inn í hlýjuna. Þar heldur Lokaö vegna breytinga Þrír menn voru handteknir í söluturninum Draumnum á mánudaginn var, eftir aö smyglaö áfengi og tóbak fannst þar innandyra ásamt einhverju magni eiturlyfja. Verslunin var lokuö í gær en á huröinni stóö aö þaö væri vegna breytinga. það sig uns þessi ákveðna verslun til þess að ná sér í spritt eða kar- er opnuð og þangað fer það síðan dimommudropa. Svo sér maður það blanda þetta héma á bekkjun- um fyrir utan og hella þessu svo í sig.“ Viðmælandinn segir upplifanir sem þessar daglegt brauð en bætir því jafnframt við aö ónæöi af við- skipavinum staðarins sé ekki eins mikið og margir telja þó óhjá- kvæmilega setji stöðug nærvera þeirra ákveðinn svip á hverfið. „Þetta er meira eða minna alveg meinlaust fólk sem hefur bara lent illa út af brautinni. Ég hef aldrei orðið vitni að því að það hafi reynt að skaða neinn eða vera með eitt- hvert vesen nema þá bara sín á milli. Maður verður stundum var við betl en annars lætur það aðra eiga sig og er bara út af fyrir sig.“ Verslunin Draumurinn var lok- uð í gær vegna málsins en eigend- ur voru þá í óðaönn að taka til eft- ir húsleit lögreglu og heimsókn heilbrigðiseftirlitsins. í gluggan- um stóð að verslunin væri lokuð vegna breytinga en ekki er vitað hvenær eða hvort verslunin verð- ur opnuð á ný. -áb Storkurinn Styrmir: Vaknaði til lífsins við að heyra raddir Davíðs og Halldórs Ástandið á storkinum Styrmi bar á góma á síðasta fundi ríkisstjómar- innar í gær, Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra lýsti ástandi fugls- ins fyrir samráðherrum sínum, þá höfðu borist fréttir af örum og góð- um bata, en daginn áður hafði þurft að halda fuglinum uppi þar eð hann mátti ekki liggja of lengi í einu og var líf hans þá að fjara út. Siv Friðleifsdóttir sagði í gær að Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, hefði sagt sér skemmtilega sögu um það þegar Styrmir braggaðist skyndilega og öllum að óvörum. Verið var að reyna að fóðra fuglinn. Kvöldfréttir útvarpsins hljómuðu og raddir foringjanna Halldórs Ás- grímssonar og Davíðs Oddssonar, sem sögðu að búið væri að ná sam- an um stefnuyfirlýsinguna. Við þetta tók að lifna yfir fuglinum og það hratt. Reisti Styrmir höfuð, skrönglast á fætur og hóf þegar ormaveiðar. Undir nótt hóf hann svo músaveiðar og Ijóst að Styrmir hafði storkað mönnum. Siv Friðleifsdóttir sagði í gær að unnið væri að þvi að koma storkin- um á erlenda grund þar sem hann gæti samlagast öðrum storkum. -JBP Hækkarí Kleifapvatni „Yfirborð Kleifarvatns er að hækka,“ sagði Guðmundur Sigur- jónsson, umsjónarmaður fólkvangs- ins í Krýsuvík, þegar DV ræddi við hann í gær Hann sagði að skerið, sem væri út af Indíánanum, væri horfið sem þýddi aila vega hálfs metra hækk- un. Þá væru hverimir austan megin við vatnið nær komnir í kaf. Jarð- skjáiftamir í júní árið 2000 hefðu opnað sprungur í botni vatnsins. Þá hefði vatnsborðið lækkað um meira en fjóra metra. Setið í botni þess hefði síðan lokað sprungunum aftur smám saman. Nú væri grunnvatnið að renna í það. -JSS Stuttar fréttir Mikil bílasala Meira en 50% .fleiri nýir fólks- bílar seldust á fyrstu 4 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. RÚV greindi frá. Áburðarflug hefst Áburðarflug Landgræðslunnar hófst í gær með dreifingu á Reykjanesi. í sumar verður dreift um 110 tonnum af áburði og 8 tonnum af fræi. Mbl. greindi frá. Friðbert formaður Friðbert Traustason hefur ver- ið kosinn formaður Landssam- taka lífeýrissjóða. Konur veikari Konur eru veikari þegar þær koma til áfengismeðferðar, hafa meiri fráhvarfseinkenni og eru mun lengur að jafna sig en karl-' ar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á sjúk- lingum sem leituðu áfengismeð- ferðar á árunum 2000-2001. Mbl. greindi frá. Rennibraut lokað Sundlaugarrennibrautinni í Laugardalslaug var lokað á sunnudagskvöld í kjölfar óhapps sem varð þar þegar drengur meiddi sig á fótum í brautinni Höfnin dýpkuð Dýpkunarframkvæmdir við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn hófust í gær. Höfnin er jafnan dýpkuð áður en fyrstu skemmti- ferðaskipin koma til Reykjavík- ur en von er á því fyrsta 28. maí. Mbl. greindi frá. Vilja eiga hitaveituna Sveitarstjórn Dalabyggöar ákvað á fundi í gærkvöld að fela sveitarstjóra og byggðarráði að kanna möguleika á endurfjár- mögnun heitaveitu Dalabyggðar svo hún geti áfram verið í eigu heimamanna. Námsfúsir Meira en 6 af hverjum 10 verslunarmönnum hafa verið í námi eða tekið námskeið á síð- astliðnum tveimur árum sam- kvæmt Gallup fyrir Starfs- menntasjóð verslunar- og skrif- stofufólks. Loftbrú Reykjavík Borgarráð hefur samþykkti tillögu um að Reykjavíkurborg leggi fram 2,5 milljónir krónur árlega næstu þrjú ár til sjóðsins Reykjavíkur Loftbrúar sem er ætlað að styrkja tónlistarmenn. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.